Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Aðalstræti 6, sími 101 00.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 90 kr. eintakið
Engin samstaða um
útflutningsbannið
Aform Verkamannasambands íslands um að stöðva
útflutning á afurðum okkar til annarra landa hafa
hlotið misjafnar undirtektir innan verkalýðshreyfingarinn-
ar sjálfrar. Þjóðin fordæmir þá fyrirætlan Guðmundar J.
Guðmundssonar og félaga hans að hvetja andstæðinga
okkar í landhelgisbaráttunni til þess að setja enn einu sinni
löndunarbann á íslcnzkan fisk í erlendum höfnum — en í
þetta skipti að kröfu íslenzkra verkalýðsforingja! Stöðugt
fleirum verður ljóst, að útflutningsbann mun fyrst og
fremst bitna á þeim, sem sízt skyldi, verkafólki og
sjómönnum.
Verkalýðsfélögin á Vestfjörðum hafa lýst því yfir, að þau
muni ekki eiga aðild að útflutningsbanni Verkamannasam-
bands Islands og nú hefur verkalýðshreyfingin á
Suðurnesjum tekið ákvörðun um að eiga heldur ekki aðild
að þessari aðgerð. Augljóst er hverjar afleiðingarnar yrðu,
ef útflutningsbannið yrði almennt og kæmi til fram-
kvæmda. Frystihúsin gætu haldið áfram að taka á móti fiski
þar til frystigeymslur þeirra væru orðnar fullar. begar svo
væri komið mundu þau ekki lengur geta tekið við hráefni
til vinnslu. Þá mundi togaraflotinn stöðvast og sjómenn
verða atvinnulausir. Jafnframt myndu frystihúsin neyðast
til þess að segja upp starfsfólki sínu og afleiðingin yrði
atvinnuleysi einnig hjá því fólki, sem í frystihúsunum
starfar. Þessar yrðu afleiðingarnar heima fyrir, ef
fyrirætlanir Guðmundar J. Guðmundssonar og félaga hans
næðu fram að ganga.
Áhrif útflutningsbannsins út á við yrðu hins vegar þau
að skaða mjög stöðu okkar á erlendum mörkuðum. Með
mikilli fyrirhöfn höfum við náð mjög sterkri stöðu á
fiskmörkuðum víða um heim. Ef við hins vegar getum ekki
haldið áfram að afgreiða afurðir til viðskiptamanna okkar
mundu þeir augljóslega líta svo á, að við værum aðilar, sem
ekki væri hægt að byggja á í viðskiptum og snúa sér að
öðrum. Jafnframt mundi samkeppnisaðilum okkar reynast
auðveldara að komast inn á markaði okkar og ná þar
sterkari vígstöðu en áður. Afleiðing slíkrar veikari stöðu
okkar á útflutningsmörkuðum yrði auðvitað fyrst og fremst
skerðing á lífskjörum hér heima fyrir. Allir vita hversu
háðir við erum þessum mörkuðum og hvaða áhrií sveiflur
á þeim hafa á lffskjör okkar.
Aðferð Guðmundar J. Guðmundssonar og félaga hans til
þess að ná fram kröfum í kjaramálum er sem sagt að skapa
atvinnuleysi meðal verkafólks og sjómanna og skaða
stórlega markaðsstöðu okkar erlendis, sem mundi þýða
rýrnandi lífskjör. Þegar þetta er haft í huga kemur
auðvitað engum á óvart, þótt verkalýðsfélög á Vestfjörðum
og Suðurnesjum vilji engan hlut eiga að þessari vitleysu
forystu Verkamannasambandsins og engan þarf heldur að
undra þótt andstaða sé við þessi áform hjá áhrifamiklum
forystumönnum í verkalýðshreyfingunni, jafnvel í röðum
Alþýðubandalagsmanna sjálfra. Tilraunir nokkurra for-
ystumanna verkalýðssamtakanna til þess að æsa almenning
upp gegn ríkisstjórninni og þeim ráðstöfunum, sem hún
hefur beitt sér fyrir í efnahagsmálum hafa að langmestu
leyti runnið út í sandinn. Verkfallið fyrstu tvo daga
marzmánaðar var misheppnað og nú er ljóst, að engin
samstaða er innan verkalýðssamtakanna um útflutnings-
bannið. Verkalýðsfélög á Vestf jörðum og Suðurnesjum taka
ekki þátt í því og Sjómannafélag Reykjavíkur hefur
mótmælt harðlega áformum um að hvetja til löndunarbanns
á íslenzkum fiski erlendis. Allt sýnir þetta, að enginn
grundvöllur er fyrir því meðal almennings að hvetja til
verkfallsaðgerða vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnar
innar, enda þótt skoðanir fólks á þeim séu auðvitað
mismunandi.
Meira vit er í því, að fulltrúar verkalýðssamtaka,
vinnuveitenda og ríkisstjórnar taki höndum saman og
leitist við að finna leiðir til sátta. Okkar þjóðfélag þarf
fremur á að halda sáttum en sundrung.
Ungir Sjálfstæðismenn:
Niður með báknið!
Upp með mennina!
KAPPRÆÐUFUNDUR Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Æskulýðsnefndar
Alþýðubandalagsins, sem haldinn var í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði sunnudaginn 9.
apríl, var fjörugur og fjölsóttur, Fundarsalurinn var fullur þrátt fyrir beztu
skíðaveður, sem ísfirðingar hafa fengið lengi. Ræðumenn S.U.S. voru Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, formaður Týs í Kópavogi, Heiðar Sigurðsson, verzlunarmað-
ur á ísafirði, og Kjartan Gunnarsson, háskólanemi og formaður Heimdallar í
Reykjavík. Ræðumenn Æskulýðsnefndar Alb. voru Sigurður G. Tómasson
háskólanemi. Unnar Þór Sigurðsson skólastjóri og Hallur Páll Jónsson sálfræðingur.
Fundarefnið var: „Höfuðágreiningsefni íslenzkra stjórnmála — utanríkismál —
efnahagsmál.“
Hannes Hólmsteinn sagði,
að Sjálfstæðismenn kysu
markaðskerfið, þannig að
einstaklingarnir tækju sjálfir
ákvarðanir um fullnægingu
þarfa sinna, en sósíalistar
miðstjórnarkerfið, þannig að
ríkið tæki ákvarðanir um
fullnægingu þarfa einstakling-
anna, og las upp úr stefnuskrá
Alþýðubandalagsins því til
staðfestingar. En rök Sjálf-
stæðismanna gegn miðstjorn-
arkerfinu væru, að engir væru
færari um að taka ákvarðanir
um fullnægingu þarfa sinna en
þeir, sem hefðu þarfirnar, en
það væru einstaklingarnir
sjálfir, „hagsmunir heildarinn-
ar“ væru hagsmunir ein-
staklinganna í heildinni, og að
vald ríkisins í atvinnumálum
væri hættulegt frelsi
einstaklinganna sem væru of
háðir ríkinu um afkomu sína:
„I landi, þar sem ríkið væri eini
atvinnurekandinn, væri
stjórnarandstæðingurinn
dæmdur til hægs hungur-
dauða“ — eins og Trotzký
hefði sagt, og að miðstjórnar-
kerfið væri óhagkvæmara en
markaðskerfið, því að það nýtti
ekki sérþekkingu, ávinnings-
von og framtak einstakling-
anna öllum til heilla, menn
færu einnig betur með eigið fé
en annarra. Reynslan hefði
skorið úr um það, að markaðs-
kerfið væri réttlátara og hag-
kvæmara en miðstjórnarkerfið.
I Bandaríkjunum, aðalvígi
markaðskerfisins, væru ekki
gúlageyjar og geðveikrahæli
eins og í Ráðstjórnarríkjunum,
aðalvígi miðstjórnarkerfisins.
Og lífskjörin væru líka þrisvar
sinnum betri í Bandaríkjunum
en í Ráðstjórnarríkjunum skv.
nýjum hagtölum. En vestrænt
lýðræðisskipulag og markaðs-
kerfi væri þó ekki fullkomið,
þótt það væri miklu betra en
m iðstj órnarkerf ið.
Verja þyrfti frelsið og auka
það. Það væri varið af
Atlantshafsbandalaginu, sem
hefði tryggt friðinn á
Norður-Atlantshafs-svæðinu
síðustu þrjátíu árin. En auka
msétti frelsið á íslandi með því
að takmarka ríkisvaldið, hætta
ríkisrekstri og taka upp
einkarekstur í mörgum grein-
um, eins og ungir Sjálfstæðis-
menn hefðu gert rökstuddar
tillögur um. Reynslan hefði
sýnt, að lífskjarabætur
almennings væru vegna þeirra
tækniframfara og hagkvæmu
verkaskiptingar, sem ein-
staklingsfrelsið hefði valdið.
Þær væru vegna hugsun-
arfrelsis fræðimannsins og
athafnafrelsis framkvæmda-
mannsins. Kjörorð væri því:
Niður með báknið! Upp með
mennina!
Sigurður G. sagði, að
aðalandstæðingar í íslenzkum
stjórnmálum væru Sjálfstæðis-
menn og sósíalistar. Sósíallist-
ar væru hugsjónamenn og
marxistar, sem stefndu að
kerfi, þar sem hagsmunir
heildarinnar væru teknir fram
yfir hagsmuni einstakling-
anna. Þeir hefðu að engu þau
andmæli úrtölumannanna, að
þeir væru óraunsæir. En Sjálf-
stæðisflokkurinn væri flokkur
gróðabrasksins og fjár-
spillingarinnar, eins og síðasta
kjararán sýndi. Hann væri
rekinn fyrir mútufé Armanns-
fellinga og Hauka Heiðara.
Hann væri ekki flokkur allra
stétta, heldur braskaralýðsins í
Reykjavík. Magnús Kjartans-
son hefði ekki verið hrakinn úr
framboði í Reykjavík, reisn
hans væri meiri en Gunnars
Thoroddsens, sem væri það lík
í lestinni, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn sigldi með. Ungir
Sjálfstæðismenn æptu: „Bákn-
ið burt!“ — en báknið væri
Sjálfstæðisflokkurinn,sem öllu
hefði ráðið á Islandi síðustu
áratugina. Sósíalistar hefðu átt
aðild að ríkisstjórn nokkrum
sinnum til að bjarga því, sem
bjargað yrði. Viðreisnarstjórn-
in hefði vanrækt að kaupa
atvinnutæki, vinstri stjórnin,
einkum Lúðvík Jósepsson,
hefði því keypt skuttogara, sem
öfluðu Vestfirðingum fjár.
Landinu væri ekki hægt að
stjórna án sósíalisma. Sósíal-
isminn væri það sem koma
myndi, sósíalisminn myndi
sigra.
Heiðar sagði, að vígorðið:
„Báknið burt!“ — færi mjög í
taugarnar á kommúnistum,
enda héldu menntakommarnir
á ríkisjötunni að taka ætti
fóðrið frá þeim. Hætta þyrfti
ríkisrekstri í sem flestum
greinum. Vestfirðingar væru
sjálfstæðir menn, sem vildu
bjarga sér sjálfir, en ekki
bónbjargamenn. Verðmæta-
sköpunin væri mjög mikil á
Vestfjörðum, og það væri þeim
í hag að fá að fara sjálfir með
sjálfsaflafé, en láta ríkið ekki
ræna þvL Ríkisstjórnin
núverandi hefði unnið morg
verk ágætlega, hún hefði
tryggt varnirnar, fært fisk-
veiðilögsöguna út í 200 mílur
og tryggt Islendingum þannig
yfirráðin yfir auðlindum
þeirra, komið verðbólgunni úr
50% í 30% og síðast en ekki
sízt tryggt fulla atvinnu. Blóm-
legt atvinnulíf á Vestfjörðum
væri til marks um framtaks-
semi Vestfirðinga, og vonandi
hefðu Sjálfstæðismenn áfram
forystu í ríkisstjórn.
Hallur Páll sagði, að
Sjálfstæðisflokkurinn stefndi
að landsölu og almennri sið-
spillingu, flokkurinn vildi selja
útlendingum land undir her-
stöðvar og orku til stóriðju.
Hannes Hólmsteinn reyndi að
hrekja fræðilega kenningu
sósíalista, marxismann,
íMorgunblaðsgreinum sínum,
en tækist ekki, enda væri
kenning Marx rétt, allar spár
hans hefðu rætzt.
Kjartan sagði að menn
skildu það stundum ekki, hvers
virði frelsið væri, þegar þeir
nytu þess. Atlantshafsbanda-
lagið hefði verið stofnað til að
gæta frelsisins og friðarins, og
frá stofnun þess hefði ekki
þumlungur lands í Evrópu
komizt í hendur kommúnista.
En það væri furðulegt, að hér
á landi skyldi flokkur eða öllu
heldur söfnuður manna hafa
gengið og gengi sennilega enn
erinda útlendra kúgunar-
stjórna kommúnista. Auðvitað
kæmi landsala eða landleiga
ekki til greina, herstöðin væri
hlekkur í varnarkeðju vest-
rænna lýðræðisríkja, íslands
Framhald á bls. 31.