Morgunblaðið - 16.03.1978, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.03.1978, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarBar Kristinsson. ASalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Hlutskipti láglaunafólks Iræöu, sem Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, flutti á fundi Kaupmannasamtaka íslands í síðustu viku, lét hann orð falla um kjör láglaunafólks, sem ástæða er til að vekja athygli á. Forsætisráðherra sagði: „Láglaunabætur hafa hlotið gagnrýni. Ég lagði megináherzlu á, að 2. greinin yrði sett í frumvarpið og gert sé þannig ráð fyrir hærri verðbót- um til þeirra, sem lægst hafa launin. Þetta er vandasamt í framkvæmd, en bæði taldi ég, að það mundi draga úr gagn- rýni á lögin sem slík og svo hitt, að sanngjarnt væri, að þetta yrði gert. Gagnrýni af hálfu launþegasamtakanna og ábendingar frá vinnuveitendum um erfiðleika í framkvæmd sýnir og sannar, að kauptaxtar og kaupsamningar hér á landi eru þannig uppbyggðir, að það er tómt mál í raun og veru að tala um kjarabætur til hinna lægstlaunuöu, án þess aö þær kjarabætur færist upp eftir öllum launastigum, en þá er bezt að hætta einfaldlega þessu tali um kjarabætur til hinna lægstlaunuðu. . Önnur grein laganna um efnahagsráðstafanir hefur verið gagnrýnd bæði af vinnuveit- endum og fulltrúum launþega- samtaka og því hefur verið haldið fram, að hún sé ófram- kvæmanleg. Það er mál út af fyrir sig, sem ekki veröur fjallað nánar um hér. Kjarninn í þeim ummælum Geirs Hallgrímsson- ar, sem vitnað er til hér að framan, er að það sé nánast ómögulegt að koma fram kjarabótum til þeirra sem lægst hafa launin umfram kjarabætur til hinna betur settu. Þetta er ekki ný saga. Allt frá tímum Viðreisnarstjórnarinnar og e.t.v. ef lengra væri farið aftur í tímann, hefur þaö reynzt miklum erfiðleikum bundið að tryggja láglaunafólki meiri kjarabætur en öðrum og jafna þannig tekjumuninn í þjóð- félaginu. Erfiðasta hindrunin í þessum efnum hafa veriö laun- þegasamtökin sjálf. Þau hafa innan sinna vébanda bæði láglaunafólk og hærra launað fólk og áhrif hinna síðarnefndu í samtökum verklýðsins eru mjög mikil. Niðurstaðan hefur yfirleitt orðið sú, að þeir sem við bezt kjörin búa eiga afar erfitt með að sætta sig við, að launabilið verði minnkað. Þetta hefur hvað eftir annað komið í Ijós. Þetta kom fram á tímum Viðreisnarstjórnarinnar, þegar sérstaka áherzlu átti að leggja á kjarabætur til hinna lægst- launuöu og þetta kom glögg- lega fram í hinum alræmdu kjarasamningum frá 1974, þeg- ar ekki var aðeins um það að ræða, að hálaunamenn héldu sínum hlut gagnvart láglauna- fólki, heldur varð niðurstaða þeirra kjarasamninga sú, að þeir sem meira máttu sín innan launþegasamtakanna fengu margfalt meiri kjarabætur held- ur en verkafólk, iðnverkafólk og lægstlaunaða verzlunarfólk- ið. í þeim erfiðleikum, sem steðjað hafa að efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar á undanförnum árum, hefur núverandi ríkisstjórn hvað eftir annað reynt að milda kjara- skerðinguna gagnvart lág- launafólki með ýmsum ráðstöf- unum, en ummæli forsætisráð- herra á fundi Kaupmannasam- takanna sýna, að þeim, sem við stjórnvölinn standa, ofbýður í raun og veru, hve erfitt er að fá menn til þess að standa við það á borði, sem allir þykjast vilja styðja í orði. Vel má vera, að láglaunastefnan sé einfald- lega óraunhæf og að ekki sé nokkur grundvöllur til þess að koma fram þeirri tekjujöfnun, sem í henni felst. En eins og forsætisráðherra segir í hinum tilvitnuðu orðum fer þá bezt á því, aö menn viðurkenni þá staðreynd og hætti að tala fjálglega með faguryrðum um málefni hinna lægstlaunuöu. Vissulega bæri slíkt vott um uppgjöf frammi fyrir því við- fangsefni að bæta lífskjör þeirra, sem minnst mega sín. Það er enginn vafi á því, að rétt er, sem forsætisráðherra segir, í þessari sömu ræðu, að „við íslendingar, sem búum í nábýli hver við annan þolum ekki mjög mikinn tekjumun innan okkar þjóðfélags. Við viljum ákveðið jafnrétti og jafnstöðu." Með þessum orðum lýsir Geir Hallgrímsson réttilega tíðar- andanum eða svo skyldi maður ætla. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar býr nú við góð lífskjör og það ætti að vera þeim meirihluta ánægjuefni að leggja hönd á plóginn til þess að lyfta undir lífskjör þeirra, sem enn búa við lakari kjör en meginþorri fólks. Þeir sem við góðan hag búa ættu að fagna því, aö aðrir fylli. þann flokk einnig, í stað þess að vinna að því að halda einhverjum tekju- mun milli sín og þeirra, sem ekki njóta jafn mikilla efnalegra gæða. Morgunblaðið vill ekki trúa því enn sem komið er, að sú grundvallarstefna að bæta hag þeirra, sem við lökust kjör búa, hvort sem um er að ræða launþega eða lífeyrisþega geti ekki fundið nægilega sterkan hljómgrunn hjá öllum þorra almennings til þess að hún nái fram. En það er Ijóst, að til þess að svo megi verða þurfa verkalýðssamtökin að standa að einlægni að framkvæmd slíkrar stefnu og horfast í augu við þá óþægilegu staðreynd, að þau sjálf og aðstæður innan þeirra eru mesti þröskuldurinn á leið láglaunafólks tii batnandi lífskjara. lista sprang Eftir Arna Johnsen Tíma- mótatilþrif í kínversku þorpi Fansjen á fjölum Talíu í Lindarbœ NEMENDALEIKHUSIÐ sýnir um þessar mundir leikritið Fansjen en það fjallar um tímamótaár í smábæ í Kína á fimma áratugnum. Leikritið er sýnt í Lindarbæ, en næstu sýningar eru í kvöld, fimmtu- dajískvöld, kl. 20.30 föstudajís- kvöld kl. 20.30 og fjórða sýning verður á sunnudagskvöld á sama tíma. Bandaríkjamaðurinn William Hinton, höfundur hókarinnar Fansjen, sem leikritið er samið upp úr, dvaldist í fyrsta skiptið í Kína 1937, síðan aftur 1945. Arið 1947 var hann sendur þangað á vegum Sameinuðu þjóðanna sem dráttarvélaverk- fræðingur. I þetta skipti dvald- ist hann í Kína fram til ársins 1953. Hann segir sjálfur svo frá: „Eg gekk með frumdrögin að bókinni á bakinu yfir stóran hluta N-Kína ..., þegar ég svo loksins kom þeim heim 1953 voru þau kyrrsett í bandaríska tollinum." Það var ekki fyrr en 1958 eftir að hann hafði unnið málaferli gegn yfirvöldum, að flutt í apríl 1975 af Joint Stock Theatre Group á ICA Terrance Theatre. Það hefur einnig verið flutt í sjónvarpi og útvarpi BBC. 1976 var það flutt á Dramaten í Stokkhólmi. Bókin Fansjen er nákvæm söguleg skýrsla um það sem eitt sinn gerðist í bændaþorpinu Tjangtsjúang, sem er 650 km fyrir sunnan og vesfan Peking. í brýnu að snúa sér, að bylta um. En í munni hundruð milljóna kín- verskra bænda, sem ýmist áttu engar jarðir sjálfir eða aðeins fitla skika, merkti fansjen að rísa upp, kasta af sér oki landeigendanna, eignast jarðir, búfénað, verkfæri og hús. En þetta merkti líka annað og miklu meira. Það merkti að byrja líf í nýjum heimi. Þetta er því' sagan af því, hvernig bændurnir í þorpinu Tjantsjú- ang byrjuðu að byggja upp nýjan heim. Augljóst er að hvorki frásögn Hintons þótt ýtarleg og læsileg sé, sem er að mestu bundin við reynslu eins manns í einu pínulitlu þorpi í Kína, hvað þá leikrit, sem er fyrst og fremst örstutt samantekt á verki Hintons, getur gert kínversku byltingunni nein skil. Leiksýn- ing okkar gerir heldur enga tilraun til að sýnast raunsæ túlkun á þessum atburðum ... til þess vitum við of lítið um Kína. Leikhópurinn er 4. bekkur S hann gat hafizt handa við að búa bók sína til prentunar. Hún birtist fyrst á prenti í Monthly Revievv Press 1966. Leikarar sýningarinnar segja svo í kynningu um leikritið: Lcikritið Fansjen er samið af Bretanum David Hare upp úr verki Hintons. David Hare er' ungur maður, sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir fleira en eitt leikverka sinna (m.a. Slag . . Knuckle). Hare segir m.a. í formála að bókaútgáfu leikrits- ins: „Þetta er leikrit — samið fyrir Evrópubúa, Vesturlanda- menn. I því er reynt að sýna tilgang og framkvæmd jarða- skiptastefnunnar i Kína, leiða í ljós, hvernig hún hafi áhrif bæði á líkamlega og andlega líðan fólks. Auk þess snýst leikritið mjög um pólitíska fórystu og samband leiðtoga við þá, sem stjórnað er í' hvaða samfélagi sem vera skal.“ Leikritið Fansjen var frum- og er þetta fyrsta verkefni hans í Nemendaleikhúsi. Hann skipa: Andrés Sigurvinsson, Björn Karlsson, Emil Gunnarsson Guðmundsson, Gerður Gunnarsdóttir, Gunnar Rafn Guðmundsson, Hanna María Karlsdóttir, Kristín Kristjáns- dóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ragnheiður Arnardóttir, Sigfús Framhald á bls. 26 Yfir grjónapottinum. Þar ríkti lénskipulag. Hinton for í fylgd með starfshópi frá Peking til þorpsins og fylgdist með því er farið var að skipta uppjarðnæði milli bændanna og sat marga fundi þeirra sem sagt er frá í leikritinu. Leikritið er því skýrsla um lífið — í þessu eina þorpi á árunum 1945 — 1949. Hinton segir í formála, að orðið fansjen merki bókstaflega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.