Morgunblaðið - 16.03.1978, Page 45

Morgunblaðið - 16.03.1978, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978 45 J,i VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI eftir hana Fredu Utley, sem fór sem eldheitur kommúnisti til að sjá sósíalismann gera Rússland að himnaríki á jörð, þá saknaði ég stalínistanna, sem ég var alltaf að karpa við, því þarna gat ég sýnt þeim aðgerðir kommúnismans sem ekki var hægt að rengja. Þá barst upp í hendurnar á mér Verkalýðs- blaðið og það er auðséð að þeir ritstjórar þurfa margt að læra. í bókinni er sagt hvernig kommún- isminn arðrænir verkamennina og það eru engin vettlingatök sem þar eru tekin. Öll árin sem hún var í Rússlandi mátti segja að allur almenningur væri eins og Krúsjeff sagði 1938, þegar Stalín skipaði honum sem ritara flokksins að láta verka- mennina í Moskvu auka vinnuaf- köstin um 18% og ekkert áttu þeir að fá fyrir það: „Þeir voru hungraðir, klæðlitlir og kvaldir af veggjalús." Hverjir hirtu arðinn af þeirra þrældómi? Það voru félag- arnir úr kommúnistaflokknum, KGB, sem hét svo öðru nafni þá, svo og Rauði herinn. Og mismun- urinn á þeirra kjörum og verka- mannanna var eins mikill og á lífi aðalsins og almennings á dögum keisarans enda segir hún að kommúnistarnir hafi verið eins blindir á þjáningar annarra eins og aðallinn á dögum Katrínar miklu. Það sem hún furðar sig mest á var hvernig útlenzkir ferðamenn létu blekkja sig og svo sárnaði henni við ensku kommúnistafor- sprakkana. Þeir sátu á fínasta hótelinu í Moskvu, átu og drukku og töluðu svo á kvöldin um allt þetta fina sem þeim hafði verið sýnt, en að þeim dytti í hug að líta í kringum sig... Það flögraði ekki að þeim, enda hefðu þeir kannski ekki verið alveg eins froðufellandi þegar heim kom. Sannleikurinn var nefnilega sá að 1914 voru kjör almennings miklu betri en 1935. Útlendingum var sagt að brauðið- væri fjórum sinnum dýrara en þeim var ekki sagt að kjötið væri 18 sinnum dýrara. Utley hitti gamla konu sem engar tekjur hafði og fá- tækrastyrkurinn í Rússlandi var enginn. Ég hef það ágætt, sagði sú gamla, tveir synir mínir í Rúss- landi geta ekkert látið mig hafa, en hann sonur minn sem er atvinnulaus í Bandaríkjunum hann bjargar mér á styrknum sínum. Hún gat nefnilega fengið brauð 18 sinnum ódýrara af því hún átti dollara. Óstjórnin á fyrirtækjum var þannig að ekkert gat borið sig. Þýzku kommúnist- arnir komu unnvörpum, allir trúðu þeir á kerfið en svo flýðu margir nasistanna. Þeir komu með kunn- áttu og verksvitið en þegar þeir fundu hvernig sósíalisminn var í framkvæmd þá fóru þeir að spyrja og þá voru þeir teknir úr umferð og kunnáttulausir félagar úr flokknum tóku við og árangurinn lét ekki á sér standa. í finnsk-rússneska stríðinu þeg- ar 1 milljón Rússa var fallin og Stalín skammaði Vorisiloff þá sagði hann bara: Það er búið að drepa alla almennilega liðsfor- ingja. Hér er aftur á móti arðránið ekki meira en það, að mennta- málaráðuneytið og tryggingarnar taka tvo þriðju af öllu sem í ríkiskassann kemur. Að lokum vil ég segja að mig langar til að halda áfrarrt með fræðsluna. Húsmóðir.“ • Um vegamál Ökumaður, sem mikið ekur úti á landi, tjáði sig um vegamálin: — Senn líður að því að vegir taka að verða færir þ.e. án snjóalaga, skriðufalla og fleira þess háttar þótt það sé e.t.v. enn of snemmt að tala um það. En það sem mig langar að fá nokkra umræðu um er almennt um vegamál og fyndist mér fróðlegt að heyra skoðanir þeirra sem mest aka um vegina, langferða- og vöruflutningabílstjóra. Mér finnst nefnilega alltof lítið vera gert af því að tala við þá menn sem einna mest nota vegina, sérfræðingar eru alltaf spurðir álits og látnir- segja hitt og þetta, sem er SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Noregsmeistaramótinu í Bergen í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Helmers, sem hafði hvítt og átti leik, og Ilarestads. 19. IIxeG! — Dxf4? (Skárra var 19.... Hxe6, þó að eftir 20. Df7+ — Kh8, 21. Rxf7 hafi hvítur vinningsstöðu) 20. He8+ og svartur gafst upp. Eftir 20.... Hf8, 21. Df7 mátar hvítur og eftir 20.... Hxe8, 21. Dxe8+ - Hf8, 22. Dxf8+! - Kxf8, 23. Rg6+ vinnur hvítur létt. Hinn tvítugi Knut Joran Helmers frá Osló varð skákmeistari Nor- egs, annað árið í röð. Leif Ögaard varð í öðru sæti. vissulega nauðsynlegt og gott, en hvernig væri að fá viðtal við nokkra slíka sem ég áðan nefndi og bara heyra skoðanir þeirra almennt á því hvernig stjórnun vegamála hefur tekizt til hér á landi á undanförnum árum. Væntanlega hafa þeir eitthvað kynnt sér áætlanir um vegamál og gætu tjáð sig um þær líka. HÖGNI HREKKVÍSI Ekk... með mús hingað. Er ekki mús, hamstur ... MOSAIK HARÐVIÐAR- PARKET Nýborg c§} Byggingamarkadur Ármúla 23 s. 86755 Bifreiöastilling, Smiöjuveg 38, Kópavogi sími 76400 Ljósaskoðun samstundis. Bifreiöastilling, Smiðjuvegi 38, Kópavogi, sími 76400. ÞORSKANET ''í 5 + ■>■ + ' ^ ^ \ * ,<SS Vs „ X ‘ GRÁSLEPPUNET Tryggvagötu 2 Sími:21380 ^■ORÁ^I BAKAÐAR BAUNIR í tómatsósu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.