Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978
STARF FOSTRUNNAR
3. GREIN
Leikurinn er jafn lífs-
nauðsynlegur öllum börn-
um og matur, svefn, ást og
ferskt loft.
Leikurinn er eðlilegt
tjáningarform barnsins
og á fyrstu æviárunum fer
mest af tíma þess í leik.
Börn þurfa ró og næði
til þess að leika sér, þau
þurfa leikrými og leik-
föng. Foreldrar verða að
virða rétt barnsins til
þess að ljúka leik sínum.
Ef grípa þarf inn í leik
þess á að gera það af sömu
háttvísi og tillitssemi, og
við krefjumst af þeim.
Takmarkið með leik
barnsins er gleðin sem
ríkir meðan á honum
stendur. Fullorðið fólk
leikur sér einnig, en þá er
leikurinn ýmist kallaður
tómstundagaman,
skemmtun eða tilbreyt-
ing.
Börn eru sjálfstæðir
einstaklingar allt frá fæð-
ingu. Þau hafa sínar þarf-
ir og hvatir, sem fullorðn-
um ber að virða og viður-
kenna. Fullorðnum ber
skylda til að koma heiðar-
lega fram við börn og gefa
ekki loforð, sem ekki fá
staðist.
Börn eru mjög fróð-
leiksfús. Þau spyrja mikið
og krefjast þess að þeim
sé svarað rétt og á þann
hátt sem þau skilja. Þann-
ig kynnast þau þeim
heimi sem við lifum í.
Tengsl myndast milli
foreldra og barns, þegar
frumþörfum þess er full-
nægt, þ.e. þegar barnið
fær mat og líkamlega
umhirðu. Þau tengsl eru
mikilvæg og endast barn-
inu allt lífið. En ungbarn-
ið þarf líka á örvun og
athygli að halda ekki
síður en eldri börn. Hlust-
ið því ekki á þá sem segja
að börn verði „óþekk", ef
þau eru tekin upp, því
þeim er nauðsynlegt að
við þau sé talað og leikið.
Hvernig er
gott leikfang?
Gott leikfang vekur for-
vitni barnsins og hejdur
athygli þess vakandi.
Gott leikfang er ekki of
fínt til að nota það.
Gott leikfang er hægt að
nota á ýmsan hátt.
Gott leikfang þolir að
leikið sé með það.
byggingaleikir koma til
sögunnar.
Mörg af þeim leikföng-
um sem áður hefur verið
getið um, halda áfram að
vera vinsæl.
Klifra. hoppa, stökkva,
renna sér.
í hreyfileikjum nota
börnin ýmsa hluti í um-
hverfinu t.d. tröppur, hús-
gögn, púða, dýnur o.fl. í
útileik, rennibrautir,
vegasölt, klifurgrindur.
Byggingalcikir
Kubbar af ýmsum gerð-
um.
Til skapandi leikja.
Fingramálning (þekju-
litir), góður leir (Plastic-
Heimur barnsins
Tillögur um
leikföng fyrir
börn á
forskólaaldri
0—1 árs
Það er nauðsynlegt fyr-
ir litla barnið að hafa
eitthvað til að horfa á
þegar það liggur í vögg-
unni eða vagninum.
Leikfangið þarf að vera
létt og litríkt. Það þarf að
koma því vel fyrir, láta
það hanga úr lofti,
strengja það yfir vögguna
eða festa það til hliðar, þó
ekki of náleægt andliti
barnsins.
Leikföng til að horfa á.
Litríkur órói. Hann
þarf að vera léttur, ef
festa á hann á vögguna.
Ef óróinn er látinn hanga
úr lofti, yfir vöggu barns-
ins má hann vera stærri í
sniðum.
Auðvelt er að búa til
óróa úr mislitum pappír
eða garni (t.d. í rauðum
eða gulum lit). Einnig má
búa til slaufur úr litríkum
böndum.
Þegar barnið fer að
geta samhæft augn- og
handhreyfingar betur,
reynir það að grípa um
hlutinn sem það sér og
færa hann að munninum.
Litla barnið rannsakar
með munninum allt sem
það nær í. Það er því
nauðsynlegt að leikföngin
séu úr hættulausu efni,
sterk, ekki of smágerð.
Þau þurfa að þola þvott,
vera án skarpara brúna,
þau mega ekki vera of
þung.
Leikföng til að grípa um,
toga í, hrista, setja í
munninn. halda á, hlusta
á.
Ýmiskonar litríkir óró-
ar m/bjölluhljóði, hringj-
um og kúlum.
Litríkar hringlur með
góöu handfangi úr tré eða
plasti.
Góðir naghringir, mjúk
leikföng, gúmmídúkkur
eða dýr sem gott er að
handleika, tauboltar eða
taukubbar. Spiladósir.
Margskonar hringir og
pinnar með færanlegum
kúlum, kúlubúr, boltar
o.fl. hlutir með götum til
að pota fingrunum í.
Hringla m/sogskál. Góðir
litríkir trékubbar, stórir
„Lego“ kubbar, kefli eða
kúlur (stórir hlutir).
Barnið lærir að grípa
um hluti áður en það
lærir að sleppa þeim.
Þegar því er náð, tekur
það upp á því að kasta
hlutnum frá sér. Það er
gaman að láta leikföngin
„detta“.
Við misskiijum oft
þennan leik barnsins og
segjum gjarnan, „það þýð-
ir ekkert að lána því
leikföng, það hendir þeim
strax frá sér.“ I rauninni
er þetta aðferð litla
barnsins til að ná sam-
skiptum við aðra.
Nú fer barnið að hafa
gaman af að hvolfa hlut-
um úr íláti eða tína þá úr,
fella hluti t.d. turn sem
byggður hefur verið úr
kubbum.
Það er ckki alitaf nauð-
synlegt að nota dýr leik-
föng. í eldhúsinu er
margt að finna.
Lítill pottur, skál. Lítil
trésleif og fleiri hlutir
sem ekki geta reynst
barninu skaðlegir.
Frá 1 árs.
Þegar barnið byrjar að
ganga, hefur það mikla
þörf fyrir að hreyfa sig.
Það þarf einnig meira
svigrúm.
Leikföng til að ýta á
undan sér, draga á eftir
sér og aka á eru vinsæl.
Barnið er nú óðum að ná
betra valdi á handahreyf-
ingum sínum og hefur
gaman af að setja hluti
hvern ofan í annan.
Ath. að barnið getur
notað áfram mörg af þeim
leikföngum sem getið hef-
ur verið um áður.
Tillögur um leikföng sem
nota má við hreyfileiki.
Einfaldur og stöðugur
dúkkuvagn (úr tré).
Skammel á hjólum, bíll
eða tréhjól til að aka á.
Boltar. Mismunandi
stórir svamppúðar til að
leika með. Það má einnig
nota þá í byggingaleik.
Byggingaleiki
Tré- og „Lego“ kubbar.
Mismunandi stórar plast-
fötur og plastbikarar.
Röðunarieiki
Þræða hringi á pinna
(fáir hringir og stórir).
Vagn með 1 eða fl. mönn-
um eða sívalningum í.
Formkassar með fáum
götum. Einföld ífelluspil
m/tökkum.
Bfla- og dúkkuleikir.
Nú er gott að hafa
dúkku sem má baða, hægt
' er að sýsla með og búa um
í dúkkurúmi.
Bílar: (sjá fyrri upp-
talningu um bíla til að
aka á, fl. teg. af bílum og
vögnum af smærri gerð til
að draga á eftir sér).
Áhöld til að slá takt mað.
Tromma, (það má líka
nota vaskafat). Eitthvað
til að hrista.
Frá 2 ára.
Börn á þessum aldri eru
mjög opin fyrir umhverfi
sínu og farið er að örla á
sjálfsvitund þeirra.
Hreyfileikir eru áfram
ríkjandi í leikjum þeirra
en smám saman eykst
fjölbreytnin með aukinni
reynslu.
Leikir með sand og vatn
veita barninu mikla gleði
á þessum aldri. Eftir-
hérmuleikir, sköpunar- og
in). Stórir penslar, odd-
laus skæri, pappír, litir
(stórir litir).
Eftirhermuleikir eru vin-
sælir, alvöruhlutir fengn-
ir að láni.
Gömul föt fengin að
láni. Dúkkuleikir, búðar-
leikur. Nota má verðlaust
efni.
Röðunarleikur.
Einfaldar myndkotrur
(púsluspil). Flóknari
ífelluspil m/tökkum.
Formkassar. Einföld lita-
spil (grunnlitir). Einföld
formbretti.
Frá 4 ára.
ímyndunar- og hlut-
verkaleikir eru ríkjandi á
þessum aldri og leikurinn
er að miklu leyti fólginn í
því að herma eftir atferli
fullorðna fólksins.
Leikföngin þurfa að
vera sem líkust þeim
hlutum sem notaðir eru í
raunveruleikanum. Barn-
ið hefur mikla þörf fyrir
að skapa sjálft t.d. úr
„verðlausum efnum".
Börn frá 4—5 ára aldri
hafa mikla ánægju af að
spila. Mikið úrvals spila
er á boðstólum, allt frá
einföldum lita- og
pörunarspilum til spila
með flóknum leikreglum.
Hjá börnum er mikilvæg-
ara að leikreglum sé fylgt
heldur en það hver vinnur
leikinn. Uppeldislegt
markmið spila er að
þjálfa flokkunarhæfni og
rökhyggju, skerpa athygli,
kenna að fara eftir settum
leikreglum og að taka
ósigri.
Gleymið ekki leik-
föngunum sem áður hafa
verið talin upp.
Til hreyfileikja.
Boltar, sippubönd, góð-
ar skóflur, hjól, skíði,
skautar.
Byggingaleikurinn held-
ur áfram að þróast.
Flóknari samsetningar-
kubbar, ýmsir tengivagn-
ar og járnbrautarteinar.
Litlir bílar, dýr o.fl. smá-
hlutir.
Trémekkanó, bílar o.fl.
hlutir sem hægt er að
skrúfa saman.
Til skapandi leikja
Litir, skæri ,leir, máln-
ing, lím, pappír. Litlar
perlur, veframmar, efnis-
bútar, javanálar og grófir
þræðir. Hamar, naglar,
spýtur.
Spil.
Samstæðuspil (Lotto)
margar teg. Eltispil
(dómínó). Ýmis lita og
teningaspil.
Myndakotrur (púsluspil).
Skýrar myndir, góðir
litir.