Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 7 I- Minnstir íullvalda þjóða. íslendingar vóru rétt rúmlega 222.000 á liðnu ári. Þar af vóru innan við 100.000 vinnandii hinir of ungir eða of gamlir til starfs, við nám eða af öðrum or- sökum ekki á vinnu- markaði. Til er skipting starfandi ís- lendinga eftir atvinnu- greinum frá árinu 1975. Þá unnu 13.900 manns við frumvinnslugrein- ar, landbúnað og fisk- veiðar. 35.600 manns við úrvinnslugreinar, þ.m.t. fiskvinnsla hverskonar og iðnaður. Hins vegar unnu um 44.800 manns í þjón- ustugreinumt hjá ríki og sveitarfélögum, við verzlun, bankastörf, tryggingar, ferðamál o.ll. Samtals 94.300 vinnandi íslendingar. Þetta er ekki há tala vinnandi manna. hvorki í samanburði við aðrar fullvalda þjóðir né til að nýta stórt land og víðáttumikil fiski- mið — eða til að bera uppi yfirbyggingu og samfélagslegan kostnað sjálfstæðrar þjóðar. Tengsl íslenzkra atvinnuvega. Atvinnulif þjóðarinn- ar skapar henni álika sérstöðu og fámenni hennar. Verðmætasköp- un þjóðarinnar grund- vallast á tveimur líf- bcltum. Hið ytra lífbelti eru fiskimiðin og fisk- stofnarnir. Fiskimiðin liggja umhverfis landið alít. Til að nýta þau hyggilega þarf að byggja landið allt. Sjávarplássin mynda því framleiðslukeðju á gjörvallri strandlengj- unni. En þau eru f sterkum atvinnu- og afkomutengslum við nærliggjandi lanbúnaðarhéruð. Um 40.000 manns í kaupstöðum og kauptúnum hafa fram- færi af atvinnu tengdri landbúnaðii úrvinnslu búvara og þjónustu- störfum margs konar f þágu sveitanna. Hið innra lífbelti er svo gróðurlendið á strandlengjunni um- hverfis hálcndiði búvöruframleiðslan. Til hins innra lífbeltis teljast og orkugjafar þjóðarinnari virkjanleg fallvötn og nýtaniegur jarðvarmi, en hvor tveggja orkugjafinn skapar þjóðinni marg- háttaða nýtta og ónýtta mögulcika. Atvinnugreinar þjóðarinnar tengjast hvor annarri í sameig- inlegri líftaug. Þær styðja hver aðra og standa ekki fullréttar án þeirrar skörunar, sem er séreinkenni íslenzks atvinnulífs sem heildar. Tengsl íslendinga. Atvinnuiegir- og af- komulegir hagsmunir lítillar þjóðar binda hana sameiginlegum böndum, auk uppruna, menningar, erfða, lands og þjóðtungu. Það þarf ekki að fara ýkja marga ættliði aftur f tímann til að ættir okkar, hvers og eins, mætist í sameiginlegum forföður eða móður. Líkur á slikum ættar- tengslum eru taldar í 5. lið. í 10. lið er hann talinn fullvís. Sama máli gegnir þegar horft er fram f timann. Lfkurnar á sameigin- legum afkomanda liggja máske nokkrum kynslóðum fram í hinn óráðna tíma — en þær breytast mjög sennilega í staðreynd þegar tímar renna. Á þetta er minnst til þess eins að sýna hversu miklu mcira það er sem bind- ur 1 okkur saman — í fortíð, samtíð og fram- tíð — en hitt, er dregur okkur í dilka. Að leysa eða auka á vandann. íslenzkt samféiag á við margvísleg vanda- mál að glíma sem erfið eru úrlausnar. Þeirra stærst er e.t.v. efna- hagsvandinn og verð- bólgan. sem ýtir jafn- framt undir fjármála- lega spillingu og siðferðilega bresti. Ekkert vandamála þjóðarinnar er óyfir- stíganlegt, ef hún ber gæfu til samstöðu og samátaks. Við sigrum hins vegar engan vanda með sundurlyndi eða innbyrðis stríði. Það leysir t.d. engan vanda að stöðva útflutning á eigin framleiðslu og stefna markaðshags- munum okkar erlendis í tvísýnu. Það þjónar hins vegar samkeppnis- aðilum okkar á heims- markaði. Það þjónar heldur ekki íslenzkum hagsmunum að biðja erlend stéttarfélög að taka upp löndunarbann á íslenzkum fiski, sem þau hafa nýlega aflétt. Það er eðiilegt, að við höfum mismunandi skoðanir og deilum um skiptingu þjóðartekna. Slík átök verða þó að hafa sin mörk og mega ekki skerða heildar hagsmuni. Skammsýni og vanþekking mega ekki varða veg okkar til framtíðarinnar Og þegar sameiginlegir hagsmunir eru í húfi þurfum við að láta hyggindi vega þyngra en hcift. Það, sem við þörfnumst í dag, er samstaða — ekki ný Sturlungaöld. numun handblásarinn Nytsöm og skemmtileg gjöf fyrir ungu stúlkuna. Nýr, kraftmikill 700 w handblásari með tilheyrandi greiðum, og greiðslubursta, sem bæði má nota á blásaranum og á sérstöku handfangi. RONSON Frabær femiingargjöf ELDTFÍAUSTIR SKJALASKÁPAR 3ja og 4ra skúffu. SÆNSK GÆÐAVARA E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjóðleikhúsinu Breiöfiröingaheimiliö h.f. Minnir hluthafa sína á aöalfund félagsins, í Tjarnarkaffi, kl. 20.30 17. þ.m. Auk aðalfundarstarfa veröur fjallaö um sölu eigna féiagsins. Stjórnin. Stjómunarfélag Islands Heimsókn í ÍSAL Stjórnunarfélag íslands efnir til kynnisferðar til íslenska álfélagsins hf. í Straumsvík fimmtudaginn 13. apríl nk. Dagskrá: 14:30 Lagt af stað frá Umferðamiðstöðinni til Straumsvíkur. 15:00 Gestum heilsað í anddyri aðalskrifstofu. 16:00 Fundur um skipulag og rekstur ÍSAL. — Skipulag ÍSAL: Ragnar S. Halldórsson forstjóri. — Alusuisse-samstæðan: Dr. Christian Roth tæknifram- kvæmdastjóri. — Áætlanagerð, rekstraráætlun, eftirlit: Bjarnar Ingimars- son, fjármálastjóri. — ÍSAL og íslenskt efnahagslíf: Bragi Brlendsson, rekstrarstjóri. — Skipulag viöhalds og viögerða: Sigurður Briem, rafmagnsstjóri. — Framleiösluskipulagníng og eftirlit: Einar Guömundsson framleiðslustjóri. — Umhverfisvernd: Peter Ellenberger, forstöðumaður rannsóknarstofu og gæðaeftirlits. — Uppsetning hreinsitækja: Pálmi Stefánsson nýbygg- ingarstjóri. Spurningar og svör. 17:30 Veitingar ásamt almennum viðræðum. 18:30 Lagt af stað frá Straumsvík áleiðis á Umferöamiðstöðina. Þar sem fjöldi er takmarkaður, biðjum við væntanlega þátttakendur um að láta skrá sig sem allra fyrst í síma 8-29-30. Kaupmenn Kaupfélög Velúr gluggatjaldaefni nýkomin. 100% badmull. VerÖ mjög hagstætt. Í^Garri h.ff. Lmghohsvegi 82 -Reykjcn/ik -Sími 83018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.