Morgunblaðið - 16.03.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
21
Tónhvlsi
eftir GUÐMUND
EMILSSON
gesta kvörtuðu sáran undan of
háum aðgangseyri, sem var eitt
þúsund krónur. Okkur finnst
þetta hin mesta furða, þar sem
að baki liggur margra mánaða
vinna og margra ára nám. Þetta
sama fólk er víst með að borga
sig inn á bíó fyrir fimmhundruð
krónur möglunarlaust. Það varð
að sjálfsögðu(?) enginn hagnað-
ur af þessari tónleikaferð; varla
að við hefðum upp í flugfarið
fram og til baka.“
. Og þið eruð á leið út aftur?
„Já, ég lýk bráðlega námi hjá
Konrad Ragossnig í Basel í
Sviss, en ég hefi lært hjá honum
að undanförnu. Ætli maður
verði ekki að bardúsa þetta í eitt
til tvö ár áður en snúið verður
heim.“
XXX
BLM: Camilla, hvernig leggst í
þig að starfa á íslandi.?
„Ég veit ekki sem stendur.
Mér sýnist aðstaðan fremur
bágborin í sumum tilfellum. Ég
varð t.d. hissa að komast að því,
að í mörgum hinna stærri
tónlistarstofnana íslendinga er
ekki að finna algengustu upp-
sláttarrit. Mér finnst þetta
einkennilegt þar eð ísleodingar
virðast lifa góðu lífi, og hafa
efni á ýmsum munaði: Annars
veit ég ekki hvort íslendingar,
og íslenskir tónfrömuðir, líta á
blokkflautuna sem fullgilt
hljóðfæri til listrænnar túlkun-
ar, og þar með hvort nokkuð
verður fyrir mig að gera ef við
setjumst hér að. Mér finnst
ísland fallegt land, og svo málið
þið húsin ykkar svo
skemmtilega...“
Camilla Söderberg er af
sænskum ættum en ólst upp i
Austurríki og hlaut menntun
sína við tónlistarháskólann í
Vínarborg. Sem stendur stundar
hún framhaldsnám í hinum
víðfræga Schola Cantorum.
Snorri Örn- Snorrason er Reyk-
víkingur, sonur hjónanna
Snorra Daníels Halldórssonar
og Sigurástar Sigurðardóttur.
Talía.
Leiklistarsvið Menntaskólans
við Sund>
Stundum (bannað) og stundum *
ekki eftir Arnold og Bach.
Þýðingi Emil Thoroddsen.
Forleikuri Jón Hjartarson
Leikstjóri Gísli Rúnar Jónsson.
Sýningar í Breiðholtsskóla.
Arnold og Bach hafa löngum
stytt Islendingum stundir. Sig-
urganga þeirra hér á landi hófst
upp úr miðjum þriðja áratug
með Spanskflugunni sem Indriði
Waage leikstýrði. Leikritið eins
og Karlinn í kassanum, Húrra
krakki, Saklausi svallarinn og
Orrustan á Hálogalandi eru
mörgum kunn og þá ekki síst
Stundum og stundum ekki sem
Talíumenn nefna Stundum
(bannað) og stundum ekki. Emil
Thoroddsen þýddi og staðfærði
flesta leiki þeirra Arnolds og
Bachs.
Brosleg saga um afskipti
lögreglu.vfirvalda af Stundum
og stundum ekki er rifjuð upp í
Leikhópur Menntaskolans viö Sund
Að hlæ ja
í leikhúsi
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
sýningu Talíu. Leikritið þótti of
klúrt á sínum tíma að mati
fáeinna áhrifamikilla siðgæðis-
varða, en þeir biðu lægri hlut og
bann sem sett hafði verið á
verkið var upphafið af lögreglu-
stjóra.
Leikstjórinn segir að ástæðan
fyrir því að Stundum og stund-
um ekki var valið til sýningar
hafi verið „tilraun til að hressa
upp á þennan gamla ærslaleik“
sem Guðrún Asmundsdóttir átti
frumkvæði að fyrir sex árum, en
Jón Hjartarson útfærði. Þetta
er forleikur sem gerist í bún-
ingsherberginu í Iðnó fyrir
frumsýningu og lýsir því hvern-
ig leikurum og leikstjóra er
innanbrjósts. Að mínu viti gerir
þessi forleikur ekki annað en
lengja sýninguna sem er alltof
löng, auk þess er hann algjör-
lega laus við fyndni og heldur
dapurlegur af þeim sökum.
Ærslaleikur þeirra Arnolds
og Bachs sem er skemmtilega.
staðfærður af Emil Thoroddsen
hefur einkum gildi fyrir það að
hann er heimild um hvernig
farið var að því að fá fólk til að
hlæja í leikhúsi hér áður fyrr.
Leikstjórinn talar um „maka-
lausa leikni þeira í að rugla
atburðarásina fram og til baka
og byggja á endalausum mis-
skilningi innan ramma hinnar
klassísku farsaformúlu“. Spurn-
ingin er sú hvort þeir Arnold og
Bach hafi ekki átt sinn þátt í að
móta leiklistarsmekk Islend-
inga, að minnsta kosti gerðu
jteir sig ekki seka um „að brjóta
nein stór vandamál til mergjar
né heldur að upplýsa okkur um
eitthvað sem við ekki vissum
áður“, svo að enn sé stuðst við
orð leikstjórans.
í stundum (bannað) og stund-
um ekki er skopast að skinhelgi
embættismanna stjórnarráðsins
og léttlyndum eiginkonum
þeirra. Framhjáhald og frama-
girni eru vinsælt efni í ærsla-
leik.
Á sumarhótelinu að Vatna-
laugum gista háir og lágir og
allir í sama tilgangi. Þangað
fara menn með ástkonur sínar
og viðhöld og auðvitað verður
ekki hjá því komist að þeir
hittist sem síst skyldi. Hjón
geta til dæmis verið stödd á
hótelinu samtímis án þess að
vita hvort af öðru.
Um leikinn er það að segja að
þótt hann sé ekki alltaf upp á
marga fiska er þetta að mörgu
leyti athyglisverð skólasýning.
Leikararnir skemmta sjálfum
sér og öðrum og er það ekki fyrir
mestu þegar um áhugamanna-
sýningu er að ræða. Ég ætla
ekki að birta nafnarunu að
þessu sinni, en þess skal getið að
ég er illa svikinn ef nokkrir
þeirra sem fram komu eru ekki
gæddir góðum leikhæfileikum.
Framsögn sumra var ábótavant
eins og skiljanlegt er.
/
hundruð milljónum á ári — fyrstu
árin. En ffestar greinar iðnaðar
mundu vaxa írá þörfinni fyrir
beinan stuðning á skömmum tíma
— sem ólíklegt er að landbúnaður
geri — enda þótt heimamarkaður-
inn sé algerlega verndaður honum
til handa — sem sjáifsagt er að
gera.
Samkeppnisstaða til útflutnings
landbúnaðarvara hlýtur að verða
mjög erfið á næstu árum. Iðnaður
nýtur óvíða mikilla styrkja. Þess
vegna er aðstaða þar öll betri til
samkeppni. Okkur íslendingum
ber að verja þann iðnað, sem við
þegar höfum, með ráðum og dáð —
og byggja upp nýjan eftir því sem
heildarþarfir krefja. Það, ásamt
skipulagningu fiskveiðanna — er
eitt af undirstöðunum undir hag-
sældarhöll framtíðarinnar, sem
standa skal á traustum grunni.
Hér er um að ræða langtíma
skipulagsmál, sem leggja þarf alúð
við. Slíkt starf verður ekki unnið
sem hjáverk með öðrum krefjandi
störfum.
Stationgerðirnar af Citroén GS og CX flytja fólk
og vörur jöfnum höndum. Og það er nóg rými.
Auk þess fer vel um það scm flytja skal.
Hvort sem það er brothætt gler, múrsteinar eða
manneskjur. Citroén tæknin sér um það:
Vökvafjöðrun, snjall tæknibúnaður, sem CITROEr
byggir þó á einföldu lögmáli. Hæðar og
hleðslujafnari, sem tryggir alltaf jafna hæð undir bílnum, óhúð
hleðslu. Þrjár mismunandi hæðarstillingar. Straumlínulögun sem eykur á
þaulhugsaðan hátt aksturseiginleikarra, einkum þegar veður
versnar eða hraðinn vex. Auk þess er spameytnin rómuð. Endingin einnig,
því opinberar sænskar kannanir sýna að Citroén bílar eru
með þeim endingarbestu þar í landi.
í Citroén bílnum fer því svo sannarlega saman þægindi og hagkvæmni.
CITROEN * CX
Komið og reynsluakið — það er raunhæfast
Globusa SÍMI81555
CITROEN*
✓