Morgunblaðið - 16.03.1978, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.03.1978, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 Arelíus Viggós- son -Minningarorð Fæddur 2. október 1955 Dáinn 19, íebrúar 1978 Þann 27. febrúar, var jarðsett- ur ungur frændi minn, Ari, en svo var hann kallaður. Eg sit hér í eldhúsinu mínu á Blönduósijjg hugurinn reikar. Ég er komin 22 ár aftur í tímann, síminn hringir, það er Viggó, faðir Ara, í símanum. Hann segir mér góðar fréttir, hann hafði eignast son þá um morguninn. Síminn, þetta dásamlega tæki, sem tengir vini og skyldfólk saman þótt á sitt hvoru landshorni séu titrar af gleði og hamingju. Nokkru seinna fluttust foreldrar Ara, systir mín Ardís Arelíusdóttir og maður hennar Viggó Brynjólfsson, norður á Skagaströnd og reistu þar heimili. Með árunum urðu börnin 7, Ari ólst því upp í glöðum systkinahópi í faðmi ástríkra foreldra. Síðan komu fullorðinsárin, börnin fóru að heiman eitt og eitt í senn. Ari giftist á s.l. ári, með konu sinni átti hann einn dreng, sem hann lét heita í höfuðið á afa sínum, Arelíusi, en með Ara og afa hans hafði verið einkar kært. En hamingjan stóð ekki við hjá þeim hjónum. Þau skildu eftir stutta sambúð. Um sl. jól kom Ari heim í foreldrahús, með son sinn Arelíus Svein. Það var dásamlegt að sjá hvað þeim feðgum leið vel saman. Arelíus Sveinn var föður sínum mikils virði og var hann honum eitt og allt. Ari reyndist syni sínum vel. Komu nú eðlis- þættir hans vel í ljós, samvisku- semi og gott hjartalag. Enn hringir síminn. Það er 19.2. 1978. I símanum er Viggó faðir Ara. Nú eru það hörmuleg tíðindi. Ég ætlaði ekki að trúa t Maöurinn minn, MAGNÚS MAGNUSSON, trá Nmí í Grindavík, andaöist aö Hratnistu, Hafnarfiröi, aöfararnótt miövikudags 15. marz. Fyrir hönd ættingja, Helga Ásmundsdóttir. t Eiginkona mín og móöir okkar, AÐALHEIDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Klappsvegi 24, sem andaöist aö morgni 13. marz í Landspítalanum, veröur jarösungin mánudaginn 20. marz kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Óskar Valdimarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Péfur Þorsteinn Óskarsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar. tengdafaöir og afi FINNBOGI BJÖRNSSON Þvorgötu 4, ísafiröi sem lést aö heimili sínu laugard. 11. marz veröur jarösungjnn frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 18. marz kl. 14. Salvör Kristjánsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi GUNNAR JÓNSSON áöur til heimilis Hellisgötu 22, Hatnartirói veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, föstudaginn 17. marz, kl. 15. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á aö láta líknarstofnanir njóta þess. Guömundína Þorleifsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn t Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÞÓRA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Hraunstíg 2, Halnartiröi, veröur jarösett frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstud. 17. marz kl. 2 e.h. Þórarinn Sigurjónsson Jónína Sigurjónsdóttir Ingólfur Sigurjónsson Sigurlín Hermannsdóttir Sigurjón Hermann Ingólfsson og Laó Gunnar Ingólfsson. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu DAGBJARTAR VILHJÁLMSDÓTTUR. Austurgötu 33, Hafnartiröi. Sérstakar þakkir skulu færöar læknum og hjúkrunarfólki öllu á St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi fyrir þeirra miklu umönnun og elskulegheit á allan hátt svo og ölium ættingjum og vinum. Guö blessi ykkur öll. Jón Eirfksson, Hafsteinn Jónsson, Stefanía Halldórsdóttir, Eirikur Jónsson, Guöný Stefánsdóttir, Anna Magnea Jónsdóttir, Hjalti Siglússon, Svala Jónsdóttir, Bragi Friðpjófsson, og barnabörain. Anna Guðrún Guð- mundsdóttir - Mnning eigin eyrum, en það er staðreynd að Ari er dáinn. Að endingu vil ég þakka frænda mínum glaðlegt bros, sem hann sendi mér í hvert sinn sem ég sá hann. Þakka fyrir gleðina sem hann veitti afa sínum og ömmu í Reykjavík. Bið ég algóð- an Guð að styrkja fyrrverandi konu hans, öðru skylduliði hans óska ég þess sama. Hafðu þökk fyrir frændi minn. Ari er jarðsettur í Fossvogs- kirkjugarði við hliðina á afa sínum og nafna. Blessuð sé minning hans. Gréta Arelíusdóttir Þann 8. mars s.l. andaðist að Elliheimilinu Grund í Reykjavík Anna Guðrún Guðmundsdóttir, sem lengst af átti heima að Njálsgötu 74. Hún hafði búið við vanheilsu síðustu árin og var & 83. aldursári er hún lézt. Anna var fædd að Innra-Hólmi við Akranes 18. apríl 1895, döttir Guðmundar Þórðarsonar, sem þá var bóndi þar, og konu hans Soffíu Þorkels- dóttur. Hún var einbirni, en var aðeins tveggja ára, þegar foreldrar hennar hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur, en þar átti hún heimili til dauðadags. Anna mun hafa verið 7 eða 8 ára, þegar foreldrar hennar slitu samvistum. Fór hún þá til föðurafa síns og ömmu, Þórðar Guðmundssonar og Önnu Þorkelsdóttur, en hjá þeim ólst hún upp og var hjá þeim fram á fullorðinsár eða meðan þau lifðu bæði, en afi hennar lést 1916. Þórður Guðmundsson, föðurafi Önnu, var merkismaður á margan hátt. Hann stundaði sjómennsku og útgerð og mun hafa komizt í allgóð efni. I uppvextinum átti Anna góðu og kærleiksríku atlæti að fagna og æskuheimilis síns hjá + Bróöir minn ÞORVALDUR JÓNASSON húsgagnavmíóameistari lést í Landspítalanum 13. marz. Fyrir mína hönd og systkinga minna. Lára Jónasdóttir. + Systir mín JÓNÍNA SIGURBRANDSDÓTTIR, Vifilsgötu 16, lést í Borgarspitalanum 7. marz s.l. Jaröarförin fer fram frá Qómkirkjunni föstudaginn 17. marz kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd systra hinnar látnu. Anna Sigurbrandsdóttir. + Utför SIGRÍDAR JÓNSDÓTTUR Irá Búlandssali i Skaftártungu, sem andaöist hinn 10. marz 1978, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaglnn 17. marz næstkomandi, kl. 13.30. F.h. aöstandenda Ingibargur Sveinsson Efstasundi 66. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma MÁLFRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Kárastíg 7, er lést 9 þ.m. veröur jarösett frá Fossvogskirkju föstudaginn 17 þ.m. kl. 3. Reimar Sigurösson ína Dóra Siguróardóttir, Jón Sigurösson, Randý Siguröardóttir, Berghreinn Þorsteinsaon, Rafn Sigurösson, Pálína Óskarsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega öllum er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu SIGURLAUGAR MARGRÉTAR SIGURDARDÓTTUR Hörgslandskoti, Siöu Sérstaklega þökkum viö starfsfólkl á Víöistaöaspítala og Hrafnistu fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Siguröur Lárusson Steingrímur Lárusson Anna H. Arnadóttir Magnús Lárusson Svanhildur Gunnarsdóttir og sonadætur. + Innilegar þakkir viljum viö færa þeim sem sýndu okkur hlýju og vinarhug viö andlát og jaröarför sonar okkar og bróöur, ÁRNA GUDJÓNSSONAR, Hvolskóla. Guöbjörg Gunnlaugadóttir Guöjón Árnason Siguröur Einar Guöjónsson afa og ömmu minntist hún ávallt með sérstöku þakklæti og hlýju. Anna var mikil fríðleikskona. Hún var vel greind og kunni frá mörgu að segja. Var gaman að heyra hana segja frá mönnum og málefnum liðins tíma, en hún var minnug og vissi deili á mörgu. Eftir að foreldrar Önnu skildu var faðir hennar að mestu við störf úti á landi, en móðir hennar var í Reykjavík og hafði stöðugt sam- band við dóttur sína. Það lýsir ef til vill betur en margt annað hversu mikil mannkostamann- eskja Anná var, að eftir að hún hafði stofnað sitt eigið heimili tók hún móður sína til sín og einnig föður sinn. Voru þau á heimili dóttur sinnar síðustu æviaðrin og nutu umhyggju hennar og hjúkr- unar. Þar dóu þau bæði 1939. Anna giftist árið 1936 Árna Ólafssyni frá Blönduósi. Um það leyti keyptu þau húsið að Njáls- götu 74 og bjuggu þar alla tíð síðan. Árni var Húnvetningur að ætt. Móðir hans, Ingibjörg Lárus- dóttir, sem margir kannast við, var afkomandi Bólu-Hjálmars. Árrii gerðist bókaútgefandi, en áuk þess samdi hann nokkrar skáld- sögur, sem hann gaf út og urðu vinsælar. Árni og Anna höfðu bæði slitið barnsskónum er þau kynrytust og giftust og vissu því vel hvað þau gerðu. Samband þeirra varð mjög farsælt, enda byggt á gagnkvæmri ást og umhyggju. Anna bjó manni sínum einstak- lega vÍRtlegt og hlýlegt heimili. Gestrisni þeirra v«r _^jnstök og hjálpfýsi við þá, sem þau vlss» þurftu þess með. Heimili þeirra stóð ævinlega opið vinum og ættingjum. Eitthvert það mesta lán sem manni getur hlotnast á lífsleiðinni er að kynnast góðu fólki. Það var nokkru eftir að þau giftust, Anna og Árni, að ég sem línur þessar skrifa, kynntist þeim. Leigði ég hjá þeim um tíma á meðan ég var í skóla og kom síðan iðulega á heimili þeirra. Og það tel ég vera einn af happdrættisvinningunum í lífi mínu að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessum heiðurshjónum og eignast vináttu þeirra. Fyrir það vil ég þakka. Hinn 8. nóvember 1966 andaðist Árni. Hann hafði dvalið á sjúkra- húsi um skeið, en varð bráðkvadd- ur sama daginn og hann átti að fara heim. Að sjálfsögðu varð þetta mikill sorgardagur fyrir Önnu, en þá sýndi hún þann mikla sálarstyrk, sem hún bjó yfir. Hún var mjög trúuð kona, tríiði á handleiðslu Guðs og efaðist ekki um að látnir ástvinir fylgdust með henni daglega og tækju á móti henni, þegar jarðvist hennar lyki. Og vafalaust hefur henni orðið að trú sinni. Blessuð sé minning Önnu Guð- mundsdóttur. Guðjón Elíasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.