Morgunblaðið - 16.03.1978, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
Heimsókn á Bíldudal:
ar eiga framtíð fyrir sér
FRÁ Bíldudal eru stundaðar rækjuveiðar í allmiklum mæli, en Það eru alls
7 bátar er veiðarnar stunda á Arnarfirði. í vetur er leyft að veiða 600 tonn
af rækju og að líkindum 50 tonnum betur verði það taliö óhætt. Rækjuver
h.f. nefnist rækjuvinnslan og er forstjóri hennar Eyjólfur Þorkelsson. í samtali
við Mbl. greindi hann frá tilhögun rækjuveiðanna:
— Það eru sjö bátar sem stunda veiðarnar héöan og má veiöa 600—650
tonn í vetur, á tímabilinu október til 1. maí, en hugsanlega verðum viö búnir
aö ná kvótanum fyrr, e.t.v. í apríl. Hver bátur má vera á sjó fimm daga vikunnar
og eru þeir í landi á föstudögum og sunnudögum. Viö gerum út einn bát, svona
til aö prófa aö vera útgeröarmenn líka.
Hvaö hafa margir atvinnu af rækjuveiöunum?
— Á bátunum eru um þaö bil 14 menn og í verksmiðjunni vinna 15—20, en
þar höfum viö tvær vélar og vinnum á einni vakt, og held ég aö þaö sé mjög
fátítt aö tvær vélar séu í sömu verksmiðjunni.
Viö hvaö er aöallega unniö á sumrin meðan rækjuna er ekki aö fá?
— Þaö hefur verið veitt talsvert af skelfiski nú í tvö til þrjú ár og má segja
að skelfiskveiöin hér á Arnarfiröi og jafnvel í næstu fjöröum sé að veröa nokkuð
örugg atvinnugrein, því þaö hafa fengist um þaö bil 500 tonn af skelfiski. Skelin
hefur mest veriö flutt til Spánar og nokkuð til Ameríku.
Rækjuver var stofnaö í janúar 1971 og er þaö hlutafélag og ásamt Eyjólfi er
Páll Hannesson einn af eigendum. Páll sagöi aö sama starfsfólkið heföi aö
langmestu leyti starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun þess og væri þaö mjög mikils
virði. Mikið er byggt á vinnu húsmæöra yfir vetrartímann en á sumrin koma
skólabörn frekar í þeirra staö. Þeir voru sammála um að veiði heföi verið betri
í vetur en í fyrravetur. Rækjan er seld til Noregs, Vestur-Þýzkalands og Svíþjóöar,
en þó hafa Svíar ekki keypt nema lítiö í vetur og nokkuö hefur veriö selt til
Bretlands. Aöallega er selt gegnum íslenzku útflutningsmiöstööina en nokkuð
hefur Rækjuver selt beint.
— Viö höfum reynt aö byggja fyrirtækið hægt upp, segir Eyjólfur, enda höfum
viö ekki notiö þeirrar fyrirgreiöslu sem viö teljum eölilega af hálfu Byggðasjóös
og Fiskveiöasjóðs, en Rækjuver er í nýbyggöu húsi, sem senn verður stækkaö
og reynum viö að nýta húsnæðið eins vel og kostur er, við viljum ekki eyöa
plássi aö óþörfu enda er húsiö teiknað meö þarfir rækjuvinnslu í huga.
Færibandiö er þar sem konurnar fara yfir rækjuna og tína burtu skemmda
rækju og annað sem ekki má fara með í pakkana.
Vélarnar eru á efri hæó hússins og úr þeim fer rækjan á neóri hæðina.
Nokkrir rækjubátar i höfn.
Lengst til vinstri er rannsóknar-
skipió Dröfn sem leitað hefur
m.a. skelfiskmiða og er talið að
góð skelfiskveiði geti orðið I
sumar.
í verksmiðjunni er verkstjóri Gunnar
Þórðarson og hann gengur um hana
meö blm. Vélar eru tvær, eins og fyrr
segir, en þær hafa m.a. verið keuptar
frá Stykkishólmi. Afkastageta þeirra er
milli 600—1000 kg á klukkutíma, en
aö jafnaði vinnur hvor vél milli 270 og
300 kg á klukkutímanum. Gunnar taldi
það óvenjulegt aö tvær vélar væru í
rækjuvinnslum, venjulega væri aöeins
ein og þá frekar unnið á vöktum, en
reynt væri að komast hjá því í
Rækjuveri.
— Viö erum bjartsýnir á þessa
atvinnugrein, sögöu þeir Eyjólfur og
Páll, það þýðir ekkert annaö en aö
vera bjartsýnn, skelfiskveiðin hefur
líka þegar sannaö aö það er framtíðar-
atvinnugrein einnig, en viö teljum aö
tilraunaveiöum sé lokið og framtíð
veröi í henni ekki síður en rækjunni.
Litið inn
í Rækju-
ver h.f.
Hjörtur Einarsson
t.v. og Gunnar Þórð-
arson verkstjóri.
Rækjn- og skelfískveið-