Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 1978 25 YFIRBURÐIR Á ÖLLUM SVIÐUM ÍR-INGAR HÖFÐU óvænta yfirburði gegn KR í 1. deildinni á laugardaginn og 10 marka sigur liðsins, 29il9, var fyllilega í samræmi við gang leiksins og getu iiðanna að þessu sinni. KR-ingar áttu ekkert svar við góðum varnarleik og snilldarmarkvörzlu ÍR-inga í fyrri hálfleiknum og þá iagði ÍR-liðið grunninn að þessum mikla sigri. Staðan í leikhléi var 14i6 fyrir ÍR, en í fyrri hlutanum fengu KR-ingar 23 upphlaup, sem gáfu þeim aðeins 6 mörk. Segir það sína sögu um frammistöðu liðsins að þessu sinni. Fyrst KR-ingum tókst ekki að ná stigi gegn IR bendir allt til að KR verði að leika við annaðhvort Þór eða Leikni um sæti í 1. deildinni næsta vetur. Að KR verði í næst neðsta sæti 1. deildarinnar, en það verði hlutskipti Armanns- liðsins að falla beint niður í 2. deild aftur. Það var frískt IR-lið, sem hljóp inn á völlinn til leiksins við KR og leikmenn greinilega ákveðnir í að sýna hvað í þeim byggi og góðan sigur í leiknum. Eftir góðan fyrri hluta íslandsmótsins hafði sigið á ógæfuhliðina hjá IR og liðið var í raun komið í fallhættu. I leiknum á laugardaginn sýndu leikmenn liðsins að þar áttu þeir aldrei heima og KR átti aldrei möguleika í leiknum. Sérstaklega var athyglisvert að sjá hvernig IR spilaði vörnina. Björn og Haukur fundu sjaldan smugur fyrir undir- skot sín, leikmenn IR voru alltaf á undan til að síga skrefið til vinstri og loka smugunni. Stóru mennirnir, Símon og Þorvarður, fengu ekki mikil tækifæri, komið var út á móti þeim um leið og þeir gerðust líklegir til að reyna markskot. I fyrri hálfleiknum var gert út um þennan leik og seinni hálfleik- urinn því aðeins leiðinlegt forms- atriði í rauninni. ÍR-ingar héldu sínum hlut og rúmlega það, þeir hefðu í rauninni getað unnið stærri sigur ef þeir hefðu viljað. KR-liðið reyndi á tímabili í seinni hálfleiknum að taka tvo menn úr umferð, en það gaf ekki góða raun og leystist leikurinn í rauninni upp. I liði IR voru þeir sterkastir að þessu sinni Jens markvörður Einarsson, sem áttu stórleik framan af og varði 17 skot í leiknum. Bjarni Bessason var í hlutverki langskyttunnar að þessu sinni og skoraði grimmt, en vörn KR-inga og markvarzla var í lágmarki. Vilhjálmur Sigurgeirs- son átti einn sinn bezta leik í vetur og Sigurður Svavarsson var KR-ingum erfiður á línunni enda IR-KR 29:19 maðurinn í öðrum þyngdarflokki. Það er varla hægt að hrósa nokkrum leikmanna KR fyrir þennan leik, lið þeirra var gjör- breytt frá leiknum við FH á dögunum er „geirfuglarnir" unnu góðan sigur, en lið KR hefur fengið þetta nafn að undanförnu, en þjálfari liðsins er Geir Hallsteins- son. Lið KR brotnaði niður í fyrri hálfleiknum, þá gekk allt upp hjá liði ÍR, en ekkert hjá KR-ingum og fór það mjög í skap þeirra. Var svo komið á tímabili í seinni hálfleikn- um að leikmenn rifust mikið innbyrðis og kann það ekki góðri lukku að stýra. f stuttu málii íslandsmótið 1. deild, Laugardals- höll 7. apríl: ÍR - KR 29:19 (14:6) Mörk ÍRi Bjarni Bessason 8, Vilhjálmur Sigurgeirsson 7 (3v), Sigurður Svavarsson 3, Brynjólfur Björn Blöndal reynir markskot gegn óárennilegum varnarvegg Þróttara í sigurleik HK að Varmá á laugardaginn. (Ijósm. Friðþjófur.) MIKIL STEMNING ÞEGAR HK TRYGGÐI SÉR AUKALEIKINA HK sigraði Þrótt 18—16 í síðari leik liðanna um rétt til að leika við næstneðsta lið 1. deildar í handknattleik um sæti meðal þeirra beztu næsta vetur. Leikurinn fór fram að Varmá í Mosfellssveit á laugardag. Þróttur hefur þar með misst af lestinni og leikur áfram i 2. deild næsta keppnistimabil. Þróttur náði strax forystu i leiknum og eftir 12 mínútna leik var staðan 5—2 þeim í hag, en HK-menn sóttu ótruðir á brattann og tókst að jafna og ná eins marks forystu, staðan í ieikhléi var 9—8 HK í hag. Síðari hálfleikur var vel leikinn af hálfu beggja liða, var mikill hraði í leiknum, hart barist og spennan mikil. Var jafnt á öllum tölum þar til átta mínútur voru til leiksloka að HK tókst að ná tveggja marka forystu, 17—15. Þróttarar fengu ágætis tækifæri til að jafna leikinn en mjög góð markavarsla Einars Þorvarðar- sonar kom í veg fyrir það, þá var vörn HK mjög vel spiluð og góð samvinna milli manna þar sem allir börðust til leiksloka. Þróttar- liðið lék þennan leik skínandi vel en vantaði meiri baráttu á loka- kaflanum í báðum leikjum lið- anna, þá hefðu þeir Konráð Jónsson og Sigurður Sveinsson gjarnan mátt reyna meira af langskotum að mati undirritaðs. Besti maður Þróttar í þessum leik var Sveinlaugur sem var sívinn- andi og útsjónarsamur í að finna marktækifæri og skora. HK-liðið er svo sannarlega vel að því komið að fá aukaleik um rétt til að leika í 1. deild, liðið hefur æft mjög vel að undanförnu og uppsker eins og það sáir, verður svo sannarlega gaman að sjá hvernig þeim vegnar í þeim leikjum. Bestu menn HK í þessum leik voru golfleikarinn góðkunni Ragnar Ólafsson og markvörður liðsins Einar Þorvarðarson. Ann- ars er hægt að hrósa öllum leikmönnum liðsins fyrir baráttu- vilja og dugnað og þá sérstaklega í vörninni. Þá virðist liðsandinn vera mjög iákvæður. MÖRK ÞROTTARi Sveinlaugur 6, Konráð 5, Sigurður 3, Gunnar 1, Halldór H. 1. MÖRK HKi Ragnar 5, Hilmar 3, Stefán 4, Björn 3, Kristinn 2, Jón 1. - ÞR. Markússon 3, Jóhann Ingi Gunn- arsson 3, Ársæll Hafsteinsson 2, Ásgeir Elíasson 1, Guðmundur Þórðarson 1, Sigurður Gíslason 1. Mörk KRi Björn Pétursson 6 (2v), Haukur Ottesen 3, Jóhannes Stefánsson 3, Ingi Steinn Björg- vinsson 3, Símon Unndórsson 2, Sigurður Páll Óskarsson 1, Þor- varður Höskuldsson 1. Misheppnuð vítakösti Jens varði vítaskot frá Hauki Ottesen og Örn Guðmundsson varði víta- kast frá Ólafi Tómassyni, sem reyndar hafði skorað úr fyrstu tilraun sinni, en þá var því miður enginn í markinu. Ólafur var eini útileikmaður IR, sem ekki skoraði í leiknum. Brottvísanir af leikvellii Sigurður Svavarsson ÍR, og Þorvarður Guðmundsson KR, í 2 mínútu hvor. Dómarari Björn Kristjánsson og Grétar Vilmundarson dæmdu leik- inn og sýndu þessu verkefni hæfilega mikinn áhuga. ~ áij -''í | / Stefán Gunnarsson fær óblíðar móttökur í leik Vals gegn Ármanni á sunnudagskvöldið. en Stefán er vanur slíku og skoraði mark skömmu eftir að þessi mynd var tekin. En Ármenningar geta huggað sig við það, að þeir eru með ungt lið og mjög efnilegt. Þessi vetur hefur verið lærdómsríkur fyrir hina ungu leikmenn, þeir hafa öðlast dýrmæta reynslu og eiga eftir að sækja ótrauðir áfram því enginn verður óbarinn biskup. Það var ekki fyrr en á 15. mínútu fyrri hálfleiks að Vals- mönnum tókst að ná forystunni í leiknum, 7—6, á þessum tíma hafði Jón Karlsson verið í miklum ham og hafði hann skorað 5 af 7 mörkum Vals. Sigri Vals varð ekki ógnað eftir þetta og þeir héldu öruggri forystu út leikinn, staðan í leikhléi var 13—10. Ármenningar tóku að vísu smá sprett í síðari hálfleik og tókst að minnka muninn niður í eitt mark, en síðan ekki söguna meir, það vantaði ró og kjölfestu í leik þeirra, og ungu mönnunum hætti til að misnota góð marktækifæri og sendingar voru ónákvæmar. Valsmenn sigu hægt og bítandi fram úr og 4 marka sigur þeirra var síst of stór. Valsmenn eiga nú mikla möguleika á að verja titil sinn, takist þeim að sigra í þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir. Lið Vals hefur sótt sig mjög eftir Valur — Ár- mann 26:22 því sem liðið hefur á mótið og lék á köflum vel á móti Ármanni. I liðinu eru mjög reyndir leik- menn og reynslan verður væntan- lega þung á metunum nú í lokaleikjum liðsins. Þá er í liðinu góð blanda af línumönnum og skyttum, og vörn liðsins með þá Stefán Gunnarsson, Steindór Gunnarsson og Gísla Blöndal sem bestu menn var sterk í þessum leik. Sóknarleikurinn mætti þó vera hraðari og beittari. Þá bregður fyrir góðum leikfléttum á milli og rússablokkeringar liðsins heppnuðust vel í þessum leik. Bestu menn Vals í þessum leik voru Jón Karlsson og Gísli Blöndal sem voru mjög ógnandi og skoruðu falleg mörk. Þá kom Steindór Gunnarsson vel frá Ieiknum, sterkur línumaður með gott grip auk þess sem hann er sterkur varnarmaður. Hjá Ármanni bar Jón V. Sig- urðsson af og sýndi alloft í FRAM FORÐAÐI SÉR FRÁ FALLIOG OPNAÐI 1. DEILDINA AÐ NÝJU LEIKUR Víkings og Fram var með mest spennandi leikjum 1. deildarinnar í handknattleik í vetur. Framarar höfðu lengst af yfirhöndina, allt að 5 mörkum, en undir lokin komust Víkingar tveimur mörkum yfir, 19.17. Svo fóru þó leikar að liðin skildu jöfn, 21.21 og þegar allt komur til alls var jafntefli e.t.v. bezt við hæfi í þessum einkennilega leik. OLLVON UTIHJA ÁRMENNINGUM ÖLL VON er nú úti hjá Ármanni. Með tapi sínu á móti Val í 1. deild karla í handknattleik á sunnudagskvöld í Laugardalshöll, 22—26, er liðið fallið niður í 2. deild. Ármannsliðið hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur, meiðsli hafa hrjáð leikmenn liðsins og oft hefur vantað 3 til 4 fasta leikmenn. Flestir höfðu spáð Víkingum sigri í þessum leik og í rauninni var annað ekki eðlilegt þegar hafður var í huga síbatnandi leikur liðsins að undan- förnu og góður sigur á Fram í fyrri umferðinni. Leikir Víkings og Fram hafa þó undanfarin ár yfirleitt alltaf verið mjög spennandi og það liðið, sem talið hefur verið minni máttar, vaxið að getu í leikjum þessara liða. Þetta var tilfellið með Fram í leiknum á sunnudaginn og fyrri hálfleikinn spilaði liðið sérlega vel. Er leið á leikinn fundu Víkingar ráð til að stöðva sóknaraðgerðir Framara og gangur leiksins snerist. Mikil spenna var í leiknum síðasta stundarfjórðunginn og það var ekki fyrr en 11 mínútur voru eftir af leiknum að Víkingum tókst að jafan í fyrsta skipti í leiknum. Þá komst Magnús Guðmundsson inn í send- ingu Framara, brunaði upp og skoraði upp á sitt eindæmi. Framar- ar komust aftur yfir, en mörk Árna, Páls og Björgvins komu Víkingslið- inu 2 mörk yfir og sigur á elleftu stundu virtist blasa við liðinu. Framarar voru ekki á því að gefast upp og náðu að jafna 19:19, þar voru að verki Arnar og Gústaf. Nú voru 5 mínútur eftir af leiknum og Viggó kom Víkingunum yfir á nýjan leik. Er 4 mínútur voru eftir var Þorbergi vikið af leikvelli fyrir litlar sakir og enn náðu Framarar að jafna, Arnar úr vítakasti. Allt var á suðupunkti í Laugardalshöllinni, jafnt inni á vellinum sem utan hans. Árni Indriðason skoraði úr vítakasti fyrir Víking er hálf mínúta var eftir. Víkingar voru einu marki yfir og sigur blasti við þeim. Framarar voru þó ekki sáttir við það og er nokkrar dekúndur voru eftir skoraði Gústaf Björnsson jöfnunarmark Fram úr vítakasti, 21:21. Jafnteflið var því staðreynd og staðan í 1. deildinni breyttist verulega við þessi úrslit. Framarar eru endanlega sloppnir úr fall- hættu, en á toppinum hefur staðan opnast upp á gátt. Víkingur á eftir tvo leiki, á móti Val og ÍR, og til að tryggja sér meistaratitil þarf liðað að fá þrjú stig úr þessum leikjum. Fari svo að Víkingur vinni ÍR, en tapi fyrir Val á sama tíma, sem Haukarnir vinna báða sína leiki, þarf að fara fram aukakeppni á milli þessara liða. Yrði þeirri keppni varla lokið fyrr en um miðjan maí, en margt er ólíklegra en að þetta verði niðurstaðan í íslandsmótinu. I leik Fram og Víkings byrjaði Atli Hilmarsson stórkostlega vel og þessi unglingalandsliðsmaður Fram skor- aði 5 af 7 fyrstu mörkum Fram í leiknum, mörg markanna á skemmti- Víkingur — Fram 21:21 legan hátt og í upphafi þessa leiks sýndi hann á sér hliðar, sem hann hefur ekki flíkað fyrr í leikjum vetrarins. Er Víkingar fundu ráð til að stöðva hann tóku aðrir við og var Gústaf Björnsson, sá skemmtilegi leikmaður, heilinn í sóknarleik Framliðsins. Arnar Guðlaugsson gerði 9 mörk og var drjúgur. Guðjón Erlendsson varði mjög vel allan leikinn og fyrir framan sig hafði hann fram í seinni hálfleik mjög góða vörn. Árni Indriðason var bezti leikmað- ur Víkinga í leiknum, sá eini þeirra, sem alltaf heldur haus. Magnús Guðmundsson lék nú sinn bezta leik í vetur og þá stóðu Þorbergur og Páll sig allvel. Menn eins og Viggó og Björgvin geta báðir betur en þeir sýndu að þessu sinni og þá einnig Kristján Sigmundsson, sem engan veginn hefur náð sér eftir botnlanga- uppskurð fyrir nokkru. Eggert Guð- mundsson kom fljótlega í Víkings- markið og varði mun betúr en Kristján. Víkingar komu alltof rólegir til þessa leiks. Hefðu þeir byrjað leikinn eins og þeir léku seinni hálfleikinn hefði ekki þurft að spyrja frekar að úrslitum. Dómarari Bræðurnir Guðmundur og Þórður Óskarssynir dæmdu leik- inn — eða áttu að gera það. í sem fæstum orðu m sagt þá voru þeir engan veginn verkefninu vaxnir og hlýtur það að vera ábyrgðarhluti að setja svo reynslulitla dómara á leik sem þennan, sem fyrirfram var vitað að yrði baráttuleikur frá upphafi til enda. í stuttu máiii Islandsmótið 1. deildi Laugardalshöll 9. janúar Fram — Víkingur 21:21 (13:9) Mörk Frami Arnar Guðlaugsson 9 (6v), Atli Hilmarsson 5, Gústaf Björnsson 5 (lv), Jens Jensson 1, Ragnar Hilmarsson 1. Mörk Víkingsi Árni Indriðason 7 (4v), Páll Björgvinsson 5 (lv), Viggó Sigurðsson 3, Þorbergur Aðalsteins- son 2, Björgvin Björgvinsson 1, Magnús Guðmundsson 1, Erlendur Hermannsson 1, Skarphéðinn Óskarseon 1. Brottvísanir af leikvellii Árni Indriðason í 4 mínútur, Jón G. Sigurðsson, Magnús Guðmundsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Ragnar Hilmarsson og Pétur Jóhannsson í 2 mínútur hver. Misheppnuð vítaskoti Guðjón Er- lendsson varði frá Páli Björgvinssyni í fyrri hálfleik. -áij leiknum mjög lagleg gegnumbrot, hann hefur lag á því að hanga í ioftinu og koma markverðinum úr jafnvægi áður en hann skýtur á markið. Þá er Friðrik Jóhannsson efnilegur spilari og góður skot- maður. Þráinn Ásmúndsson sýndi og góða takta á línunni, en í heild vantar Ármenninga meiri leik- reynslu. í stuttu máli. íslandsmótið 1. deild. Laugardalshöll 9. apríl: Valur — Ármann 26:22 (13:10). Mörk Valsi Jón Karlsson 9 (lv), Gísli Blöndal 8, Steindór Gunnars- son 3, Þorbjörn Guðmundsson 3, Stefán Gunnarsson 1, Bjarni Guðmundsson 1, Jón Pétur Jóns- son 1. Mörk Ármannsi Jón V. Sigurðs- son 6, Björn Jóhannsson 8 (5v), Þráinn Ásmundsson 3, Friðrik Jóhannsson 4, Óskar Ásmundsson 1. Brottvísanir af leikvellii Frið- rik Jóhannsson, Ármanni, 2 mín. Misnotuð vítakösti Björn Jóhannsson steig á línu á 12. mín. Dómarari Gunnlaugur Hjálm- arsson og Björn Kristjánsson og dæmdu þeir leikinn mjög vel og voru sérlega ákveðnir í dómum sínum. — þr. Arnari Guðlaugssyni er vikið af leikvelli í lok leiks Vfkings og Fram af dómurunum Þórði og Guðmundi óskarssonum. Vítakast er dæmt á Fram og Árni Indriðason gengur að vítapunktinum, aðrir á myndinni Björgvin, Þorbergur og Gústaf. (Ijósm. Friðþjófur). Þrjú lið í auka- keppni á botninum í 1. deild kvenna AUKAKEPPNI part að fara fram milli priggja neðslu liðanna « 1. deíld kvenna í handknattleik um hvert liðanna fellur niður í 2. deild, hvert peirra leikur aukaleiki við ÍBK um sæti ( 1. deildinni og hvert pessara priggja liöa heldur sæti sínu meðal peirra sterkustu á næsta vetri. Liöin sem standa í pessari baráttu eru Víkingur, Ármann og Haukar. Á laugardaginn vann KR tveggja marka sigur, 12:10, á Víkingi og með Þessum sigri firrti KR-liðið sig frekari vandræðum. Eíginlega má segja að pessi leikur hafi verið uppgjör á milli Þeirra Páturs Bjarnasonar, Þjálfara KR-liðsins, og Guðrúnar Helgadótt- ur, eiginkonu hans, en hún er einn traustasti teikmaður Víkingsliðsins. Svo fóru leikar að KR hafði betur, en leikurinn var mjög jafn allan tímann, staöan í leikhlái t.d. 8:8, en síðari hálfleikinn vann KR með peirri fátæklegu markatölu 4:2. Jafntefli heföi dugaö báðum liðun- um og ekki munaði miklu að svo færi. Þegar hálf mínúta var eftir af leiknum var staðan 11:10 og Vík- ingsliöiö fékk Þá aukakast fyrir framan miðja vörn KR. Aukaköstin höfðu einmitt reynst Víkingum vel í leiknum og Ingunn skorað 5 mörk eftír slíkar uppstillingar. En að Þessu sinni var úthaldiö á protum og ekkert varð úr. Lið KR sneri vörn í sókn og skoraði síðasta markið i leiknum. Beztar í liöi KR voru Karólína, sem staðið hefur sig mjög vel í lok mótsins, en Hansína og Hjördís stóðu einnig vel fyrir sínu að vanda. Af Víkingum voru Þær Stella og Ingunn beztar, en Guðrún Sigurrós og Ástrós einnig traustar í vörninni. Mörk KR: Karóh'na 5, Hansína 3, Hjördís 3, Jónína 1. Mörk Víkings: Ingunn 5, Stella 4, Sigurrós 1. -áij ÍR: Jens Einarsson 3, Ásgeir Elíasson 2, Ólafur ' Tómasson 1, Guðmundur Þórðarson2, Bjarni Bessason 3, Jóhann Ingi Gunnarsson 3, Ársæll Hafsteinsson 2, Vilhjálmur Sigurgeirsson 3, Sigurður Gíslason 3, Ingimundur Guðmundsson 1, Brynjóinir Markússon 2, Sigurður Svavarsson 3. KR: Emil Karlsson 1, Haukur Ottesen 2, Símon Unndórsson 2, Kristinn Ingason 1, Ingi Steinn Björgvinsson 2, Sigurður Páll Óskarsson 1, Þorvaröur Guð- mundsson 1, Ólafur Lárusson 1, Björn Pétursson 2, Þorvarður Höskuldsson 2, Jóhannes Stefánsson 2, Jóhannes Stefánsson 2, Örn Guðmundsson 1. PRAM: Guðjón Erlendsson 3, Birgir Jóhannsson 2, Jens Jensson 2, Gústaf Björnsson 3, Sigurbergur Sigsteinsson 3, Pétur Jóhannsson 2, Arnar Guðlaugs- son 3, Atli Hilmarsson 3, Jóhannes Helgason 1, Ragnar Hilmarsson 2. VÍKINGUR: Eggert Guðmundsson 2, Kristján Sigmundsson 1, Jón G. Sígurðsson 1, Skarphéðinn Óskarsson 2, Páll Björgvinsson 3, Erlendur Her- mannsson 2, Arni Indriðason 3, Þor- bergur Aðalsteinsson 3, Viggó Sigurðs- son 2, Björgvin Björgvinsson 2, Sigurð- ur Gunnarsson 2, Magnús Guðmunds- son 3. VALUR: Brynjar Kvaran 2, Steindór Gunnarsson 3, Stefán Gunnarsson 2, Karl Jónsson 1, Bjarni Guðmundsson 2, Bjöm Björnsson 2, Þorbjörn Jensson 1, Þorbjörn Guðmundsson 1, Gísli Blöndal 3, Jón Kartsson 3, Jón P. Jónsson 2, Jón Ólafsson 1. ÁRMANN: Ragnar Gunnarsson 2, Friðrik Jóhannsson 3, Þráinn Asmundsson 3, Björn Jóhannsson 2, Einar Þórhallsson 1, Einar Eiriksson 1, Grétar Árnason 1, Jón V. Sigurðsson 3, Heimir Áskelsson 1, Óskar Asmundsson 2, Vilberg Sig- tryggsson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.