Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 27 — Þorsk- veiðibann Framhald af bls. 2 varðskipsmenn teknir fyrir í réttarhaldi, en skipstjórar bát- anna verða teknir fyrir á næstu dögum. Júlíus kvað einn bátinn hafa verið með 47% þorsk. Annar var með 21% þorsk, en alls fóru starfsmenn Landhelgisgæzlunnar í 6 báta í höfninni í Eyjum. Samkvæmt skýrslum, sem varð- skipsmenn gáfu var aflinn sam- kvæmt ágizkun á bilinu frá 33 til um 50%. þorskur. Á raunverulegt hlutfall eftir að koma í ljós samkvæmt vigtarnótum. Þá sagði Júlíus að um leið og skýrslur hefðu verið teknar af þessum fjórum skipstjórum, sem kærðir hefðu verið, yrðu mál þeirra send ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Um mál þeirra skipstjóra, sem landað höfðu og starfsmenn landhelgis- gæzlunnar gátu ekki kannað afl- ann hjá kvað Júlíus líklegast verða farið sem önnur mál umhverfis land allt — að ráðuneytið fengi upplýsingar frá framleiðslueftir- — 36 í framboði Framhald af bls. 2 mörg efstu sæti listans og nemur minnsta meirihluta aðalsæta, skuli skipa þeim, sem þar hafa hlotið sitt sæti samkvæmt talning- arreglunni, enda hafi þeir fengið hver fyrir sig atkvæði á að minnsta kosti helming gildra atkvæðaseðla og skiptir þá eigi máli, í hvaða sæti þeim er skipað á hverjum prófkjörseðli. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram 8. apríl kl. 14 — 22 og mánudaginn 10. apríl kl. 17—22. Aðalprófkjörsdagarnir eru síðan fimmtudaginn 13. apríl kl. 16—22, föstudaginn, 14. apríl kl. 14—22 og laugardaginn 15. apríl kl. 10—22. Hér fara á eftir nöfn frambjóð- enda sjálfstæðismanna: Ármann Eiríksson sölum., Hjallabraut 86, Árni Grétar Finnsson hrl., Klettahrauni 8, Ásdís Konráðsdóttir húsmóðir, Suðurgötu 47, Benedikt Guð- mundsson bifvélv., Áldaskeiði 74, Bergmundur E. Sigurðsöson trésm.m., Hjallabraut 43, Einar Þ. Mathiesen framkv.stj., Suðurgötu 23, Eiríkur Helgason verkstj., Móabarði 28, Elín Jósefsdóttir gjaldk., Reykjavíkurvegi 34, Ellert Borgar Þorvaldss. kennari, Slétta- hrauni 34, Erla Jónatansdóttir húsmóðir, Köldukinn 26, Erlingur Kristjánsson rafeindav., Álfa- skeiði 90, Finnbogi F. Arndal umboðsm., Öldugötu 16, Guðjón Tómpson framkv.stj., Laufvangi 4, Guðmundur Guðmundsson sparisj.stj., Ölduslóð 40, Gunnar Davíðsson húsasm., Breiðvangi 4, Hildur Haraldsdóttir skrifst.stj., Suðurgötu 72, Jóhann G. Bergþórs- son verkfr., Vesturvangi 5, Jóhann Guðmundsson verkstj., Grænu- kinn 6, Jón Rafnar Jónsson sölustj., Suðurvangi 4, Magnús Þórðarson verkam., Hraun- hvammi 4, Ólafur Pálsson húsasm.m., Lækjarkinn 22, Páll Jóhannsson framkv.stj., Norður- vangi 27, Páll V. Daníelsson framkv.stj., Suðurgötu 61, Pétur ■Auðunsson forstj., Hraunhvammi 8, Sigurður Kristinsson málaram., Hringbraut 9, Sigþór Sigurðsson kerfisfr., Mávahrauni' 18, Skarp- héðinn Kristjánsson vörubifr.stj., Háabarði 8, Soffía Stefánsdóttir húsmóðir, Heiðvangi 11, Stefán Jónsson forstjóri, Hamarsbraut 8, Stefán Jónsson húsgagnasm., Breiðvangi 29, Svavar Haraldsson húsasm., Miðvangi 10, Sveinn Þ. Guðbjartsson framkv.stj. Kletta- hrauni 5, Sverrir Örn Kaaber framkv.stj., Hjallabraut 35, Trausti Ó. Lárusson framkv.stj., Fögrukinn 9, Tryggvi Þór Jónsson rafv.m., Ásbúðartröð 7, Þorleifur Björnsson skipstj., Ásbrúðartröð 7. liti sjávarafurða og tæki sínar ákvarðanir í ljósi þeirra upplýs- inga. Þröstur Sigtryggsson, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, kvað starfsmenn gæzlunnar hafa fylgzt með ferðum veiðiskipa þessa þorskveiðibanndaga. Fyrsta bann- daginn voru 39 netabátar á sjó á svæðinu frá Breiðafirði að Stokks- nesi, þ.e.a.s. 21. marz. Þá voru 11 togbátar á sjó, flestir suðvestur af Surtsey og voru þar að fá ufsa að mestu. Tveir línubátar sáust á sjó á Háadýpi austan Vestmannaeyja. Sagði Þröstur að ekki hefði verið ljóst, hvað þeir fengu. Þennan dag kvað Þröstur netabátana hafa átt í erfiðleikum með að ná inn veiðarfærum sínum fyrir þennan tíma vegna veðurs. Miðvikudaginn 22. marz var farið í eftirlitsflug með Norður- landi, Austurlandi og Suðurlandi og var frekar könnuð grunnslóð. Var þá einn bátur að netaveiðum, vestur af Surtsey, þar sem menn höfðu áður verið í ufsa. Þar voru einnig þrír togbátar. Vestfirðingar voru þá allir í landi. Á skírdag sást aðeins einn bátur að netaveiðum í ufsanum á sama stað og áður. Þar voru einnig þrír togbátar. Einnig varð Landhelgisgæzlan vör við þrjá togbáta við Krísuvíkurbjarg „og skiljum við ekki, hvað þar hefur verið að fá annað en þorsk og ýsu.“ 11 línubátar voru þá við Látrabjarg og fengu að mestu steinbít. Kannaður var afli í tveimur bátum, sem nýlega voru byrjaðir að draga og var þorskur það á bilinu frá 10 og upp í 25%. Er þetta þó vart marktæk athug- un, þar sem lítið hafði verið dregið. Samkvæmt reglugerðinni skal hlutfallið vera innan 15% við lok veiðiferðar. Þá voru 6 togarar á Reykjanesshryggnum. Þar sá varðskip og 5 netatrossur í Grindavíkurdýpi. Er líklegt að þær hafi legið þar allan tímann. Laugardaginn 25. marz voru 25 togarar að veiðum. Meirihlutinn var á Reykjaneshryggsvæðinu, 4 voru suðaustur af Syrtsey. Þá sáust einnig 12 togbátar norðaust- ur af Vestmannaeyjum. Voru þar á meðal þeir fjórir bátar, sem varðskipið kærði. Hefur bæjar- fógetanum verið tilkynnt um að þessir bátar hafi verið þarna á svipuðum slóðum. Hinn 27. marz var fremur slæmt veður á suðvesturhorninu. Voru þó 15 togarar á þessum slóðum og einn togbátur suður af Kötlu- tanga. Sást sá bátur í flestum eða öllum gæzluferðum flugvélar Landhelgisgæzlunnar. Hefur sjávarútvegsráðuneytinu verið send skýrsla um öll þau skip, sem Landhelgisgæzlan hefur séð að veiðum þessa daga. Þröstur Sigtryggsson kvað reglugerðina, sem sjávarútvegs- ráðuneytið setti, hafa verið dálitið erfiða í framkvæmd fyrir Land- helgisgæzluna. Hann kvað afla- hlutfall þorsks vera miðað við lok veiðiferðar sem þýddi að vigta þyrfti upp úr skipinu. Þá gætu skip, sem eru að veiðum, þegar banninu sleppir veitt allan þann þorsk eftir hádegi, sem það lysti. Þá kvað hann ómögulegt að sanna, hvorum megin markanna við gildistímann þorskurinn væri veiddur. Því sagði Þröstur að nayðsynlegt hefði verið að gera öllum skipum það að koma inn fyrir þessi tímarnörk og landa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.