Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1978 í þessum þætti höldum viö áfram þar sem frá var horfið í þeim fyrsta. Þar gerðum við innanfótarsþyrnunni skil og er þá röðin komin að næstu þremur spyrnunum; beinni ristarspyrnu, innanverðri ristarspyrnu og utanverðri ristarspyrnu. Bein ristarspyrna Ein eðlilegasta og um leið mest notaða spyrna knattspyrnunnar er ristarspyrnan. Með henni getum við m.a. framkvæmt stuttar og langar, lágar og háar, lausar og fastar sendingar, auk þess sem hún er án efa aöalspyrnan til markskorunar. Viö getum framkvæmt spyrnuna í sjálfu skref- inu, án breytingar á skreflengdinni og einnig án þess aö vinda fótinn sérstaklega. Af ofangreindu sjáum við að ristarspyrn- unni þarf að gefa gott rými í æfingum okkar (æfingatímum). Hún er mikilvægasta spyrn- an og hana þarf að æfa aftur og aftur og í öllum hugsanlegum myndum eigi árangur að nást. Viö skulum athuga nánar framkvæmd spyrnunnar; 1. Jafnvægisfóturinn er settur niður viö hliö knattar, lítiö eitt boginn og fjaörandi í hnélið. Tær stefna í spyrnuátt. 2. Spyrnufóturinn teygist aftur um leið og jafnvægisfóturinn er settur niður. Staða hnés heldur sér nær alveg í sveiflu fótarins fram, en þegar ristin kemur að knettinum réttist snöggt úr fætinum. Er ristin nemur við knöttinn er hún stíf og lóðrétt. Fylgja skal spyrnunni eftir. 3. Athugið vel á mynd 7 og 8 áðurtalin atriöi, svo og hreyfingu bols og arma meöan á spyrnunni stendur. Meöan spyrnt er, er sjóninni beint að knettinum. Spyrnan æfð: Þegar við ætlum að byrja aö æfa þessa spyrnu, verðum við að athuga eitt atriði vel, en það er að reka ekki tærnar í jörðina, svo við meiðum okkur. Því er ágætt að byrja á að spyrna knetti sem er á lofti. Hér höfum við fimm æfingar til að byrja á. 1. Knetti sem hangir í snúri spyrnt með ristinni, sjá nánar mynd 9. 2. Knöttur látinn falla úr höndum og síðan spyrnt til félaga, sjá mynd 10. 3. Sama æfing og nr. 2, en nú látum við knöttinn hoppa einu sinni áöur en viö spyrnum. 4. Nú reynum við að „contra“ knöttinn til félaga okkar, sjá mynd 11. 5. Liggjandi knetti spyrnt með beinni rist. Við getum síðan spyrnt rúllandi knetti, sem kemur á móti okkur eða rúllar frá okkur. Knatt- spyrnu- þættir Janus Guólauí*sson tók sanian Innanverð ristarspyrna Notkun innanverðrar ristarspyrnu er álíka mikil og beinnar ristarspyrnu, en fjölbreyti- leiki hennar er líklega heldur meiri. Hún gerir leikmanninum m.a. kleift að spyrna knettin- um beint eöa í boga, og að auki að lyfta knettinum yfir mótherja sem er í nokkurra metra fjarlægð. Hún getur því verið mjög hagkvæm þegar framkvæma á aukaspyrnur eða hornspyrnur. (Mynd 12). Framkvæmd spyrnunnar: 1. Tilhlaupið aö knettinum verðum við aö athuga vel, en þaö er í boga eöa á ská miðað við spyrnuáttina. Sjá mynd 13 hvað varðar þetta atriði. 2. Eftir tilhlaupiö er jafnvægisfótur, sem er lítið eitt boginn um hné, settur niður aðeins aftar og til hliðar við knöttinn. Þegar hæll jafnvægisfótar kemur niður, er fætinum snúið í spyrnuáttina, en síðan er velt fram á táberg, um leið og spyrnan fer fram. 3. í síðasta skrefi tilhlaupsins færist spyrnufóturinn aftur til undirbúnings spyrn- unni. Um leið og jafnvægisfótur kemur niður hefst framsveiflan, lærið fyrst og síðan snögg hnérétta. 4. Við höllumbolnum yfir jafnvægisfótinn, síðan við spyrnuna er hann undinn eðlilega gegn mjaðmarhreyfingunni. Armarnir hjálpa til við jafnvægið. Horft er á knöttinn. Spyrnuflöturinn er innri hluti ristarinnar, hann getum við glögglega séð á mynd 14. Ökklaliður er stífur um leið og spyrnt er og ristin rétt niður og út. Spyrnan æfð: 1. Spyrnuhreyfingin æfð án knattar, fyrst í kyrrstöðu en síðan með nokkrum tilhlaupa- skrefum. 2. Liggjandi knetti spyrnt til félaga sem stendur í 7—9 metra fjarlægð. 3. Þrír saman; einn er á milli og reyna hinir tveir að spyrna knetti yfir þann sem í miðjunni er, fjarlægð milli þeirra um 10 m. Athugið vel, að þegar við ætlum að lyfta knettinum, kemur jafnvægisfóturinn aðeins aftar knetti og spyrnufóturinn verður að nema vel undir miðjan knöttinn. 4. Knetti, sem kemur veltandi á móti ykkur, spyrnið þið til félaga sem er um 10 m undan. 5. Nú veltið þið knettinum á undan ykkur og spyrnið honum til félaga á sama hátt og í æfingu 4. Þegar þið eruð búin að ná góðum tökum á þessum æfingum, getið þið sjálf bætt við æfingum. Þær geta t.d. verið við markskot eftir að hafa rekið knött í átt að marki, eða fengið hann á leið frá markinu. Utanverö ristarspyrna Með utanverðri ristarspyrnu getum við m.a. spyrnt knettinum beint fram en aðaleiginleikar spyrnunnar er hinn hraði snúningur sem við getum framkallað á knöttinn, svo hann þjóti í þoga frá beinni stefnu. Spyrnan kemur því að góöum notum viö markskot og stuttar duldar sendingar til hliðar. Einnig má nota þessa spyrnu við langar sendingar á ská fram völlinn, aukaspyrnur og hornaspyrnur. Mynd 13a ^ •o -s D C OH Mynd 13b Munurinn á framkvæmd þessarar spyrnu og hinna hér aö framan er aöallega sá, aö jafnvægisfæti er stigið niður enn fjær og til hliðar við knöttinn (um tveimur fetum). Við skulum því athuga framkvæmdina enn nánar: 1. Jafnvægisfóturinn settur niður, hnéð bogið, mjúkt og fjaðrandi. Tær vita í spyrnuátt. 2. Spyrnufóturinn sveiflast fram um leið og jafnvægisfóturinn er settur niður. Hann er boginn í hnélið og snúinn inn á við. Ristin er vel teygð og öklinn stífur meðan spyrnan fer fram. 3. Bolurinn er undinn gegn spyrnuhreyf- ingunni um leið og spyrnt er. Um leið og við spyrnum horfum við á knöttinn. 4. Spyrnuflöt fótarins sjáum viö vel á skýringarmynd 16. Athugið einnig vel mynd 15, sem sýnir okkur framkvæmd spyrnunnar í stórum dráttum. Spyrnan æfð: 1. Knetti sem hangir í snúru er spyrnt eins og að framan er lýst, mynd 9. 2. Æfingarnar fimm við beina og innanverða ristarspyrnu gerðar á sama hátt með utanverðri ristarspyrnu. (mynd 17). 3. Knetti, sem sendur er úr ýmsum áttum, spyrnt á mark. 4. Knetti spyrnt milli tveggja manna sem hlaupa áfram, þeir leggja knöttinn fyrir sig áður en þeir spyrna honum, mynd 18. 5. Sama æfing og 4, en nú er knetti spyrnt viðstöðulaust. mtr. tat f tfáKttíaaaz— . . ,__. .‘i<- y.- M_J O_j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.