Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 40
rU'íJLVsiMíASÍMl\N ER:
22480
Plírflimblntiií
jirfmuMaMI*
MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978
3 nauðgunar-
mál í rannsókn
KR-ingar
meistarar
Fögnuður KR-inKa var innilegur eins og sjá má á þessari mynd
er þeir höfðu laKt Njarðvíkinga að velli í úrslitaleik
ísiandsmótsins í körfuknattleik í gærkveldi. Áhorfendur voru um
1700. sem er mesta aðsókn að leik milli tveggja íslenskra
félaKsliða í körfuknattleik. Lokatölur urðu 96—86 KR-ingum í
vil eftir að staðan var 45—41 í hálfleik. Sjá nánar á síðu 19.
2 piltar frá Neskaup-
stað fórust í snjóflóði
Ætluðu að ganga yfir til Mjóafjarðar
TVEIR piltar frá Neskaupstað
fórust í snjóflóði á páskadag,
þegar þeir ætluðu að ganRa yfir
Gunnólfsskarð upp af Þrastar-
lundi í Norðfjarðarsveit yfir í
Mjóafjörð. að Reykjum. Piltarnir
hétu Hólmsteinn Þórarinsson.
Hlómsturvölium 8. Neskaupstað.
fæddur 23. maí 1960 ok Sævar
Ásgeirsson IIlíðarKötu 4. íæddur
1. desemher 1959.
Þeir Sævar og Hólmsteinn lögðu
upp frá Þrastarlundi í gönguna um
kl. 14 á páskadag og voru þeir vel
búnir, enda báðir vanir fjallgöngu-
menn og höfðu fjallaklifur sem
íþrótt m.a. Ætluðu þeir að hringja
Tjald
leysi
í reiði-
||við
Rjúkanda
Ólafsvík. 2R. marz.
FOLK sem dvaldi að Fróðá nú
um páskana kom að mannlausu
tjaldi inni á Seljadal við
svonefndan Rjúkanda á páska-
dag. Augljóst var að tjaldið
hafði verið mannlaust í nokk-
urn tíma, en í því var viðlegu-
búnaður og m.a. ísaxir. Var
óttazt að eitthvað hefði farið
úrskeiðis hjá fjallgöngumönn-
um og lögreglunni í Ólafsvík
var því gert viðvart. Fóru
lögreglumenn við þriðja mann
fótgangandi þessa þriggja kíló-
metra ieið að tjaldinu. Var það
enn mannlaust. Fannst þar bók
með erlendu nafni. Við eftir-
grennslan kom í ljós að fyrir
einni til tveimur vikum höfðu
tveir Varnarliðsmenn verið hér
á ferð í einhvers konar fjall-
gönguhugleiðingum en yfirgef-
ið tjaldið og haldið til byggða
og burtu án þess að segja til
tjaldsins, en það hefði getað
sparað mönnum þetta erfiði. -
llrllá
og láta vita af ferðum sínum er
þeir kæmu að Reykjum í Mjóa-
firði. Um kl. 20 á páskadagskvöld
hafði ekkert spurst til ferða þeirra
félaga. Var þá haft samband við
Reyki og þegar í ljós kom að þar
hafði enginn orðið þeirra var, voru
fengnir menn úr björgunarsveit
SVFÍ í Neskaupstað til leitar.
Héldu mennirnir upp frá Þrast-
arlundi um kl. 21 um kvöldið og
um hríð héldu þeir slóð þeirra
Sævars og Hólmsteins, en að því
kom að þeir misstu af slóðinni
sökum skafrennings og slæms
skyggnis. Tóku leitarmennirnir til
ráðs að halda venjulegri gönguleið
upp í klettabelti sem er fyrir
neðan stóran flága niður af
skarðinu. Þegar í klettabeltið kom,
urðu leitarmennirnir að snúa við,
sökum mikilla svellalaga í klettun-
um og voru þeir lengi að fikra sig
niður. Á niðurleiðinni sjá þeir
hvar snjór hefur hlaupið fram
neðan við klettabeltið, en það
höfðu þeir ekki séð. á leiðinni upp.
Fóru þeir rakleiðis út í Neskaup-
stað og var öll björgunarsveitin
ræst út, en þegar hér var komið
var klukkan á milli 2 og 3. Á
svipuðum tíma voru sendir nokkr-
ir björgunarsveitarmenn til leitar
ásamt fólki frá Reykjum, ef
piitarnir skyldu vera í Reykjadal,
sem liggur niður af skarðinu
Mjóafjarðarmegin. Var snjóbíllinn
í Neskaupstað notaður til að ferja
leitarmenn upp í fjallið og notuðu
þeir plaststangir við leitina.
Eftir því sem leið á nóttina kom
Aflahrota í Eyjum
MOKAFLI var hjá trollbátum í
Eyjum í gær og var mestur hluti
afians ýsa, en einnig var talsvert
af ufsa. Þá komu netabátar inn
með 30 tonn af ufsa. Flestir
netabátar í Eyjum lögðu aftur
netin í gær eftir þroskveiðibannið
og var veiðilegt á miðunum í kring
um Eyjar því lóðningar voru
góðar.
æ fleira fólk til leitar í snjóflóðinu,
t.d. kölluðu skipstjórar Norðfjarð-
Framhald á bls. 26.
TVÆR nauðganir voru kærðar til
Rannsóknarlögreglu ríkisins yfir
páskana og eru bæði málin í
rannsókn. Hefur maður á fertugs-
aldri verið úrskurðaður í allt að
11 daga gæzluvarðhald vegna
rannsóknar annars málsins.
Á skírdag kærði kona á fimmt-
ugsaldri mann á svipuðum aldri
fyrir nauðgun. Maðurinn hefur
algerlega neitað sakargiftum við
Þrekaður
og kaldur á
Fróðárheiði
Olaísvík. 28. marz.
IIÉR hefur verið leiðindaveður
síðan á fiistudag. hvöss norð-
austanátt en lítil úrkoma. í dag
er beljandi stormur ok ekket lát
á. Ilátar hafa ekki komizt út til
að lcKKÍa netin eftir veiðibannið
ok óvíst að þeir Keti laKt á
morKun, miðvikudag. því að
netatrossurnar eru erfiður farm-
ur ef sjóiaK er sla-mt.
Togarinn Lárus Sveinsson lét úr
höfn fyrir hádegið, en búast má
við að hann þurfi að liggja í vari
vegna veðurs. Fróðárheiði er ófær
þó ekki sé þar mikill snjór, en ekki
þýðir að opna hana vegna skaf-
rennings. Flokkur manna fór á
heiðina í morgun til að aðstoða
mann sem hafði verið tepptur í bíl
sínum í sólarhring. Var maðurinn
orðinn ískaldur og þrekaður því
vél bílsins hélzt ekki í gangi.
— Ilolgi.
yfirheyrslur en ekki hefur reynzt
nauðsyn á því í þágu rannsójtnar
málsins að hreppa hann í gæzlu-
varðhald. Málið er áfram í hönd-
um Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Að morgni föstudagsins langa
kærði 18 ára gömul stúlka mann
á fertugsaldri fyrir nauðgun.
Kvaðst hún þá um nóttina hafa
verið á gangi á Hringbraut í
Reykjavík þegar maður á bíl
stöðvaði hjá henni og bauð henni
far heim til hennar. Stúlkan þáði
bílferðina en að hennar sögn
keyrði maðurinn rakleitt á afvik-
inn stað vesturí bæ, þar sem hann
kom fram vilja sínum gagnvart
henni. Þegar stúlkan losnaði úr
klóm mannsins kærði hún atburð-
inn til lögreglunnar. Hún hafði
lagt á minnið númerið á bíl
mannsins og var hann fljótlega
handtekinn og úrskurðaður í
gæzluvarðhald.
Svo sem fram kom í Mbl. kærði
17 ára stúlka 3 pilta fyrir nauðgun
helgina á undan. Þeir voru úr-
skurðaðir í gæzluvarðhald og sitja
ennþá inni. Hafa tveir þeirra
viðurkennt að hafa nauðgað stúlk-
unni en sá þriðji hefur neitað
sakargiftum tii þessa.
Það gáfust góðar stundir á Skíða-
landsmótinu um páskahátíðina og
fólk naut sólarinnar í ríkum mæli
þegar hún gaf sig. Fólk fjölmennti á
skíðastaðina í nágrenni Reykjavíkur,
en nánar segir frá Skíðalandsmótinu
í íþróttafrásögnum blaðsins í dag.
Skíðakonan á myndinni var ekkert að
þessu tuði lengur og tyllti sér um
stund í Bláfjöllunum.
I.júsnivml Friöþjófur
Verða ákveðin
skæruverkföll ?
10-MANNA nefnd ASÍ mun koma
saman til fundar í dag klukkan
16. en á föstudag verður nefndar-
fundur með fulltrúum VSÍ ok
VMSS um leiðir til þess að auka
kaupmátt launa. Samkvæmt upp-
lýsinKum. sem MorKunblaðið hef-
ur aflað sér, munu líkur á að
stefnan í aðKerðum eftir 1. apríl
verði mótuð á fundinum í daK að
einhverju leyti. Til þessa hafa
ýmsar tillÖKur verið uppi um
aðKerðir, en engar ákvarðanir
verið teknar.
Á síðasta sameiginlegum fundi
með fulltrúum vinnuveitenda,
settu fulltrúar launþega fram
nokkrar hugmyndir um ígildi
samninga, sem vinnuveitendur
ákváðu að ræða saman í sinn hóp
fyrir fundinn á föstudag. Fulltrúar
ASI féllust og á að ræða nokkrar
hugmyndir í sinn hóp.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um aðgerðir eftir 1. apríl
eins og áður segir, en þann dag
verða samningar úr gildi fallnir.
Ymsar hugmyndir um aðgerðir
hafa verið á lofti, svo sem eins og
bann á afskipun útflutningsaf-
urða. Þá hefur og verið rætt um
ýmsar skærur — ef svo má að orði
komast, þ.e. að taka út einstaka
þætti atvinnurekstrarins og
stöðva hann. Hafa menn í .þeim
efnum rætt t.d. að taka fyrir stóru
verksmiðjurnar og stöðva rekstur
þeirra. Slík verkföll yrðu þá boðuð
með viku fyrirvara svo sem lög
gera ráð fyrir. Menn munu hins
vegar ekki hafa rætt að neinni
alvöru um yfirvinnubann, en til
þess var gripið við síðustu kjara-
deilu. Telja menn að ef til slíks
yrði gripið myndi það koma niður
á sömu launþegunum. Þá mun
allsherjarverkfall ekki eiga hljóm-
grunn meðal forystumanna laun-
þegasamtakanna.