Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1978 11 Er fiskmark- aðurinn í USAíhættu? Vegna útfærslu fisk- veiðilögsögu Bandaríkj- anna og Kananda í 200 mílur hafa orðið ýmsar breytingar í sjávarútvegs- málum þar vestra. Og það sem verra gæti verið, áhrif þessara breytinga eru ekki öll komin fram ennþá. I Kanada lönduðu um 1500 erlend fiskiskip fyrir um ári síðan en í dag munu þau vera um 500. Ein afleiðing þessa er sú að nokkur kanadísk fyrirtæki eins og t.d. National Sea Products hafa haft góðan byr. Velta fyrirtækisins jókst t.d. um 25% á síðasta ári og var það aðallega vegna aukins afla og hag- stæðari verðþróunar. En því miður er einnig önnur hlið á þessu máli. Ýmist vegna lélegra gæfta eða vegna fiskveiðitakmarkana er kanadíski fiskiskipaflot- inn ekki nýttur nema að hluta. Togarar þeirra eru t.d. aðeins með afla er svarar til 50—60% af af- kastagetu þeirra. Þessi þróun er nokkuð alvarleg hjá þeim þar sem þeir eru þriðju stærstu útflytjendur sjávarafurða í heimi. Að- eins Japan og Noregur standa þeim framar. Samfara þessari þróun í fiskmagni hefur átt sér stað önnur ekki hagstæð- ari, á stærsta markaði þeirra — neytenda- markaðinum í Banda- ríkjunum. Vegna útfærsl- unnar er nú ekki mikil uppbygging í fiskiskipa- flota Bandaríkjamanna og sem dæmi má nefna að í Gloucester, Mass., var flot- inn um 125 skip á síðasta ári en áætlað er að hann verði kominn upp í um 160 skip fyrir árslok. Fiskvinnslufyrirtæki í Nova Scotian segja að þau geti vart reiknað með áframhaldandi sölu á bandaríska markaðnum ef þessi þróun heldur áfram. Kanadamenn virðast þó vera öliu áhyggjufyllri um gang mála á þessum stærsta markaði sínum því stjórnin í Ottawa hefur hafið markaðssókn fyrir kanadískar sjávarafuröir í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Kynnisferð: Starfshætt- ir ÍSALs Á fimmtudaginn verður farið í heimsókn til íslenska álfélagsins á vegum Stjórn- unarfélagsins, en þetta er fyrsta heimsóknin sem það hyggst efna til á næstunni. Megintilgangurinn með þess- ari heimsókn er að fræðast um hina ýmsu starfshætti ÍSALS og má nefna í því sambandi að rætt verður m.a. um skipulag fyrirtækisins, áætlanagerð, framleiðslu- skipulag, eftirlit og um- hverfisvernd. Eftir að kynn- ing hefur farið fram verða bornar fram veitingar og hefjast þá jafnframt almenn- ar umræður. Þátttöku skal tilkynna til Stjórnunar- félagsins, sími 82930, sem allra fyrst. Lítil viðbrögð EKKI er hægt að segja annað en að viðbrögð fyrir- tækja við boði Viðskipta- síðunnar um kynningu vörunýjunga séu lítil. Má af þessu ráða að annað- hvort eru engar vöru- nýjungar eða þá að engin þörf virðist vera hjá fyrir- tækjum að kynna þær umfram aðrar vörur! Tekið skal fram að tilboð Við- skiptasíðunnar stendur áfram og eru þeir sem vilja hagnýta sér þessa þjónustu beðnir um að senda stutt- orða lýsingu ásamt mynd til Morgunblaðsins, Aðal- stræti, Rvk. merkt „Við- skiptasíða". r Islenzkur aðall Þór- bergs í kirkjuformi MÁL og menning heíur sent frá sér nýja útgáfu á ÍSLENSKUM AÐLI eftir Þórberg bórðarson. Þetta er fimmta útgáfa bókarinn- ar. sem þessu sinni er gefin út í kiljuformi og einkum ætluð til notkunar í framhaldsskólum. Böðvar Guðmundsson sá um útgáfuna, ritaði formála og orða- skýringar og tók saman kennslu- verkefni. ÍSLENSKUR AÐALL er sem kunnugt er sjálfsævisögulegt verk og fjallar einkum um það sem fyrir höfundinn bar á viðburða- ríku sumri 1912. En bókin birtir jafnframt svipmyndir heillar kyn- slóðar og lífsviðhorfs. í forlags- kynningu er vitnað til orða Sverrir Kristjánssonar, þar sem hann segir: „Þórbergur Þórðarson skrifaði þessa sögu á þeim árum, er friðartímabilinu milli tveggja heimsstyrjalda var að ljúka. Sjálf- an grunaði hann hvað verða vildi, og þess vegna er frásagan af æskuárum hans lauguð í róman- tískum trega þeirrar kynslóðar, AUGLYSINCASIMINN ER: 22480 2HorðunbIabib sem að vísu hafði lifað í rósrauð- um blekkingum, en átti þó meiri unaði að fagna í allri sinni tilveru en hin tállausa, kaldrifjaða kyn- slóð sem komist hafði til þroska við stormahlé milli tveggja heims- stríða. Þórbergur Þórðarson hefur í sjálfsævisögu sinni reist þessa kynslóð og þessa tíma upp frá dauðum, hann hefur túlkað tilveru hennar af slíkri snilld að vér megum heyra skóhljóð þessara daga. Hann er gæddur þeim sjaldgæfa hæfileika að geta endur- skapað fortíðina. Með föstum, öruggum dráttum málar hann leiktöldin sem umluktu sviðið, og kynslóðin gengur fram, í tárum sínum og hlátri, ljóðelsk og viðkvæm, barmafull af lífsblekk- ingum, en laus við hinn flatbotna hundingshátt sem klökknar ekki af yl og kann ekki að finna til.“ Bókin er 248 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda h.f. (Tilkynning) 3ja herb. íbúö í smíðum Höfum í einkasölu 3ja herb. íbúö á 2. hæö viö Spóahóla í Breiöholti. íbúöin veröur tilbúin undir tréverk og málningu í ágúst. Sameign frágengin nema lóö er sléttuö. Verö 9 millj. Beöiö eftir Húsnæðismálaláni 2,7 millj. hægt er aö fá steyptan bílskúr meö íbúðinni. Selst aöeins meö góöu greiðslufyrirkomulagi. Samningar og Fasteignir Austurstræti 10a 5. hæð sími 24850 og 21970 heimasími 37272. 1» w ■ ?í;5S 11 m : :::::::::::: ::?ss : Nú geta fyrirtæki og stofnanir sameinast um nýtingu telextækja á ódýran og hentugan hátt. Teiecoder, nýja strimiltækið frá Skrifstofuvélum h.f., tengist beint við hvaða IBM kúlurafritvél sem er. Telecoder strimiltækið er algjörlega óháð telextækinu. Telecoder tryggir þér villulaust handrit af telex- skeytum þínum, — og fullfrágenginn telexstrimil, sem er tilbúinn til útsendingar þegar í staö. Telecoder er tilvalinn fyrir deildir stærri fyrir- tækja, — og þá ekki síöur fyrir einstök fyrirtæki, sem geta þannig sparað stórfé með því að sam- einast um leigugjald á einu telextæki. RITVEL SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % + ~x + J? Hverfisgötu 33 20560 Gjörbylting í nýtingu TELEXTÆKJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.