Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 13 Frá aðalfundi Samvinnubankans: Iimláns<iu kning 48,8% árið 1977 NÝLEGA var haldinn aðalfundur Samvinnubankans. Kom þar m.a. fram að heildarinnlán námu 6.888 milljónum króna í árslok ‘77 en 4.63Ö milljónum árið áður og höfðu því hækkað um 48.8%. Aukning milli áranna 1976 og 1977 var 29.4%. Hjá viðskiptabönkunum í heild varð innláns- aukning á árinu 43.1% og hækkaði því hlutdeild Samvinnubankans í heildarinnstæðum þeirra þar með úr 8.2% í 8.6%. Erlendur Einarsson formaður bankaráðs flutti á fundinum skýrslu um starfsemi bankans og gerði hann m.a. grein fyrir þróun peningamála. Kom þar fram að árið hefði einkennst af miklum sveiflum i efnahagslífi, á fyrri hluta ársins hefðu viðskiptakjör farið batnandi, en á síðari hluta ársins hafi verðbólgan tekið að vaxa hraðar og sé hún ásamt aukningu erlendra skulda helzta áhyggjuefnið í efnahagsmálum. Um framkvæmdir á vegum bankans sagði hann, að nýtt útibú hefði verið opnað í nóvember og því væru þau nú orðin 2 í Reykjavík og 11 úti á landi, auk tveggja umboðsskrifstofa. Starfs- mönnum fjölgaði úr 108 í 114. Einnig gat hann þess að útibúin á Húsavík og Patreksfirði hefðu verið tengd Reiknistofu bankanna og yrði stefnt að því að tengja í framtíðinni öll útibú bankans við hana. Kristleifur Jónsson bankastjóri lagði síðan fram endurskoðaða reikrýnga bankans og skýrði þá. Auk Innlánsaukningarinnar, sem getið er að framan, kom fram að skipting innlána er þannig að spariinnlán voru 77,5%, eða 5.337 m. kr. þar af vaxtaaukainnlán 30.8%, veltiinnlán eða innstæður á tékkareikningum námu 1.551 m. kr. Útlán hækkuðu um 38.8% og skiptist þannig í árslok: víxillán 27.6%, yfirdráttarlán 17.9%, al- menn verðbréfalán 18.8%, vaxta- aukalán 15.1% og afurðalán 20.6%. Þá lánaði stofnlánadeild, sem hefur það hlutverk að lána til uppbyggingar verzlunarreksturs innan samvinnuhreyfingarinnar, samtals 267 m. kr. en árið áður lánaði deildin 65 m. kr. I árslok var innstæða bankans á viðskipta- reikningi við Seðlabankann 345 m. kr. samanborið við 242 m. kr. yfirdráttarskuld í upphafi árs. Lausafjárstaðan batnaði því um 587 m. kr. á árinu 1977.A árinu voru gefin út jöfnunarhlutabréf að upphæð 100 m. kr. og hófst jafnframt síðara hluta ársins nýtt hlutafjárútboð að upphæð 300 m. Sönglög eftir SIGVALDA KALDALÓNS og SELMU KALDALÓNS Söngltona; GUÐRÚN TÖMASDÖTTfR UndirleikUr; ÓLAFUR VIGNIR AI BLRTSSON SEI.MA KALDALÓNS Plötuumslagið prýða myndir af tónskáldunum og flytjendum laganna. Lög Sigvalda og Selmu Kaidalóns á hljómplötu KOMIN we út hijómplata með lögum eftir Sigvalda og Selmu Kaldalóns. Guðrún Tómasdóttir syngur lögin við undirleik Ólafs Vignis Albertssorvar, en Selma Kaldalóns leikur undir söng Guðrúnar við sín lög. Þrjú lög eftir Sigvalda eru á plötunni, sem ekki hafa heyrzt áður, lögin Hrauntöfrar, Sólarlag og Til næturinnar, en alls eru lög Sigvalda á plötunni 10. Selma Kaldalóns á 12 lög á henni. Hljóðritun fór fram hjá Ríkisút- varpinu og er Fálkinn h.f. útgef- andi plötunnar. Dr. Hallgrímur Helgason ritar aftan á plötuumslagið nokkur orð um lög þeirra Selmu og Sigvalda og segir m.a., að tóngáfa sé oft arfgeng og hafi Selma hlotið ríflegan föðurarf. Um Sigvalda segir hann m.a.: „Með fyrstu sönglagaútgáfu sinni árið 1916 nær Sigvaldi strax öruggum hljómgrunni meðal landsbúa. Ein- stætt kvæðalag er nú orðið að undirleiksprýddu einsöngslagi í margbreytilegum ljóðastíl. Söngv- ar Sigvalda fara fljótt sigurför um land allt. Menn finna í þeim hreina söngvagleði, sem stafar af einlæg- um einfaldleik frá sannverðugu innræti". Má rifta kjara- samningum? STJORN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur sampykkt að afla lögfræðilegrar álitsgerðar um Það, hvort riftun kjarasamninga með lögum brjóti ekki í bága við 67 gr. stjórnarskrárinnar. Hefur stjórn- in faliö Guömundi Ingva Sigurðs- syni, hrl., í samstarfi við tilnefnda lögfræðinga annarra samtaka launafólks, athugun á bessu máli. Umrædd grein í stjórnarskránni er svohljóðandi: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta at hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli, og komi full verð fyrir“. Kristleifur Jónsson bankastjóri í ræðustóli á aðalfundi Samvinnubankans. kr. og nam sala þeirra um áramótin 263 m. kr. Eigið fé bankans, þ.e. varasjóður, innborg- að hlutafé ásamt öðrum eiginfjár- reikningum, nam í árslok 496 m. kr. Samþykkt var að greiða hluthöfum 10% arð á allt innborg- að hlutafé og jöfnunarhlutabréf. Endurkjörnir í bankaráð voru Erlendur Einarsson, Hjörtur Hjartar og Vilhjálmur Jónsson og til vara Hallgrímur Sigurðsson, Hjalti Pálsson og Ingólfur Olafs- son. Endurskoðendur voru kjörnir Oskar Jónatansson og Magnús Kristjánsson, en Ásgeir G. Jó- hannesson er skipaður af ráð- herra. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 Philco l________□ og fossandi vatn gera þvottinn mjallhvitan Helztu kostir Philco þvottavéla: # Heitt og kalt vatn inn — sparar tíma og rafmagnskostnað. # Vinduhraði allt að 850 snún/mín — flýtir þurrkun ótrúlega. # 4 hitastig (32/45/60/90 °C) — hentar öllum þvotti. # 2 stillingar fyrir vatnsmagn — orkusparnaður. # Viðurkennt ullarkerfi. # Stór þvottabelgur — þvær betur fulla vél. # 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu — tryggir rétta meðferð alls þvottar. # Stór hurð — auðveldar hleðslu. # 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni. # Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls þvottar. # Nýtt stjórnborð skýrir með tákn- um hvert þvottakerfi. # Þvottakerfum hægt að flýta og breyta á auðveldan hátt. # Fullkomin viðgerðarþjónusta — yðar hagur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.