Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 73. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bonnheimsókn Husaks átalin Bonn. 10. aprfl. Rcuter. TÉKKÓSLÓVAKÍSKI kommún- istaleiðtoginn Gustav Husak kom í dag til Vestur-Þýzkalands í fjögurra daga heimsókn sem hefur leitt til almennrar gagn- rýni á afstöðu stjórnar hans til mannréttindamála. Embættismenn í Bonn fagna heimsókninni og telja að hún geti orðið til þess að Vestur-Þjóðverj- ar eigi sams konar samskipti við Tekkóslóvaka og aðrar þjóðir AusturEvrópu. En margir and- stæðingar Pragstjórnarinnar segja að þeir vilji að heimsóknin verði notuð til þess að koma á framfæri gagnrýni á mannrétt- indabrotum í Tékkóslóvakíu. Skákmeistarinn Ludek Pach- man kallaði Hiisak kvisling, sem hefði svikið fyrrverandi vini sína, á blaðamannafundi í dag. Um 120.000 manns flýðu frá Tekkó- slóvakíu eftir innrásina 1968 og margir þeirra hafa setzt að í Vestur-Þýzkalandi. Ein harðasta gagnrýnin sem hefur komið fram í garð Husaks vegna heimsóknarinnar hefur komið frá Joseph Höffner kardinála í Köln. Hann skoraði á Prag-stjórnina að breyta stefnu sinni og sagði að þýzkir kirkju- höfðingjar hefðu þungar áhyggjur af ástandinu í mannréttindamál- um í Tékkóslóvakíu. I Vín var skýrt frá því að leiðtogar andófsmanna í Prag hefðu sent Husak bréf þar sem þeir hvetji hann til að binda enda á vaxandi kúgun sem þeir segja að stuðningsmenn mannréttindayfir- lýsingarinnar verði að þola. Því er haldið fram í bréfinu að lögreglu- leitir, handtökur og réttarhöld gegn andófsmönnum hafi aukizt að undanförnu. Bréfið undirrita þrír talsmenn mannréttindahreyf- ingarinnar: heimspekingurinn Framhald á bls. 30. Sovézkur SÞ-maður skrópar" « New York. 10. apríl. AP. Reuter. HÁTTSETTASTI sovézki rík- isborgarinn sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum, Arkady N. Shevehenko, mætir ekki til vinnu sinnar vegnaágreinings við ríkisstjórn sína, en banda- ríska utanríkisráðuneytið neitar þvf að hann hafi beðið um hæli sem pólitískur flótta- maður. Shevchenko er Úkraínumað- ur og er einn af aðstoðarfram- kvæmdastjórun SÞ með stjórn- mál og málefni Öryggisráðs- ins sem sérsvið. Hann er launaður starfsmaður Samein- uðu þjóðanna og ekki fulltrúi í sendinefnd Sovétríkjanna hjá SÞ. Seinna sagði bandaríska ut- anríkisráðuneytið að Shev- chenko hefði tjáð bandarískum embættismönnum að hann ætl- aði ekki að snúa aftur til Sovétríkjanna. Rússar hafa beðið um fund með Shevchenko. Hann er fyrrverandi ráðunaut- ur Andrei Gromykos utanríkis- ráðherra. Moro krefet fanga- skipta í nýju bréfí Ekkert fararsnið á Israelsmönnum Itiirút. 10. apríl. Reuter. HERLIÐ ísraelsmanna virtist reyna að treysta stöðu sína í Suður-Lfbanon í dag þrátt fyrir loforð um að hefja takmarkaðan brottflutning á morgun. Fréttaritari Reuters segist ekki sjá nokkur merki þess að Israels- menn séu á förum frá svæðinu sem þeir tóku í innrásinni. ísraelsmenn hafa lofað að hefja brottflutning frá sex þorpum og Khardali-brúnni yfir Litaniána á Framhald á bls. 30. Róm. 10. apríl. Reuter. ALDO Moro fyrrverandi forsætisráðherra var í kvöld sagður hafa endurtekið áskorun sína um fangaskipti til að losna úr klóm ræningja sinna og gefið í skyn að ítalska stjórnin neitaði að fallast á slíka lausn vegna áhrifa Bandaríkjamanna og VesturÞjóðverja. Blaðamaður blaðsins II Messaggero náði í yfirlýsingu sem liðsmenn Rauðu herdeildanna sögðu að Moro hefði samið í gangstéttarrusla- körfu samkvæmt bendingu sem hann fékk í síma. Fréttamenn fundu afrit af yfirlýsingunni í Mflanó, Tórínó og Genúa. Moro var einnig sagður hafa fordæmt harðlega og í löngu máli flokksbróður sinn, Paolo Emilio Taviani öldungadeildarmann. Hryðjuverkamennirnir sö'gðu í annarri yfirlýsingu að þeir ættu ekki í leynilegum viðræðum við rikisstjórnina. Moro deildi á þá ákvörðun stjórnarinnar að semja ekki við mannræningjana. Hann sagði að í svipuðum málum hefðu flestar siðmenntaðar þjóðir sýnt „sæmi- legan sveigjanleika" sem ítalir nú höfnuðu þótt ríki þeirra væri ekki meðal traustustu ríkja heims. Hann kvað ítali ekki sálfræðilega færa um að fara að dæmi ísraelsmanna, Bandaríkjamanna og Vestur-Þjóðverja, sem allir væru reiðubúnir að víkja til hliðar mannúðarsjónarmiðum. Þetta er þriðja yfirlýsingin sem hefur verið birt frá Moro og er ekki talin sú sama og sagt var að hefði verið send á laugardaginn til Eleonoru konu hans og hún sagði að hefði verið „hræðileg og áhrifa- mikil." Yfirlýsing Moros er átta hand- skrifaðar síður og henni lýkur þannig: „Má finna einhver banda- t Bracht barón lézt í gíslingu Antwerpen, 10. apríl. AP. Reuter. BELGÍSKI auðmaðurinn Charles-Ciktor Bracht barón lézt af sárum sem hann hlaut þegar honum var rænt fyrir tæpum fimm vikum að því er saksóknarinn í Antwerpen, Julien van Hoeylandt skýrði frá á blaðamannafundi. Lik barónsins fannst í nótt á ruslahaug í þorpi skammt frá sveitasetri hans. Yfirvöld telja að dauða barónsins hafi borið að nokkrum dögum eftir að honum var rænt úr bíl sínum í neðanjarðarbílageymslu í verzlunarhverfinu í Antwcrpen 7. marz. Hann mun hafa særzt þcgar hann veitti viðnám er honum var rænt. Líkið fannst eftir bendingu manns sem hringdi í son bar- ónsins, Theodore, í gær. Maður- inn sagði ekki til nafns. Um helgina skoraði Theodore á mannræningjana í útvarpi og sjónvarpi að leggja fram sann- anir um að faðir hans væri enn á lífi og að hafa samband við sig til þess að semja um að honum yrði sleppt. Fjölskyldan hefur aðeins einu sinni haft samband við mann- Framhald á bls. 30. rísk og þýzk áhrif á bak við þessa hörðu stefnu gegn mér?" Leiðtogar kristilegra demókrata hafa sagt að Moro hafi verið neyddur til að skrifa fyrri yfir- lýsingar sínar og að hann geti ekki talizt höfundur þeirra. Læknir Moros hefur talað um „sálrænt og líkamlegt hrun" hans að sögn blaðsins La Stampa. Moro er mjög harðorður í garð Tavianis sem hefur neitað því að hann hafi hvatt til vægari stefnu gagnvart mannræningjum í sam- Framhald á bls. 30. Móðir Apagovs gleypti syru Embættismaður bendir á staðinn þar sem lík belgfska auðmannsins Charles Victor Bracht greifa fannst í gær skammt frá heimili hans nálægt Antwerpen. Moskvu, 10. apríl. Reuter. AP. MOÐIR sovézka flóttamannsins Valentin Agapov, Antonina Aga- pova, reyndi að stytta sér aldur með því að glcypa sýru í vega- bréfastofnuninni í Moskvu og var flutt alvarlega veik í sjúkrahús. Móðir Agapovs, Ludmila kona hans og Lilya dóttir þeirra hafa reynt árangurslaust í þrjú ár að fá leyfi til að flytjast til hans í Svíþjóð. Sænsk blaðakona, Ebba Sav- borg, sagðist hafa séð móður Agapovs koma út úr salerni inn í biðstofu í vegabréfastofnuninni með tóma flösku þegar embættis- menn höfðu meinað henni og konu Agapovs um vegabréfsáritanir. „Hún hrópaði eitthvað sem mér Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.