Morgunblaðið - 16.03.1978, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
39
Þorbjörg R. Pálsdóttir
frá Gilsá — Minning
Fædd 11. des. 1885
Dáin 6,'feb. 1978
Þessi fáu og fátæklegu kveðju-
orð eru ekki hugsuð sem nein
tæmandi upptalning á æviatrið-
um þessarar merkiskonu, heldur
sem hinsta kveðja frá sonarsyni.
6. febrúar s.l. lauk merkilegu
lífshlaupi, amma min, merkiskon-
an Þorbjörg R. Pálsdóttir frá
Gilsá í Breiðdal, var öll. Löngu
stríði var lokið, hún fékk hægt
andlát, lést i svefni. Það er góður
og miskunnsamur dauðdagi þeim
sem um árabil saddur lífdaga
hefur þráð endalokin.
Lengi hafði hún beðið eftir að
fá að yfirgefa þennan heim, því
þegar heilsu og krafta þraut svo
að hún gat ekki lengur haft fóta-
vist óskaði hún þess að sem fyrst
mætti hún njóta hvíldarinnar
eilífu.
Fyrir nokkrum árum sagði hún
við mig: „Ég er orðin svo fjarska
þreytt að bíða Lalli minn,“ en nú
er sú bið á enda og þeirri ferð sem
hófst fyrir rúmum 92 árum lokið
á áfangastað.
Þorbjörg amma mfn hefði orðið
framámanneskja í þjóðfélaginu
ef hún hefði lifað sín blómaár nú.
Til þess bendir margt:
Kveðja:
Sigbjörn
Eiríksson
Ég frétti að vinur minn,
skólabróðir og söngfélagi frá
Eiðum, væri alvarlega veikur.
Þessi maður var hetjan Sigur-
björn Eiríksson, kennari við
Langholtsskóla. Hann hefur háð
sitt sjúkdómsstríð og nú er því
lokið.
Einstakur dugnaður, hröð hugs-
un og svo frábært minni og gáfur
að sjáldgæft var og er auk óbil-
andi þrautseigju og ólgandi lífs-
gleði. Hún var sönnun þess sem
margir vita, og enn fleiri ættu að
vita, að sitthvað er menntun eða
skólaganga. Lítið fór fyrir skóla-
göngu ömmu minnar, en menntuð
var hún samt betur en margir
þeir sem eytt hafa stórum hluta
ævi sinnar hjá hærri mennta-
stofnunum þjóðarinnar.
Ósjaldan gat hún miðlað mönn-
um með langa fræðabraut að baki
af gnægtabrynni þekkingar sinn-
ar, sérstaklega ef rætt var um
ættfræði, islenska tungu eða þjóð-
leg fræði. Til marks er það um
hve minni hennar var með ein-
dæmum öruggt að hún sagði
sjaldnast eða aldrei „ég man það
ekki“ ef spurt var um eitthvað
sem fyrrum skeði, heldur „það
hef ég ekki heyrt um“ sem sjald-
gæft var, heldur kom að bragði
skýr og lifandi frásögn. 83 ára
sagði hún eitt sinn við mig: „Ég er
nú farin að tapa mér mikið and-
lega, það er nú farið að bera á þvi
að ég þurfi að hugsa mig aðeins
itm þegar spurt er um eitthvað
sem skeði fyrir löngu.“
Ekki fann ég nú neitt til þess
þá. Fyrstu minningar mínar um
móti mér? Maður sem vissi að
stutt var til síðustu lokastundar.
Eftir tveggja klukkustunda sam-
tal fór ég heim. Síðustu orð hans
og hlýtt handtak höfðu þurrkað
burt úr sál minni allan kvíðann,
svo mikinn andlegan styrk hafði
ég hlotið frá dauðvona æskuvini.
Ég vil ógjarnan hæla látnum
mönnum því ég tel, að dauðinn
breyti ekki miklu um jarðnesk
kynni. Um Sigurbjörn get ég sagt
að lokum, að hetja sé horfin,
hreinlyndur maður, sem gaf
öðrum fordæmi til góðra verka.
Ef landið mitt ætti marga líka
honum, væri íslandi nútímans vel
borgið.
Friður sé með honum og
ástvinum hans.
Sigurjón Jónsson.
ömmu eru að hún er að koma
heim úr langferð, en hún var
mikil ferðakona. Þá færði hún
mér gula regnkápu að gjöf, mik-‘
inn kjörgrip í augum lítils, fátæks
sveitadrengs sem ekki var vanur
stóru hvað efni snerti. Þetta var í
enduðu stríðinu og þá var fólk í
Breiðdal efnalítið, en andleg
reisn og málfar snöggtum betra
en nú, en þjóðernistilfinning
mjög sterk. Síðan fjölgar minn-
ingunum, hún kennir mér að lesa
og draga til stafs. Fjórum sinnum
á dag verður litill sveinn að koma
inn í ömmuherbergi og stauta í
bók, fyrst stafrófskverinu, en sið-
ar í bókum. Síðan dregur hann til
stafs eftir forskrift ömmu og
áminntur um að vanda vel við
stafagerð og frágang allan. Auk
þess fékk ég að heyra sæg af
sögum og ævintýrum, og þegar
háttatiminn kom var fræðsla i
bænum og kristindómi fastur lið-
ur áður en lokað var þreyttum
augum. Þá var gaman að heyra
sagt frá fólki og fjarlægum stöð-
um.
Ég heiti eftir Lárusi afa og
Stefáni syni þeirra ömmu sem dó
í blóma lifsins- „Það er mikil
ábyrgð að bera þessi nöfn, þeir
voru báðir drengskapar menn,“
sagði amma við mig ungan, „og þú
ert ekki verður þess nema þú
reynir ætíð að gera þitt besta.“
Þannig var hennar lífspeki, ætíð
að gera sitt besta. Lífið lék ekki
alltaf við hana, veikindi á unga
aldri með þeim erfiðleikum sem
þeim fylgdu. Hún naut þó fræðslu
einn vetur á kvennaskóla í
Reykjavík. Eflaust hefur hún
þráð meiri skólagöngu, fróðleiks-
þorstinn var$ aldrei slökktur.
Hún hefði ekki sótt skóla bara til
að fá próf eins og nú tíðkast,
heldur farið til að læra og fræð-
ast. Hún skrifaðist á við mikinn
fjölda fólks strax frá unga aldri,
og man ég það að pósturinn færði
á annan tug sendibréfa til hennar
i einu heim að Gilsá. Með þessu
móti aflaði hún sér mikillar þekk-
ingar á mönnum og málefnum
vítt og breitt um langa ævi.
Hún giftist Lárusi afa um þrí-
tugsaldur, en missti hann lífs-
förunautinn alltof fljótt frá fjór-
um börnum.
En uppgjöf var ekki að hennar
skapi. Erfiðleikar hafa eflaust
verið slíkir að nútímafólk hefði
kveinað og kvartað, en aldrei hef
ég heyrt að hún hafi kvartað við
nokkurn. Hún hélt búskap áfram
ótrauð, húsaði bæ sinn að nýju og
bætti jörðina eftir föngum. 1940
tók faðir minn við bústjórn og
létti þá mjög álagi af ömmu við
búsýslu er þau móðir mín tóku
við. Síðar lifði hún langþráðan
draum: Að sjá Gilsá breytast í
stórbýli undir ábúð afkomenda,
Sigurðar sonar sins og Lárusar
sonar hans. Og nú býr aftur Lárus
á Gilsá. Félagshyggja var rikur
þáttur i eðli ömmu minnar. Hún
stóð ásamt tveimur stöllum og
tryggðavinkonum að stofnun Ein-
ingar, góðgerðafélags, árið 1911.
Tilgangur þess var að styrkja
sjúklinga sem þurftu að fara á
sjúkrahús til Reykjavíkur, og þá
sérstaklega berklasjúklinga á
Vífilsstöðum, en þess var þá brýn
þörf.
Nú er þetta hlutverk almanna-
trygginga, en við stofnun þeirra
var Eining lögð af, en kvenfélag
stofnað i þess stað. Amma min
stýrði Einingarsamkomunum sem
voru sumarhátið Breiðdals og
nærsveita af slíkri festu og skör-
ungsskap að enn er til þess tekið.
Slysavarnir voru henni og
mikið hjartans mál og þá stofnun
Björgunarskútusjóðs Austfjarða.
Hún var á sínum tíma kjörin heið-
ursfélagi í slysavarnadeildinni í
Breiðdal og gladdi það hana mjög.
Þorbjörg amma ferðaðist mikið
milli vina og ættingja er leið á
ævina. Hún var vinamörg og au-
fúsugestur hvar hún kom. Henn-
ar mesta yndi var að ræða við
eðlisgáfað fólk. Hún fylgdist
ávallt með öllum fréttum i út-
varpi og blöðum. Hún vann geysi-
mikið starf við heimildasöfnun
fyrir Orðabók Háskólans sem
fram hefur komið í útvarpi enda
talin örugg heimild þó lærdóms-
titlar væru engir, þar kom til frá-,
bært minni hennar.
Ég minnist þess hve gaman var
er við gengum forðum um Gilsár-
land og nágrenni við amma. Ég
smásveinn en hún roskin kona.
Svo til hver þúfa, barð, hóll eða
steinn hafði sitt örnefni, auk
lækjarsytru og tjarnar. Velflest
áttu örnefnin sína sögu, og amma
sagði frá á sinn skemmtilega og
lifandi máta. Þessar stundir voru
ómetanlegar.
Seinna verða minningarnar
samfelldari og fleiri. Ég eignast
konu, börn og heimili í fjarlægu
byggðarlagi, og alltaf er mikil til-
hlökkun þegar von er á ömmu og
langömmu í heimsókn. Hún tók
miklu ástfórstri við fjölskyldu
mina, og gladdi það hana mjög að
sonur minn ber nafn hennar.
Dótturdóttur mína sá hún þvi
miður aldrei, eina langa-
langömmubarnið. Mér og fjöl-
skyldu minni er efst í huga þakk-
læti þegar litið er um öxl. Ég á
stóra skuld að gjalda ömmu minni
fyrir allt sem hún gerði fyrir mig
frá ntpphafi. Mér er minnisstætt
þegar hún kvaddi okkur hjónin
siðast. Hún bað okkur guðsbless-
unar bæði við störf á landi og sjó
og sagði siðan: „Þið hafið alltaf
verið mér góð, og það er mér
dýrmætast." Þetta sýnir að góð
samskipti fólks voru henni mest
virði. Lengi býr að fyrstu gerð er
sagt, og því fór hún svo mildum
höndum um ungviðið, nýgræðing
lífsins. En nú er ferð ömmu minn-
ar á enda. Hún var jarðsett í Ey-
dalakirkjugarði 11. feb. s.l. Þar
hvilir hún nú meðal ættingja og
vina i faðmi sinnar fögru sveitar
sem ól hana og fóstraði. Þar var
lífsbaráttan háð að mestu. Þessi
sveit var i hennar augum mesti
unaðsreitur á jarðríki. Þar var
hennar upphaf og endir. Hvfli
amma mín í friði, orðstír hennar
mun lifa.
Stefán Lárus Pálsson
Akranesi
einstakt tækiíær i,...
Af sértökum ástceðum getum við boðið fáeinar
DODGE ASPEN ogPL YMOUTH VOLARÉ
2ja og 4ja dyra, árgerð 1977, í deluxe útgáfum
með sérstöku uekifærisverði.
Bílamir verða til afgreiðslu í byrjun apríl.
Látið þetta uekifæri ekki framhjá ykkur fara.
Hafið samband við okkur strax í dag og
tryggið ykkur Dodge Aspen eða Plymouth
Volaré á sérstöku afsláttarverði. Hér er aðeins
um takmarkaðan fjölda að rceða.
Æðruleysið og glaðværðin sem
mætti mér þegar ég kom til hans
í síðasta sinn þar sem hann var
við störf við Félagsheimili Fóst-
bræðra verður mér óleymanleg
stund, því tæpum mánuði seinna,
hinn 18. febrúar sl., er jarðlífi
hans lokið. Ég var andlega
kvíðinn og smár. En hver tók á
wokull hf.
Ármúla 36 Sími:84366
PUDVCI CD
liJf I 8 I ■ ■ ðftnCn
ittmiMiia
Tirn ■
Símar: 83330 - 83454