Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 t Maðurinn minn GUÐMUNDUR INGVAR ÁGÚSTSSON, kaupmaöur, Rauöagerói 52 andaðist laugardaginn 25. marz. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Guöfínna Ólafadóttir. t Bróöir minn ARTHÚR H. ÍSAKSSON, bifreiðarttjóri, Laugateíg 6, lézt í Borgarspítalanum, föstudaginn langa. Lilly Kristjénaaon. t Eiginkona mín og móöir okkar SIGRÍDUR ÓLAFSDÓTTIR Byrkilundi vió Vatnsveítuveg andaöist laugardaginn 25. marz í Landakotsspítala. Páll Melsteó Ólafsson Hulda Guómundsdóttír Svavar Guðni Svavarsson. t Faöír okkar, fósturfaöir og tengdafaöir. EIRIKUR INGIMUNDARSON, Innri-Njarövík lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 27. marz 1978. Helga Honae, William Honae, Svanfriöur Williama Ronald Williama, Ingimundur Eiríkaaon Guóný Þorsteinadóttir, Sveinn Eiríkaaon Sigrún Siguröardóttir, Astvaldur Eiríkaaon Katla M. Olafadóttir, Gunnbjörn S. Gunnaraaon Elínborg Friörikadóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi GEIR H. ZOÉGA forstjóri Kleifarvegí 8, R. andaöist á Borgarspítalanum að kvöldi laugardagsins 25. marz. Anna Zoóga Tómas og Jóhanna ZoAga og börn. t Móöir okkar og tengdamóöir BRYNHILDUR AXFJÖRD Hafnarstrœti 81A Akureyri andaðist 25. marz. Guórún Siguröardóttir, Sigfús Axfjörö Snorrason Steinunn Snorradóttir, Bragi Kristjánsson. Eiginkona mín t JÓRUNN TYNES Drápuhlíö 6 ancjgöist aö heimili sinu aö morgni skirdags. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Jón Sigtryggaaon. t Móöir okkar GERDUR EDEL HARALDSDÓTTIR, Skúlagötu 52, lést á Borgarspítalanum 14. marz s.l. Jarðarförin hefur fariö fram. Þorsteinn Einarsson Hrefna Einarsdóttir. t Konan mín LOVÍSA GUDMUNDSDÓTTIR, lést í Landspftalanum 24. marz. Tryggvi Gunnarason, Grjóta, Garöahverfi. María Jónsdóttir ísafirði—Kveðja Þefjar ég nú hugsa til frænku minnar, Maríu Jónsdóttur frá Kirkjubæ, rifjast fyrst upp fyrir mér hinar elskulegu stundjr, sem ég átti hjá henni nokkrum sinnum. Ég átti þaö stundum til heimkom- inn að senda henni línu og þess vegna vil ég núna sendi henni hinstu kveðju í sama stíl. Mér er alltaf í minni, hvað ég hlakkaði til í hvert skipti, er ég átti kost á að koma til hennar. Þó barði ég í fyrsta sinn að hennar dyrum svo gerókunnugur, að hún hafði ekki hugmynd um, hver þar stóð, en var fljót að kannast við ættarmótið, þegar ég hafði kynnt mig. Fannst mér þá á samri stundu ég sjá hana eins og gamalkunnan ættingja minn, og sem þá konu, sem hafði lifað í veröld gerólíkri þeirri, sem ég hafði kynnst og kynni að segja mér óteljandi furðusögur. Þótt kynni okkar yrðu aldrei mikil eða löng, þá urðu þau mér sérlega minnisstæð og í rauninni leit ég á hana eins og þriðju ömmu mína, og hún átti líka heima í sannkölluðu ömmuhúsi. Ég sé fyrir mér litla húsið í Tangagötunni, tveggja hæða með þröngum marrandi stiga, sem tengdi þær saman. Stofan full af stærstu blómum, sem ég hafði séð, á veggjum máðar myndir af fólki, ættingjum og vinum frá löngu liðinni tíð, og á kommóðu kannski líka myndir af prúðbúnu ungu fólki, teknar á hátíðlegri stund. Ekki má gleyma garðinum, sem hún hugsaði svo vel um, þar sem við öll frændsystkinin fengum að leika okkur og bragða á grænmet- Þórdís Amfinnsdóttir frá Brekku - Minning Enda þótt nokkuð sé umliðið frá andláti þeirrar mætu konu, sem hér skal með nokkrum orðum minnast, máir ekki sú stund yfir þau djúpstæðu og farsælu kynni sem í djúpi hugans geymast sem bjartur bjarmi um þann lífsveg, er saman við áttum frá fyrstu kynnuni til þeirrar stundar er lífið deyr, því í hennar skjóli átti ég mitt annað bezta heimili lang- tímum saman. Þórdís Arnfinnsdóttir var fædd á Brekku í Langadal 23. júni 1898, og voru foreldrar hennar Arn- finnur Guðnason, bóndi þar, og kona hans, Jónný Jónsdóttir. I foreldrahúsum ólst Þórdís upp með dugandi sytkinahópi til átján ára aldurs, — en þá í blóma iífs síns dró fyrir vegferð hennar það sortaský, — að ekki úr greiddist fyrr en um þrítugsaldur, að hún keniur loks á sólgylltum vordegi heim í sinn æskurann. En alla þessa æskudaga hafði hún legið veik af berklum sem þá herjaði á þjóð vora þungum höggum — sem svo margt glæsimennið féll í valinn fyrir, að ósýnt þótti hvern endi hefði. Allar þessar raunir sínar bar Þórdís með því sterka jafnaðar- geði, æðruleysi og kjarki, að aldrei missti hún trúna á bata og betra gengi, sem engin varð henni tálvon — því svo sem heilsan fór til batnaðar, og hugarbjarminn í heiði skein, varð sá maðurinn á vegi hennar, sem frá því að sömu braut, að bæði gengu, þar til yfir lauk ævi hennar 3. marz 1977. Þau spor, er Þórdís gekk í hjónaband með Bjarna Guðmundssyni frá Lónseyri, voru henni og þeim báðum svo til heilla gengin, að aldrei bar þar skugga á. Rikidæmi á veraldarvísu var þeim fjarlæg sýn, — en lífshamingjan og óbrotin sjálfsbjargarkenndin var þeim það iífsankeri, sem aldrei brást. Þar var aldrei kvartað undan þeim kjörum sem tilveran bauð. Kaupið var þá ekki mælt í þúsundum eða milljónum, en var aldrei svo smátt skammtað, að ekki ættu þau nóg. — Snilldarmeð- ferð efna sinna var þeim hjónum háleit hugsjón, svo að aldrei þurftu þau nokkrum manni lán að gjalda heldur miklu fremur, að þau gátu af góðum huga til annarra miðlað og þá ósýtin á góðan greiða. Fyrsta heimkynnið var þeim engin háreist höll, — né heldur að þar hlæðust í dýrustu heimilis- munir, en það sótti sig á, — og sú einlæga og fölskvalausa hlýja, einlægni og gestrisna ljómaði svo innan veggja heimilis þeirra, að þar af skein sá bjarmi, sem öllum hlýnaði við að vera, og gleymdist ekki þeim mörgu sem að þeirra garði bar. Hreinskiptin var Þórdís alla ævi, nærgætin, notaleg og öllum lagði hún liðsyrði sem bezt hún gat, — og mat hverjum það til bóta, sem réttast að hún vissi, að taka upp málsstað fyrir. Tvær dætur eignuðust þau hjón, sem báðar dóu svo til rétt nýfæddar, sem eðlilega risti þær sáru rúnir í alla þeirra tilveru, að ekki þarf að lýsa. En þá, sem oftar lýsti af nýjum bjarrna í lífi þeirra, er þau tóku til fósturs nýlega í heiminn borna brúneyga hnátu, netta og sæta í alla staði, Bergljótu Friðþjófsdóttur á Isafirði, og varð hún þeim hjónum sá sólargeisli, sem yljaði hugann, — enda með eindæmum umönnun og kærleikur til hennar. Einnig ólst upp hjá þeim að nokkru systurdóttir Þór- dísar Sigríður Magnúsdóttir frá Brekku, — nú húsmóðir á Barkar- stöðum í Hrútafirði. Þórdís sat ekki auðum höndum sína daga, — enda fór svo að vel í stakk bjuggust til afkomu allrar. Hún stundaði saumaskap fram á síðustu ár, af því þreki og kappi, að enginn skildi í þeim þrótti, sem hún gat af mörkum lagt þann t Elginmaöur minn. KARL O.F. EINARSSON, fyrrverandi verkatjóri, Bollagötu 18, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 30. marz kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess Hansina Jónsdóttir. inu, sem hún ræktaði þar-. Allt þetta er mér nú svo minnisstætt. Þó er hún sjálf minnisstæðust af öllu, ég mun alltaf geyma myndina af henni og ég vona, að hún máist ekki. Aðeins þetta vildi ég segja að hinsta skilnaði. Magnús frændi. óhemju vinnudag, sem hún á sig lagði, svo árrisul sem hún jafnan var, og fram á síðustu kvöld og nætur. Og oft var mikið um að sjá alla þá efnisbunka, er upp hlóðust, og enginn vildi hún að bónleiður frá sér gengi. Minnisstæðust og jafnan þakkarverðust verður þó alltaf sú líknarhönd, er Þórdís lagði að hjúkrun og umönnun allri er hún stundaði tengdamóður sína á banabeði hennar þar til yfir lauk. Og þá og þar sýndi sig bezt, hvaða mann og þrek hún hafði að geyma. Og engum duldist sá sterki persónuleiki sem þessi mæta kona hafði yfir að búa. Lengst af áttu þau Þórdís og Bjarni heima á ísafirði, en einnig um tíma í Hnífsdal. En árið 1963 flytjast þau til Hveragerðis, kaupa þar hús, sem þau breyta í eins konar baðstofustíl, en rækta þar alls konar blómjurtir í fallegum húsagarði. Þaðan flytjast þau svo 1972 í Voga á Vatnsleysuströnd til fósturdóttur sinnar Bergljótar, og manns hennar Guðjóns Torfa- sonar, en árið 1976 fara þau á elliheimilið Garðvang í Garði, en ári síðar brast heilsa Þórdísar, en hún andaðist 3. marz 1977, sem áður getur. Ekki löngu seinna, eða 23. maí 1977, hefir Bjarni lagt að baki sér þrjá aldarfjórðunga, er hann þá á 75 ára aldursafmæli. Á öllum þeim áruni hefir hann á margt lagt gjörva hönd. Nýútkomnar ævi- minningar hans lýsa að nokkru, í þeini þáttum, sem fetað hefir hann það æviskeið, sem þar um ræðir. En mörgu er samt í þeim þáttum sleppt, sem við lífssögu hans hefur komið. Lengst ævinnar var sjómennskan hans vettvangur til lífsins bjargar, og er ekki of sagt, að það lífsskeið hans hafi ekki ávallt verið dans á rósum. Svo mikið veit ég. En þá er loks að landgöngunni seig, lagði hann gjörva hönd á hin ýmsu störf: húsgagnabólstrun, vörubílaakstur, og leiguakstur fólksbíla, skrif- stofustörf að síðustu, uppgjör reikninga og þvíumlíkt. Einn góðan veðurdag, er hann úr rekkju rís, á elliheimilinu í Garði á s.l. sumri stígur hann út í bílinn sinn og keyrir í einhölu vestur að ísafjarðardjúpi, á sínar æskuslóðir. Lengi hefir hún orðið honum áleitnari hin ramma taug, sem dregur föðurtúna til. En þá var hann fyrst kominn heim, — er hann með silunganetin í Lónseyr- aroddanum undi sér langtímum, sem svo oft áður, með viðbragðs- auga með hverri hreyfingu um það líf, sem að volgum sandinum sækir í aðfallið, einnig komið á sínar æskustöðvar. En við þennan sand hafði Bjarni siglt sínum heima- gerðu leikfangabátum er hann tifaði sínum fyrstu bernskuspor- um með flæðarmálinu. Þessum lífsreynda höfðingja votta ég nú einlægrar samúðar í tómleika hversdagsins, um leið og ég óska honum allrar gæfu og blessunar á ókomnum árum. Jens í Kaldalóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.