Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 pliírrgiWimMalí i fo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 90 kr. eintakið. Ekki er laust við, að AlÞýðu- flokkurínn sé að verða dálítið einkennilegur flokkur. Fyrir skömmu var bent á í forystugrein hér í blaðinu, hvernig hann Þiggur styrki frá sósíaldemokratískum flokkum á Norðurlöndum, en tals- maður Þeirra á fundi Noröurlanda- ráðs, finnski Þingmaðurinn Sund- qúist, lýsti Þvi óhikað yfir, aö skoðanabræöur íslenzkra krata á Norðurlöndum heföu mikinn áhuga á Því að styrkja starfsemi Þeirra. Morgunblaðið benti á, aö hér væri um frekleg afskipti af innanlands- stjórnmálum íslands að ræða og við hefðum engan áhuga á Því aö sitja uppi með sams konar bákn og danskir sósíaldemokratar bera ábyrgð á. Við gætum séö sjálfir um íslenzk stjórnmál og hefðum engan áhuga á erlendri íhlutun í peim efnum — tkkert frekar íhlutun sósíaldemokrata á Norðurlöndum en annarra, t.a.m. sovézkra komm- únista, sem hafa löngum veitt litla bróður hér á landi aðstoð á ýmsan hátt. Það væri skylda okkar að finna stjórnmálaflokkum hér á landi íslenzkan farveg, Alpýðu- flokknum ekki síður en öðrum. Það hefði beztu forystumönnum hans líka tekizt og ættu Þeir heiður skilið fyrir Það. í fyrra gagnrýndi Morgunblaðiö AlÞýðuflokkinn fyrir pær raddir, sem voru farnar að heyrast Þar í flokki um nauðsyn Þess að breyta Þeirri öryggisstefnu, sem tryggt hefur sjálfstæði íslands frá stríðs- lokum. Það var engu líkara en marx-leninistar væru byrjaðir að vaða uppi í flokknum, ekki sízt í röðum ungra jafnaðarmanna, og gerði Morgunblaöíð fyrirspurn um pað, hvort stefna flokksins í öryggis- og varnarmálum hefði á einhvern hátt breytzt. Gylfi Þ. Gíslason hefur tekið gallharða afstöðu í pessum efnum og undir forystu hans í Viðreisnarstjórn og síðar hefur mátt treysta AlÞýðu- flokknum í utanríkismálum. Bene- dikt Gröndal, núverandi formaður AIÞýöuflokksins, tók Morgunblaðið á orðinu og svaraði ritstjórnargrein Þess í ágætri grein hér í blaðinu — og tókst að hrista slyðruorðið af flokki sínum í Þessum efnum. Enginn vafi er á Því, að mikill meirihluti alÞýðuflokksmanna — og ekki sízt fortystumenn flokksins — eru á sömu skoðun og Gylfi og Benedikt. Allir beztu menn AlÞýðuflokksins vilja halda óbreyttri stefnu í varnar- og öryggismálum og ber að virða Þaö og meta. Meðan svo er, geta menn frekar treyst AlÞýðuflokkn- um en annars væri. AlÞýðuflokkurinn hefur Þannig haldiö íslenzkri utanríkisstefnu hátt á loft og sýnt, að hann lætur engan segja sér fyrir verkum í Þeim efnum. Hann hefur verið Þessari stefnu trúr og slegið skjaldborg um samstarf lýðræöissinna á Vestur- löndum gegn ásælni og síauknum Þrýstingi kommúnista. Þessi stefna hefur síður en svo átt í vök aö verjast, en hefur Þvert á móti vaxió ásmegin, bæði hér á landi og erlendis — og sér Þess stað í öflugu starfi lýðræðissinna, bæöi í skólum hér á landi og annars staðar, en auk Þess og ekki síður í kosningaúrslitum í nágrannalönd- unum, t.a.m. hve halloka evrópu- kommúnistar svokallaðir og bandamenn Þeirra fóru í frönsku kosningunum, en Þær eiga áreið- anlega eftir að styrkja stöðu Atlantshafsbandalagsins, bæði í Frakklandi og allri Vestur-Evrópu. Formaður Alpýðuflokksins var forsætisráöherra, Þegar ísland gerðist aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins og gerðu kommún- istar svívirðilega aðför að honum, sem lengi mun í minni höfð. í umræðum á AlÞingi Þá sagði Stefán Jóhann Stefánsson um mál Þetta m.a.: „Meðal Austur-Evrópu- landanna haföi Tékkóslóvakía um skeið sérstöðu. Benes og Masaryk beittu áhrifum sínum til pess aö viðhalda lýðræði og frjálsri hugsun í landi sínu. En kommúnistar urðu Þess megnugir, með aðstoð svikara og spákaupmanna, að leggja landið undir einræði hins alÞjóölega kommúnisma. Tékkóslóvakía var með skyndibyltingu innlimuð í hernaðar- og einræöiskerfi Aust- ur-Evrópu. Kommúnistar um öll lönd ráku upp gleðióp, jafnvel hér. Á takmörkum Atlantshafs og N-ís- hafs hrósuðu kommúnistar og auðtrúa og blekktir áhangendur Þeírra sigri. Hin ógnandi Aust- ur-Evrópublökk var reyrð saman og ögraði öllum friöi og öryggi í heiminum. Hin friðsömu lýðræöisríki V- Evrópu og Bandaríkin Norö- ur-Ameríku tóku að hefjast handa bæði til varnar sér og einnig eigi síður til að tryggja heimsfriöinn. Árangur Þeirra athafna, knúinn fram í varnarskyni og borinn upp af hugmyndakerfi lýöræöisíns, er Atlantshafssáttmálinn ...“ Og ennfremur: „Við lifum á einkennilegum tím- um falsaðra hugtaka, skefjalausra blekkinga og ofstækisfulls og hatramms áróðurs. Hugmyndakerfi einræðisaflanna, nazismans og kommúnismans, hefur rutt sér geigvænlegar brautir með Þjálfaðri, skólaðri og skefjalausri málýtni. Þaö, sem áður var með ótvíræöum rétti og sannindum kallað óskorað einræði og ofbeldi, er nú í skólum kommúnismans, nefnt fullkomið eöa einbeitt lýðræði. Og jafnvel til Þess að gera Það ennpá aðgengi- legra, alÞýðulýðræði. Það, sem áður var meö réttu kölluð einsýn föðurlandssvik og stígamennska, er nú á máli hinnar nýju einræöis- stefnu kommúnismans kallað föð- urlandsást og barátta fyrir hags- munum Þjóðarinnar. Það er einmitt Þetta, sem íslenzk alÞýða hefur kallað og pað með réttu öfugmæli. Aldrei hefur Þetta komið betur í Ijós en í ofstækisfullri og örvingl- aðri baráttu íslenzkra kommúnista og einstakra fylgifiska Þeirra gegn Þátttöku íslands í öryggis- og friðarbandalagi lýðræðisÞjóöanna. Þar er öllum nöfnum öfugmælanna beitt í örvæntingarfullrí baráttu kommúnista tíl Þess að fjarlægja íslendinga samstarfi við lýðræðis- ríkin um leiö og keppt er aö pví, að land okkar sé opið varnar- og samherjalaust, ef Því einræðisríki, sem lagt hefur undir sig mörg lönd og ríki með tugum milljóna íbúa, auk Þess sem fjölmörg önnur ríki og lönd eru nú háö valdi Þeirra og geðÞótta, Þó formlega séu frjáls — ef Þessu sama einræðisríki Þætti sigurvænlegt að ná íslandi á sitt vald. Þessi fimmta herdeild í öllum löndum, kommúnistar, skreyta sig á skammarlegan hátt nafni fööur- landsvinanna um leið og Þeir blygðunarlaust og með fyllsta ofstæki reka erindi austræns ein- ræðisríkis gegn hagsmunum sinn- ar eigin Þjóðar...“ Þarnæsti formaöur AlÞýöuflokks- ins, Emil Jónsson, sem Þá var viðskíptamálaráðherra sagöi m.a.: „Kommúnistaforingjar ýmissa landa, m.a. Thorez hinn franski og Togliatti hinn ítalski, hafa báðir lýst yfir pví, aö ef rússneski herinn sækir lönd Þeirra með vopnum, muni Þeir ekki berjast til aö verja land sitt, heldur Þvert á móti gerast föðurlandssvikarar og ganga í lið með árásaraðilanum. íslenzkir kommúnistar hafa verið spurðir, hvort peir mundu taka sömu afstöðu hér, en Þeir hafa enn sem komið er neitað að svara. Raunar Þurfa Þeir ekki að svara: Það er á allra vitorði, aö hvaða svar, sem Þeir teldu hentugt að gefa, Þá mundu Þeir taka sömu afstöðu og flokksbræöur Þeirra erlendis. Þeir hafa sýnt Það á undanförnum árum, aö Þeir taka í öllu, sem máli skiptir, gjörsamlega sömu afstöðu til allra mála og erlendir flokksbræður Þeirra, afstöðu, sem ekki er mótuð og tekin af Þeim sjálfum, heldur alÞjóöastjórn samtaka Þeirra. Þetta er sá bakgrunnur, sem menn verða að hafa í huga, Þegar rætt er um stofnun Atlantshafsbandalagsins. Það er nauðvörn Þeirra Þjóða, sem vilja verja sín helgustu mannrétt- indi og hindra, að Þau séu með ofbeldi frá Þeim tekin ...“ Þessar ræður forystumanna Al- Þýðuflokksins bírtust í AIÞýðublað- inu 29. og 31. marz 1949. Þær voru báðar haldnar á AIÞingí á örlaga- tímum. AlÞýðuflokksmenn mega vera hreyknir af Þeim og forystu- mönnum sínum Þá. En engu er líkara en AlÞýðuflokk- urinn sé aö verða eitthvað útúr- borulegur flokkur, ef litið er á sumt af Því, sem marx-leninistarnir á AlÞýðublaðinu skrifa, og einnig ýmislegt annað, s.s. yfirlýsingar hins nýja frambjóðanda flokksins á Austurlandi, Bjarna Guðnasonar fyrrum alÞingismanns fyrir Sam- tökin. Fyrst sagöi hann, að hann teldi, aö sér væri fært aö styðja stefnu AIÞýöuflokksins í varnar- og öryggismálum, en nokkru síðar breytti hann Þessari stefnu sinni og kvað sig andvígan stefnu flokksins ■ öryggismálum. Þegar svo var komið, átti flokkurinn auövitað að gera upp við Þennan nýja fram- bjóðanda sinn í mikilvægasta málinu, sem á dagskrá er, Þ.e. öryggi íslands og hvernig Þaö muni bezt tryggt. í stað Þess heldur frambjóðandinn sínu striki og gengur í berhögg við yfirlýsta stefnu flokksins í viðkvæmasta atriði íslenzkra stjórnmála. Meöan slíkt er látið reka á reiðanum, verður trúnaðarbrestur milli Al- Þýðuflokksins og margra kjósenda hans, sem geta ekki hugsað sér annað en stefnufestu flokksins í öryggis- og varnarmálum landsíns. En Það er eins og forystu flokksins komi yfirlýsing Bjarna Guönasonar ekkert við. Aöalatriðið virðist að fá frambjóðanda á Austurlandi — bara einhvern frambjóðanda (I) Eða hvað skyldu menn eins og Bjarni Guönason segja um ræöur forystumanna AlÞýðuflokksins á AlÞingi 1949 — og stefnuskrárgrein Benedikts Gröndals, formanns flokksins, um varnar- og öryggis- mál, sem birtist hér í Morgunblað- inu ekki alls fyrir löngu? Þá má loks geta Þess, aö einn af Þingmönnum AlÞýðuflokksins, Jón Ármann Héðinsson, féll til fram- boðs í Reykjaneskjördæmi vegna áhuga meirihluta kjörfundar á Því að koma hernámsandstæöingi í sæti, sem Þingmanninum var ætl- að, Þegar ganga átti frá listanum. Þetta mættu lýðræðissinnaðir al- Þýðuflokksmenn í Þessu næst- stærsta kjördæmi landsins, Reykjanesi, muna og veita Þeim ærna ráöningu, sem að Því stóðu. Óþarfa trúnaðarbrestur milli Alþýðuflokks og kjósenda 1500 manns með Herjólfi um páskana IIKRJÓLFUR flutti 1500 manns milli lands og Eyja um páskahá- tíðina, en mjön mikil umferð er með skipinu ojj flutti það 200 bíla um heltíina. A 2. dag páska fóru um 400 manns báðar leiðir með Herjólfi, en sinlinj; með skipinu milli lands og Eyja tekur 3 klukkustundir. Um þessar mundir er verið að taka í notkun svartolíu- kerfi i vél skipsins og er reiknað með að unnt verði að sigla skipinu á meiri hraða. HríðT fjallvegum FÆRÐ um Suðurland og Vestur- land og allt austur á firði hefur verið góð síðustu daga, en hins vegar hefur verið versta veður á Vestfjörðum og Norðurlandi og færð mjög miklum erfiðleikum háð. Bæði Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði voru lokaðar í gær, en Vegagerðin opnaði norðurleið- ina í gærkvöldi fram hjá Holta- vörðuheiði um Laxárdalsheiði og Heytial, því Brattabrekka var lokuð. F’ærð er þó mjög ótrygg á svæðinu. A Norðausturlandi var allt ófært og allir fjallvegir lokaðir á Austfjörðum, en hins vegar var fært um Hérað. Fagridalur var Irfkaður í gær. úsundir bíða flugfars innanlands Gullfaxi Flugfélags íslands hefur flogið margar ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur um páskana, þessi mynd var tekin á Reykjavíkurflugvelli á 2. dag páska. Ljósmynd Snorri Snorraspn. 4 Um 2000 farþegar bíða nú fars hjá Flugfélagi ísíands og er um helmingur þeirra farþega teppt- ur á Vestfjörðum. en hinir á Norðurlandi samkvæmt upplýs- ingum Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða. Ekki var unnt að fljúga til Norðurlands og Vestfjarða í gær. en á 2. dag páska flaug Flugfélagið 3 ferðir á Sauðárkrók. 1 þotuferðir til Akureyrar. 5 ferðir á Húsavík, 3. til Egilsstaða. eina á Höfn og tvær til Eyja. Þá var áætlað að fljúga 7 ferðir til ísafjarðar þann dag. 3 á Patreksfjörð og eina til Þingeyrar. en ekki hefur verið unnt vegna veðurs að fljúga til þessara staða. Veðurspáin fyrir daginn í dag var ekki hagstæð í gær fyrir flug en Sveinn kvað áætlað ef unnt yrði að senda þotu Flugleiða fjórar ferðir til Akureyrar í dag til þess að unnt yrði að beina Fokkerunum til Vestfjarða og létta þar á. Þá bíður fjöldi fólks fars með Vængjum, en Vængir hafa ekki flogið á ýmsa af áætlunarstöðum sínum síðustu daga. Ekki hefur þó verið unnt að fljúga á suma staði eins og Siglufjörð, en þar bíða nú 200 manns eftir fari. Þá hefur Flugfélag Norðurlands einnig átt í erfiðleikum með áætlunarflug sitt og bíða nú nokkur hundruð farþegar eftir fari með félaginu og þar á meðal um -ðtFmántrs' tH-Vnstfjarða: - • -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.