Morgunblaðið - 16.03.1978, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
Samfélag Mólúkka
ber enga ábyrgð
á aðgerðunum
Assen, 15. marz, AP—Reuter.
IIOLLANDSSTJÓRN sagði í dag
að 10 þúsund Suóur-Mólúkkar í
Hollandi ba*ru enga ábyrgð á
aðjjerðuni Mólúkkanna þriggja.
sem höíðu 70 gísla í haidi í 29
kiukkustundir í stjórnarbyKK-
intíu í Assen en urðu að Kefást
upp í Ka*r.
Ilans Wiegel, innanrikisráð-
herra Hollands. sajjði í das að
aðKerðirnar í stjórnarbyKtíing-
unni va*ru verk ungra öÍKa-
manna. ok að ekki væri hæjft að
áfellast alla Mólúkka í Hollandi
fyrir það. Wiejfel skoraði á
Mólúkka í Ilollandi að virða Iök
ok rejflur ok kvaðst vonast til
þess að þeir lifðu í sátt og
samlyndi við HoIIendinga.
Starfsfólk sneri í dag til vinnu
sinnar í stjórnarbyggingunni sem
hryðjuverkamennirnir héldu til í.
Víða í byggingunni má sjá brotnar
rúður og kúlnaför eru á veggjum.
I áhiaupi herdeildarinnar sem
bjargaði gíslunum öllum voru
nokkrar dyr sprengdar í tætlur.
Viðræður milli leiðtoga Mólúkka
og hollenzkra stjórnvalda um
málefni Mólúkka fara fram á
morgun, eins og gert hafði verið
ráð fyrir, áður en mólúkkönsku
hryðjuverkamennirnir frömdu
ódæði sitt. Vilja Mólúkkar sjálf-
stæði heimaeyju sinnar sem var
hollenzk nýlenda um langan aldur
en tilheyrir nú Indónesíu.
Hollenzk stjórnvöld hafa æ ofan
í æ skýrt leiðtogum Mólúkka frá
því, að stjórnin hefði engin tök á
að tryggja heimalandi þeirra
sjálfstæði, né gæti hún stutt
kröfur Mólúkka.
Mólúkkar í Hollandi halda
almennt að það sé í valdi stjórnar
landsins að tryggja ættjörð þeirra
sjálfstæði, að því er blöð í
Hollandi segja í dag. Blöðin segja
að næsta skref stjórnvalda í
málefnum Suður-Mólúkkanna sé
að sannfæra þá í eitt skipti fyrir
öll að stjórnin geti ekki né hafi
aðstöðu til að verða við bón þeirra.
Áhlaup herdeildarinnar hefur
mælzt vel fyrir í Hollandi og
ákvörðun stjórnarinnar talin
henni til framdráttar, að því er
fréttastofur skýrðu frá í dag.
Óttazt er að ungir öfgamenn í
röðum Suður-Mólúkka láti til
skarar skríða innan skamms til að
láta í ljós óánægju sína með að
hollenzk stjórnvöld skuli ekki
tryfíffla fyrri heimkynnum þeirra
sjálfstæði.
S-Mólúkkar komu til Hollands
árið 1949, þá um 12 þúsund talsins.
Fiýðu þeir sín fyrri heimkynni er
þau féllu undir yfirráð Indónesíu,
eftir 300 ára yfirráð Hollendinga.
Meirihluti Mólúkka í Hollandi í
dag eru afkomendur þeirra sem
flýðu og hafa því aldrei litið
ættjörð sína augum.
Karpov
í forystu
Bugojno, 15. marz, AP.
ANATOLY Karpov, heimsmeistari
í skák, er nú í forystu á
Bugojno-skákmótinu, þegar ein
umferð er ótefld. Boris Spassky
sem verð hefur í forystu frá
upphafi mótsins á þó vinnings-
möguleika í biðskák hans og Tals
og vinni Spassky skákina tekur
hann forystuna á ný.
Urslit 14. og næstsíðustu uíh-
ferðarinnar urðu þau að jafntefli
gerðu Ivkov og Portisch, Timman
og Hort, Gligoric og Vukic og
Balashov og Byrne. Karpov vann
Bukic og skákir Miles og Larsens,
Húbners og Ljubojevic, Tals og
Spasskys fóru í bið.
Staðan eftir 14 umferðir er því:
Karpov 9 vinningar, Spassky 8'/2
og biðskák, Timman 8'/2, Tal 714
og biðskák, Hort.714, Balashov 7,
Larsen, IVkov, Húbner og Miles
eru með 614 vinning og eiga hver
um sig biðskák, Portisch 614,
Byrne 514, Gligoric og Vukic 5 og
Bukic er neðstur með 4 vinninga
og hiðskák.
Frátök í
loðnuveiðinni
vegna brælu
SEGJA má að algjör frátök
hafi verið á loðnuveiðunum í
gær vegna brælu, en aðeins 4
loðnuskip tilkynntu afla, smá-
slatta hvert, sem þau sigldu
með til Vestmannaeyja.
— Bruni
Framhald af bls. 48
Að sögn Sveins fóru tveir úr
áhöfn flugvélarinnar út á hægri
vænginn, en þriðji maðurinn,
sem hugðist fara á hæla þeim,
varð að snúa við, þar sem
eldurinn gaus þá upp. Fimmtán
fóru svo út um tvær hurðir á
vinstri hlið flugvélarinnar og
þegar síðasti maðurinn stökk út,
en það var slökkviliðsmaður,
sem hafði farið inn í flugvélina
til að aðstoða áhöfnina, varð
sprengingin, sem reif upp hægri
hlið flugvélarskrokksins og
hann varð allur alelda á svp-
stundu.
„Það var mikil mildi, að
áhöfnin skyldi öll sleppa
skrámulaus," sagði Sveinn.
„Hefði eldurinn komið upp
vinstra megin, hefði allt gengið
hægar fyrir sig, en á hægri
hliðinni eru engar hurðir og
hefði áhöfnin orðið að fara þeim
megin út um neyðarútganga."
— Líbanon
Framhald af bls. 1
ísraelskt herlið yrði ekki endilega
ævinlega til staðar á öryggisbelt-
inu svonefnda heldur aðeins svo
oft sem nauðsynlegt væri til að
koma í veg fyrir starfsemi skæru-
liða þar.
Begin forsætisráðherra ísraels
og Wiezman voru í dag á landa-
mærasvæðunum og voru sagðir
hafa farið inn í Suður-Líbanon í
fylgd með nokkrum hermanna
sinna.
— Frakkland
Framhald af bls. 1
kæmist hann til valda. Þessu
andmælti Marchais á hinn bóginn
kröftuglega í sjónvarpsviðtali og
kvað kommúnista aðeins gera
kröfu til þriðjungs ráðuneyta í
vinstristjórn, þ.e. frá sex til átta
af tuttugu og einu.
I viðtalinu var Marchais óvenju
hæglátur og sagðist skilja að
jafnaðarmenn vildu ekki ljá
kommúnistum liðsinni sitt af-
dráttarlaust. „En hvað vilja þeir?“
spurði hann, „hafa núverandi
stjórn áfram við völd? Það efa ég.“
Leiðtogi gaullista sagði í dag að
það væru reginmistök að halda að
sá naumi munur, sem var á
breiðfylkingunum í fyrri umferð,
þýddi að stjórnin myndi halda
velli á sunnudag. „Því fer fjarri,"
sagði hann.
Samkvæmt útreikningum, sem
birtust í hægra blaðinu L'Aurore
í dag, skiptir afstaða hikandi
jafnaðarmanna öllu, einkum við-
horf þeirra til kommúnista. Kom
fram í grein blaðsins að hlýddu
allir vinstrimenn vísbendingum
forystunnar myndu þeir vinna 47
sæta meirihluta. Yrði á þessu
brestur, eins og varð í kosningun-
um 1973, yrðu þeir aftur á móti að
láta í minni pokann.
— Línu
Framhald af bls. 48 „
miðað við aðgerðan fisk. Báðir
þessir bátar eru komnir á net, en
afli er mjög tregur ennþá.
Togararnir Ljósafell og Hoffell
hafa verið gerðir út frá áramótum
og afli þeirra til dagsins í dag er
hjá Hoffelli 610 tonn og 480 tonn
hjá Ljósafelli. Skipstjóri á Hoffelli
er Högni Skaftason.
Loðnu hefur verið landað hér nú
og er alls búið að landa um 8000
tonnum. Bræðsla hefur gengið vel.
Um helgina á að afskipa 500
tonnum af mjöli og 300 tonnum af
lýsi.
Töluverðar skipakomur hafa
verið hér frá áramótum, en það er
aðallega í sambandi við lestum
saltsíldar, en söltunarstöð Pólar-
síldar h.f. saltaði á s.l. hausti um
9000 tunnur sem eru nú að mestu
leyti farnar.
— Albert.
— Skáksamband
Framhald af bls. 2
Ólafsson ritari.
Skákþingi Suðurnesja 1978 lauk
á þriðjudaginn var. Skákþingið
hefur nú verið endurvakið, en
síðast var það haldið árið 1962. Á
þinginu er teflt um veglegan bikar,
Suðurnesjabikarinn, sem Guð-
mundur I. Guðmundsson gaf árið
1945. Keppendur á skákþinginu
voru 20 og tefldu allir í einum
flokki, 7 umferðir eftir Mon-
rad-kerfi. Sigurvegari varð Gísli
Sigurkarlsson með 6 vinninga. I
öðru sæti varð Haukur Bergmann
með 514 vinning og í þriðja til
fimmta sæti urðu Björgvin Jóns-
son, Einar Guðmundsson og Sig-
urður J. Sigurðsson með 5 vinn-
inga.
Hraðskákmót Suðurnesja verð-
ur haldið í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja á skírdag, þ.e. fimmtudaginn
23. marz næstkomandi klukkan 20.
— Hnípin þjóð —
Avarp komm-
únista ...
Framhald af bls. 25.
stöðvið þessar nauðungar-úti-
samkomur, þar sem ekki eru
einu sinni gerðar lágmarks
ráðstafanir til að tryggja
öryggi barnanna í umferðinni.
Okkur er spurn: Hefur verka-
lýður Austur-Þýzkalands verið
að berjast fyrir því að halda
uppi og ala heilsu herskarana
af ónytjungs- sníkjudýrum í
Flokkskerfinu, eða þessa póli-
tísku sníkla Flokksins í háskól-
um, héraðsskólum, sýsluskól-
um og sérskólum? Var verka-
lýðshreyfingin að berjast fyrir
því að veita þessum pokaprest-
um marxisma-leninisma lífs-
viðurværi á kostnað ríkissjóðs?
Eða kannski var verkalýðurinn
að berjast fyrir því að stjórn-
unarkerfi ríkisins skyldi stöð-
ugt vaxa, vaxa og vaxa, þrátt
fyrir árlegar ályktanir ríkis-
stjórnarinnar um að ríkisbákn-
ið skuli minnka? Og allt þetta
skal gerast, þótt ein tylft af
tölvum gæti leyst 100.000
manns úr stjórnunarliði ríkis-
ins af hólmi, svo þeir gætu
farið að starfa í ýmsum þjón-
ustugreinum, þar sem þeirra er
sárlega þörf.
Lögregluríkið
Okkur er spurn: Hvers vegna
þarf þýzka alþýðulýðveldið
átta sinnum fjölmennra lög-
reglu- og öryggissveitalið
heldur en Sambandslýðveldið
Vestur-Þýzkaland, og getum
við þó daglega lesið í „Neues
Deutschland", hve ákaflega
alþýða manna elskar þessa
dásamlegu landsfeður? Til
hvers þarfnast þýzka alþýðu-
lýðveldið heils hers af blaða-
mönnum, sem allir töhnlast á
því sem áróðursdeildin hans
lyga-Lamberz les þeim fyrir
gegnum ritsímann, og til hvers
þörfnumst við marx-leninisma
prédikaranna í þúsundatali
sem allir snakka um þessar
sömu fráleitu trúarkreddur allt
frá leikskólum fyrir smábörn
og upp í háskólana?
Sjálfsafgreiðslubúðin
Austur-Þýzkaland
Við getum slegið eftirfarandi
staðreyndum sem föstu: Engin
drottnandi stétt í Þýzkalandi
hefur nokkrun tíma áður í sögu
landsins byggt upp þvílíkt
varnarvirki kringum sig gegn
alþýðu manna eins og þessar
tvær tylftir fjölskyldna, sem
ráðskast með landið okkar eins
og væri það sjálfsafgreiðslu-
búð. Engin ráðandi stétt í
þýzkri sögu hefur á svo taum-
lausan hátt látið reisa sér
þvílíkt gullin og ríkmannleg
villuhverfi úti í skógunum, sem
gætt er af varðmönnum jafn
stranglega eins og væru þetta
varnarvirki. Engin drottnandi
stétt í Þýzkalandi hefur
nokkrun tíma gengið svo mjög
spillingunni á hönd né heldur
auðgað sig jafn blygðunarlaust
með því að hafa sérstakar
sérverzlanir fyrir pólitískt
heldra fólk, með sérinn-
flutningi frá vesturlöndumr
með orðuveitingum til sjálfrar
sín, verðlaunum og sérsjúkra-
húsum, ríkulegum eftirlaunum
og gjöfum til sjálfrar sín.
Lítið bara á þetta fólk: Hefur
einn einasti af þessum sjálf-
skipuðu leiðtogum borið fram
eina einustu eigin hugmynd,
hefur hann skrifað bók eða að
minnsta kosti blaðagrein? Á
sviði einhvers fags eða fræða
eða þá að minnsta kosti á sviði
stjórnmála?
Leyniskrifarar
Nei, þeir hafa á sínum
snærum einka-blaðafulltrúa og
heilar skriffinnastofnanir, sem
framleiða blekbullið þeirra,
svokallaðar ræður, en þar
brýzt bara út hugsunarleysið í
fullum blóma og í sama ritstíl
og Lenin var á sínum tíma
neyddur til að nota, þegar hann
talaði við ólæsa og óskrifandi
rússa, en hérlendis er þessi stíll
apaður eftir af hreinasta
þrælsótta. Hefur nokkrun tíma
andlega aflögufær mennta-
maður úr röðum æðstu starfs-
manna Flokksins nokkru sinni
gegnt reglulegri lykilstöðu í
valdamiðstöðinni í Austur-
Berlín? Nei, þeir voru kaffærð-
ir og hafðir undir eftirliti
grámyglulegra Flokks-liða eins
og t.d. rithöfundurinn Johann-
es R. Becher, sem var mennta-
málaráðherra á árunum
1954—,58. Hefur frábær gáfu-
maður nokkurn tíma verið
gerður aðalritstjóri „Neues
Deutschlands", þessa aumasta
blaðs í öllu Þýzkalandi? Ó jú,
einu sinni á árunum 1949—,53
var Rudolf Hernstadt aðalrit-
stjóri, en hann var rekinn við
fyrsta tækifæri. í dag ræður
ríkjum í „Neues Deutschland"
Joachim Hermann, maður sem
hvorki kann að hugsa né skrifa.
Við krefjumst umræðna inn-
an Flokksins um hina hár-
beittu, gagnrýnu greiningu á
fjölmiðlum í þýzka alþýðulýð-
vledinu, sem einn af vinsælustu
rithöfundum okkar, Stefan
Heym, birti í vestur-þýzka
vikuritinu „Stern".
— Listasprang
Framhald af bls. 24
Már Pétursson, Tinna Þ. Gunn-
laugsdóttir og Þröstur Guð-
bjartsson.
Leikstjóri og þýðandi er Bríet
Héðinsdóttir. Aðrir aðstand-
endur sýningarinnar eru: Guð-
rún Svava Svavarsdóttir, sem er
höfundur leikmyndar og bún-
inga, Þorsteinn frá Hamri, sem
þýtt hefur upphafs- og lokaljóð
verksins, Fjóla Ólafsdóttir tón-
menntakennari skólans hefur
samið lög við ljóð leikritsins og
Örn Thoroddsen, sem sá um
leikljós og útfærslu leikmyndar.
Björg ísaksdóttir saumaði hluta
af búningum en annað hafa
nemendur annazt sjálfir, svo
sem smíðar, saumun, málun og
svo framvegis.
Ct/AD AAITT
J VAK mlll EFTIR BILLY GRAHAM
Við hjónin erum f fjárkröggum og verðum þvf að búa
hjá foreldrum mfnum. Það er langt frá þvf, að þétta séu
æskilegar aðstæður fyrir nýgift hjón, eins og þér getið
skilið. Við getum Iftið verið út af fyrir okkur. Pabbi og
mamma eru okkur góð, en samt finnst mér eins og við
séum f fiskabúri og allir fylgist með hverri hreyfingu
okkar. Hvað segið þér um slfkt fyrirkomulag?
Þegar lífið var einfaldara og fábrotnara i landi
hér, áttu mörg hjón heima hjá öðrum hvorum
foreldrunum. Það var allt að því óhjákvæmilegt.
Líftryggingarstofnun ein segir, að fyrir tuttugu
árum hafi næstum 10 af hundraði allra nýgiftra
hjóna búið i föðurhúsum, en nú séu þau ekki
nema 1,7 af hundraði. Eflaust eiga hin góðu
lífskjör hér drjúgan hlut að máli og vaxandi
möguleikar ungra hjóna til að standa á eigin
fótum. /'
Það leikur ekki á tveim tungum: Séfhver hjón
ættu að búa „undir sínu víntré og fíkjutré“, svo
að notað sé orðalag úr Biblíunni,- Á fyrsta ári
hjónabandsins reynir mest á, þvi að þá eru hjónin
í raun og veru að kynnast og þáskulu þau laga sig
hvort að öðru á margvíslegan hátt.
Biblían hafði sannarlega rétt fyrir sér. Guð
sagði: „Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og
móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau
verði eitt hold“ (1. Mós. 2,24). Vera má, að hér
séu þeir hafðir í huga, sem búa hjá foreldrum eða.
ættingjum. Það er miklu betra að vera út af fyrir
sig... en sumir eiga ekki völ á því í byrjun. Biðjið
þá Guð að hjálpa yður, svo að yður farnizt eins vel
ogverðamá.