Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 62. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Liðsauki til SV-Afríku Windhoek, 28. marz. Reuter. LIÐSAUKI lögreglumanna sótti í dag inn í Suðvest- ur-Afríku (Namibíu) til að taka þátt í leitinni að morðingjum hófsama blökkumannaleiðtogans Clemens Kapuuo ættarhöfð- ingja og til þess að stemma stigu við ættflokkaværing- um vegna morðsins. Brezhnev í Síberíuför Moskvu, 28. marz. AP. Reuter. LEONID Brezhnev forseti fór í dag í ferðalag til Síberíu og austustu héraða Sovétríkjanna ásamt landvarnaráðherra sínum, Dmitri Ustinov marskálki. Þar sem landvarnaráðherrann er í fylgd með forsetanum telja sérfræðingar líklegt að þeir muni kynna sér varnir Rússa á kín- versku landamærunum og skoða hernaðarmannvirki. Kínverjar hafa hafnað nýlegri tillögu Rússa um að gefin verði út sameiginleg yfirlýsing þess efnis að sambúð þjóðanna verði komið í eðlilegt horf. Kínverjar kröfðust þess að sovézkt herlið yrði flutt frá landamærunum og Rússar sögðu þá kröfu óaðgengilega. Ættarhöfðinginn var kjör- inn leiðtogi Hererómanna, annars fjölmennasta ætt- flokks landsins og almennt var gert ráð fyrir því að hann yrði forseti Namibíu þegar landið fengi sjálf- stæði. Hann var veginn í gær þegar hann talaði við stuðningsmenn sína í verzlunarhúsi sínu í blökku- mannabænum Katatura í útjaðri Windhoek. I dag var skýrt frá því að lögregluforingi E.K. Johannes, hefði verið myrtur æheimili sínu í norðurhluta landsins. Samkvæmt suður-afrískri útvarpsfrétt myrtu skæruliðar hann. Lögreglan Framhald á hls. 26. Franskir fallhlífahermenn úr friðargæzluliði Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. PLO ákveður að f allast á vopnahlé New York, 28. marz. AP Reuter. KURT Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í dag að Frelsissamtök Palestínu (PLO) hefðu samþykkt að hætta skotbardögum í Suður Líbanon, sex dögum eftir að ísraelska herliðið þar lýsti yfir vopnahléi, en aðalfull- trúi PLO hjá SÞ sagði í viðtali við AP að palestínsk- ir skæruliðar mundu halda áfram að „svara ísraelskum ögrunum“. Aðstoðarmaður Menachems Begins, forsætisráðherra Israels sagði í Jerúsalem í dag að Ezer Weizman landvarnaráðherra mundi bráðlega ræða við egypzka embættismenn þannig að viðræður gætu aftur hafizt milli Israels- manna og Egypta eftir 10 vikna hlé. Talsmaður SÞ sagði að yfir- maður PLO, Yasser Arafat, hefði sagt frá ákvörðun sinni á fundi í Beirút fyrr í dag með yfirmanni friðargæzluliðs SÞ, Emmanuel Erskine hershöfðingja frá Ghana. Arafat hafði áður sagt blaða- mönnum í Beirút að samtök hans mundu gera all-t sem í þeirra valdi stæði til að hjálpa friðargæzlulið- inu að rækja störf sín í Líbanon. Arafat gekk ekki svo langt að Framhald á hls. 26. Deilur um forseta á hafréttarráðstefnu Genf, 28. marz. AP. Reuter. IIAFRÉTTARRÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóðanna kom saman til sjöunda fundar síns á fimm árum í Genf í dag, en vegna ágreinings um val forseta ráð- stefnunnar var gcrt hié á fundin- um og viðræður teknar upp í Carter fer til fjögurra landa Caracas, 28. marz. Reuter AP. CARTER forseti kom í dag til Venezúela í ferð sinni til fjögurra ríkja í Suður-Ameríku og Afríku þar sem hann mun reyna að sýna fram á vaxandi áhuga Bandaríkjanna á framtíð þróunarlandanna. Carter kom á óvart með því að tala reiprennandi á spænsku við komuna. Hann kvað ástæðu til að fagna því að Panama-samnigurinn hefði ver- ið samþykktur og sagði að hann mundi skipta sköpum í sambúð þjóða Vesturheims. Jafnframt hrósaði hann Venezúelamönn- um fyrir að standa vörð um frelsi og mannréttindi. Forsetinn fer meðal annars til Nígeríu og Líberíu og heimsækir þar með blökkumannaríki fyrstur bandarískra forseta. Carter fer einnig til Venezúela og Brasilíu. Þar með lýkur hann við öll þau ríki sem hann ráðgerði upphaflega að fara til í ágúst í fyrra en frestaði vegna umræðna þingsins um orkumálafrumvarp hans. Kona Carters og Amy dóttir þeirra verða með í förinni. Carter mun aðallega ræða olíu- verð, mannréttindi og kynþátta- mál við leiðtoga landanna sem hann heimsækir. í Venezúela er talið að Carter reyni að fá stuðning Carlos Andres Perez forseta við óbreytt olíuverð sem hefur fjórfaldazt síðan 1973. í Lagos mun Carter halda mikil- væga ræðu til að sýna fram á aukinn áhuga Bandaríkjastjórnar á löndum Afríku og deilum þeirra. Franihald á hls. 26. Forsetarnir Jimmy Carter og Carlos Andreas Perez heilsast á flugvellinum í Caracas, höfuðborg Vcnezúela. einrúmi um hvort Hamilton Shirl- ey Amerasinghe frá Sri Lanka skuli endurkosinn. Suður-Ameríkuríki eru andvíg endurkosningu Amerasinghe sem hefur verið forseti ráðstefnunnar frá upphafi en var nýlega leystur frá störfum sendiherra lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum eftir stjórnarskipti. Asíuríki vilja samt að Amerasinghe verði endurkos- inn og njóta stuðnings margra vestrænna ríkja og kommúnista- ríkja samkvæmt heimildum á ráðstefnunni. Heimildirnar herma að tekið geti marga daga að leysa deiluna um val forsetans og störf ráðstefn- unnar geta ekki hafizt fyrir alvöru fyrr en deilan leysist. Gert er ráð fyrir því að hinn nýi fundur ráðstefnunnar muni standa í tvo mánuði óg sérfræð- ingar segja að hann geti verið síðasta tækifærið til þess að tryggcja alþjóðlegan hafréttar- samning. Eftir á að koma í ljós hvort takast megi að leysa ágrein- ing vanþróaðra iðnvæddra rikja á fundinum. Þau eru í aðalatriðum sammála um að alþjóðleg stofnun hafi yfirumsjón með nýtingu náttúruauðlinda á hafsbotni, en iðnaðarríkin vilja takmarka vald- svið hennar. En þótt ráðstefnan hafi staðið i fimm ár hefur enn ekki tekizt að Framhald á hls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.