Morgunblaðið - 16.03.1978, Side 17

Morgunblaðið - 16.03.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 17 Málm- og skipa- smiðir vilja að endurskoðuð verði verðlagning útseldrar vinnu NÝLEGA var haldinn almcnnur fundur Sambands málm- og skipasmiðja og fjallaði hann um yfirvofandi rekstrarstöðvun vegna tapreksturs eins og segir í frétt frá SMS. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkti „Vegna aðgerðaleysis stjórn- valda og óviðunandi rekstrarskil- yrða málmiðnaðarfyrirtækja, sem leitt hafa til langvarandi tapreksturs, samþykkir almenn- ar fundur Sambands málm- og skipasmiðja að fela aðildarfélög- um sínum að afla nú þegar heimilda til handa framkvæmda- stjórn S.M.S. til að fylgja eftir framkomnum hugmyndum. Þar með taldar eru aðgerðir, sem leitt geta til allsherjar- stöðvunar atvinnurekstrarins, ef ekki næst fram endurskoðun og úrbætur á verðlagningu útseldrar vinnu og öðrum þeim þáttum sem ráða rekstrarafkomu fyrirtækjanna." AÐ Vallagerði 36 í Kópavogi efndu þessir krakkar til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra. Söfnuðu krakkarnir rúmlega 2300 kr. Krakkarnir heitai Gyða Eyjólfsdóttir, Friðþjófur Eysteinsson og Bergdís Eysteinsdóttir. ÞESSIR krakkari Soffía ó. Ketilsdóttir, Lísa R. Guðmundsdóttir, Axel Guðmundsson, og Hildur S. Ragnarsdóttir öll til heimilis í Hlíðahverfi. efndu þar til hlutaveltu til ágóða fyrir Blindrafélagið. Söfnuðu krakkarnir tæplega 6400 krónum. tæki í Breiðholti Ogaden- striðinu lokið — segir bandaríska utanríkisráðuneytið Washingon — 14. marz — Reuter-AP BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið lýsti því yíir í dag að bardagar í Ogaden væru hættir og mætti telja að styrjöldinni milli Eþíópíu og Sómala á Afríku- horninu væri lokið. Um leið var frá því skýrt af hálfu ráðuneytis- ins að nefnd háttsettra erindreka væri á förum til Sómalíu. Kúbumenn viðurkenndu í dag í fyrsta skipti þátttöku í styrjöld- inni í Ogaden, en þar er talið að sé um 12 þúsund manna kúbanskt herlið um þessar mundir. Enn hefur ekki frétzt að liðsauka, sem er á leiðinni frá Kúbu, hafi verið snúið við, þrátt fyrir yfiriýsingar Sovétmanna um að þeir ætli að beita áhrifum sínum til að fá Kúbumenn til að hætta við frekari afskipti af ófriðnum. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug greindi frá því í dag, að stjórnarherinn í Eþíópíu væri nú kominn fast að landamærum Sómalíu, og hefði hann náð á sitt vald sex bæjum úr höndum Sómala undanfarna daga. JC kynnir og selur eldvarna- JUNIOR Chamber Breiðholti er um þessar mundir að hefja kynn- ingu og sölu á eldvarnatækjum í Breiðholtshverfum. Ástæðan fyrir því að félagið hefur ráðist í þetta viðamikla verkefni, er fyrst og fremst vegna hinna tíðu bruna, sem orðið hafa að undanförnu bæði á geymslum og íbúðum, í hverfunum. Félagsmenn vilja leggja á það áherslu að í Breiðholti er engin slökkvistöð og að það taki slökkvi- liðið a.m.k. 10—15 mínútur að komast á brunastaö innan Breið- holtshverfa, frá því að hringt er. Ef rétt gerð af slökkvitækjum eru fyrir hendi, þegar eldur kviknar, má í flestum tilfellum hefta útbreiðslu hans eða jafnvel siökkva á þeim biðtíma, sem líður áður en slökkviliðið kemur á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Eldvarnaeftirlitinu eru eldvarnir í Breiðholtshverfum í molum og því þörf á skjótum úrbótum. Þá er einnig rétt að benda á það, að peningunum er ekki kastað á glæ meö því að kaupa eldvarnatæki, heldur er hér um góða fjárfestingu að ræða, því flest tryggingafélög veita afslátt af iðgjöldum fyrir þá sem hafa eldvarnir sínar í góðu iagi. En þar sem ekki er nóg að selja eldvarnatæki til aðila sem kannski kunna ekki með þau að fara, þá hafa 20 félagar úr JC Breiðholt nú sótt námskeið, þar sem þeim var kennt að kenna öðrum meðferð tækjanna og viðhald. En erfitt er að kenna fólki að slökkva eld, nema eldur og tæki séu fyrir hendi. Þess vegna hefur félagið gengist fyrir því, að Eldvarnaeftir- lit Reykjavíkurborgar verði með eldvarnasýningar eða sýnikennslu í því hvernig eigi að slökkva mismunandi elda. Sýningarnar verða sem hér segir: Fyrir Breiðholt I við Breiðholts- skóía fimmtud. 16.3 kl. 20.00; fyrir Breiðholt III við Fellaskóla fimmtudaginn 30. 3. kl. 20.00; fyrir Breiðholt II við Alaska fimmtu- daginn 13.4 kl. 20.00. Á öllum sýningunum verða kveiktir eldar og slökktir með viðeigandi aðferðum. Breiðholts- búar eru hvattir til að mæta á sýningarnar. Þá verður öllum hverfisbúum sent bréf þar sem gerð verður nánari grein fyrír framkvæmd þessa mikla og þarfa verkefnis. Eftir að bréfið er komið til viðtakanda munu JC félagar síðan ganga í allar íbúðir Breiðholts- hverfa og kynna íbúunum rétt viðbrögð gegn eldsvoðum og jafn- framt bjóða þeim til sölu slökkvi- tæki af mismunandi stærðum og reykskynjara af mismunandi gerðum, allt á mjög hagstæðu verði, en öll þau tæki sem verða boðin til sölu eru viðurkennd af Eldvarnaeftirliti Reykjavíkur- borgar. Yfirumsjón með verkefninu hef- ur Byggðarlagsnefnd JC Breiðholts. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.