Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 35 — Innlánsaukn- ing 37,4% Framhald af bls. 17. Minnkandi hlutur iðnaðar í útlánum bankakerfis. Formaður bankaráðs vék því næst aö þróun iönaöar á síöast liönu ári og sagði að þótt nákvæmar tölur lægju ekki fyrir, væri taliö, að aukningu iðnaðarframleiðslunnar í heild hafi verið svipuð aukning þjóðarframleiðslunnar. Þetta væri aö því leyti óvenjulegt að undanfarin ár hafi meðalvöxtur iðnaðarfram- leiðslunnar verið mun meiri enn meðalvöxtur þjóðarframleiðslunnar. Hann ræddi um aðgang iðnaðarins að rekstrarfé og sagöi, að eðlilegt hlyti að vera, aö sú atvinnugrein, sem skilað að jafnaði nær tvöföldum árlegum vexti miðað við vöxt þjóðar- framleiðslunnar, ætti að njóta vax- andi fyrirgreiöslu bankakerfisins. En við aöthugun skýrslna kæmi í Ijós, að hlutur iðnaðarins í heildarútlánum bankakerfisins hefði minnkað stöðugt síðan árið 1970. Þá hafi hlutur iönaöarins verið 13,0% en í árslok 1977 var hlutur iönaöarins 9,9%. Hefði hlutur iönaöarins í heildarútlánum bankanna verið hinn sami í árslok 1977 og hann var 1970, hefði rekstrarfé iönaöarins verið 4,3 milljörðum króna meira en það var í raun. Mikill kostnaður af reiknistofnun Gunnar J. Friöriksson fjallaði þá um stöðu bankans gagnvart Seðla- bankanum og sagði, að í ársbyrjun hefði nettó staðan verið 616 milljónir króna. í lok ársins hafi nettó staðan verið 844.7 milljónir krona og hefði aukning innstæðunnar því verið um 229 milljónir króna á árinu. Upphaf- lega hefði bindisskyldan við Seðla- bankann átt að vera sveigjanlegt hagstjórnartæki, sem beita mætti til samdráttar eða þenslu eftir efna- hagsaðstæðum hverju sinni. Síðar kom fram sú skýring, að bundna féö ætti að standa undir tryggri geiðslu- stöðu landsins út á við. Sú skýring, sem nú væri haldið á lofti væri hins vegar sú, að bundna féð ætti að standa undir endurkaupum Seðla- bankans. Bundiö fé lönaðarbankans gerir gott betur en að standa undir þeim endurkaupalánum, sem viðskiptamenn bankans njóta. Þannig hefði innstæða bundins fjár verið 1.087 milljónir króna í árslok 1977, en endurseld lán hafi þá numið aðeins 262 milljónum króna. Mismunurinn eða 825 milljónir króna, verið því framlag Iðnaðarbankans til reksturs hinna svonefndu hefðbundnu atvinnuvega. Formaður bankaráðsins vék því næst að ýmsum atriðum í rekstri bankans á síðastliðnu ári. Fram kom, að kostnaður bankans af Reikni- stofunni hefði aukist á árinu um 90% og væri nauðsynlegt að leita leiða til þess að draga úr rekstrarkostnaðin- um. Mætti í því sambandi benda á, að flutningur uppgjörstíma bankanna frá kvöldi til hádegis hvern dag, myndi draga verulega úr allri nætur- vinnu. Þá skýrði hann frá opnun útibús bankans á Selfossi, en það hóf starfsemi 4. nóv. s.l. Væri það staösett í eigin húsnæöi aö Austur- vegi 38. Mikil aukning heföi veriö í innlánum útibúsins og hafi innstæöur um áramót verið um 67 millj. kr. Nýtt rafreiknikerfi Formaður bankaráösins ræddi því næst um hin nýju IB-lán og IB-veð- lán, sem kynnt hefðu verið um miðjan marzmánuð. Þaö væri skoðun Iðn- aöarbankans, að nauðsynlegt væri að endurreisa trúnaö á gildi sparnað- ar. Verðlauna þyrfti sparnað á þann hátt, að innlán fari aftur vaxandi. í því skyni hafi veriö ákveðið, a- gefa viðskiptavinum kost á IB-lánum og IB-veðlánum. Með þeim gæfist fólki kostur á að undirbúa jafnt stóra sem smáa lántöku eftir einfaldri sparn- aðaráætlun. Hámarkslán IB-lána væri nú 360 þús. kr. eftir 12 mánaða sparnað en hámarkslán IB-veölána væri nú 2.4 millj. kr. eftir 48 mánaða sparnað. Hefði þetta nýja lánakerfi hlotið mjög góðar viðtökur, en ennþá væri of snemmt að dæma um endanlegan árangur. Þá skýrði formaður bankaráðsins frá því, að í byrjun þessa árs hafi verið ákveðið að taka upp nýtt rafreiknikerfi, sem nefnt væri IBM-3600. Væri þar um að ræða afgreiðsluvélar, sem tengdar væru sérstakri miðstöð, sem safnaöi upplýsingum yfir allar færslur dagsins. Úrvinnslan færi síðan fram í eigin rafreikni bankans eftir afgreiöslutíma, og einnig hluti í Reiknistofu bankanna. Hefði verið unnið að könnun þessa máls ailt síðast liðið ár og endanleg ákvörðun veriö tekin í byrjun janúarmánaðar. Með þessari breytingu, sem reiknað væri með að yrði tilbúin um mitt ár 1979, yrðu miklar breytingar á öllum vélabúnaöi bankans og gert væri ráð fyrir að af breytingunni yrði verulegur sparnaður fyrir bankann. Hann fjallaði þá um tillögu banka- ráös um aukningu hlutafjár og sagði í því sambandi að í umræðum á Alþingi og í dagblööum heföi gætt þess misskilnings, aö lönaöarbank- inn væri að meiri hluta eign ríkisins. Hið rétta væri hins vegar, að ríkið ætti einungis um 28% hlutafjár bankans. Að lokum vék Gunnar J. Friðriks- son aö svonefndu brunamáli. Sagöi hann, aö á síöastliönu sumri heföi loks gengið efnisdómur í málinu og hafi niöurstaöa dómsins verið á þá leið, að Húsatryggingar Reykjavíkur skyldu greiða Iðnaðarbankanum, Félagi íslenskra iönrekenda og Landssambandi iönaöarmanna bætur, samkvæmt undirmati á sínum tíma. Hinn tildæmda upphæö hafi verið við dómsuppkvaöninguna rúm- lega 10 millj. kr., þegar reiknaðir hafi verið einfaldir vextir, en hefði numið tæplega 45 millj kr., væri tekið tillit til verðbreytinga. í samræmi við þennan dóm, hafi bankinn og sam- tökin ritað borgarráði bréf í október s.l. þar sem farið er fram á, að brunatjónið verði gert upp í samráði við niðurstöðu héraðsdóms og að látið verði af málþófi því, sem haldiö hafi verið uppi í síöast liöin 9 ár. Svar við þessu erindi hafi borist daginn fyrir aðalfundinn, og þar skýröi borgarstjóri frá því að málinu hafi þegar verið áfrýjað til Hæsta- réttar. Formaður bankaráðsins sagði, að líkur væru á því, að Haástiréttur mundi ekki dæma í málinu fyrr en árið 1979 eða 1980. Væri það hluthöfum bankans mikil vonbrigði, ef borgarráð ákvæöi að halda málþótinu áfram og þar með að valda lönaöarbankanum enn meira tjóni en þegar væri orðið vegna hinnar hrööu verðrýrnunar peninga. Reikningar bankans Pétur Sæmundsen, bankastjóri, skýrði því næst reikninga bankans. Reksturskostnaður bankans nam 325 milljónum króna og jókst á árinu um 44,5%. Er það minni hækkun en árið áður, en þá hækkaði reksturs- kostnaður um 48,4%. Hæsti liður í rekstrarkostnaði er eins og áður launakostnaður en hann er um 73% af reksturskostnaöi. Meðalfjöldi starfsfólks jókst á árinu um 3,8% og væri það lítil aukning miðað við aukin umsvif bankans, en færslufjöldi jókst um 13,3%. Tekjuafgangur bankans var 9,5 milljónir króna en var 29,4 milljónir króna árið 1976. Megin skýring á óhagstæðri afkomuþróun væri verðbólgan. í mikilli verðbólgu dragast innlán hlutfallslega saman, og verða stööugt minni og minni hluti af þjóðartekjum. Allur tilkostnaður eykst hins vegar í takt við verðbólg- una. Heildarinnlánin í bankanum námu í árslok 1977 samtals 4,842 milljón- um króna og höfðu aukist á árinu um 1.318 millj. kr. eða 37,4%. Þetta væri hlutfallslega mesta aukning á einu ári í bankanum s.l. 20 ár. Af aukningu heildarinnlána jukust veltiinnlán um 283.7 millj. kr. eða 39.5%, en spariinnlán bankans jukust um 1034,5 millj. kr. eða 36.9%. Heildarútlán bankans námu í árslok 3.816 millj. kr. og jukust á árinu um 985.8 millj. kr. eða 34,8%. Bundin innstæða í Seðlabankanum var um s.l. áramót 1.087 millj. kr. og jókst hún á árinu um 259 millj. kr. Innstæða á viöskiptareikningi í Seðlabankanum var í árslok 19.7 millj. kr. Bókfært verð fasteigna bankans er nú 632.8 millj. kr. og var aukning milli ára 229.6 millj. kr. Eru fasteignir bankans bókfærðar á 90% af fasteignamatsverði. Pétur Sæmundsen skýrði því næst frá starfsemi veðdeildar bankans en frá stofnun hennar hafi samtals verið lánuð úr veðdeildinni 465 lán að upphæð 242 millj. kr. Á síöast liðnu ári voru veitt samtals 78 ný lán að fjárhæð 82,4 millj. kr. Eigið fé bankans nemur nú alls 462.3 millj kr. og jókst á árinu um 26,1%. Er eigið fé bankans 9,6% af heildarinnlánum hans. Að lokum vék Pétur Sæmundsen aö afurðarlánum og því sambandi endurkaupum Seðlabankans. í árslok 1977 hafi endurkaupin verið alls 26,5 milljaröar króna og væri þaö 4 milljörðum króna meira en allt bundið fé innlánsstofnanna heföi numið. Um áramótin hafi þessi endurkaup skipst þannig, að til landbúnaðar hafi veriö varið 5.9 milljöröum króna og heföi aukningin á árinu verið 65,5%, endurkaup sjávarútvegs hefðu numið 13,8 milljörðum króna og aukningin á árinu verið 84,4% en endurkaup iðnaðar numið 2,5 milljörðum króna og aukningin á árinu verið aöeins 37,9%. Það færi því ekki á milli mála, að þetta gamla misréttiskerfi, sem endurkaupakerfiö í núverandi mynd væri, heföi algjörlega gengið sér til húöar. Brýnasta hagsmunamál iðnaðarins í dag í lánsfjármálum væri að hér yrði algjör stefnubreyting. Á aöalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð. Þá var samþykkt að fjórfalda hlutafé bankans, sem nú er 45 millj. kr. með útgáfu jöfnunarhlutabréf og nemi hlutaféð að því loknu 180 millj. kr. Einnig samþykkti aðalfundurinn að hlutafé bankans yröi aukið meö útboöi nýs hlutafjár, þannig aö þaö verði alls 500 millj. kr. og var bankaráði falið að framkvæma þá samþykkt. Starfsemi Iðnlánasjóðs Bragi Hannesson, bankastjóri, gerði því næst grein fyrir starfsemi lönlánasjóös árið 1977. Samtals voru veitt á árinu 422 lán að fjárhæö 1.330 millj. kr. en árið 1976 námu lánveit- ingar 747 millj. kr. Útistandandi lán í árslok námu 3.030 millj. kr. og jukust á árinu um 64,4%. Eigiö fé sjóösins er nú samtals 2.1 milljaröur króna. Bragi Hannesson ræddi því næst um lánskjör sjóösins og útlánsgetu hans á þessu ári. Gert sé ráð fyrir, að hún muni vaxa meira en nokkru sinni fyrr og verða um 1.720 milljónir króna en óvíst væri hvort útlánsgetan miöaö við eftirspurn myndi vaxa að tiltölu. í bankaráö voru kjörnir Gunnar J. Friðriksson, Sigurður Kristinsson og Haukur Eggertsson. Varamenn voru kjörnir Kristinn Guðjónsson, Þórður Gröndal og Sveinn S. Valfells. Iðnaðarráöherra skipaði þá Magnús Helgason og Pál Sigurðsson sem aðalmenn í bankaráðið og Guðmund Guðmundsson og Runólf Pétursson sem varamenn. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Haukur Björnsson og Þórleifur Jóns- son. í lok fundarins tók Sigurður Kristinsson, forseti Landssamband iðnaðarmanna til máls og flutti bankanum árnaöaróskir Landssam- bandsins í tilefni 25 ára afmælis bankans, sem verður um mitt þetta ár. Færði Sigurður bankanum að gjöf að þessu tilefni forkunnarfagra fánastöng, sem Landssambandið hafði látið smíða sérstaklega. Tíl hamingju með ferminguna og til hamingju á feröum þínum í framtíðinni, meö góöan svefnpoka, sem veitir þér öryggi og hlýju hvernig sem viörar Til hamingju með svefnpoka frá Gefjun dralon BAYER Úrva/s trefjaefni GEFJUN AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.