Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 Aðalfundur Kattavina- félagsins AÐALFUNDUR Kattavinafélags íslands var haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða 12. þm. Fjölmenni var á fundinum og var aimenn ánægja með starf félagsins, segir í frétt frá Kattavinafélaginu. Lítilsháttar breytingar urðu á stjórn félagsins, sem nú er skipuð Svanlaugu Löve, formanni, Mar- gréti Hjálmarsdóttur, Guðrúnu A. Símonar, Eyþóri Erlendssyni, Gunnari Péturssyni og Herði Ragnarssyni, en í varastjórn eru Sigríður Lárusdóttir og Dagbjört Emilsdóttir. — Vopnahlé Framhald af bls. 1. lýsa yfir vopnahléi og heimildir í skæruliðahreyfingunni hermdu að skæruliðar hefðu alls ekki í hyggju að hætta árásum á stöðvar Israelsmanna sunnan Litani-ár- innar. í París var haft eftir næst æðsta manni Fatah-hreyfingar Arafats í Abu Iyad, í blaðinu Le Matin að hersveitir hans mundu skjóta á sveitir SÞ ef þær reyndu að koma í veg fyrir að skæruliðar kæmu sér aftur upp stöðvum í Suður-Líban- on. Hann sagði að gæzlusveitir yrðu að reka Israelsmenn aftur fyrir alþjóðleg landamæri, en þær mættu ekki reyna að leggja undir sig svæðið í þeirra stað. „Við verðum að snúa aftur til stöðva okkar,“ sagði hann. „Ef nauðsyn- legt reynist berjumst við einnig gegn sveitum SÞ ...“ 1 Tel Aviv var haft eftir heimildum í ísraelska hernum að sænskar sveitir friðargæzluliðsins hefðu náð á sitt vald hernaðarlega mikilvægri brú yfir Lithaniána og þar með er aðeins ein brú yfir ána á valdi Palestínumanna. Yfir- maður Svíanna sagði í ísraelska útvarpinu þegar menn hans höfðu komið sér fyrir í bækistöð nálægt Khardali-brúnni: „Við munum halda brúnni og reyna að koma í veg fyrir að nokkur komist yfir hana.“ Israelska útvarpið, sagði að Begin forsætisráðherra hefði sent Anwar Sadat Egyptalandsforseta bréf þar sem hann legði til að ísraelsmenn og Egyptar tækju viðræður sínar upp að nýju. Útvarpið sagði að Begin hefði gefið í skyn að Weizman land- varnaráðherra kynni að fara til Egyptalands í þessari viku og að Moshe Dayan utanríkisráðherra færi bráðlega til Bandaríkjanna. Útvarpið hafði eftir aðstoðar- manni Begins að Weizman færi til Kairó til þess að leggja grundvöll að því að aftur yrðu hafnar viðræður í hermálanefndinni í Kaíró og stjórnmálanefndinni í Jerúsalem. Frá því var einnig skýrt að Begin hefði fengið bréf frá Hassan Marokkókonungi en ekki var sagt frá efni þess. Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Jacob Javits sagði í Tel Aviv að Begin hygði á aðra Bandaríkjaferð í kjölfar hinna misheppnuðu viðræðna við Carter forseta í síðustu viku. Javits sagði að Begin færi í ferðina í apríl eða maíbyrjun. Heimildir í ísraelska utanríkisráðuneytinu herma að Begin hafi ráðgert að fara til Bandaríkjanna á fund samtaka bandarískra Gyðinga og forsætis- ráðherrann kunni að ræða við Carter forseta í leiðinni. Yigael Yadin aðstoðarforsætis- ráðherra hefur gefið í skyn að Israelsmenn kunni að vera reiðu- búnir að milda afstöðu sína í friða 'viðræðunum og hngleiða einhvers konar brottflutning frá vesturbakka Jórdanárinnar. Hann sagði flokksbræðrum úr Lýðræðis- breytinga hreyfingunni að í nýjum drögum Israelsmanna að yfirlýs- ingu um grundvallaratriði friðar- samnings sé að finna viðurkenn- ingu á álvktun Öryggisráðsins nr. 242. Fulltrúar Arababandalagsins héldu í dag áfram tilraunum sínum í Kaíró til þess að brúa ágreininginn í röðum sínum vegna friðartilrauna Sadats forseta. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um eru nú gerðar tilraunir í kyrrþey til þess að sætta annars vegar Egypta og hins vegar Sýrland, Alsír, Irak, Suður-Yemen og Líbýu. — SV-Afríka Framhald af bls. 1. kenndi blökkumannasamtökunum SWAPO um morðið á Kapuuo ættarhöfðingja. Ráðamenn í Suðvestur-Afríku óttast að dauði ættarhöfðingjans geti endurvakið ættflokkaerjur Hereróa og Ovambo-ættflokksins sem er miklu fjölmennari og styður SWAPO. Fjórtán biðu bar.a í bardögum milli ættflokkanna í síðasta mánuði. Fréttir herma að Hereróamenn stefni í átt til Windhoek úr ýmsum landshlutum. Einn aðstoðarmanna Kapuuo ættarhöfðingja sagði að erfitt mundi reynast að hafa taumhald á þeim. Ættarhöfðinginn var myrtur á erfiðúm tíma þar sem Suður- Afríka hefur heitið því að Suðvest- ur-Afríka fá sjálfstæði í árslok. Nefnd fulltrúa frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Kanada og Vestur-Þýzkalandi hef- ur unnið í eitt ár að endanlegri áætlun um sjálfstæði Namibíu að höfðu samráði við Suður-Afríku- stjórn og SWAPO. Áreiðanlegar heimildir í dag hermdu að hægt yrði að afhenda suður-afrísku stjórninni áætlunina eftir nokkra daga. Sérfræðingar telja að tilræðið verði til þess að Suður-Afríku- stjórn taki harðari afstöðu. Hún hefur sagt að ef ekki náist samkomulag við nefndina muni hún vinna að „innri Iausn“ í Suðvestur-Afríku. Eitt helzta ágreiningsefnið í viðræðunum hefur verið áfram- haldandi nærvera sUður-afrískra hermanna; SWAPO vill fækka þeim í 1500 og að þeir verði ATLAS sumarhjólbarðar: A-78-13 Verö kr. 13.343 - B-78-13 Verö kr. 13.679- C-78-13 Verö kr. 14.255- C-78-14 Verö kr. 14.441- E-78-14 Verö kr. 15.270- F-78-14 Verö kr. 16.046- í Véladeild < £S HJÓLBARÐAR Sambandsins * BORGARTÚNI 29 SIMAR 16740 OG 38900 eingöngu í tvennum búðum í suðurhlutanum. Suður-Afríku- stjórn segir að þörf sé á fjölmenn- ara liði til að halda uppi lögum og reglu. ________ _______ — Kvarti rússneskir... Framhald af bls. 25. barna móðir og var henni haldið um tíma í Moskvu, en þaðan var hún flutt á geðsjúkrahús í heimabæ sínum. Þar var henni haldið í tvo mánuði, áður en hún fékk að sjá fjölskyldu sína á ný. Vladimir Klebanov, forystu- maður hins nýja verkamanna- sambands, var haldið í öryggis- gæzlu á sérstöku geðsjúkrahúsi á árunum 1968 til 1973. Voru það viðbfögð hins opinbera er hann vogaði sér að mótmæla því að vera sagt upp sem forstöðu- manni fyrir flokki námumanna í Ukraínu. Klebanov reyndi að fá námumennina til að bindast samtökum um að kvarta undan aðbúnaði á vinnustað. ■— íþróttir Framhald af hls. 17. um að ræða. Þegar ljóst er, hverjir vilja vera með í sjóðn- um, er keppendum gefinn kostur á að velja búnað frá þeim, sem vilja vera með. Keppendur eru þá skuldbundnir til að nota þann búnað og engan annan eitt keppnistímabil, en stundum er samið til lengri tíma. Fram- leiðendur greiða svo í skíðasjóð- inn eftir fjölda þeirra keppenda, sem velja þeirra vörur og einnig fer upphæðin eftir því, hverjir keppendurnir eru, en landsliðs- hópnum er þá skipt í A-flokk og B-flokk. Framleiðendur skuldbinda sig til að láta keppendum í. té útbúnað eftir ákveðnum reglum og einnig veita þeim ýmsa þjónustu yfir keppnistímabil eins og ný skíði, ef hin brotna, keppendum að kostnaðarlausu." — Piltar fórust Framhald af bls. 40 arbáta á sínar skipshafnir til leitar og um morguninn er talið að 70—80 manns hafi verið við leitina. Það var svo um kl. 10 að morgni annars í páskum, sem piltarnir tveir fundust. Fundust þeir í snjóflóðinu, þar sem það hafði farið eftir litlu gildragi neðan við neðsta klettinn. Var stutt á milli Sævars og Hólm- steins, en þeir félagar höfðu þegar þeir lögðu af stað í gönguna bundið línu á milli sín. Snjóflóðið sem piltarnir lentu í, var ekki stórt, en það hafði hrúgast niður eftir gildraginu og fundust piltarnir á 1 'h —2 metra dýpi í snjónum. í Neskaupstað telja menn, að snjóflóðið hafi lent á þeim Sævari og Hólmsteini um það bil tveimur klukkutímum eftir að þeir lögðu upp frá Þrastarlundi. Eins og fyrr segir, voru þeir Sævar og Hólmsteinn 18 og 17 ára. Báðir voru þeir trésmíðanemar. Þeir höfðu starfað mikið í skáta- og íþróttahreyfingunni í Neskaup- stað og voru báðir skátaforingjar. — Hafréttar- ráðstefna Framhald af bls. 1. ná samkomulagi um hagnýtingu auðlinda hafsins og hafsbotnsinsj' hver eigi að bera ábyrgð á mengun og verndun lífríkisins í sjónum, hvernig eigi að leysa vandamál landluktra ríkja og hve mikla lögsögu strandríki skuli hafa innan 200 mílna efnahagslögsögu. Rúmlega 40 ríki hafa tekið sér 200 mílna lögsögu, þar á meðal Bandaríkin. Jafnframt liggur fyrir bandaríska þinginu frumvarp um veitingu leyfa til nýtingar málma handan lögsögunnar. Bandaríkin hafa þegar hótað við að hætta þátttöku sinni á ráð- stefnunni. — Carter Framhald af bls. 1. í Brazilíu, sem frú Carter heimsótti í fyrra mun forsetinn hitta í fyrsta skipti að máli Ernesto Geisel forseta sem hefur verið gagnrýndur fyrir mannrétt- indabrot. Carter vill einnig ræða við hann um kaup Brazilíumanna á kjarnakljúf fyrir fimm milljarða dollara í Vestur-Þýzkalandi. Með þessum kjarnakljúf gætu Brazilíu- menn framleitt kjarnorkuvopn. Philips útvarp / vekjaraklukka. Phihps ferðaútvarp 220 v/rafhlöður. Margar gerðir. PhiI/ps rakvélar. 6 gerðir. Philips kann tökin á tækninni heimilistæki sf Sætúni 8 - 15655 Hafnarstræti 3 - 20455. Philips fermingagjafir I Hvergi meira I I úrvol I Lítið á úrval okkar. Margar gerðir, gott verð. Meðal annars þessar vinsælu gerðir:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.