Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Gunnlaugur Snædal, Menntaskólinn við Hamrahlíð: Hvað þarf helzt að bæta í skólanum? Eins og spurningin gefur tilefni til, er hér aöeins um frekar neikvæö atriðí aö ræöa sem er nú ekki allskostar gott en af nógu ér aö taka. Aö mínu mati er mjög erfitt aö gera sér grein fyrir hvort betra er aö vera nemandi í áfangakerfinu eða bekjjakerfinu (varöandi menntaskóla) þar sem ég hef aðeins reynslu af áfangakerfinu. Því miður hefur ekki verið gerð nein könnun á því hvort stúdentar koma betur menntaöir úr áfanga- kerfi eöa bekkjakerfi og tel ég fulla þörf á því þar sem æ fleiri skólar eru aö taka upp áfangakerfiö. Stundatöflur nemenda í MH eru almennt slærríar þar sem þær eru fullar af götum (gat: auöur tími kennslustunda, samsvarandi einni kennslustund) sem valda því að nemendur eru lengi í skólanum á daginn. Þessi göt nýtast illa til náms nema þau séu mörg saman. Algengt er aö þessi göt telji 12 eöa jafnvel fleiri kennslustundir á viku. Skólayfirvöld hafa kennt um fjölda nemenda sem ekki má takmarka, ekki einu sinni meö einhveri lágmarkseinkunn því aö allir eiga aö fá inngöngu í menntaskóla ef þeir aöeins uppfylla lágmarskröfur grunnskóla. Fáránlegt. í minni stundatöflu eru t.d. 10 göt og er ég í skólanum sem svarar 46 kennslu- stundum á viku og þykir taflan mín ekki slæm miðað við margar aörar. Ég tel slæmar stundatöflur eiga mikinn þátt í dræmri þátttöku nemenda í félagslífi þar sem þeir nenna ekki aö mæta í skólanum á kvöldin til félagsstarfa eftir aö hafa veriö þar allan daginn, þ.e. frá kl. 8.15—16.30. Matsalur nemenda er ófrágeng- inn þar sem hann er bæöi óryk- bundinn og ópússaöur. Ég er hræddur um að matsalurinn fengi lága einkunn hjá heilbrigöiseftirlit- inu ef fram færi mæling á rykmagni loftsins. Síöastliöiö haust var bætt við nýrri grein í skólareglurnar sem GUNNIAUGUR segir að reykingar séu óheimilar í anddyri og í matsal. Þessi regla er til komin vegna samþykktar skóla- fundar nemenda en nú vill svo til að hún er ekki virt af almennum nemendum og nemendum öld- ungadeildar. Skólayfirvöld hafa ekki kynnt þessa reglu fyrir nem- endum hvaö þá reynt aö framfylgja henni. Er mjög brýnt að þessari reglu veröi framfylgt þar sem reykingamengun tilheyrir ekki mat- sal. Fyrir 11/2 ári var skólanum fært að gjöf sýningartjald, aö ég held ca. 48 fm., til notkunar í hátíöasal skólans. Þaö kostaði þá í kringum 400 þús kr. Þetta tjald hefur fram á þennan dag legiö í geymslu skólans og aldrei veriö sett upp. Er mér óskiljanlegt hvaöa ástæða liggur aö baki því aö þá sé ekki sett upp. Ég vona aö þaö veröi hiö snarasta. Mikiö hefur veriö rætt um bygging'u íþróttahúss viö MH en hingaö til hefur ekki fengist fjárveiting til þess. Aftur á móti er hafin bygging íþróttahúss viö Hlíöaskóla, aöeins í 100 m fjar- lægö. Mér finnst aö þaö ætti ekki síöur að þjóna MH-ingum en nemendum Hlíöaskóla og gætu þá nemendur MH loksins fengið fasta íþróttatíma. Því miður verö ég að sleppa að ræöa um val námsefnis sem notað er til kennslu í hinum ýmsu áföngum skólans en full þörf er á því þar sem einstefna til vinstri gætir t.d. í íslensku. Viðtal við lítillátan meistara „Jón, Héimdellingar í fram- haldsskólum ætla að gefa út kálf í Mogganum og mig langar til að taka við Þig viðtal í blaöið. „Eg er að fara aó tefla á eftir. Geturdu ekki talað við mig í kvöldmatnum?" svarar Jón Þar sem hann stendur við skákmat- arboröið í matsal Hamrahlíðar- skóla. Svo varð úr að viðtalið fór fram í laugardagskvöld- matnum. ,.Jón, í tilefni onæðis á matart.ma, hver er Þá uppá- haldsrétturinn pinn"? „peð" — svarar Jón svo spyrjandi fór ekki lengra út á Þá braut. „Nú er Reykjavíkurmótið ný- afstaðið og rætt var um á meöal pátttakenda að skáktími væri of stuttur. Hvernig fannst Þér að tefla við reynda skák- menn með Þetta spursmál um tímahrak yfírvofandi?" „Fyrir mig var timinn alltof stuttur", svarar Jón. „Stórmeistararnir hagnast á pessum tíma. Þeir eru nútíma- legri eda rútíneraðri. Þeir nafa á tilfinningunni hvað Þeir eigi að gera án pess aö Durfa aö hugsa sig um en ég parf að hugsa. Leik sem ég hugsa um í t.d. korter og kemst svo að niðurstöðu um aö sé fáránleg- ur, hefði peim aldrei dottid í hug". Um mótið segir Jón að Það hafi verið gífurleg reynsla og æfing fyrir sig. „Hvaða tafimenn finnst Þér skemmtilegastir?" „Kóngurinn" — svarar Jón — pvi hann er svo verómætur og peöin eru ágæt. Annars eru Þetta allt vinir mínir". Hver Þótti pér skemmtileg- asti skákmaöurinn í mótinu? „Larsen, mikill húmoristi" — „Kunnirðu nú mannganginn áður en Þú fékkst virkilegan áhuga á skák" er næsta spurn- ing lögð fyrír Jón í von um að hann segi já Því Þar með er enn möguleiki fyrir spurjanda að verða meistari. Hann kann sem sagt mannganginn en telur sig „aöeins" vanta „áhuga". „Já, ég lærdi mannganginn Þegar ég var u.p.b. 6—7 ára gamall en virkilegan áhuga fékk ég ekki fyrr en 11 ára gamall í heimsmeistaraeinvíg- inu." (Spyrjanda léttir. Möguleik- inn er fyrir hendi). „Nú stundar Þú píanónám í tónlistarskólanum, Jón. Það væri gaman að vita hvernig dagurinn líður hjá Þér Þegar saman fara pianónám, mennta- skólanám og skák. „Enginn dagur er eins" svarar Jón með mæðurödd. „Ég hef alltof lítinn tíma til alls. Sólarhringurinn er alltof stutt- ur, Þyrfti að vera minnst 28 klst. Annars er ég bara í píanótim- um núna, stunda ekki tónfræði eins og áður". „Hvernig músík líkar Þér best og hvað finnst þér skemmtileg- ast að spila?" „Ég hlusta ekki mikið á popptónlist", svarar Jón, „en annars hlusta ég nú á allan andsk." (Spyrjandi hugleiðir hvort birta eigi blótsyrði heims- meistarans, — en Þar sem Það samræmist vel íslensku máli og í von um aö Jón bæti sig í Þessu efni skal slag standa). Nú undirbýr spyrjandi sig fyrir persónulega spurningu. „Jón" —,,já?" „hvað gerir pú á laugardagskvöldum?" ,. Ja ... tala í síma" nú veltir spyrjandí Þvi fyrir sér hvort petta hafi verið sneið til sín. Svo bætir Jón við: „Það er svo mikið um peysing að maður verður að slappa af við og við". „Nú var fjölteflið hjá Heim- Tónlista Framhald af bls. 23 Nú er langt liðíð á annad ár mitt í menntaskóla. Undanfar- andi saga á ekki aðeins viö um mig heldur flesta sem leggja tónlistarnám fyrir sig. Eitthvað hefur samt ástandið farið batn- andi undanfarin ár Þar sem menntaskólarnir hafa reynt aö koma til móts við okkur tón- listarnemendur. Lengst hefur Menntaskólinn við Hamrahlíð gengið í bessum efnum. Þar er hægt að fara á sérstakt tón- listarkjörsvið (sbr. tónlistar- deild) og er Þá námið í Tón- lis ið sa ná faa eit m< se æf mi I no svi rel að Þe dalli liklega pað fjölmennasta sem Þú hefur tekið Þátt í. Er Það ekki rétt"? (48 tóku Þátt, 3 jafntefli og 1 tap fyrir kínversku skrauttafli) ,.Jú — líklega er Það rétt, ég hafði nú bara ekki hugleitt Það áöur". „Hvernig var andrúmsloftið?" „Ágætt andrúmsloft" svarar Jón — „ágæt æfing, slæm lýsing og gaman að ajá hvað margir komu". (Eins og vitað er Þurftu margir frá að hverfa vegna plássleysis í salnum). „Jæja Jón, hvað bíöur Þin nú í framtíðinni? Hefurðu hugsað um skák sem atvinnu, eða áttu Þér eitthvert draumastarf?" „Nei ég hef ekki hugsað um skák sem atvinnu. Næst er Það stúdentsprófið. Draumastarf? — Att pú draumastarf?" (sem betur fer minnist spyrjandi Þess að viðtalið er við Jon L. Árnason en ekki öfugt, en eftir nokkurra mín. babl um draumastarf spyrjandans segir Jón: „Nei ég á víst ekkert drauma- starf, ekki einu sinni að verða strætisvagnabílstjóri. Nú undirbýr spyrjandi sig fyrir eina persónulegu spurn- inguna. „Jón" — „já, hvað býr nú undir pessu „Jóni"?" (spyrjandi hikar en ákveður svo að láta Það flakka): „Ertu lofaður?" „Nei... ekki ennpá" (hvaö bjó nú undir Þessu?) „Jæja Jón að lokum um skákina. Hver er besta skák sem Þú hefur teflt?" „Ég vona að ég sé ekki búinn að tefla hana ennpá" B.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.