Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 Frambjóðendur sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Ljósmynd Mbl.i RAX. Von á niðurstöðum um þorskveiðibannið 4 Vestmannaeyjabátar hafa verið kærðir „1>AÐ er í raun allt of snemmt að gefa upp um það hvort þorsk- veiðihann tókst." sajjði I'órður Ásjfeirsson. skrifstofustjóri í sjávarútveK.sráðuneytinu í K‘ær, en eftir er að kanna samsetningu þess afla. sem fiskiskip komu með að landi þessa daga, en Landhelg- isxa'zlan skráði öll þau skip, sem voru að veiðum hanndaKana. en framleiðslueftirlit sjávarafurða fylKÍst síðan með samsetninKU aflans ok hafa skýrslur frá þvf enn ekki horizt. Samkvæmt rcKlu- Kerð sjávarútveKsráðuneytisins mátti þorskur ekki fara fram úr 15% af heildarafla úr hvcrri veiðiferð frá hádcKÍ 21. marz til hádeKÍs 28. marz. Þórður Ásgeirsson kvað mis- munandi eftir tegund veiðarfæra, hve margir voru að veiðum um- rædda banndaga. Fyrsta daginn voru um 40 bátar alls, þar af um 10 togveiðibátar. Aðrir voru neta- bátar, en vegna veðurs gekk þeim fremur illa að ná upp netunum fyrir gildistöku bannsins. Þórður kvað afla hafa verið landað um land allt þessa daga, en fram- leiðslueftirlit sjávarafurða myndi kanna samsetningu aflans. Hafa enn ekki borizt skýrslur frá þessum aðilum og því er ekki komin fram nein beildarmynd af því hvernig þorskveiðibannið hef- ur tekizt. Þórður Ásgeirsson kvað báta hafa átt í erfiðleikum með að ná upp netunum hinn 21. marz og kvað hann suma hafa lent öfugu megin við hádegið við það. Hann kvað ráðuneytið myndu taka tillit til slíkra erfiðleika, svo lengi sem þeir gætu talizt eðlilegir. Netabát- ar voru mest á sjó fyrsta daginn og hurfu þeir meira eða minna af sjónarsviðinu hina dagana. I gær reru netabátar eftir að þorskveiði- banninu lauk og kvað Þórður verða mjög vel fylgzt með afla þeirra bæði í dag og á morgun og ef þorskur er mjög gamall, mun ráðuneytið gera viðeigandi ráð- stafanir. Landhelgisgæzlan kærði fjóra Vestmannaeyjabáta, sem komu að landi með afla, sem talinn er vera á bilinu um þriðjungur og allt upp í tæplega 50% þorskur. Málið var tekið fyrir á annan í páskum hjá bæjarfógetaembættinu í Eyjum. Júlíus B. Georgsson, fulltrúi við bæjarfógetaembættið, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að á laugar- dagskvöldið hefði Landhelgisgæzl- an farið um borð í eina 5 báta á miðunum við Eyjar til þess að athuga aflasamsetningu hjá þeim. Eóru bátarnir síðan inn, en klukkan 09 á páskadagsmorgun kom varðskipið inn í Vestmanna- eyjahöfn. F’óru varðskipsmenn síðan í lestar togbátanna og hafði þá einn þegar landað öllum aflanum, en annar hluta aflans. Þrír höfðu engu landað. Um kvöldið á páskadag sendu síðan skipherra varðskipsins kæru til embættisins, sem var síðan tekin fyrir á annan í páskum. Voru þar Framhald á bls. 27 Nokkrir Vostmannaeyjahótar hafa fonKÍÖ mikinn ufsaafla aA undanförnu ok m.a. kom oinn Eyjahátur. I)ala-Kafn moö 65 tonn af stórufsa fyrir hátíöina oins o« sa«t var írá í MorKunhlaóinu. Flostir Eyjahátar tóku upp not sin moóan þroskvoióihannió stóó vfir. on hins vegar hóldu þoir áfram voióum som lontu í ufsanum. því loyíiloKt var að voióa hann. Ljósmyndina tók SÍKurKoir í Eyjum af strákunum á I)ala-Rafni aó landa ufsanum. Vonzkuveðiir á Ströndum llólmavík. 2S. marz. VONZKUVEÐUR hefur verið hér allt frá því á skírdag, sífelldur blossi að segja má, og allar leiðir ófærar meira og minna, bæði í lofti og á landi. Á Gjögri mun það slys hafa orðið að maður fótbrotn- aði nú um hátíðarnar er klaka- spöng féll ofan á hann, þar sem hann var að vitja um reka. - Fróttaritari. Geir Zöega ferðaskrif- stofuforstjóri látinn GEIR Zoega. forstjóri og ferða- málafrömuður. andaðist i sjúkra- húsi í Reykjavík sl. laugardag á 82. aldursári. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Geir fæddist í Reykjavík, sonur Helga Zoéga kaupmanns og konu hans Geirþrúður Clausen úr Stykkíshólmi. Strax í barnæsku hóf Geir störf við móttöku er- lendra ferðamanna hér á landi sem faðir hans hafði með höndum. Hann stundaði einnig nám í Verzlunarskólanum en við fráfall föður síns árið 1916 tók hann við rekstri verzlunar hans, sem var til húsa í Aðalstræti 10 en Silli & Valdi keyptu síðar. Geir varð þá hins vegar umboðsmaður fyrir franska og spænska togara og í framhaldi af því tók hann að verzla með kol í Reykjavík. Jafnframt kolaverzluninni hafði Zoéga umboð fyrir Thomas Cook á íslandi, og er lögin um rekstur ferðaskrifstofa voru sett, fékk Geir Zoéga leyfi nr. 1 og stofnsetti Ferðaskrifstofu Zöega, sem hann starfrækti allt til dauðadags en fýrir liðlega ári var hún sameinuð Urvali og starfaði Geir Zoéga þá þar. Um tíma stundaði Geir Zoéga einnig togaraútgerð og gerði þá út ásamt fleirum togarann Helgafell. Hann var einnig starfsmaður Landssamband ísl. útvegsmanna í Bretlandi um tíma og bjó þá í nokkur ár erlendis og einnig var hann umboðsmaður fyrir brezka herflutningsráðuneytið á stríðsár- unum. Síðustu árin hafði Geir Zoéga áhuga á að koma hér upp fyrsta flokks hóteli og vann að framgangi þess máls bæði hér heima fyrir og erlendis. Eftirlifandi kona Geirs Zoéga er Anna Zoéga. Prófkjör sjálfstæðismanna í Hafnarfirði; 36 í framboði vegna bæjarstjómarkosnmga PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Hafnarfirði vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga fer fram dagana 13.. 14. og 15. apríl n.k.. en utankjörstaðaatkva“ðagreiðsla vcrður 8. og 10. apríl í Sjálfstæð- ishúsinu við Strandgötu. 36 kon- ur og karlar eru í framboði í prófkjörinu. Allt sjálfstæðisfólk í Hafnarfirði og annað stuðnings- fólk sem hefur kosningarétt getur tekið þátt í prófkjörinu og cinnig félagar í Stefni sem náð hafa 16 ára aldri fyrir prófkjörs- Fimmtug kona brann inni ÁSTRÍÐUR Hansdóttir, fimmtug kona, brann inni á bænum Ljárskógum skammt frá Búðardal snemma á páska- dagsmorgun. Fólk á bænum Hólum í Hvammssveit varð eldsins vart og tilkynnti voðann til Búðardals. Slökkvilið staðarins brá skjótt við, en þegar það kom að Ljárskógum var húsið brunnið til kaldra kola. Rannsóknarlögreglumenn fóru á staðinn til þess að kanna hvar eldsupptök hefðu verið, en þeir höfðu ekki lokið störfum í gær. Svefnherbergi Ástríðar var á annarri hæð hússins. dag. Þá geta sjúkir greitt atkvæði þar sem þeir eru. Á prófkjörslista skulu vera tvær auðar línur, og prófkjörskjósanda heimilt að rita nöfn og heimilis- fang tveggja fnanna, sem ekki eru á prófkjörslistanum. Kosning fer þannig fram, að kjósandi kýs ákveðinn mann í ákveðið aðalsæti framboðslistans. Skal þetta gert með því að setja tölustafi framan við nöfn þeirra manna á prófkjörseðlinum* og tölusetja í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi framboðslistann. Prófkjörseðill er ekki gildur nema merkt sé við minnst 7 menn og mest 11. Talningu skal haga þannig, að fram komi, hverjir hafa fengið atkvæði í hvert einstakt sæti og hve mörg. Að talningu lokinni hlýtur sá maður efsta sæti í prófkjörinu, sem flest atkvæði fær í það sæti. Annað sæti hlýtur sá, sem ekki hefir hlotið efsta sæti, en hefir flest atkvæð, þegar saman eru lögð atkvæði hans í 1. og 2. sæti. Þriðja sæti hlýtur sá, sem ekki hefir hlotið 1. eða 2. sæti, en hefir flest atkvæði, þegar saman eru lögð atkvæði hans í 1., 2. og 3. sæti. Síðan hljóta menn önnur sæti í prófkjörinu með sama hætti. Ef þátttaka í prófkjörinu nemur 50% af kjörfylgi flokksins við síðustu bæjarstjórnarkosningar, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsins um skipan framboðslistans þannig, að í jafn- Framhald á bls. 27 Bræla á loðnumið- imum og engin veiði BRÆLA heíur verið á loðnumið- unum út af Ingólfshöfða síðustu daKa ok hefur engin loðnuveiði verið síðan á skírdag. Er það mat kunnugra manna, að sögn Andrésar Finnhogasonar hjá loðnunefnd. að vart sé að búast við umtalsverðri loðnuveiði úr þessu. A miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku tilkynntu eftirtaldir bátar afla til Loðnunefndar auk þeirra, sem áður hefur verið getið í Mbl.: Sigurbergur 80, Vonin 120, Skarðsvík 220, Dagfari 160, Freyja 70, Bjarnarey 70, Náttfari 120, Breki 450, Gjafar 30, Gunnar Jónsson 120, Ljósfari 110, Guð- mundur 550, Heimaey 120, Skírnir 130, Helga Guðmundsdóttir 30, Magnús 100, Víkingur 140, Bjarni Ólafsson 100, Faxi 30, Ársæll 450, Gullberg 580, Loftur Baldvinsson 320, Sæbjörg 580, Þórkatla 240 og Börkur 800 lestir. Vithjálmur Vilhjátms- son, söngvari og flug- maður, ferst í bílslgsi DÆGURLAGASÖNGVARINN kunni. Vilhjálmur Vilhjálm{!son. beið hana í bifreiðaslysi rétt við Luxemborg í fyrrinótt. Vilhjálmur starfaði sem flug- maður hjá Arnarflugi um þessar mundir, en vegna óhappsins er flugvél Arnarflugs varð fyrir í Bretlandi, var Vilhjálmur fenginn til að fara til Luxemborgar til að aðstoða farþega þar sem urðu að fara um Luxemborg af þessum ástæðum. Vilhjálmur var öllum hnútum kunnugur í Luxemborg, því að hann hafði starfað þar í 5 ár. Vilhjálmur var á bílaleigiibíl og staddur á þjóðveginum skammt frá flugvellinum í Luxemborg eða þar sem heitir Sandweiler þegar slysið varð. Að sögn fréttaritara Mbl. í Luxemborg, Ottós G. Jörgensens, virðist svo sem Vil- hjálmur hafi verið að reyna að koma í veg fyrir árekstur við stóran vöruflutningabíl en misst við það stjórn á bíl sínum, sem rakst á ljósastaur og fór síðan út af veginum. Vilhjálmur mun hafa látist samstundis. Ökuskilyrði voru mjög óhagstæð er þetta gerðist, rigning og þoka og vegur- inn háll, en staðurinn sem slysið varð á einnig mjög hættulegur, því að þetta er 2 eða 3ja slysið sem þarna verður á um vikutíma. Vilhjálmur lætur eftir sig konu og ungbarn og tvö eldri börn. Hann var 32ja ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.