Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 Brldge eftir ARNOR RAGNARSSON Lítið um ó slit 1 unda íslandsmó Undanúrslit íslandsmótsins í svoitakrppni fóru fram um ba nadatíana á Ilótel Loftleið- um ok voru 24 sveitir sem tóku þátt í keppninni. Spilað var í fjórum sex sveita riðlum. 12 sveitir voru úr Reykjavík, 6 af Reykjanesi, 1 af Suðurlandi. 2 af Vesturlandi. ein frá Vest- fjiirðum. 1 af Norðurlandi ob 1 af Austfjörðum. Keppnin hófst sl. miðviku- daKskvöld með því að forseti BSI. Iljalti Elíasson. setti mótið með stuttu ávarpi. Síðan tók keppnisstjóri. Ajínar Jörjíens- son. við stjórn mótsins. A-riðilli í þessum riðli voru Islands- meistararnir, sveit Hjatla Elías- sonar, og voru þeir taldir líklegir sigurvegarar enda þótt þeir hafi virzt vera í lægð að undanförnu. Þá var sveit ungra spilara frá Reykjavík, sveit Páls Valdimarssonar, talin líkleg í annað sætið, en þeir höfðu orðið í fyrsta sæti í Reykjavíkurmót- inu, fyrsta flokki. Ekki mátti þó gleyma núverandi Bikar- og Reykjanesmeisturum, sveit Ármanns J. Lárussonar. Það kom líka á daginn að þegar upp var staðið hafði sveit Ármanns fengið 3 stigum meira en sveit Páls og var þar með komin í úrslitakeppnina. Lokastaðan I A riðli, Hjalti Elíasson RV 89 Ármann J. Láruss. RN 62 Páll Valdimarss. RV 59 Jón Guðmundss. VL 38 Dagbjartur Grímss. RV 32 Páll Áskelss. VF 18 B-riðilb í B-riðli spiluðu nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar, sveit Stefáns Guðjohnsens, og voru þeir taldir nokkuð öruggir í úrslitin. Hvaða sveit fylgdi þeim var alls óráðið. Þó var sveit Jón Hjaltasonar talin líklegust. En sveitir Steingríms Jónassonar, Gísla Torfasonar og Ingimundar Árnasonar komu einnig sterk- lega til greina. Enda fór það svo að sveit Steingríms Jónassonar vann hvern íeikinn af öðrum og var komin í úrslit áður en síðasta umferðin hófst. Lokastaðan í' B-riðlii Stefán Guðjohnsen RV 88 Steingrímur Jónass. RV 71 Jón Hjaltas. RV 53 Ingimundur Árnas. NL 36 Gísli Torfason RN 27 Jónatan Líndal RN 13 C-riðilb C-riðillinn virtist vera einna jafnastur að styrkleika og komu flestar sveitirnar til álita í tvö efstu sætin. Þegar fjórum um- ferðum var lokið af fimm var röð fjögurra efstu sveita þessi: Jón Ásbjörnss. 59 Björn Eysteinss. 57 Sigurður Þorsteinss. 51 Guðm. T. Gíslason 47 Sveit Jóns átti að spila við sveit Sigurðar og Björn við Guðmund T. í síðustu umferð- inni. Er skemmst frá því að sejrja að sveitir Jóns og Guð- mundar^T. gerðu strax út um leikina í fyrri hálfleik og varð sveit Björns Eysteinssonar að þola mínus 5 stiga tap, en þeir félagar höfðu til þessa spilað mjög vel í mótinu. Lokastaðan í C-riðlii Jón Ásbjörnss. RV 75 Guðm. T. Gíslas. RV 67 Sigurður Þorsteinss. RV 55 Björn Eysteinss. RN 52 Albert Þorsteinss. RN 30 Þorsteinn Olafss. AL 10 Driðill. í D-riðli bar sveit Sigurjóns Tryggvasonar höfuð og herðar yfir keppendur sína. Vann sveit- in þrjá fyrstu leiki sína í keppninni með 20 stigum. Sveit Guðmundar Hermannssonar var líklegust sveita í annað sætið, en átti í höggi við sveitii Vilhjálms Pálssonar og Þórðar Björgvinssonar sem kom skemmtilega á óvart í -fjórðu umferðinni og vann sveit Sigur- jóns 13—7. Sveit Guðmundar varð þó örugglega í öðru sæti þegar sveit Vilhjálms vann sveit Þórðar í síðustu umferðinni. Lokastaðan í D-riðlii Sigurjón Tryggvas. RV 87 Guðmundur Hermannss. RV 63 Vilhjálmur Pálss. SL 51 Þórður Björgvinss. VL 45 Guðmundur Pálss. RN 27 Esther Jakobsd. RV 19 Tvær efstu sveitir í hverjum riðli mæta svo í úrslitin sem fara fram 3.-7. maí næstkom- andi Að mati undirritaðs kom mest á óvart sigur Þórðar Björgvins- sonar yfir sveit Sigurjóns Tryggvasonar í fjórðu umferð, en sveit Sigurjóns vann alla leiki sína með 20 stigum nema þennan. Þá má nefna ósigur sveitar Björns Eysteinssonar í fimmtu umferð fyrir sveit Guð- mundar T. Gíslasonar. Sveit Björns var á góðri leið með að Iryggja sér annað sæti í riðlin- um en varð svo að þola mínus 5 stiga tap. Að lokum má svo nefna árangur landsbyggðar- spilaranna. Þeir stóðu sig betur en nokkru sinni og virðast í mikilli framför. Verður ekki langt að bíða að þeir komist í fremstu röð ef svo fer sem horfir. Þá virtist sem lands- byggðin hafi ekki alltaf sent sínar beztu sveitir og er það trúlega út af tímasetningu mótsins. Mótið fór í alla staði vel fram. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensson en mótsstjórn í höndum Tryggva Gíslasonar og Ragnars Björnssonar. Chevrolet Nova Custom‘78 Þinn bíll 15. apríl n.k., - sértu hinn heppni áskrifandi Dagblaðsins. Verðmæti er 4.4 miljónir króna. Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag. Áskriftarsími 27022. Opið til 10 í kvöld. BIAÐIÐ I írfálst, úháð dagblað V öruskipta jöfnuður- inn í janúar-febrúar: Óhagstæð- ur um 1,2 milljarða Vöruskiptajöfnuðurinn í febrúar var óhagstæður um 1435 milljónir króna og var pví óhagstæður um 1206,8 milljónir króna fyrstu tvo mánuði ársins, en var óhagstæður um 914,8 millj. á sama tímabili í fyrra. j febrúar pá var hann hins vegar hagstæður um 778,9 milljónir. Útflutningur í febrúar nú nam 10 milljörðum og 349 milljónum króna og fyrstu tvo mánuðina nam hann rétt tæpum 20 milljörðum, en á sama tíma í fyrra voru fluttar út vörur fyrir 7139 milljónir tæpar og tvo fyrstu mánuöina fyrir 11 milljaröa og 714 milljónir króna. Innflutningur í febrúar sl. nam hins vegar 11 milljöröum og 784 milljónum króna og fyrstu tvo mánuöina nam hann 21 milljaröi og 130 milljónum en í febrúar í fyrra var flutt inn tii landsins fyrir 6 milljaröa 359 milljónir og fyrstu tvo mánuðina fyrir 12 milljaróa 629 milljónir króna. Af útflutningnum nú var verðmæti áls og álmelmis 2,4 milljaröar röskir og 3,4 milljarðar röskir fyrstu tvo mánuö- ina en af verömæti innflutnings fóru 835 milljónir tæpar til ísl. álfélagsins í febrúar og 1.3 milljaröar fyrstu tvo mánuðjna, en 179,2 millj. voru vegna íslenzka járnblendifélagsins, 17,4 vegna Landsvirkjunar og 41,2 milljónir vegna Kröflunefndar þessa tvo mánuði ársins nú eða samtals 1.557 milljónir króna á móti 663,3 millj. króna á sama tímabili í fyrra. Við samanburö á utanríkisverzlunar- tölum nú og í fyrra ber að hafa í buga aö meðalgengi erlends gjaldeyris fyrstu tvo mánuðina nú er talið vera um 26% hærra en á sama tíma í fyrra, kemur fram í fréttatilkynningu Hag- stofunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.