Morgunblaðið - 16.03.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
37
Minning—Bragi
Þór Magnússon
F. 22. september 1949.
D. 10. nóvember 1977.
Hinn 10. nóvember s.l. sat ég og
horfði á fréttirnar í sjónvarpinu
er frá var sagt að Haralds S.H. frá
Grundarfirði væri saknað. Á hon-
um var vinur jninn Bragl ÞÓr Og
Benedikt Gunnlaugsson. Bragi
Þór var fæddur i Hrísey 22. ágúst
1949, sonur hjónanna Báru Hall-
grímsdóttur og Magnúsar
Jóhannssonar. Hann var yngstur
af 5 systkinum. Ég man fyrst eftir
Braga er hann var til sjós með
föður mínum á Grundfirðingi
S.H. 124 frá Grundarfirði. Þar
sem ég var nýkominn i heimsókn
til foreldra minna fór ég niður á
bryggju til að taka á móti föður
sínum og forvitnast um aflann.
Ég man hvað mér fannst Bragi
vera duglegur þótt ekki væri
hann hár i loftinu. Seinna kynnt-
ist ég Braga beturer hann giftist
leiksystur minni og vinkonu Al-
disi Jónínu Höskuldsdóttur úr
Reykjavík 22. 5. 1971.
Sambandið milli mín og þeirra
hjóna jókst alltaf með ári hverju.
Bragi var lífsglaður og það var
alltaf gaman að spjalla við hann í
léttara tali, þá brosti hann alltaf.
Hann átti svo sérstakt bros, sem
gleymdist akdrei. Hann var sann-
kallaður vinur vina sinna og mátti
ekki vita af neinum sem átti bágt,
þá vildi hann hjálpa.
Bragi var listrænn í eðli sínu,
sem sást best á hvað hann málaði
fallegar myndir á veggina i Ás-
garði, er hann bjó þar. Ég man
sérstaklega eftir myndinni á
veggnum í stofunni hjá þeim, hún
var af báti úti á sjó. Ég er viss um
að ekkert hefur átt eins vel við
hann og sjórinn. Bragi og Adda
tóku alltaf svo vel á móti mér og
dóttur minni er við komum í
heimsókn til Grundarfjarðar. Það
er ötrúlegt að ballið, sem ég fór á
með þeim hjónum í sumar, yrði
það siðasta, sem Bragi yrði með
okkur. Bragi og Adda eignuðust
tvö börn, Höskuld 6 ára, Bylgju 4
ára og þriðja barm ..Jw>**-«rtSer
Adda jxxi/iú^crtÉ Eg bið Guð að
sitýTRjá Öddu og börn hennar í
þeirra miklu sorg. Bragi átti lít-
inn frænda er fæddist í sumar og
var hann skírður á jóladag og
hlaut nafnið Bragi Þór.
Minningarathöfn um þá Braga
og Benedikt fór fram hinn 3.
desember s.l. frá Grundarfjarðar-
kirkju við mikið fjölmenni, eins
og vænta mátti, þar sem þetta er
lítið þorp og allir þekkja alla og
eru því nátengdari hver öðrum.
Ég votta öllum, sem um sárt
eiga að binda vegna þessa hörmu-
lega slyss, innilega samúð.
Blessuð sé minning Braga Þórs
Magnússonar.
Guðný Elfasdóttir.
Nú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa-
sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig
með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar
tegundir af leðursófasettum.
LlTIÐ INN!
VERIÐ VELKOMIN!
V SMIÐJUVEGI6 SlMI 44544
Anægjulegt.
Karpov og Spassky skoða LARDY taflmenn, en í
bæklingi frá fyrirtækinu segir, að auk peirra hafi
Fischer og Aljekín notað LARDY taflmenn.
Viö höfum þá ánægju aö til-
kynna viöskiptavinum okkar, aö
viö höfum náö hagstæðum
samningum viö frægt franskt
fyrirtæki, LARDY, sem framleiöir
taflmenn og taflborö í afar háum
gæöaflokki.
LARDY taflsettin eru vegna sér-
stööu sinnar kjörin til fermingar-
gjafa og afmælisgjafa.
Höfum fyrirliggjandi fjórar geröir
af LARDY taflsettum, er kosta frá
kr. 12.800 til 27.800.
Frímerkja-
miðstöðin
Laugavegi 15 (sími 23011) og
Skólavörðustíg 21a (sími 21170)
Sigrún Sigurðardótt-
ir Brekku í Lóni
Fædd 17. apríl 1880.
Dáin 12. febrúar 1978.
Er Sigrún Sigurðardóttir kvaddi
þepnan heim var hún nær 98 ára
gömul og var þá búin að eiga
heimili sitt að Brekku í Lóni allt
frá árinu 1907 eða í 71 ár. Hún var
fædd að Skeiðflöt í Mýrdal og voru
foreldrar hennar hjónin Guðrún
Ólafsdóttir og Sigurður Einarsson.
Um svipað leyti og hún fæddist
lést faðir hennar og stóð því móðir
hennar ein uppi með ungbarnið.
Er litla stúlkan var komin á annað
ár, tók móðir hennar sig upp og
hélt af stað sem leið lá áleiðis til
Öræfa og reiddi barnið með sér
í hliðarsöðli. Þannig var farið yfir
öll óbrúuðu stórfljótin alla leið í
Skaftafell, en þar bjó Jón, föður-
bróðir Sigrúnar. í Skaftafelli
dvöldu þær mæðgur næstu átta
árin en fóru þá að Sandfelli til
séra Ólafs Magnússonar og dvöldu
þar í 2 ár. Þaðan lá leiðin að Hofi
í sömu sveit, þar sem móðir
hennar var vinnukona í 3 ár. Var
Sigrún þá komin á fermingar-
aldur. Fóru þær mæðgur næst að
Hnappavöllum, Gruðrún í vinnu-
mennsku með Sigrúnu með sér,
sem nú var að komast á unglings-
ár. Var hún þá föluð í vist að
Papósi til Eggerts verzlunarstjóra;
þar og Guðrúnar konu hans, og
ræðst það að hún fari þangað þó
móður hennar fyndist hún full ung
til að sleppa af henni hendinni.
Sigrún var á Papósi í 2 ár, eitt og
hálft ár hjá Eggert og hálft ár hjá
Thuliniusi og Valgerði konu hans.
Hafði hún ærið nóg að starfa á
umsvifamiklum heimilum þeirra.
Áður en Sigrún fór á Papós
lofaði hún móður sinni að hún
skyldi koma aftur í Öræfin, ef
Guðrún óskaði þess. Því fór það
svo að leiðin lá þangað aftur, þó
húsbændur hennar á Papósi legðu
að henni að vera lengur. Vistaðist
hún nú að Hnappavöllum, þó ekki
á sama bæ og móðir hennar, en
þarna er og var margbýlt. Þarna
kynntist hún mannsefni sínu,
Davíð Sveinssyni, sem alinn hafði
verið upp á Hnappavöllum, hjá
húsbændum Sigrúnar. — Næst
fór Sigrún í vinnumennsku að Vík
í Lóni og síðan fóru þau bæði, hún
og Davíð, sem vinnufólk til séra
Jóns Jónssonar á Stafafelli um 2ja
ára skeið. Seinna árið þar giftu
þau sig. Séra Jón byggði þeim
síðan Brekkuna, og voru þau
aðeins búin að koma sér þar fyrir,
þegar Sighvatur sonur þeirra
fæddist árið 1907. Móðir Sigrúnar
flutti með dóttur sinni að Brekku
og skildu þær mæðgur aldrei upp
frá því og andaðist Guðrún þar. A
Brekku bjuggu þau Sigrún og
Dvaíð snyrtilegu búi til ársins
1935 er Sighvatur sonur þeirra og
Nanna Bjarnadóttir kona hans,
tóku við búsforráðum. Eldri hjón-
in dvöldu áfram á Brekku, sívinn-
andi að hag heimilisins, og var
þáttur þeirra stór í uppbygging-
unni þar. Hjáleigan, sem Sigrún og
Davíð hófu búskap á er nú orðið
stórbýli með víðlendum,
ræktuðum túnum og mikium
bústofni og tilheyrandi bygging-
um. Fylgdist Sigrún af áhuga með
hinum ótrúlega miklu framförum
í búskaparháttum og aðstöðu allri
gegnum árin.
Þau Sigrún og Davíð eignuðust
þrjú börn, Sighvat bónda, sem fyrr
getur, stúlkubarn er ekki varð lífs
auðið og Halldóru húsfreyju í
Haga í Nesjum, gifta Torfa
Þorsteinssyni bónda þar. Barna-
börnin urðu 14 og barnabarna-
börnin eru orðin mörg. Allt er
þetta myndar- og dugnaðarfólk.
Nokkur börn og unglingar, bæði
skyld og óskyld áttu athvarf á
Brekku um lengri eða skemmri
tíma og var því við brugðið hversu
vel þeim leið í skjóli Brekkuhjóna.
Mann sinn missti Sigrún árið
1943.
Sigrún var starfssöm kona og
alla sína löngu æfi hélt hún
óbiluðum. sálarkröftum. Hún var
orðin öldruð er hún hætti að taka
þátt í störfum innanhúss og utan
á heimilinu — og fram á síðasta
ár léku prjónarnir í höndum
hennar. A heimili sonar síns og
tengdadóttur og sjö barna þeirra,
leið Sigrúnu alla tíð eins vel og
frekast varð á kosið. Þar var af
hlýju og kærleika yfir því vakað að
efri árin gætu orðið henni notaleg
og áhyggjulaus, og átti Nanna
tengdadóttir hennar þar í drýgst-
an þáttinn.
Sigrún og Davíð voru góðir
nágrannar og er þar margs að
minnast eftir öll þau ár, sem mitt
fólk og ég er búið að vera í nábýli
við Sigrúnu. Allar eru þær
minningar á einn veg. Aldrei
gleymi ég þeirri tilhlökkun, er ég
fékk að fara með móður minni að
Brekku í fyrsta skipti. Var það
snemma sumars á sunnudegi. Við
fórum gangandi. Man ég enn þann
dag í dag hvað mér þótti gaman að
koma þar og sjá litlu baðstofuna
með græna þakinu, hvað mér þótti
hún fín og falleg og allt vel
umgengið. Sérstaklega man ég
eftir garði er var fyrir framan
bæinn og nýbúið var að sá í rófum
og kartöflum. Beðin og göturnar
voru svo fallega gerðar og snyrti-
legar að ég sé það enn fyrir mér
eftir meira en 60 ár. — Eftir því
sem maður stækkaði fjölgaði
ferðunum aðog alltaf var jafn gott
að koma þar. Sigrún og Davíð áttu
ekki stórt bú eða voru rík að
vehaldar auði en allt blessaðist
þeim vel og þau voru jafnan
fremur veitandi en þiggjandi.
Oft var leitað til Davíðs með
fylgd yfir Jökulsá og mun aldrei
hafa staðið á hjálp hans/þó ekki
væri annað gert á meðan. Davíð
var góður vatnamaður, þeim vanur
úr Öræfum. Hann átti góða
vatnahesta og ég held hann hafi
haft gaman af að glíma við vötnin.
Sigrún var ern og oftast heilsu-
hraust fram á síðustu ár. Ekki
náði hún háum aldrei fyrir það að
hún hefði átt rólega daga um
ævina því hún var alltaf sístarf-
andi. Það var henni óblandin gleði
að sjá Brekku vaxa úr kotbýli upp
í að vera nú eitt með stærstu
býlum sýslunnar. Þegar hún var
níræð sagði hún við mig, að ef hún
mætti óska sér einhvers þá væri
það það að hún þyrfti ekki að fara
lifandi frá Brekku, hún kviði engu
ef tengdadóttir sín gæti séð um
sig, hún hefði góðar hendur. —
Henni varð að ósk sinni. Góðu
hendurnar hennar Nönnu hlúðu að
henni til hinztu stundar.
Nú að leiðarlokum þakka ég
Sigrúnu fyrir allt gott á liðnum
árum og bið henni blessunar
Guðs. Veit ég að vel hefur verið
tekið á móti henni af öllum
vinunum, er voru farnir á undan
henni. Ég sendi öllu hennar fólki
kærar kveðjur frá mér og mínum.
Skafti Benediktsson.
Hraunkoti í Lóni.