Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 39 Hermdarverkamennirnir sem nú eru fyrir dómi í Tórínó. Leiðtogi þeirra, vinstri í fremstu röð. Renato Curcio, er lengst til Hóta að myrða félaga í Rauðu herdeildinni NOKKRIR ítalskir glæpa- menn hafa hótað því að myrða félaga í Rauðu her- deildinni, verði Moro ekki sleppt úr haldi fyrir fimmtu- dagskvöld. A sama tíma sögðu lögregluyfirvöld að þau hefðu ekki hugmynd um hvar Aldo Moro væri niður- kominn, en honum var rænt fyrir 11 dögum. í frétt frá ræningjunum á laugardag sagði að Moro hefði verið dreginn fyrir alþýðudómstól og óttast margir að hann verði tekinn af lífi. Á þriðjudag var ítalska dagblað- inu „II Messaggero" send yfirlýs- ing frá nefnd glæpamanna, þar sem sagði, að yrði Moro ekki sleppt úr haldi myndu þeir félagar úr Rauðu herdeildinni, sem nú sitja í fangelsi verða myrtir af samföng- um sínum. Sagði í yfirlýsingunni að glæpamennirnir vildu með þessu sýna stuðning sinn við lýðræði á Italíu í verki. Leitinni að mannræningjunum er nú haldið áfram af fullu kappi og hefur vegatálmunum verið komið fyrir víða í nágrenni Rómar og þyrlur sveima yfir borginni og nágrenni hennar. Dagblöð á Italíu voru yfirleitt heldur svartsýn á endalok alþýðudómstólsins, og mörg þeirra sögðu berum orðum að líklegast væri að Moro yrði tekinn af lífi. Á laugardag lét Rauða herdeild- in, sem rændi Moro, frá sér fara yfirlýsingu þar sem sagði að Moro yrði dæmdur fyrir afskipti sin af stjórnmálum, en Moro hefur und- anfarin 30 ár verið einn áhrifa; mesti stjórnmálamaður Ítalíu. I yfirlýsingunni var ekki minnst á hvenær hann yrði látinn laus né heldur krafist lausnargjalds fyrir hann. Athygli vakti að ekki var heldur farið fram á að þeir félagar í Rauðu herdeildinni, sem nú eru fyrir dómi í Tórínó, yrðu látnir lausir. Rauða herdeildin sagði að ákveðið hefði verið að ræna Aldo Moro, vegna þess að hann hefði átt mestan hlut í því að koma í veg Aldo Moro stígur út úr sömu ■ bifreiðinni og hann var í þegar honum var rænt. Við mannránið á Moro létu fimm lífverðir hans iífið. en Rauða herdeildin lýsti síðan ráninu á hendur sér. fyrir að kommúnistar komust til valda á Ítalíu. Að sögn lögreglu var það einnig Rauða herdeildin sem stóð fyrir ráninu á Piero Costa skipaeiganda sem rænt var í Genúa í janúar 1977. Fyrir hann voru greiddar 406 milljónir íslenskra króna í lausn- argjald. Lausnargjaldinu var síðan varið til að reka Rauðu herdeild- ina, og mun féð hafa dugað út það ár. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hverjir sex mann- ræningja Moros voru, en um hinn sjöunda er enn lítið vitað. Mann- ræningjarnir eru allir taldir vera á aldrinum 25 til 32 ára. Vitni segja að skömmu eftir að ránið á Moro var framið hafi hvítur sendiferðabíll ekið á fullri ferð um götur Rómar með vælandi sírenu skammt frá ránsstaðnum. Töldu vitni að þarna hefði aðeins verið um sjúkrabíl að ræða, en lögregla telur að þar hafi mann- ræningjarnir verið á ferð. Fyrr hafði verið talið að Moro hefði verið ekið í blárri fólksbifreið frá ránsstaðnum. Á fimmtudag varGiovanni Picco, fyrrverandi borgarstjóra í Tóríno, særður í skotárás, óg lýsti Rauða herdeildin ábyrgðina á hendur sér. Sagði í yfirlýsingunni frá herrndarverkamönnunum að ætlun þeirra væri að koma öllum helztu forystumönnum kristilegra demókrata fyrir kattarnef, en Picco var einn helzti leiðtogi kristilegra demókrata í Tórínó. Empain látinn laus París, 28. marz. AP-Reuter IÐNJÖFURINN Baron Edouard Jean Empain var á sunnudagskvöldið látinn laus úr haldi en mannræn- ingjar höfðu þá haft hann í haldi í 62 daga. Empain var látinn laus án lausnargjalds. Ákaft er nú lejtað ákveðinna manna sem taldir eru til- heyra þeim hópi hryðju- verkamanna sem rændi Empain. Á föstudagskvöld handtók lög- regla mann nokkurn, Alain Caillol, sem talinn er vera foringi hópsins. Caillol var handtekinn í kjölfar skotbardaga sem upphófst er lögreglan þóttist koma lausnar- gjaldi Empains fyrir á umbeðnum stað. Empain var látinn laus í kjölfar samtals Caillol við félaga sína. Lögreglan telur Caillol hafa hringt í bróður sinn og er hans nú ákaft leitað. Telur lögregla þá bræður veita hryðjuverkahópnum forstöðu. Edouard-Jean Empain þjáðist Pierre Ottavioli lögreglustjóri sem stjórnaði leitinni að Empain baróni. (Lögreglustjórinn er að sýna hvaða fingur var skorinn af baróninum). Vopnuð átök öryggissveita og innrásarherja í Ródesíu Salisbury, 28. marz. AP-Reuter. ÖRYGGISSVEITIR svartra manna og hvítra í Ródesíu spyrntu í dag fótum við öflugri innrás svartra skæru- liða í landið. Er innrásin sögð sú skæðasta í fimm ár. Engar opinberar yfirlýsingar hafa verið gefnar um gang innrás- arinnar og átökin við skæru- liða. Skæruliðar þjóðernisfylk- ingar Ródesíu réðust inn í landið frá Mosambique í lok síðustu viku, að sögn heim- ilda. Með aðstoð flugsveita tókst hersveitum Ródesíu að stöðva upphaflegu sóknina inn í landið og herma heim- ildir að skæruliðar hafi beðið mikið mannfall. Náðu þeir sums staðar allt að 60 km inn í Ródesíu. Hernaðaryfirvöld í Salisbury staðfestu í dag að öryggissveitir landsins hefðu í tæpa viku tekist á við innrásarsveitir meðfram Þetta gerðist 1973 — Síðustu banda- rísku hermennirnir fara frá Víetnam og lýkur þar með beinni hernað- aríhlutun Bandaríkja- manna í landinu. 1971 — Bandaríski liösforinginn William Calley yngri er fundinn sekur um ntorðið í My Lai. 1970 — Um 1.000 ntanns farast í ntiklum jarð- skjálfta í Vestur Tyrk- landi. 1907 — Frakkar hleypa af stokkunum fyrsta kjarnorkukafbát sínum. 1951 — Bandaríkja- ntenn ljúka við santn- ingu friðarsamningsins við Japani. 1910 — Nýja stjórnar- skrá er -samþykkt á Gullströndinni, og land- ið verður þar með fyrsta brezka nýlendan þar sem meirihlutastjórn blökkuntanna ræður ríkj um. 1801 — Bretar eftirláta Grikkjum Iónu-eyjar. 1807 — Bretar lýsa því yfir að Kanada sé sant- veldisríki. 3 landamærum Ródesíu og Mosam- bique. Segja hernaðaryfirvöldin mótspyrnuna til að koma í veg fyrir meiri háttar innrás skæru- liða í landið. Ætlun skæruliða- herjanna er samkvæmt heimildum að gera að engu samkomulagið frá 3. marz um hlutdeild svartra í stjórnun Ródesíu. Pólitískar heimildir skýrðu frá því í dag að líkur væru á að ráðherranefnd Ródesíu, sem er í raun ný ríkisstjórn, skipuð Ian Smith og blökkumönnunum Muzorewa biskup, Sithole presti og Jermiah Chirau dómara, yrði formlega tilkynnt á morgun. Þess- ir fjórir skipa nú bráðabirgða- stjórn sem tilkynnt var fyrir um viku síðan. 1801 — Hald er lagt á brezk skip í dönskum höfnum — danskir herir ná Hamborg á sitt vald, og hyggjast einnig ná völdum yfir ánni Sax- elfi. — Bretar taka danskar og sænskar eyj- ar í Vestur-Indíum. 1792 — Gustav III, Svíakonungur, er myrt- I dag eiga afmælh Nicholoas Jean Soult, franskur hermaður (1769 - 1851), Pearl Baileym bandariskur skemmtikraftur (1918 — ...) og William Walton lávarður, brezkt tón- skáld (1902 - ... ) Hugleiðing dagsins. „Við hugsum í samræmi við náttúruna, við tölum samkvæmt settum regl- um og viö högum okkur eins og heföir mæla fyrir“, Franeis Bacon, enskur rithö.fundur (1561 - 1626). Enn fellur dollarinn London 28. marz. AP. BANDARÍSKI dollarinn féll enn í verði gagnvart evrópskum gjald- miðlum og gull hækkaði um þrjá dollara únsan á gjaldeyrismörkuö- um í dag. Fall dollarsins sýnir að þrátt fyrir tilraunir Carters Bandaríkjaforseta til að bæta stöðu dollarsins er traust manna á dollarnum ekki mikið þessa dagana. Verðhækkunin á gulli á rætur að rekja til þeirrar miklu óvissu sem ríkir á gjaldeyrismörkuð- um Evrópu. Baron Edouard-Jean Empain talsvert í höndum ræningja sinna og aðbúð hans var slæm. Var hann í böndum og hlekkjum allan tímann og geymdur í tjaldi þannig að hann sá mennina aldrei. Nokkrum sinnumyar skipt um felustað í þá 62 daga sem Émpain var í haldi. Skömmu eftir að honum var rænt skáru ræningjar hluta1 af fingri á Empain og sendu fjöl- skyldu hans. Hlaut Empain enga læknismeðferð vegna þessa. Hjá mannræningjunum þjáðist hann einnig af kvefi, en ekkert var hirt um það. Loks þjáðist Empain af vannæringu því ræningjarnir gáfu honum lítið að borða. í dag var Ernpain fluttur á sjúkrahús til rannsóknar og nauð- synlegrar meðferðar. OPEC fundi frestad Vínarborg, 28. marz. Reuter. OLÍURÁÐHERRAR OPEC- ríkja ákváðu í dag að fresta fyrirhuguðum fundi sínum í Vínarborg frá 3. apríl til 4. maí. Talsmaður OPEC vildi ekki gefa upp í dag ástæðurnar fyrir frestun- inni, en sagði að ráðherrarn- ir þyrftu meiri tíma til að skoða ýmsar hliðar mála sem ræða átti á fundinum. Fundur olíuráðherranna í Vínarborg mun ræða um fjárhags- legt tjón sem ríki bandalagsins hafa orðið fyrir vegna þverrandi verðlags á Bandaríkjadollar. Líkur eru og taldar á að sum ríki bandalagsins krefjist þess á fundinum að verðbindingu á olíu verði hætt. Veður víða um heim Amsterdam 10 skýjaó Apena 14 rignrng Berlín 15 skýjað Bru—ssel 10 rigning Chicago 8 skýjað Frankfurt 7 rigning Genf 10 sólskin Helsinki 4 skýjað Jóh.b. 23 sóiskin Kaup.m.h. 7 sólskin Lissabon 22 sólskin London 12 rigning Los Angeles 23 skýjað Madrid 23 sólskin Malaga 24 sóiskin Miami 25 skýjaö Moskva 4 skýjað New York 11 skýjaö Ostó 5 sólskin Palma, M. 20 sólskin Paris 14 sólskin Róm 11 sólskin Stokkh. 5 sjtýiad Tel Aviv 19 bjart Tokyo 13 rigning Vancouver 12 bjart Vín 11 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.