Morgunblaðið - 29.03.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1978
19
ÍSLANDSMEISTARAR KRi Efri röð frá vinstri: Sveinn Jónsson form. Kr., Carsten Kristinsson, Þröstur Guðmundsson, Bjarni Jóhannesson,
Gunnar Jóakimsson, Kristinn Stefánsson, Einar Bollason, Eiríkur Jóhannesson, Einar Sæmundsson fyrrv. form. KR, Stefán Hallgrímsson og
Helgi Ágústsson liðsstjóri. Aftari röð frá vinstri: Helgi Helgason lukkudrengur, Árni Guðmundsson, Ágúst Líndal, Andy Piazza, Jón Sigurðsson
og Kolbeinn Pálsson. Fremst á myndinni eru sonur og dóttir Jóns Sigurðssonar. Ljósm. Fríðþjófur.
KR ISLANDSM EISTARI
„Við áttum þetta skilið. Baráttan var geysileg, en sigurinn er þeim mun sætari,“ sagði fyrirliði KR, Einar Bullason,
eftir að KR-ingar höfðu innbyrt sigur í einu mest spennandi íslandsmóti í körfuknattleik um áraraðir. Höllin var þéttsetin
áhorfendum, en um 1700 manns komu til að sjá leikinn og er það met á körfuboltaleik hérlendis. Njarðvíkingar voru
að vonum niðurlútir eftir þetta 10 stiga tap, og sáu nú á eftir enn einum bikarnum í hendur KR-inga. Lokatölurnar,
96—86, gefa nokkuð rétta mynd af leiknumt sterkara liðið vann, en Njarðvíkingar voru þó aðeins fetinu á eftir.
KR-ingar tóku strax forystuna
í leiknum og komust í 4—0, en
Njarðvíkingar svöruðu fljótlega
fyrir sig. Þá komust KR-ingar í
10—4 og virtust Njarðvíkingar
mjög óöruggir og þurftu full-
langan tíma til að jafna sig.
KR-ingar hins vegar léku á als
oddi og skoruðu jafnt og þétt á
Njarðvíkingana. Um miðjan
fyrri hálfleik var staðan 20—12
KR í vil, en þá loksins komust
Njarðvíkingar í gang og jöfnuðu
leikinn á örskömmum tíma. Á
11. mínútu hálfleiksins komust
þeir síðan yfir 23—22, en það var
reyndar í eina skiptið í leiknum
því KR-ingar vöknuðu af dvalan-
um og með stórgóðum leik Andy
Piazza og Jóns Sigurðssonar
komust þeir í 38—33. Liðin
skoruðu síðan jafnt á báða bóga
út hálfleikinn, en staðan í
hálfleik var 45—41 KR-ingum í
vil.
KR-ingar komu til seinni
hálfleiksins, sem óðir væru og
tóku strax á upphafsmínútum
hálfleiksins afgerandi forystu í
leiknum. Skoruðu þeir 8 fyrstu
stigin og komust síðan í 10—2 og
virtust Njarðvíkingar vart vita
hvar þeir voru staddir því að
bæði varnar- og sóknarleikur
þeirra var í molum. Um miðjan
Þetta er í 7. sinn, sem titillinn
fer til KR-inga, en síðast unnu
þeir hann 1974.
Lið KR lék allan leikinn í gær
eins og meisturum sæmir. Allir
unnu vel saman bæði í vörn og
sókn, en þótt allir KR-ingar hafi
átt góðan leik voru tveir þeirra,
sem stóðu upp úr, en það voru
Jón Sigurðsson og Andy Piazza.
Er óhætt að segja að báðir hafi
þarna leikið^ sinn besta leik í
vetur, Njarðvíkingar gátu lítið
átt við hraða og knattmeðferð
Jóns og Piazza hitti nánast alls
staðar. Þá skal tveggja annarra
getið, en það eru þeir Kristinn
Stefánsson og Gunnar Jóakims-
son. Kristinn hirti aragrúa
frákasta og skoraði 14 stig, en
Gunnar kom inná í seinni
hálfleik og skoraði strax 8 stig,
sem ef til vill gerðu út um
leikinn því Njarðvíkingar voru
farnir að síga á.
Lið Njarðvíkinga hefur oft
verið betra en í gærkveldi, en
Lelst má um kenna hvað liðið
var seint í gang í báðum
hálfleikjunum. Leikmenn UMFN
verða nú að bíta enn einu sinnií
súra eplið og láta sér 2. sætið
lynda. Langbestur Njarðvíkinga
var Kári Marisson, sem dreif
félaga sína áfram allan leikinn
með ódrepandi dugnaði þótt illa
gengi. Kári kveður nú körfu-
knattleikinn, en gerist bóndi í
Skagafirði og er mikil eftirsjá í
þessum litríka íþróttamanni.
Aðrir Njarðvíkingar voru undir
meðallagi, nema hvað helst
Þorsteinn Bjarnason, sem var að
vanda drjúgur.
Stig KR skoruðu: Jón Sig. 24,
Andy 20, Kristinn og Bjarni
Jóhannesson 14 stig, Einar 12
stig, Gunnar 8, Árni Guðmunds-
son, Kolbeinn Pálsson, sem var
leynivopn KR-inga og dugði vel,
og Ágúst Líndal skoruðu 2 stig
hver.
Stig Njarðvíkinga skoruðu:
Þorsteinn 24, Kári 19, Gunnar
Þorvarðarson 13, Brynjar Sig-
mundsson og Geir Þorsteinsson
8 stig, Stefán Bjarkason 6 stig,
Árni Lárusson 5 stig og Jónas
Jóhannesson 4 stig.
Dómarar voru Sigurður Valur
Halldórsson óg Erlendur
Eysteinsson og höfðu þeir góð
tök á leiknum allan tímann.
Vítaskot skiptust þannig: KR
24:16 UMFN 35-24. Villur
skiptust: KR 25, UMFN 21.
Eftir leikinn sagði Geir Þo-
steinsson, sem er aðal baráttu-
jaxlinn hjá UMFNi „Þetta eru
geysileg vonbrigði. Við héldum
að loks fengjum við titil, en það
er erfitt að eiga við þessa
KR-inga þeir „halda alltaf
haus“ og ná fram góðum leik
þegar þess þarf. Við erum búnir
að vera of lengi í 2. sæti, og
næsti vetur verður okkar. En
núna held ég að það sé best að
fara heim og gráta!“
„Þetta er geysilega erfiður
leikur“, sagði Andy Piazza
þjálfari KR-inga eftir leikinn.
„Eg er ánægður með veturinn
og í kvöld er endirinn á löngu
en ánægjulegu starfi. Njarð-
víkingar eru baráttu lið og ég
var ekki viss um sigur fyrr en
flautað var til leiksloka. Ég fer
heim á morgun, en KR hefur
farið þess á leit við mig að ég
komi aftur næsta haust og geri
ég fastlega ráð fyrir að svo
verði“.
Einar Bollason sagðii „Eftir
nokkra lægð hjá liðinu náðum
við nú að sýna okkar besta. Við
bjuggum okkur vel undir leik-
inn og ég held að samheldni
leikmanna og góður félagsandi
hafi haft mest að segja í kvöld“.
GG
Landinn
í síðasta
sætinu í
Víðavangs-
hlaupi
heimsins
ISLENDINGAR uröu aö sætta sig
viö neðsta sætiö í Víöavangs-
hlaupi heimsins sem háð var í
Glasgow um páskana. Sveitin
lenti í 20. sæti í keppninni, varö
10 stigum á eftir sveit Japans.
Vegaiengdín, sem hlaupin var,
var um 12,3 kílómetrar og var
brautin pung og blaut. Jón
Diðriksson, UMSB, kom fyrstur
íslendinga í mark, varð i 130.
sæti. 190 hlauparar hófu keppni,
en 159 luku hlaupinu. Heims-
meistari í víóavangshlaupi varö
írinn John Treacy og Frakkar
sigruóu i sveitakeppninni.
Brautin sem keppt var í
reyndist mörgum hlaupurum
erfið. Gáfust margir upp vegna
færöarinnar og einnig purfti að
flytja á sjúkrahús pá sem höfóu
ofgert sér og misst meðvítund af
áreynslunni. Færðin olli nokkru
stjörnuhrapi, pví i eöjunni
sprungu m.a. Portúgalinn Lopes,
sigurvegari ‘76 og annar ‘77,
Hollendingurinn Hermens, Sví-
inn Dan Glans og Belgíumaður-
inn Leon Schots sem sigraði i
fyrra. Svíar luku ekki sveita-
keppninní par sem aðeins tveir
hlauparar peirra luku pví.
í kvennakeppninni sigraði
norska stúlkan Greta Waitz með
miklum yfirburðum. Dansk-ís-
lenzka stúlkan Lóa Ólafsson var
í fremstu röð í byrjun, en
brekkurnar og færðin sáu til
pess að hún hafnaði í 32. sæti.
Norðurlandapjóðirnar sendu
fáar sveitir i hlaupiö aö pessu
sinni. Finnar sendu enga sveit
nú, en hafa verið með í karla-,
kvenna- og unglingahlaupinu
undanfarin ár. Norðmenn sendu
nú aðeins kvennasveit, en pað er
reyndar í fyrsta sinn sem peir
senda sveít tit heimsmeistara-
mótsins í víðavangshlaupi. Svíar
hafa um árabil sent sveit i
karlaflokkinn. Hefur sveit peirra
ýmist ekki lokið hlaupinu eða
verið í einu af neðstu premur
sætunum. Danir sendu nú ein-
göngu kvennasveit og varð hún
í 15. sæti af 17. Þeir tóku eitt sinn
pátt í karlahlaupinu og urðu pá
síðastir.
islendingar sendu nú sveit í
fyrsta sinn til mótsins. í sveitinni
voru Jón Diðriksson, UMSB
(130), Sigfús Jónsson, ÍR (138),
Ágúst Porsteinsson UMSB (145),
Ágúst Ásgeirsson, ÍR (155),
Sigurður P. Sigmundsson, FH
(157) , Hafsteinn Óskarsson. ÍR
(158) , og Einar P. Guðmundsson,
FH (159).
í svigunum er röð hlauparanna
í htaupinu.
Bikarleik-
ur í Eyjum
EINN leikur fer fram í Bikar-
keppni IISÍ í kviild t fþróttahús-
inu í Vestmannaeyjum. Þór.
nýbakaður aigurvegari í 3. deild.
leikur gegn Víkingi. efsta lióinu
í 1. deild.
KR-MÓT
KR-ingar gangast fyrir móti í
ípróttahúsi KR i kvöld. Keppt
verður í langstökki karla og
kvenna án atrennu og kútuvarpi
seinni hálfleikinn var staðan
orðin 75—55 og var nú titillinn
nánast í höfn hjá Vesturbæjar-
liðinu. En Njarðvíkingar eru
þekktir fyrir allt annað en að
gefast upp og með geysilegri
baráttu jtókst þeim að minnka
muninn í 11 stig þegar um 4
mínútur voru til leiksloka. En
KR-ingar „héldu haus“ eins og
það er kallað á íþróttamáli og
jafnvel þótt Einar Bollason væri
farinn út af með 5 villur sigldu
KR-ingar sigrinum örugglega í
höfn og íslandsmeistaratitillinn
var tryggður með 96—86 sigri.
HM
í
K
N
A
T
T
S
P
Y
R
N
U
50/i?
EO'Í t5T/AÆ> AE>
AUDA UÍ^TTAJC.
CbfcAS'lÚólCiA. U4<S>'tO &MKJ
v/tsfee: ,
,>£>g,6t.&fcr\fc. ocr
Of£.OOOA'r'AlC T=ÍkJOA
AOKJA. . . .
. . - . S.LL6.FO þViáJÚTufK LeíiCS
uoc ÖCoeAe: LiTUi FKAMucVfteuRu
INJkJ £HI(jAIA AtdUA€> IMARIk;
ö£asíl4a TaFYA^.
Þ-AÍif-iOTlJ .CJAF’kJA.e
SCHiafPíoO.
BiCtA giKJCO VJOK) Bkj. . - •