Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 31 Lú ther Hróbjarts- son - Minningarorð Fæddur 24. maí 1888 Dáinn 14. mars 1978 Deyr fé. deyja frændur deyr sjálfur hið sama en orstfr deyr aldregi hveim cr sér góðan getur. Eitt eigum við öll víst sem fæðumst í þennan heim, öll skulum við deyja þó jarðvistin sé mislöng hjá hverjum og einum. Nú hefur Lúther frændi lokið göng- unni gegnum lífið. Hans æviganga varð löng, nálega 90 ár. Samt gæti maður trúað því, að það hafi ekki verið honum iangur tími svo starfsömum manni sem setti metnað sinn í að leysa hvern þann vanda sem að höndum bar. Lúther Hróbjartsson var fædd- ur 24. maí 1977 ,á Velli í Hvol- hreppi. Foreldrar hans voru Hró- bjartur Hróbjartsson og Bjarg- hildur Magnúsdóttir, bæði Rangæ- ingar, og var hann elstur barna þeirra og eini sonur, sem upp komst. Þau fluttust til Eyrarbakka 1893 þar sem Lúther ólst upp í stórum hópi systkina við lítil efni sem og flestir þeirra tíma enda fór Lúther snemma að taka til hendi og vinna fyrir sér við allt sem til féll, til sjávar og sveita. Arið 1908 hleypti hann heim- draganum og héit til Reykjavíkur þar sem hann gerðist sjómaður fyrst og síðar verkstjóri á eyrinni, en 1930 breytir hann til og gerist umsjónarmaður við hinn nýstofn- aða Austurbæjarskóla, sem þá var fjölmennasti skóli landsins. Þó það væri umfangsmikið starf lét Lúther sér það ekki nægja svo starfsamur sem hann var, en starfaði sem verkstjóri við timbur- uppskipanir hjá Völundi í fríum frá skólanum árum saman. Ekki lét Lúther þjóðmálin fram hjá sér fara. Var eindreginn sjálfstæðis- maður og virkur félagi í Oðni og lét ekki hlut sinn fyrir neinum í þeim efnum. Trúmaður var Lúther, trúði á framhaldslíf og að starfinu lyki ekki við líkamsdauð- ann, heldur myndi það halda áfram á nýjum vettvangi. Lúther var góðviljaður maður og vildi hvers manns vanda leysa, glaðsinna og greindur vel og gat átt til að kasta í hendingum í góðra vina hópi þó hann flíkaði því lítt. Skömmu eftir að Lúther fluttist til Reykjavíkur kvæntist hann Steinunni Jónsdóttur ættaðri úr Grímsnesi og áttu þau saman 6 börn, en áður hafði Steinunn eignast son sem er Skarphéðinn Jónsson og gekk Lúther honum í föður stað. Börn þeirra eru: Sigurbjört Clara, gift Hermanni Guðmundssyni, Hróbjartur, kvæntur Svövu Pétursdóttur, Rebekka, gift Óskari Ólafssyni, Helga, gift Hákoni Kristgeirssyni, Hilmar Jón Hlíðar og Björgvin, kvæntur Boggu Sigfúsdóttur. 1942 dró ský fyri/ sólu á heimilinu þegar Steinunn dó skyndilega og -voru þá erfið ár framundan þar til hann kynntist Sigríði Kjartansdóttur, seinni konu sinni, sem hann kvæntist 23/12 1945. Sigríður átti þá son á unglingsaldri sem Kjartan Brynj- ólfsson heitir og reyndist Lúther honum sem besti faðir. Nú brosti lífið aftur við honum, enda Sigríð- ur mannkostakonna sem hefur reynst honum frábærlega traustur lífsförunautur til síðustu stundar og er það fólki hans ómetanlegt hve hún annaðist hann af miklum kærleika hin síðustu ár því þótt Lúther héldi öllum sálarkröftum til hinstu stundar var ellin farin að segja til_sín svo háaldraður sem hann var orðinn. Mér er Lúther frændi minnis- stæður frá fyrstu kynnum. Þessi stóri gjörvilegi maður sem kom um langan veg þegar faðir minn dó, til að fylgja honum og styrkja okkur sem vorum svo mörg og ung. Það var ekki eina hjálpin, hann var alla tíð tilbúinn að rétta frændfólkinu í fjarlægðinni hjálp- arhönd. Þegar ég kom til bæjarins unglingur var mín fyrsta ferð í Austurbæjarskóla til frændfólks- ins og þangað lá leiðin þegar Magnús Theódór Þorláksson var fæddur 5. ágúst árið 1896 að Laugalandi í Reykhólasveit, A-Barðastrandarsýslu. Móðir hans var Guðlaug Dags- dóttir, ættuð af Ströndum. Faðir hans var Þorlákur Guðmundsson, er bjó að Laugaiandi. Bæði al- systkini og hálfsystkini Theódórs heitins voru 11 að tölu. Af þeim stóra hópi lifir aðeins Elísabet Guðmundsdóttir, er býr ásamt manni sínum, Jóni Þórðarsyni, að Árbæ í Reykhólasvéit. Frá for- eldraheimili Theódórs lá leiðin að Borg og Kinnastöðum. Báðum þessum heimilum átti Theódór gott að unna og bar hlýhug til húsráðenda og þeirra fólks frá báðum þessum bæjum. Theódór var liðlega vaxinn maður og knár. Stundaði íþróttir og kenndi sund. Við heimabæ sinn byggði hann sundlaug og iðkaði mikið að fara í sund. Theódór var mjög hagur maður og lærði húsasmíði og tók full réttindi í þeirri iðn. Hann gekk í læri hjá Ríkarði Jónssyni og var hann snillingur í tréskurði. Hann var listfengur með rennibekk og smíð- aði spunarokka, sem kunnir voru víða fyrir gæði og fegurð. frístund gafst. Ailtaf var frændi glaður og spaugsamur og gaman að tala við hann. Það er margt að þakka að leiðarlokum, farðu vel frændi, kannski við hittumst á öðru tilverustigh Elín Ág. Jóhannesd. Nú er hann afi minn dáinn. Það koma margar minningar í hugann, allar góðar og fallegar — hann var mér og minni fjölskyldu svo mikils virði. Mig grunar, að er ég, sem lítill drengur, var að sniglast í kringum hann, að sjálfsagt hafi ég þá gert mörg prakkarastikin. Þegar ég fulltíða minntist á slíkt við hann, gerði hann að gamni sínu og sagði, að ég hefði ailtaf verið svo þægur. Þegar ég kom í heimsókn með konu minni og sonum var alltaf sama góða viðmótið hjá afa og konu hans, Sigríði. Alltaf var mikil tilhlökkun hjá drengjunum mínum að heimsækja afa og ömmu. Vil ég því þakka afa mínum allt gott frá liðnum árum og bið guð að blessa minningu hans og veita „Siggu ömmu“ styrk í sorginni. Lúther Hróbjartsson. Meðari Reykjavíkurár Theódórs stóðu yfir, kynntist hann Helgu Amelíu Illugadóttur, sem þá var einstæð móðir, með tvær ungar dætur sínar. Felldu þau hugi saman og stóð samleið þeirra meira en 40 ár. Theódór var góður stjúpdætrum sínum og. reyndist þeim Guðbjörgu Bjarnheiði og Guðnýju Halldóru vel. Theódór og Helga eignuðust tvo drengi, þá Guðmund, sem fæddur er hér í Reykjavík, og Gunnlaug, sem fæddur var vestra. Hér í Reykja- vík bjó Theódór með fjölskyldu sína í eigin húsi. I byrjun stríðsins kveður Theó- dór borgarlífið og flytur með fjölskyldu sína að Laugalandi og eignaðist hann síðar jörðina. Hafði stuðning af landbúnaði og smíðaði fyrir aðra og féll sjaldan verk úr hendi. Theódór var bókelskur maður og var vandur að ritmáli. Engin bók var honum kærari en Heilög Ritning. Las hann þá bók sér til gagns og sálubóta. Theódór kynnt- ist hvað lifandi trú er, rótfest á Orði Guðs hjá Sumarliða pósti föðurbróður sínum og konu hans, Jóhönnu Loftsdóttur frá Borg. Það veganesti dugði gegnum lífið til eilífðarinnar. Fyrir lestur Heilagrar Ritning- ar tók Theódór afstöðu með Hvítasunnusöfnuðinum og var trúr þeim málstað allt til enda síns lífs. Síðustu þrjú árin var heilsu hans mjög tekið að hraka og var heilsa hans þrotin er hann andað- ist í Landakotsspítala 3. mars s.l. Það voru margir sveitungar og vinir er kvöddu Theódór í Foss- vogskirkju 16. mars s.l. en þá fór útför hans fram. Merkur maður og gegn er genginn. Hans mun verða minnst sem góðs drengs, er ekki mátti vamm sitt vita. Helgu og börnun- um öllum ásamt systur hans og öðrum ástvinum eru sendar sam- úðarkveðjur og þeim beðin bless- unar Drottins. Einar J. Gislason. + Innileqar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ASTÞRUOAR SVEINSDÓTTUR Alúöar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki aö Reykjalundi fyrir góöa umönnun. Flugfélagi íslands h/f þökkum viö viröingu og vinsemd í garö hinnar látnu. Bergþóra Kriatinsdóttir Sveinn Kristinaaon Edda Guölaugsdóttir Siguröur Kristinsson Þórey Guómundsdóttir Arnheiöur Krístinsdóttir Örn Ragnarsson Bryndis Kristinsdóttir Þóröur Oskarsson Unnur Kristinsdóttir Orri Vigfússon Jón Kristinsson Unnur Steingrímsdóttir Kristján Kristinsson Oddný Dóra Halldórsdóttir og barnabörn. Kveðjuorð — Magnús Theódór Þorláksson + Móöir mín, FRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Bogahliö 13 Reykjavík sem lést á Landspítalanum 19. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudag 30. marz kl. 3 e.h. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Ragna Möller Steinn Hansson. Ólafur Sigurðsson + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KATRÍN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR Heiöargeröi 72, Reykjavík, sem andaöist 17. marz, veröur jarósungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 1. apríl klukkan 13.30. Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 29. marz klukkan 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, eru beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. » Kristjana Hretna Ingóltsdóttir, Pálmi Jónasson, Svava Óladóttir, Baldur Ingólfsson, Kristín H. Pátursdóttir, Ragna Ásdís Ingólfsdóttir, Guöjón Eymundsson, Stefán Arnbjörn Ingólfsson, Auður Guðjónsdóttir, Þórunn Elisabet IngóHsdóttir, Arnar Jónsson, Jóhanna K. Ingólfsdóttir-Johannessen, Matthías Johannessen, Kristján Höröur Ingólfsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Karólína Guöný Ingólfsdóttir, Steingrímur Sigvaldason, Hanna Sæfríöur Ingólfsdóttir, Bragi Axelsson, Birna Svava Ingólfsdóttir, Aöalsteinn Vestmann, Magnús Ingólfsson, Helga Aöalsteinsdóttir, Páli Ingóltsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN Ó. GÍSLASON, húsasmíóameistari, Langageröi 92, sem lézt í Borgarspítalanum, föstudaginn 24. marz veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju, föstudaginn 31. marz kl. 13.30. Helga Hjartardóttir, Guöborg Jónsdóttir, Þórarinn Lárusson, Örn Jónsson, Elín Elíasdóttir, Ólafur Jónsson, Bjarni Jónsson, Lilja Svavarsdóttir, og barnabörn. + Jarðarför bróöur míns, ÞORGEIRS ÓLAFSSONAR pípulagníngamanns sem lést aö heimili sínu Hátúni 12, 16. marz fer fram miðvikudaginn 29. marz kl. 13.30 í Fossvogskirkju. Fyrir hönd systkina og vandamanna. Sigríóur Ólafsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi JÓHANN V. JÓNSSON, bitreiöastjóri, Álfheimum 15 veröur jarösettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. mars kl. 3. Kristrún Kristjánsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Halldór Guömundsson Anna Sigríóur Jóhannsdóttir Kjartan Kjartansson Kristján Tryggvason Jóna Hafsteinsdóttir og barnabörn. + Alúöar t>akkir til allra er sýndu okkur samúö og vináttu viö fráfall og jaröarför SVÖFU ÞORLEIFSDÓTTUR Vandamenn. + Innilegustu þakkir færum viö öllum þeim, sem í veikindum og viö andlát og útför konu minnar og móöur okkar, AÐALHEIDAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Kleppsvegi 24, Guö blessi ykkur öll, . Óskar Valdimarsson og börn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför BJÖRNS JÓNSSONAR, Deildartungu. Unnur Jónsdóttir, Sigurbjörg Björnsdóttir, Valgeröur Björnsdóttir, Jóhann Oddsson, Jón Björnsson, Gráta Ingvarsdóttir, Guólaugur Guömundsson, Siguröur Guómundsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.