Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 — Jón Konráfts.son (t.v.) og Guómundur Garóarsson frá ólafsforði. Nú stefnum við á Ólympíuleikana - segja Guðmundur Garðarsson og Jón Konráðsson, fslandsmeistarar 17-19 ára „Nú stefnum við bara á það að komast á Ólympíuleikana eins og Iiaukur Sifíurðsson," sögðu Óiafsfirðinnarnir Guðmundur Garðarsson og Jón Konráðsson, er Mbl. ræddi við þá eftir 15 km gönKu 17—19 ára, en þar varð Jón íslandsmeistari, en Guð- mundur vann 10 km gönguna ot? einnití vann hann stökkið og norrænu tvíkeppnina, en Jón vann tvíkeppnina í göngu, en í 10 km göngunni varð hann þriðji. Báðir voru þeir svo í sigursveit Ólafsfirðinga í boð- göngunni. „Það er svo góð aðstaða á Ólafsfirði, að hún hlýtur að kveikja i manni áhuga," sagði Guðmundur, þegar Mbl. spurði uni ástæðuna fyrir velgengni Ólafsfirðinga í norraenu greinunum. „Svo á Björn Þór Ólafsson stóran þátt í þessu. Hann er allan sólarhringinn að snúast í kringum þetta." „Þetta hefur auðvitað allt sín áhrif,“ sagði Jón. „Og rekur mann svo áfram, þegar maður nær einhverjum árangri. Kg er búinn að æfa ge.vsivel í vetur og það er ekki ónýtt að hafa mann eins og Hauk Sigurðsson tii stöðugrar viðmiðunar." Guðmundur sagði, að 15 km gangan hefði reynzt sér erfið. „Það gekk ekki alveg upp dæmið hjá mér með smurninguna." „Kg var nú orðinn hálfvonlaus eftir 10 km. Kg átti aldrei von á því að tapa þeirri göngu,“ sagði Jón. „Kn svo hugsaði ég með mér í morgun, að nú væri annaðhvort að duga eða drepast og þá fékk ég vonina aftur." — Hvort finnst ykkur skemmtilegra; stökkið eða gang- an? „Ég myndi bóka stökkið skemmtilegra,“ segir Guðmund- ur. „F)n mér líður alltaf óskap- lega vel, þegar ég er búinn að ganga.“ „Þetta er alveg eins og í draumi fyrsta klukkutímann á eftir," segir Jón. „Kg valdi gönguna í fyrra. Hætti þá við stökkið, en ég hef einu sinni orðið unglingameistari í norrænni tvíkeppni. Kn i vetur hef ég bara stokkið á einu móti. Kg kom nú með stökkskiðin með mér hingað og hugsaði mér að fara í stökkið, ef ég hefði svolítið forskot eftir 10 km gönguna. F?n hún fór nú eins og hún fór og ég hætti alveg við þátttöku í stökkinu." — Nú sýnir það sig, að norksu gestirnir standa ykkur íslend- ingunum talsvert framar í göngunni. „Það er von,“ segja þeir báðir. „Okkur vantar meiri frí í þetta, ef við eigum að geta veitt útlendingum einhverja keppni. Þetta eru menn, sem gera lítið annað en að ganga, en okkur vantar tíma, þjálfara og góðar slóðir til að standa þeim jafn- fætis. F]f við fengjum þetta og svo tækifærin til að keppa, þá þyrftum við ekki alltaf að horfa í bakið á þessum mönnuín." 11 af 19 Isiandsmeisturum og 22 af 54 verðlaunapeningum ÓLAFSF’IRÐINGAR héldu af landsmóti með digrastan sjóð verðlaunapeninga, samtals 22, þar á meöal 11 af 19 Gull Silfur Brons Samt. Ólafsfirðinf/ar 11 4 7 22 Reykvíkingar 3 6 4 13 Isfirðingar 3 5 3 11 Akureyringar 2 2 3 7 Húsvíkingar 1 1 Eins og stendur langar mig ekki til annars en að stunda skíðin - segir Sigurður Jónsson frá ísafirði „ÉG ætlaði að vara farinn út fyrir viku en treysti mér ekki út af hakinu. Mér fannst svo upplagt að hafa landsmótið sem prófstein á það. hvort ég væri tilhúinn í slaginn aftur." sagði Sigurður Jónsson frá ísafirði. er Mbl. ræddi við hann á landsmótinu, en þar varð Sigurður þrefaldur Islands- meistari. vann svigið og stór- svigið og alpatvfkeppnina. „Kg fer svo út í næstu viku,“ sagði Sigurður. „Og ætla að vera með á mótum í Noregi og F’innlandi, sem gefa alþjóðlega punkta." Sigurður hefur átt við slæm veikindi að stríða í vetur. „Ég er mest búinn að liggja heima á ísafirði," sagði Sigurður. „Ég var skorinn upp á hné í fyrra og var ekki búinn að jafna mig fyrr en um jól. Ég fór svo út í janúar og var út heimsrneistaramótið. Eftir það fór ég með sænska lands- liðinu til Svíþjóðar og Noregs. Þar meiddi ég mig í bakinu á æfingu og varð að koma heim aftur." — Þannig að þú hefur ekki bætt stöðuna í vetur? „Nei. Það hefur heldur bætzt á mig. Ég er núna með 19 punkta, en var kominn með 16 í fyrra." — Hvernig gekk á heims- meistaramótinu? „Mér gekk vel í sviginu; varð númer 13. Það dugði þó ekki til þess að laga neitt fyrir mér rásröðina því tímamunurinn var of mikill. En ég er ánægður með Sigurður Jónsson sýndi sannkaliaða meistaratakta í sviginu. 13. . sætið eftir atvikum." — Hvað með stórsvigið? „Blessaður minnztu ekki á það. Við erum miklu lengra á eftir í því. Þetta er allt önnur tækni, sem menn nota í stór- sviginu. Það er miklu erfiðara og krefst bæði erfiðari tækni og meira úthalds en svigið.“ — Hvernig finnst þér keppnin hafa verið hér á landsmótinu? „Brautirnar voru mér auðveldari bæði í stórsviginu og sviginu. F’ærið i sviginu var alveg óskaplega lélegt, en stór- svigskeppnin var reglulega skemmtileg; gott veður og færið fínt.“ — Hver finnst þér vera munurinn á því að keppa hér heima og erlendis? „Munurinn liggur fyrst og fremst í færinu. Úti er færið hart og skemmtilegt en hér heima flýtur maður bara á snjónum og fer í gegn.“ — Hugsarðu til margra ára í keppni erlendis? „Það fer auðvitað allt eftir árangrinum. Og svo er nú alltaf erfitt að vera að spá nokkuð í framtíðina. En eins og stendur langar mig ekki til annars," sagði Sigurður að lokum. Veðrið kippir manni niður á jörðina aftur - segir Steinunn Sæmundsdóttir, þrefaldur Islandsmeistari í alpagreinum „ÞAÐ er alla vega ekkert verra að keppa svona á heimavelli." sagði Steinunn Sa'mundsdóttir, íslandsmeistari í svigi, stór- svigi og alpatv íkeppni kvenna, þegar Mbl. spurði, hvort hún teldi, að það hefði eitthvað að segja fyrir hana, að landsmótið færi fram í Reykjavík. Svo bætti hún viði „Það er alltaf þa>gilegra að keppa heima en að heiman." Um stórsvigið og svigið sagði Steinunn: „Stórsvigið var skemmtilegt. Það var svo gott veður og brautin var skemmti- legri en í sviginu. Og í sviginu var færið alveg óskaplegt, eins og sést á þeim fjölda, sem hætti keppni. Snjórinn var eins og leðja og kantarnir hafa bitið of vel, þannig að stelpurnar sátu hreinlega fastar." — Þú hefur verið erlendis? Steinunn Sæmundsdóttir var yfirburðasigurvegari í svigi og stórsvigi og þá einnig í alpatvíkeppninni. „Já. Ég er búin að vera í tvo mánuði úti að æfa og keppa; á Ítalíu, í Frakklandi, Sviss, Austurríki og Þýzkalandi, þar sem ég tók þátt í heimsmeistarakeppninni.“ — Hvernig gekk? „Nokkuð vel. Ég varð í 29. sæti í sviginu og komst niður um 50 punkta, sem hefur mikið að segja upp á rásnúmerið næst.“ — Hvað tekur nú við? „Eg er á förum til Noregs og Finnlands, þar sem ég ætla að taka þátt í alþjóðlegum skíða- móturn." — Hvað finnst þér þú helzt sækja til útlanda? „Það eru miklu lengri brekkur þar en hér og maður fær meira út úr því að keppa í þeim. Svo er veðrið betra og færið allt annað og skemmtilegra." — Ertu þá ekki orðin afvön svona íslenzkum aðstæðum? „Nei, nei. Ég er nú búin að æfa í brjáluðu veðri hér heima í viku fyrir þetta landsmót. Það kippir manni alveg niður á jörðina aftur, hvað aðstæðurnar snertir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.