Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 33 félk í fréttum + Á myndinni má sjá Margréti Danadrottningu, Úlf Sigurmundarsson, framkvæmdastjóra Ú.I. og John Ljunggreen, framkvæmdastjóra Scandinavian Clothing Concil sem íslenskir útflytjendur eru aöilar aö. + Dagana 16. —19. marz fór fram í Kaupmannahöfn kaup- stefnan Scandinavian Fashion Week í Bella Center í Kaup- mannahöfn. Þetta cr í 25. skipti sem þessi sýning er haldin og alls tóku 788 fyrir- tæki þátt í sýningunni þar af 8 fslensk. Þau vorui Álafoss. Alís, Gráfeldur, Ililda, Les-Prjón, Prjónastofa Borgarness, Röskva og Iðnaðardeild Sam- handsins. Ivar Nörgaard viðskiptaráð- hcrra Danmerkur opnaði sýn- inguna. og Margrét Dana- drottning skoðaði sýningar deildirnar á sýningunni. Tvær íslenskar sýningar- stúlkur gengu um sýningar- svæðið í íslenskum fatnaði og dreifðu kynningarefni um ís- lensku sýningardeildina, sem var nú mjög vel staðsett á sýningunni. Við inngang inn í nýja sýningarhöll sem nú var notuð í fyrsta skipti. Þessi sýning hefur tvímæla- laust mjög mikið kynningar- legt gildi fvrir íslenzka út- flytjendur. Sýninguna sóttu alls milli tvö og þrjú hundruð blaðamenn og mjög gott sam- starf hefur tekist við kynn- ingardeild sýningarinnar. Sala íslensku fyrirtækjanna gekk vel á sýningunni þó líti út fyrir að gróft prjón og þjóðleg- ur fatnaður sé ekki eins mikið í tísku og verið hefur. Einnig er ljóst að samkeppni við erlenda framleiðslu úr fslensku ullarbandi fer nú vaxandi, oft þannig að um nákvæmar eftir lfkingar fslenskra ullarvara sé að ræða. Tómt slúður + í janúar síðastliðnum var sagt frá því hér í hlaðinu að hjóna- band Konstantíns fyrrverandi Grikkjakonungs og Önnu Maríu væri í upplausn. Ástæðan fyrir því átti m.a. að vera samband Konstantíns við unga blökku- konu frá Nígeríu, Mynah Birk, sem er 26 ára gömul ljósmynda- fyrirsæta. Mynah hefur nú borið þessa frétt til baka og segir þetta tómt slúður. Ilún segist aldrei hafa hitt Konstantfn, hvað þá talað við hann. Konstantín segir óvini sína í Grikklandi standa á bak við sögusagnir af þessu tagi. Og sé það gert til að klekkja á honum svo hann komist aldrei aftur til valda f Grikklandi. Þegar börn lœra að drepa + Þessir kínversku drengir eru 8 ára gamlir. Byssurnar, sem þeir eru með, eru engin leikföng heldur raunveruleg vopn og vopnaburður er hluti af uppeldi þeirra. Byssurn- ar eru enn nokkuð stórar og þungar fyrir svo ung börn, en leikurinn er nýr fyrir þeim og þeim finnst hann e.t.v. skemmti- legur. Þegar börnin eru 12 ára og þeim kennt hvernig ýmis konar skemmdarverk eru undirbúin og unnin og eftir það tekur herþjón- ustan við og þá hafa þau þegar lært öll undirstöðuatriði hernaðarlistarinnar. Kípverjar leggja svona mikla áherslu á heræfingar til að vera viðbúnir hinu „óumflýjanlega stríði við Sovétríkin." Sala — Verðbólga — Óvissa — Áhæfta Fyrirtækið í óstöðugu umhverfi Stjórnunarfélag islands gengst fyrir námskeiði um fyrirtækið í óstöðugu umhverfi dagana 4.—6. apríl n.k. Námskeiöinu er skipt í prjá meginpætti: • Þróun rekstrar- og markaðsáætlana við óstöðugar aðstæður. • Hvernig ný tækifæri opnast viö óstöðugar aðstæður. • Sölutækni stjórnenda með markaðs- mál sem hlutastarf. Leiðbeinandi er John Winkler fram- kvæmdastjóri frá Bretlandi. Námskeíðið er haldið að Hótel Esju og stendur allan daginn frá 9—5 með matar og kaffihléum. ATH. Fyrirtæki geta skipt um þátttakendur á mismunandi hlutum námskeiðsins, ef sami aðilinn á ekki heimangengt alla dagana. Skráning pátttakenda í síma 82930. Nýkomnar hljómplötur Ken Htder‘8 Talisker — Land and Stone J.S. Back — Kantaten Enrico Rava — The Plot J. Haydn — Symohonien no. 94. NÚTÍMA JAZZ Egberto Gismonti Collin Walcott Rena Rama Herbert Joos Larry Jarush, Glen Moore Terje Rypdal o.fl. Danca Das Cabeas Grazing Dreams Landslapes Daybreak May 24. 1976 After The Rain KLASSISK TÓNLIST Schubert Paganini Liszt Mozart Mahler Brahms Chopin Symphone No. 9 (7) Concerto per Violino No. 3. 1811 — 1886 The 4 Horn Concertos Symphony No 1 Ein Deutsches Reguien op 45 Polonaisen o.fl. Sendum í póstkröfu. heimilistæki sf Hafnarstræti 3 : 20455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.