Morgunblaðið - 16.03.1978, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
Fiskrækt og fiskeldi:
Endurskoðun á
lögum um lax-
og silungsveiði
Sala notaðra lausafjármuna:
Frumvarp um sölu
notaðra bifreiða
HELGI F. Seljan (Abl) hefur lagt fram frv. til laga um sölu notaðra
lausafjármuna, þ.m.t. bifreiða. Frv. gerir ráð fyrir að leyfi til sölu
lausafjármuna skuli gefið út af lögreglustjóra viðkomandi lögsagnarum-
dæmis og gilda til 5 ára í senn. Það skal aðeins veitt þeim sem fullnægja
skilyrðum laga nr. 41/1968 um verzlunaratvinnu til að mega reka
verzlun á íslandi, sem og ákv. í frv., ef að lögum verður. Afturkalla má
leyfi ef sannað þykir að le.vfishafi hafi brotið ákv. laganna eða reglur
um réttmæta verzlunarhætti. Verzlun skv. lögum þessum má aðeins reka
í húsnæði eða starfstöð, sem lögreglustjóri samþykkir, og fullnægir
ákvæðum regiug. um öryggismál o.fl. Skylt skal verzlun að halda
heimildaskrá um allan varning, sem veitt er viðtaka til endursölu hvort
sem hann er keyptur eða tekinn í umboðssölu.
Frv. er samið af Arnmundi Bachman, lögfr., að beiðni flm. I grg. segir
að frv. fylgi í meginatriðum ákvæðum norskrar reglugerðar
í>ingfréttir í stuttu máli
FRAM er komin tillaga á Alþingi
um endurskoðun á lögum um lax-
og silungsveiði með það sjónar-
mið fyrir augum að greiða í
sundur vciðimálin og fiskræktar-
málin. Gerir tillagan ráð fyrir því
að landbúnaðarráðherra. ftr. frá
Búnaðarfélagi íslands, Lands-
samb. veiðifélaga. Landssamb.
stangveiðifélaga, Vciði- og fisk-
ræktarráði Reykjavíkurborgar,
formanni veiðimálanefndar.
veiðimálastjóra og fiskimála-
stjóra.
Flm. frv. eru Guðmundur II.
Garðarsson (S), Stefán Jónsson
(Abl), Jón Á. Héðinsson (A),
Gunnlaugur Finnsson (F). Eyjólf-
ur K. Jónsson (S). Albert Guð-
mundsson (S).
Erindi frá
veiði- og
fiskiræktarráði
Reykjavíkurborgar
í greinargerð segir m.a.:
„í júlímánuði síðastliðnum sendi
Veiði- og fiskiræktarráð Reykja-
víkurborgar öllum þingmönnum
Reykjavíkur svo hljóðandi álykt-
un:
„Veiði- og fiskiræktarráð
Reykjavíkurborgar samþykkir að
beina þeirri eindregnu áskorun til
allra alþingismanna borgarinnar,
að þeir beiti sér fyrir því á Alþingi
á hausti komanda, að gerðar verði
grundvallarbreytingar á núgild-
andi lögum um lax- og silungs-
veiði, nr. 76 frá 1970, á þann veg,
fyrst og fremst, að í nýrri löggjöf
verði sundur skilin veiðimálin
annars vegar og fiskiræktar- og
fiskasjúkdómamálin Hins vegar,
og traust og örugg stjórn þessara
mála tryggð."
Þessi álykun var einróma sam-
þykkt í Veiði- og fiskiræktarráði,
en ráðið skipa fulltrúar frá
Alþýðubandalaginu, Alþýðu-
flokknum, Framsóknarflokknum
og Sjálfstæðisflokknum.
Það liggur því ljóst fyrir, að hér
er ekki um að ræða pólitískt mál,
heldur málefni, sem Veiði- og
fiskiræktarráð hefur að fenginni
Tillaga til þings-
álgktunar þar um
flutt af 6 þing-
mönnum úr 4
þingflokkum
reynslu og þekkingu, talið nauð-
synlegt að koma á framfæri á
Alþingi með þjóðarhag fyrir aug-
um. Málið er því að þessu leyti
sérstætt og þess vegna má
væntanlega ætlast til að Alþingi
sjái sér fært að gefa því góðan
meðbyr.
Ekki fer á milli mála að
fiskræktarmálin í vötnum og ám
landsins hafa vakið sívaxandi
eftirtekt og áhuga landsmanna.
Um suma þætti fiskræktarmál-
anna hafa staðið alvarlegar og ef
til vill mætti segja háskalegar
deilur í fjölmiðlum um áraraðir,
einkum á milli áhugamanna um
fiskræktarmál og fiskræktaryfir-
valda, m.a. um Laxeldisstöð ríkis-
ins í Kollafirði, sem árlega hefur
þurft á verulegum fjárhagsstuðn-
ingi að halda úr ríkissjóði, meðan
einkastöðvarnar hafa barist í
bökkum vegna vanmáttar Fisk-
ræktarsjóðs og Stofnlánadeildar
landbúnaðarins. Og nú á síðast-
liðnu ári tóku deilur þessar á sig
nýja mynd í sambandi við sjúk-
dóma þá, er upp komu í laxaseið-
um í Laxalónsstöðinni og klak- og
eldisstöð Rafmagnsveitu Reykja-
víkur við Elliðaárnar. Þessar
deilur verða ekki frekar gerðar að
umtalsefni í sambandi við þings-
ályktunartillögu þá, sem hér er
fram borin, en á þær drepið til
áminningar um það hvað mál þessi
virðast í eðli sinu alvarleg og
viðkvæm.
Hins vegar virðist augljóst að
líta svo á, að nánara athuguðu
máli, að löggjafinn hafi sýnt
þessum þýðingarmiklu málum of
mikið sinnuleysi, og að við svo búið
má ekki lengur una. Því ber að
fagna því að Veiði- og fiskiræktar-
Þingfréttir í stuttu máli
Mælt fyrir frumvörpum:
Geymsla bókhaldsgagna
Hækkun lánveitinga úr fiskimálasjóði
Frumvarp til
laga um bókhald
Matthías Á. Mathiescn, íjár-
málaráðherra. mælti í gær fyrir
frv. til laga um breytingar á
bókhaldslögum. I greinargerð
með frv. er höfðað til örra
breytinga á sviði bókhalds- og
reikningsskila, tækniframfara í
gerð bókhalds- og skýrsluvéla og
á sviði filmugerðar. Breytingar-
tillögur frv. eru tvíþættar. I
fvrsta lagi er skilyrðið um
innbundna og löggilta efnahags-
bók gert undanþægt þann veg,
að nota megi geymslubindi, sem
ársreikningur er lagður í eða
bundinn. I öðru lagi er opnuð
heimild til að setja rgl. ákv. um
geymslu bókhaldsgagna og bók-
haldsbóka á filmu og annarri
jafngildri eftirmynd. Frumv.
var vísað til nefndar.
Ríkisendurskoðun
Ilalldór Ásgrímsson (F)
mælti fyrir frv. til laga er hann
flytur um ríkisbókhald og þing-
síða Mbl. hefur gert ítarlega
grein fyrir nýlega. Frv. fjallar
að meginmáli um það að ríkis-
endurskoðunin skuli heyra beint
undir Alþingi en vera óháð
ríkisstjórn, ráðuneytum og
ríkisstofnunum, er hún þarf að
endurskoða hjá.
Verðlagsráð
sjávarútvegsins
fiskimálasjóður
Matthías Bjarnason. sjávar
útvegsráðherra. mælt fyrir
veimur stjórnarfrv.. annars
vegar um verðlagsráð sjávarút-
vegsins og hins vegar um
fiskimálasjóð. Fyrra frv. fjall-
ar um það að verðlagsráðið
ákvarði framvegis verð á
síldarúrgangi og lifur. með og
ásamt öðrum verðákvörðungar-
vcrkefnum. Hið síðara felur í
sér heimild til hækkunar lána
hjá fiskimálasjóði úr kr. 600
þús.. sem er hámarkslán í dag,
í kr. 2.000 þús.
Sölustofnun
lagmetis/þróun-
arsjóður lagmetis
Gunnar Thoroddscn,
iðnaðarráðherra. mælti . fyrir
frv. til laga um Sölustofnun
lagmetisiönaðar. Með lögum frá
1973 var þessari stofnun og
þróunarsjóði tryggðar árlegar
tekjur til 5 ára. Þetta tímabil er
nú á enda. Frv. gerir ráð fyrir
nýrri tekjuöflun til þróunar-
sjóðs, sem gegnir margvíslegu
hlutverki, m.a. til stuðnings
vöruþróun og markaðsöflun lag-
metis. Gert er ráð fyrir að
Iðnaðarbankinn annist daglegan
rekstur sjóðsins. I framsögu
sagði ráðherra að brýn þörf
væri talin á því að ráða
matvælafræðing til
þróunarsjóðsins.
Samræming
tollskrár
Matthías Á. Mathiesen, fjár-
málaráðherra. mælti fyrir frv.
til laga um samræmingu toll-
skrár og tollnafnaskrár tolla-
samvinnuráðsins, en efnisatriði
þess frv. hafa áður verið rakin
á þingsíðu blaðsins.
ráð Reykjavíkurborgar hefur ein-
róma staðið að þeirri ályktun, sem
er grundvöllurinn að þessari
þingsályktunartillögu. Og um leið
má gjarnan vekja athygli á því, að
borgarstjórn Reykjavíkur hefur
sýnt fiskræktarmálum verðskuld-
aðan áhuga og skilning með
stofnun Veiði- og fiskiræktarráðs
í nóvembermánuði 1974, með 15
samhljóða atkvæðum allra borgar-
stjórnarmanna. Veiði- og fiski-
ræktarráð á að vísu ekki langan
starsferil að baki, en ráðið hefur
ekki brugðist skyldu sinni, heldur
tekið fiskræktar- og fisksjúk-
dómamálin föstum og ákveðnum
tökum á hlutlægan hátt, með því
að beita sér fyrir rannsókn fisk-
sjúkdómamálanna á vísindalegum
grundvelli, eins og skýrsla sú ber
með sér sem ráðið hefur látið frá
sér fara um fiskasjúkdómsmálin í
klak- og eldisstöðvum í nágrenni
Reykjavíkur og fylgir þessari
þingsályktunartillögu og greinar-
gerð í löggiltri þýðingu, til frekari
upplýsinga og fróðleiks fyrir
alþingismenn.
Þegar leikmaður les og kynnir
sér hina gagnmerku rannsóknar-
skýrslu hins kunna kanadíska
vísindamanns í fisksjúkdómum,
dr. Trevor P.T. Evelyns, með
athygli og á hlutlausan hátt, um
fiskasjúkdómana, er herjuðu í
fiskræktarstöðunum í nágrenni
Reykjavíkur á fyrri hluta þessa
árs, hlýtur honum að verða ljóst,
að hér er um að ræða mikið
alvörumál. Dylst þá fáum að í
þessum efnum hefur ríkt á undan-
förnum áratugum og ríkir enn
næsta neikvætt og bágborið
ástand í fiskræktar- og fisksjúk-
dómamálunum.
Það liggur því ljóst fyrir, að
Veiði- og fiskiræktarráð hefur
brotið blað í sögu fiskræktar- og
fiskeldismála á Islandi með því að
láta umrædd fisksjúkdómamál til
sín taka á grundvelli vísindalegra
rannsókna.
Þetta sýnir hvað slíkur aðili
getur verið áhrifaríkur aðhalds-
þáttur gagnvart fiskræktaryfir-
völdum landsins þegar rétt er að
málum staðið.
Veiði- og fiskiræktarráð hefur í
málum þessum sýnt víðsýnan og
ákveðinn samvinnuvilja við fisk-
ræktaryfirvöld um þýðingarmikil
grundvallaratriði í fiskræktar- og
fiskeldismálum landsins með því
beinlínis að óska eftir að bjóða
nána samvinnu við umrædd fisk-
ræktaryfirvöld. Því miður hefur
þessu boði ekki verið sinnt af
viðkomandi yfirvöldum.
Veiði- og fiskiræktarráð hefur
samtímis lagt á það þunga áherslu
í samþykktum sínum, að stjórn-
völd bættu til stórra muna skilyrð-
in til rannsókna og þekkingar á
fisksjúkdómum og meðferð þeirra
mála, samkvæmt heimild í lögum
um lax- og silungsveiði. Þessar
samþykktir og starfsemi Veiði- og
fiskiræktarráðs í fisksjúkdóma-
málunum á fyrri hluta þessa árs
eiga nú vonandi eftir að bera
verðskuldaðan árangur."
Grg. er mun lengri, þó ekki verði
hún frekar rakin að sinni. Fullyrt
er að hér sé um stórmál að ræða,
sem feli í sér milljarða króna í
þjóðartekjum, ef rétt er að staðið
og framfarasjónarmið höfð að
leiðarljósi. Nefndar eru útflutn-
ingstekjur nágrannaþjóða af fisk-
rækt og fiskeldi og þess getið m.a.,
að Færeyingar flytji árlega út
regnbogasilung fyrir hundruð
milljóna króna, en stofnfiskinn
hafi þeir keypt frá Laxalónsstöð-