Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978 17 • Standard Liege vann Racing White Molenbeck 3:1 í 1. deildinni í Belgíu um páskahelgina og er í 2. saeti deildarinnar með 41 stig. Efst er Briigge með 44 stig, en liöíð tapaði pó leik sínum um helgina. Anderlecht er í priðja sæti meö 40 stig og gerði sér lítið fyrir og gaf unnendum sínum stórt páskaegg um helgina er liðið vann Boom 9:0 á heímavelli sínum. Fleiri lið en Brúgge, Standard og Anderlecht eíga ekki möguleika á sigri í deildinni. • Celtic vann sætan sigur yfir Rangers í skozku úrvalsdeildinni um helgina, 2:0 á heimavelli Celtic. McDonald og Glavin skor- uöu mörkin, en í nokkrum skozku blaöanna er Jóhannesi Eövalds- syni hrósað mjög og hann talinn bezti maður vallarins. Segir Mirror t.d. að paö hafi ekki komið á óvart, Jóhannes eigi alltaf stórleiki í viðureignum erkióvin- anna. • PSV Eindhoven heldur sínu striki í hollensku 1. deildinni og liðið hefur nú sex stiga forystu, hefur ekki tapað leik í Hollandi á keppnístímabilinu. Um helgina gerði liðiö jafntefli, 0:0, á útívelli gegn Spörtu. Twente er í 2. sæti deildarinnar, AZ ‘67 er í priðja sæti meö 39 stig. V_________________________________ • Real Madrid virðist vera aö stinga Barcelona af á Spáni og vann Sociedad 5:0 um helgina, en á sama tíma tapaði Barcelona 1:2 fyrir Sevilla. • Belgar unnu Austurríkismenn 1:0 í vináttulandsleik í knatt- spyrnu á miðvikudaginn í Charleroi. Eina mark leiksins skoraði Geurts rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn var liður í undírbúningi Austurríkismanna fyrir HM í Argentínu og fyrsti sigur Belga i leikjum pjóðanna síðustu 53 árin. • Pólland vann Luxemborg 3:1 á miövikudaginn. Lubanski og Szarmach (2) skoruöu fyrir HM- lið Pólverja, en Reiter eina mark Luxemborgara. • Argentína vann Perú 3:1 í knattspyrnulandsleik á skírdag, en leikið var í Lima. Luque, Pasrarella og Houseman skoruöu fyrir HM-gestgjafa Argentinu, en Oblitas eina mark Perú. Liðin léku einnig saman fyrir viku og pá vann Argentína 2:1. • Akranes vann Hauka 2:0 í Litlu bikarkeppninni í knattspyrnu um helgina og hafa pví unnið báða leiki sina í keppninni til pessa, en peir unnu FH 3:1 fyrir 10 dögum. Meistarakeppni KSÍ hefst um næstu heigi með leik Vals og ÍA á Melavelli og Reykjavíkurmótið er á næsta leyti. ÓLAFSFIRÐINGAR voru mjÖK sigursælir á SkíAamóti íslands, sem fram fór í skíóalöndum ReykvíkinKa um páskana. Feneu Ólafsfirðing- ar 11 af 19 Islandsmeistara- titlum og 22 verðlaunapen- inga samtals. Það var í norrænu greinunum, sem ól- afsfirðingarnir voru ósigr- andi og er þcssi mynd frá keppninni í 30 km göngu, en á blaðsíðum 20—23 er greint frá gangi mála á skíðalandsmótinu. Þau stóðu sig bezt á íslandsmótinu í borðtennis, Ragnhildur Sigurðardóttir, Stefán Konráðsson, Guðrún Einarsdóttir, Hjálmtýr Hafsteinsson og Tómas Guðjónsson. íslandsmótið í borðtennis: MEISTARARNIR FELLU MEISTARAMÓT islands í borðtennis fór fram dagan 22. og 23. marz í Laugardalshöllinni. Keppendur voru alls 139 í 16 flokkum og er þetta fjölmennasta íslandsmót í borðtennis til þessa. íslandmeisturunum frá í fyrra tókst ekki að verja titla sína, Gunnar Finnbjörnsson tapaöi fyrir Hjálmtý Hafsteinssyni í undanúrslit- um og Ásta Urbancic tapaði fyrir Ragnhildi Sigurðardóttur í úrslita- leiknum. í úrslitaleiknum í karlaflokki mætti Tómas Guðjónsson Hjálmtý Hafsteinssyni og sigraöi Tórrias eftir skemmtilega keppni. Tómas vann fyrstu lotuna 21:11. Hjálmtýr þá næstu 21:14, en Tómas vann svo næstu tvær lotur 21:10 og 21:16 og þar með leikinn 3—1. Hann var vel að sigrinum kominn. lék af öryggi og komst hann aldrei í eriðleika í mótinu og segir það nokkuð til um hæfni hans. i meistaraflokki kvenna sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir Ástu Urbancic í úrslitum. Sigraöi Ásta í fyrstu lotu 21:15. en í þremur síöustu sigraöi Ragnhildur og lék vel, vann hún 21:16. 21:16. og 21:18. Ragn- hildur er dóttir hins kunna íþrótta- frömuöar Sigurðar Guömundssonar í Leirárskóla í Borgarfirði. Hörkuviður- eign var í tvíliðaleik karla, þar sigruöu Tómas og Hjálmtýr þá Gunnar Finnbjörnsson og Ragnar Ragnarsson. Erninum. Fyrsta lotan endaði með sigri Gunnars ög Ragnars 21:17, þá unnu Tómas og Hjálmtýr 21:15 og þá þriöju 21:17, en Gunnar og Ragnar gáfust ekki upp og siruðu í fjórðu lotu 21:16, en í oddaleiknum sigruöu Tómas og Hjálmtýr 21:17. Mikil keppni var í öllum flokkum á mótinu og oft var mjótt á mununum. mundaði þar margur borötennisspaðann lipur- lega. Guðrún Einarsdóttir, Gerplu, sem varö sigurvegari í tvenndar- keppni ásamt Stefáni Konráössyni, hlaut nú islandsmeistaratitil í tvenndarkeppni í 6. skipti. Urslit urðu sem hér segir: Meistaraflokkur karla. Tómas- Guöjónsson KR Hjálmtýr Hafsteinsson KR Gunnar Finnbjörnss. Erninum Meistaraflokkur kvenna Ragnhildur Sigurðard. UMSB Ásta Urbancic Erninum Sigrún Bjarnad. UMSB 1. flokkur karla Brynjólfur Þórisson G Vignir Kristmundss. Erninum Ómar Ingvarsson K Stúlknaflokkur Ragnhildur Sigurðard. UMSB Nanna Haröard. Víkingi Dagrún H|artard. Víkingi Drengir 15—17 ára Ómar Ingvarss. UMFK Gylfi Pálss. UMFK Þorfinnur Guðmundss. Erninum Sveinar 13—15 ára Bjarni Kristjánss. UMFK Hafliöi Kristjánss. UMFK Krisþán Jónas. Víkingi Einliöaleikur 13 ára Einar Einarss. Víkingi Haukur Stefánss. Víkingi Snorri Jóhanness. HSK Old boys Þórður Þorvarðars. Erninum Stefán Árnason KR Birkir Gunnarss. Erninum Tvítiðaleikur 15—17 ára Gylfi Pálsson og Ómar Ingvarss. UMFK Vignír Kristmundss. og Þorfinnur Guðmundss. Erninum Tvíliöaleikur 15 ára og yngri Finnur Guömundss. og Ólafur Birgiss. UMFK Bjarm Kristjánss. og Hafliði Kristjánss. UMFK Tvíliöaleikur kvenna Guðrún Einarsd. og Sveina Sveinbjörnsd. Gerplu Ásta Urbancic og Hafdís Ásgeirsdóttir. Skíðasjóður íslands stofnaður: Takmarkið að halda úti 15 manna landsliðshópi t t - segir Sæmundur Qskarsson, formaður Skíðasambands Islands „VIÐ bindum miklar vonir við þennan Skíðasjóð íslands og ætlum að hann gcti strax orðið jafngildi annarra fjárödunar- leiða Skíðasambandsins og í framtíðinni mun öflugri,“ sagði Sæmundur Óskarsson, prófessor, er Mbl. ræddi við hann að loknu Skíðaþingi, en Sæmundur var kjörinn formaður Skíðasambands íslands, þegar Hákon ólafsson gaf ekki kost á sér til frekari formcnnsku. „Ég kannaði þetta mál á mikilli skíðasýningu í V Þýzkalandi nýlega og ræddi þar við fulltrúa 35 fram- íeiðenda skíða og skíðabúnaðar. Af þeim lýstu 29 áhuga á að vera með í íslenzk- um skíðasjóði. Allir vildu leggja fram útbúnað, en 10 vildu ekki greiða í sjóðinn. Hinir 19 lýstu því yfir að greiðslur þeirra yrðu *háöar skilyrðum okkar. Það verður svo eitt fyrsta verk okkar stjórnarinnar að leiða þetta mál til kykta.“ „Eins og málin standa nú, teldi ég æskilegast, að við héldum út ekki minna en fimmtán manna landsliðshópi,“ sagði Sæmundur. „Tíu manns í alpagreinum og fimm í norrænu greinunum. Nú telur landsliöið 5 manns; Sigurð Jónsson, Hauk Jóhannsson, Hafþór Júlíusson og Steinunn Sæmundsdóttir í alpagreinum og í göngu voru valdir tveir landsliðsmenn; Magnús Eiríksson og Halldór Matthíasson. Við í stjórninni höfum mikinn hug á að stækka landsliðshópinn og einnig að halda honum lengur út til keppni. Alpaliðinu þyrfti að halda erlendis við æfingar og þjálfun, en norrænu greinarnar ættum við að geta æft heima, en auðvitað þarf til þeirra þjálfara, eins og hinna. Svo er að halda liðinu út til keppni. Aðalkeppnistímabilið ytra er frá desember til apríl og ég tel, að við ættum að stefna að því að halda landsliðinu úti til keppni í minnsta kosti þrjá mánuði á ári~.“ —Hver yrði kostnaðurinn við slíkt? „Ef áætlunin liti svona út hjá Sæmundur óskarsson, formaður Skíðasambands íslands. Hann er faðir Steinunnar Sæmundsdóttur t.v. þrefalds íslandsmeistara á landsmóti 1978. og Ásu Hrönn Sæmundsdóttur, sem einnig lét mjög að sér kveða í alpagreinunum á landsmótinu. okkur, yrði kostnaðurinn ekki undir20 milljónum króna, en til samanburðar má geta þess, að fjárhagsáætlun næsta starfsárs hljóðar upp á 5 milljónir, sem er sama upphæð ogsíðar, en þá varð hallinn á starfseminni um 500 þúsund krónur. Það er því ljóst að við þurfum mjög aukið fé og þar bindum við okkar vonir við skíðasjóðinn." — Hvernig yrði hann byggður upp? „Skíðasjóður Islands myndi byggjast upp á framlögum frá framleiðendum skíðsbúnaðar. Framleiðendur hafa áhuga á því að bezta skíðafólk hvers lands not búnað þeirra og þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það fé. Samkvæmt alþjóðareglum er keppendum ekki heimilt að taka við slíku fé, en skíðasamböndin mega það eftir ákveðnum reglum. Þetta fer þannig fram, að skíðasambandið sendir fram- leiðendum tilboð um að vera með í skíðasjóði og er þá hvort' tveggja til að sett er ákveðin upphæð á hve4n keppanda og heildarupphæð á allt liðið, allt eftir því, hvaða vörutegund er Kramhald á hls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.