Morgunblaðið - 16.03.1978, Síða 36

Morgunblaðið - 16.03.1978, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 Sjávarútvegsráðherra: Aflaverðmæti 10 milljon kr. gerð upptæk Á sl. ári vóru KeiA upptæk rúmleKa 67 þús. kg aí karfa. 1700 kg aí þorski og 160 kg af ýsu, samtals að verðmæti rúmlega 714 þús. kr. vegna ákvæða um láj{- marksstærðir fisktcgunda. A sama tíma vóru gerð upptæk 15500 kK af ra*kju að verðmæti rúmlega 1 m. kr. og 124.000 kg af sfld að verðmæti tæplcga 8 m. kr. Þetta kom fram í svari Matthíasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra. í svari við fyrirspurn Guðlaugs Gi'slasonar (S) um framkvæmd rcglugerðar um lágmarksstærðir fiskiskipa. Svar ráðherra fer hér á eftir. Reglugerð nr. 262 6. júlí 1977, um lágmarksstærðir fisktegunda var breytt með reglugerð nr. 311 9. ágúst 1977, þannig að: 1. skarkoli var felldur niður í upptalningu um þær tegundir sem skylt er að hirða. 2. sérreglur voru settar um hand- færaveiðar, þannig að heimilt er að sleppa þorski sem er undir 50 em. Handfæraafli má aftur á móti ekki samanstanda af þorski af stærðinni 50—58 cm, nema sem nemur 40% af heildarafla hverrar veiðiferðar. Fari hlutfallið yfir 40%. er það sem umfram er gert upptækt og hið sama gildir um þorsk, sem er minni en 50 cm. Breytingar þessar voru gerðar vegna tillögu Hafrannsóknastofn- unarinnar þar sem álitið var að skarkoli, sem t.d. veiðist í dragnót og þorskur veiddur á handfæri gæti lifað væri þeim sleppt í sjóinn aftur. Eftirlit með framkvæmd reglu- gerðarinnar er þannig varið: 1. Eftirlit á sjó. Eftirlitsmenn ráðuneytisins, sem nú eru sjö talsins, fara út með hinum ýmsu tegundum fiskiskipa og fylgjast þeir m.a. með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé fylgt. í þessu sambandi skal getið aö stækkun möskva í vörþum og dragnót hefur leitt til þess að sáralítiö fæst af undirmálsfiski í botn- og flotvörpur og alls ekki í dragnót. En þessi tvö veiðarfæri Pétur Sigurðsson, alþingismaður: Aðstoð við kjós- endur, sem kjósa utan kjörfundar Pétur Sigurðsson (S) hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til Alpingis, sem m.a. gerir ráö fyrir sambærilegri aðstoö við kjósendur, sem aðstoðar purfa með, og kjósa utan kjörfundar, m.a. á sjúkrastofnunum og dvalarheimil- um aldraðra, eins og veitt er á reglulegum kjörfundi. I greinargerð með frv. segir m.a.: „Langt er nú síöan flutningsmaöur þessa frv. vakti athygli á þeim órétti sem ríkti, er hluta þegnanna væri fyrirmunaö aö sækja kjörfund á kjördegi, vegna sjúkleika eöa öldrun- ar, aö þá væru þeir sviptir um leið þeim grundvallarrétti lýðræöisins aö neyta atkvæöisréttar síns í kosning- um til Alþingis. Nokkuö var á móti slíkum aöfinnsl- um komiö og réttmæti þeirra viður- kennt a.m.k. ( Reykjavíkurkjördæmi, þegar kjördeildum var fjölgaö og vistmönnum dvalarheimila aldraöra, sem skipta hundruöum, var opnaður möguleiki til aö kjósa á kjördegi innan veggja heimilanna sjálfra. Stærsta skrefiö til aö bæta um á þessu sviöi var þó stigið meö breytingunni, sem gerð var með lögum nr. 15 5. apríl 1974 á lögum nr. 52 14. ágúst 1959, um kosningar til Alþingis. Þá var kjörstjóra við atkvæöagreiöslu utan kjörfundar hérlendis heimilaö að láta kosningu fara fram á sjúkrahúsi eða dvalar- heimili aldraöra, enda væri kjósandi sjúklingur eöa vistmaöur á stofnun- inni. Um þessa kosningaathöfn gilda þó enn að öllu leyti sömu reglur og um utankjörfundaratkvæöagreiöslu á skrifstofu eða heimili kjörstjóra, en þar segir, aö kjósanda beri aö koma á fund kjörstjóra í flentugt húsnæði innan viökomandi stofnunar og aö atkvæöagreiðsla megi eigi fara fram í sjúkrastofum eöa herbergjum vistmanna. Við slíka kosningaathöfn, þ.e. á sjúkrahúsi eöa dvalarheimili aldr- aðra, gilda aö öllu leyti sömu ákvæði laga og um allar atkvæöagreiöslur utan kjörfundar og aö sjálfsögöu þar á meðal 2. mgr. 66. gr. laga um kosningar til Alþingis, aö óheimilt sé aö veita kjósanda aöstoö viö sjálfa kosninguna. Kjósendur, sem þurfa aö kjósa til Alþingis utan kjörfundar, hafa snöggtum minni rétt en þeir, sem geta greitt atkvæði á kjörfundi, því í 88. gr. sömu laga segir, aö kjósandi eigi rétt á að fá aðstoö við atkvæöagreiösluna í kjörklefanum, ef hann skýri kjörstjórn frá því, að hann sé eigi fær um aö kjósa á fyrirskipaö- an hátt sakir sjónleysis eöa þess aö honum sé hönd ónothæf. Meö ákvæðinu, sem bannar hjálp til handa því fólki, sem vill og þarf aö kjósa viö utankjörfundaratkvæöa- greiðslu, eru ótrúlega margir þegnar okkar þjóöfélags settir á óæöri bekk og sviptir sínum grundvallarrétti — kosningarréttinum. Þeir, sem tekiö hafa þátt í kosningavinnu, máske áratugum saman, þekkja of mörg dæmi þess, aö sjúkum, blindum og öldruöum hefur veriö snúið grátandi frá utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna líkamlegar vanhæfni þeirra. Slíkt á auövitað ekki aö eiga sér staö og er löggjafanum til vansæmdar, ef ekki veröur úr bætt. Meö þessu frumvarpi, ef samþykkt veröur, er bættur sá aöstööumunur, sem hér hefur veriö drepið á, og heimiluö sama hjálp til handa þeim, sem kjósa utan kjörfundar, og á kjörfundi. Ákvæðið um bókun á fylgibréfiö er til að fyrirbyggja hugsanlega tor- tryggni kjörstjórnar í fjarlægri heima- byggð kjósanda, sem máske er kunnugt uin vanhæfni kjósanda til aö neyta atkvæðaréttar síns, en ekki um það, hvernig aö atkvæðagreiðslunni hefur veriö staðið. Meö samþykkt 2. gr. falla niöur refsiákvæöi viö því aö aðstoða kjósanda viö atkvæöagreiðslu utan kjörfundar eöa ef kjósandi þiggur slíka aöstoö." Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra voru varhugaveröust aö þessu leyti. 2. Eftirlit á landi. Starfsmann Framleiöslueftirlits sjávarafuröa hafa eftirlit með stæröum þess fisks sem landað er eins og þeim ber samkvæmt 2. gr. laga nr. 108/1974, um Framleiðslueftirlit sjávarafurða, en þar segir aö Framleiöslueftirlitið skuli í samráöi viö ráöuneytiö hafa eftirlit meö aflasamsetningu fiskiskipa. Gera þeir sjávarútvegsráðuneytinu aö- vart ef undirmálsfiskur er í afla skipa, sem síöan gerir, þann afla upptækan samkvæmt ákvæðum laga nr. 32 19. maí 1976, um upptöku ólöglegs sjávarafla. Á árinu 1977 var gert upptækt vegna ákvæða reglugerðar nr. 262 6. júní 1977.: Magn: Verðmæti: karfi 67.293 kg 661.480 kr. þorskur 1.709 kg 47.852 kr. ýsa 159 kg 4.941 kr. ' 714.273 kr. Á árinu 1977 var gert upptækt eftirfarandi magn af humri og rækju vegna brota á ákvæöum leyfisbréfa um lágmarksmöskva- stæröir þessarra tegunda: Magn: Verðmæti: rækja 15.583 kg1.067.328 kr. humar 78 kg 43.904 kr. ________ 1.111.232 kr. Þá má bæta viö þetta svar, þó ekki sé um spurt, aö á árinu 1977 var gert upptækt eftirfarandi magn síldar vegna brota hringnótabáta á ákvæöum leyfisbréfa um leyfilegan síldarkvóta: Magn: Verðmæti: síld 124.258 kg7.919.924 kr. Matthías Bjarnason: Rannsóknir á sjávargródri mikilvægar Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S) bar nýverið fram íyrirspurn til sjávarútvegsráð- herra varðandi rannsóknir á sjávargróðri við landið, sem hafa mikilvægt gildi varðandi lífriki sjávar og þar með framtíðarhagsmuni þjóðarinn- ar. Matthías Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra, tók undir það, að hér væri um mjög mikilvægt rannsóknarefni að ræða, en því miður hefði verið undir högg að sækja um fjárveitingar í þessu skyni. Engu að síður hefði ráðuneytið getað tryggt að þessu verkefni hefði í nokkru verið sinnt. Um þær rannsóknir sagði ráðherra: „Rannsóknir á svifþörunga- gróðri er fastur liður í rann- sóknastarfsemi Hafrannsókna- stofnunarinnar. Þessar rann- sóknir beinast öðru fremur að því að kanna framleiðslugetu íslensku fiskimiðanna. Veiga- mikill þáttur rannsókna á undanförnum árum hefur verið að kanná gróðurskilyrði og svifþörungagróður á hrygn- ingarsvæðunum við Suður- og Vesturland og fylgjast með klaki. Markmið veð rannsóknun- um er m.a. að fá upplýsingar um að hve miklu leyti árgangastærð fiska ákvarðast á hrygningar- svæðunum yfir hrygningartím- ann. Stefnt er að áframhaldandi rannsóknum á hrygningarsvæð- unum, ennfremur er ætlunin að taka fyrir helstu firði og kanna framleiðslugetu þeirra. 1. Stefnt er að því að fá sérfræðing ráðinn til botnþör- ungarannsókna við Hafrann- sóknastofnunina og koma rann- sóknunum inn á fjárlög. Þess er vænst að rannsóknum á stórþara á Breiðafirði sem byrjað var á 1976 ljúki á árinu 1978 og áætlað er að gera samanburðarmælingar annars staðar við landið. 2. Fylgst verður áfram með endurvexti klóþangs á Breiða- firði. Auk þess er í ráði að hefja rannsóknir á öðrum nytjaþör- ungum svo sem sölvum, hrossa- þara og fjörugrösum. Gerðar hafa verið rannsóknir á magni og vexti stórþara og endurvexti klóþangs á Breiðar- firði. 3. Kostnaður við rannsókn- irnar hefur verið greiddur að hiuta úr Fiskimálsjóði (1.5 millj. 1976, 2.5 m. 1977) og að hluta með sérstakri fjárveitingu frá Sjávarútvegsráðuneytinu (1.5 m. 1976, 3.6 m. 1977). 1976 lánaði Þörungavinnslan h/f bát til rannsóknanna, en sá liður kost- aði 2.1 milljón 1977. I ár (1978) er einnig sótt um styrk til Fiskimálsjóðs vegna áframhaids rannsóknanna. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S) þakkaði ráðherra svör og fyrirgreiðslu í þessu máli. Áréttaði hann þjóðhagslegt gildi og nauðsyn þessara rann- sókna og kvað ófært ef nægilegt fjármagn fengist ekki til þeirra, enda ekki um óviðráðanlegar upphæðir að ræða. Karvel Pálmason (SFV) sagði mikilvægt mál til umræðu. Hins vegar væri það Alþingis, með afgreiðslu fjárlaga, að ákvarða fjárveitingar. Þingmenn gætu því litið í eigin barm varðandi fjárskortinn til verkefnisins. Aftur á móti bæri að fagna því að sjávarútvegsráðherra hefði með alkunnum dugnaði sínum tryggt, að rannsóknum þessum hefði miðað nokkuð á vel. Orkumál á Austfjörðum: Bessa- í sumar F ullnaðarhönnun staðaárvirkjunar Gunnar Thoroddsen, orkumálaráðherra, svaraði nýverið fyrirspurn frá Helga F. Seljan (Abl) varðandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir orkuskort á Austurlandi og væntanlega ákvarðanatöku um Bessastaðaárvirkjun. Það kom fram í svari ráðherra að það hefði verið eitt af hans fyrstu verkum sem orkuráðherra að fá samþykkt heimildarlög fyrir Bessastaðaárvirkjun. Síðan hefði verið unnið að nauðsynlegum rannsóknarstörfum, sem væru óhjákvæmilegur undanfari ákvarðanatöku. Bæði Orku- stofnun og RARIK hefðu á sfnum tíma óskað eftir frekari fresti til rannsóknarstarfa. Endanlegar rannsóknarniður- stöður þessara aðila hafi ekki legið fyrir fyrr en um miðjan desember sl., er fjárlagagerð var langt komin, þann veg að útilokað hafi verið að koma málinu inn á fjárlög og lánsfjárætlun nú. Hins vegar sé stefnt að því að fullvinna hönnun og útboðslýsingar. Orðrétt sagði ráðherrai F ullnaðarkönnun í sumar Þegar Alþirigi hafði samþykkt lögin um heimild til þess að virkja Bessastaðaá í Fljótsdal var undir- búningur falinn Rafmagnsveitum ríkisins. Að þessu verkefni unnu m.a. ráðgjafafyrirtækin Hönnun, Vermir og verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar. Áætlun frá þessum aðiljum um virkjun Bessastaðaár við Hól í Fljótsdal ásamt umsögn Rafmagnsveitna ríkisins barst iðnaðarráðuneytinu um miðjan desember s.l. Mæltu Rafmagns- veiturnar með því að ráðast í þessa Gunnar Thoroddsen virkjun og að í sumar yrði unnið að fullnaðarhönnun hennar. Verð- ur það gert. Orkumál eystra 1. Fest voru kaup á tveimur 660 kw dieselvélum og voru þær settar niður í Breiðdalsvík og Vopnafirði. 2. Tímabundinn heimild fékkst til hækkunar á vatnsborði í Lagarfljóti í vetur, úr 20,5 m í 21,0 m, en það eykur öryggi í orkuöflun fyrir svæðið. 3. Reyðarfjarðarlína milli Grímsárvirkjunar og Stuðla í Re.vðarfirði hefur verið tekin í notkun. Það hefur í för með sér, að öryggi í orkuflutningi frá Lagar- fossvirkjun og Grímsárvirkjun niður á firði tvöfaldast og flutn- ingsgetan meira en tvöfaldast. Ennfremur sparast um 1 megavatt eða 100 kíióvött við þessa fram- kvæmt vegna minnkaðra tapa í dreifikerfinu. 4. Auk þessa má geta þess að þrífösun háspennulínu milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur verður lokið í ár, að stefnt er að því að ljúka uppsetningu aðveitu- stöðva á Stöðvarfirði og Breiðdals- vík og hækka síðan spennuna á línunni frá Stöðvarfirði til Djúpa- vogs í 33 kílóvoit en það eykur mjög flutningsgetu línunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.