Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1978 Jóhannes Halldórsson: Viðvörun um stafsetningarmál Hinum barnungu Samtökum móðurmálskennara hefur verið gerður sá óleikur að birta á prenti umsögn þeirra um tillögu til þingsályktunar um íslenzka staf- setningu. Vegna þess að einhverj- um kynni að koma til hugar að taka meira mark á þessu skrifi þeirra en vera ber, get ég ekki stillt mig um að koma á framfæri nokkrum viðvörunarorðum. I 1. lið umsagnarinnar standa þessi orð: „I annan stað er óskynsamlegt að ákveða stafsetn- ingarbreytingar án undangeng- inna rannsókna á þeim þáttum málsins sem snerta stafsetningu. Má í því sambandi nefna könnun á tengslum stafsetningarnáms og lestrarnáms, tíðni orða í málinu, tíðni jmissa stafsetningaratriða o.fl." I þessum ummælum liggur annað tveggja furðulegur barna- skapur eða stráksleg il.lkvittni. Örfá ár eru liðin síðan nefnd skipuð af menntamálaráðherra vann að stafsetningarbreytingum og gefin var út regiugerð sam- kvæmt tillögum hennar. Ekki skal , ég þvertaka fyrir, að þeir gegnu menn, sem stóðu að stafsetningar- breytingunum 1973 og 1974, hafi farið „óskynsamlega" að ráði sínu. Hins vegar get ég ekki ætlað þeim mönnum annað en þeir hafi unnið störf sín af fyllstu samvizkusemi og vil ekki trúa því, að þær stafsetningarbreytingar hafi verið ákveðnar „án undangenginna rannsókna á þeim þátlum málsins sem snerta stafsetningu". Því hljóta að vera í fórum þeirra manna gögn um nýlega „könnun á tengslum stafsetningarnáms og lestrarnáms, tíðni orða í málinu, tíðni ýmissa stafsetningaratriða o.fi.", svo að vitnað sé til skilyrða Samtakanna ungu fyrir breyting- um á stafsetningu. Væri því einungis tvíverknaður að vinna sama verk að svo skömmum tíma liðnum. I b-lið 2. liðar er sú spaklega kenning, að „stafsetning með ttst" hafi „aldrei fest rætur í íslensku". Þeim, sem komnir eru til nokkurs aldurs og þroska, er kunnugt um, Jóhannes Halldórsson að löngum hefur verið samkomu- lag um að rita tzt í stað ttst (sbr. dæmin flutzt (flutt-st), breytzt (breytt-st), hitzt (hitt-st) í auglýs- ingu um íslenzka stafsetningu frá 1929.). Ekki hefur þó íslenzkum almenningi þótt frágangssök að rita í samhengi ttst, ef á hefur þurft að halda. Til að mynda má nefna það, að í átthögum mínum, Borgarfirði, er bæjarnafn, sem í daglegu máli manna hljómaði oft áþekkt og „Klestía". Ekki er mér kunnugt um, að neinum á þeim slóðum hafi komið til hugar að skrifa bæjarnafnið í líkingu við þann framburð. Menn vildu skilja mál sitt og rita það skilmerkilega og skrifuðu „Klettstía". Þeir fæld- ust ekki stafasambandið ttst, þar sem við átti. I d-lið 2. liðar er tekið undir þá villukenningu, að „með afnámi reglnanna frá 1974 myndu og falla úr gildi óll fyrirmæli um að rita skuli y, ý og ey í íslensku ritmáli, greina sundur hv og kv" o.s.frv. Auglýsingin um íslenzka stafsetn- ingu frá 1929 og auglýsingin um íslenska stafsetningu frá 1974 eru því marki brenndar, að í hvorugri er tekið fram, hvernig íslenzkt mál skuli rita í öllum tilvikum, enda væri slíkt óðs manns æði. Auglýs- ingin frá 1974 er vissulega orð- fleiri en auglýsingin frá 1929, og þar eru raktar ýmsar stafsetn- ingarreglur, sem um langan aldur hafa almennt verið taldar sjálf- sagðar og ekki valdið ágreiningi í meginatriðum. Um þaer stafsetn- Listi óháðra í Hafnarfirði FÉLAG Óháðra borgara i Hafnarfirði hefur birt framboðs- lisla sinn í Hafnarfirði við næstu bæjarstjórnarkosningar. Listann skipa eftirtaldir mcnn> 1. Árni Gunnlaugsson, hæsta- réttariögmaður, 2. Andrea Þórðar- • dóttir, húsmóðir, 3. Hallgrímur Pétursson, formaður Hlífar, 4. Brynjólfur Þorbjarnarson, vélsmiður, 5. Snorri Jónsson, yfirkennari, 6. Elín Eggerz Stefánsson hjúkrunarfræðingur, 7. Jón Kr. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, 8. Droplaug Bene- diktsdóttir, húsmóðir, 9. Ómar Smári Ármannsson, nemi, 10. Hulda G. Sigurðardóttir, kennari, 11. Ársæll Kr. Ársælsson, kaup- maður, 12. Guðmundur Kr. Aðal- steinsson, prentari, 13. Sigurveig Gunnarsdóttir, húsmóðir, 14. Jóhann Sigurlaugsson, bifvéla- virki, 15. Ester Kláusdóttir, húsmóðir, 16. Ríkharður Krist- jánsson, stýrimaður, 17. Lára Guðmundsdóttir, húsmóðir, 18. Haukur Magnússon, trésmiður, 19. Sjöfn Magnúsdóttir, húsmóðir, 20. Böðvar B. Sigurðsson, bóksali, 21. Ólafur Brandsson, umsjónar- maður og 22. Málfríður Stefáns- dóttir, húsmóðir. Hólmavík: Listi óháðra lagður fram Hólmavík, 25. apríl. LAGÐUR hefur verið fram fram- boosKsti óháðra kjósenda í Hólma- víkur'ireppi við hreppsnefndar- kosniigarnar 28. maí n.k. Hann er þar.r^g skipaður: 1. Gunnar Jóhannsson kaupmaður, 2. Þorkell Jóhannsson kennari, 3. Magnús H. Magnússon rafvirki, 4. Helgi Ingimundarson verkamaður, 5. Gunnar Númason verkamaður, 6. Katrín Sigurðar- dóttir húsmóðir, 7. Áskell Bene- diktsson bóndi, 8. Sigþrúður Páls- dóttir ljósmóðir, 9. Ásmundur Vermundsson húsasmiður, 10. Asgeir Ragnar Ásgeirsson verka- ¦naður. Framsóknarmenn hafa ekki til- kynnt lista sinn ennþá. —Andrés. Þorvarður Júlíusson aðferð, sem hefur reynst pottþétt í þeirri rúmlega 30 ára reynd, sem hún hefur verið prófuð á bændum þessa lands. Samkvæmt þessari aðferð hefði ríkisstjórnin bara átt að halda forystusauðum Thorlaci- usarhers svo ánægðum, að þeir heföu sjálfir lagt fram á þingi samtaka sinna, og samþykkt, skatt á meðlimi sína, sem nægt hefði til að greiða umsamdar verðbætur. Þannig fara bændur að. Þeir velta ekki vandanum yfir á aðra, heldur eru öðrum til fyrirmyndar um þjóðhollustu. Ef þeir gera kröfur um kjarabætur er það ekki til annarra. Þeir eru fúsir til að greiða eigin kjarabætur úr eigin vasa. Laun heimsins eru vanþakk- læti. Eftir að bændur hafa stundað kjarabaráttu af þessu tagi um 30 ára skeið, virðist svo sem það markaði. Nú höfðu bændur reynst svo duglegir, að þó þeim fækkaði um tvo á viku hverri s.l. 3 ár fóru þeir langt fram úr þessari viðmið- un. Hvað var gert? Menn skyldu halda að stjórnvöld hefðu verið dregin til ábyrgðar vegna þessa gjaldþrots stefnu þeirra undir leiðsögu hins aldurhnigna undra- barns sem einu sinni var kennt við Staðarfell og búskapinn þar. En það var nú öðru nær. Svokallað stéttarsamband okkar bændanna samþykkti á s.l. hausti að leysa málið með því að leggja nýjan skatt, svokallaðan fóðurbætisskatt á stéttina. Þetta er alger hliðstæða við það, þegar Munchausen barón lenti í feninu og dró sjálfan sig upp á hárinu með hrossið í klofinu. Héldu bændur að nú væri mælir- inn fullur og nóg að gert, en það innanlands, o.fl. þyrfti að taka í verðjöfnunargjöld kr. 7.00 af hverju kg. dilka- og geldfjárkjöts og kr. 3.50 af hverju kg. ær og hrútakjöts. Er hér um að ræða hið venjulega verðjöfnunargjald sem notað hef- ur verið til verðjöfnunar innan- lands á undanfórnum árum. Auk þess er bersýnilegt að útflutningsbætur duga ekki á framleiðslu frá s.l. hausti og sem flytja þarf út á árinu. Hinsvegar treysti Framleiðsluráðið sér ekki til, enn sem komið er, að taka um það ákvörðun strax hve hátt útflutningsgjald þarf að taka, því svo mörg atriði í því máli eru enn óljós, hins vegar er Framleiðslu- ráði kunnugt um að sumir slátur- leyfishafar hyggja á endanlegt uppgjör fyrir haustinnlegg á Þorvarður Júlíusson, Söndum, V-Hún.: Bændur, fyrirmyndarstétt íslenzku þjóðfélagi í Einn þátturinn í þeirri stétta- átakaskálmöld sem nú blasir við í íslenzku þjóðlífi er tilkominn vegna þess, að ríkisstjórnin hefur ekki" viljað standa við undirskrift fjármálaráðherra á samningum við Thorlaciusarher á s.l. hausti. Telur Thorlaciusarher, að vonum, vafasamt siðferði í því að skrifa hátíðlega undir yfirlýsingar og plögg, en rifta öllu nokkrum mánuðum síðar, þegar umdeild- ustu atriði samninganna áttu áð fara að ganga í gildi. Er því nú svo komið, að nokkrum mánuðum eftir þau átök sem samningum á s.l., ári var ætlað að leysa til tveggja ára er efnt til nýrra átaka um sömu atriðin. Það virðist því hafa verið þegjandi samkomulag beggja aðila á s.l. ári, að fresta stéttaátökunum svo að þau mættu falla saman við kosningabaráttuna í ár, svo að það mætti gera nógu rækilega rispu í að grafa undan innviðum þessara samfélagsnefnu okkar. Nú get ég varla, hvað svo sem líður samúð minni með kröfugerð ASÍ-manna og Thorlaciusarhers, láð þeim það þótt þeir vilji halda uppi því lágmarkssiðferði í þjóðfé- laginu, að menn standi við undir- skriftir gerðra samninga. En ég vil benda alþjóð á, að sú grófa og ruddalega aðferð stjórnvalda, að hlaupa frá samningsundirskrift- um, er óþörf á ofanverðri 20. öld. Til er mikið fíngerðari aðferð til að' „plata lýðinn", þrautreynd þéttbýlisfólk sem vafasömustu hlutverki gegnir í framleiðslu- keðju þjóðarinnar, ætti að snúast gegn þeim í stórstyrjöld, sem hinum einu sönnu „afætum" og „dragbítum á hagsauka" þessarar þjóðar. Hvert renna kjarabætur bænda? Fyrir aldarþriðjungi var það upplýst, að bændur á Islandi báru úr býtum fyrir strit sitt um það bil 67% þeirra launa sem verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn höfðu náð. Samþykkti Alþingi þá lög sem' höfðu að yfirlýstu markmiði, að bændur næðu meðaltalskaupi þessara „viðmiðunarstétta". Út- tekt á s.l. ári leiddi í ljós árangur 33 ára baráttu. Enn höfðu bændur að meðaltali 67% af kaupi viðmiðunarstéttanna. Um svipað leyti kom í Ijós, að sú stefna sem ríkisvaldið og stéttarforysta bænda hafði um áratugabil haft að leiðarljósi um bætt kjör: — aukin framleiðsla, stækkun bíla — var gjaldþrota. Til þess að fá bændur til að leggja á sjálfa sig og fjölskyldur sínar, stöðugt meiri þrældóm, hafði ríkisvaldið ábyrgst, að ef árferði yrði svo gott, að bændur fram- leiddu alit að 10% umfram það sem þyrfti til innanlandsneyslu, skyldi það greitt sama verði og fengist innanlands, hvert svo sem verðið væri á hinum erlenda var nu aldeilis ekki. Stéttarsam- bandið er ekki einasta „brjóst- vörn" okkar bændanna. Líka er til stofnun sem heitir Framleiðsluráð landbúnaðarins, og þar sem nú bændur einig stétta hafa laga- ákvæði frá sjálfu Alþingi um að laun þeirra skulu vera meðaltals- kaup verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna, og þar sem nú bændur hafa ekki annað til saka unnið en að taka trúanlega þá stefnu stjórnvalda og stéttarsam- taka sinna, að þetta takmark næðist með því að auka framleiðsl- una, stækka búin, kaupa fleiri, stærri og afkastameiri vélar frá SÍS og Glóbus og heildsölum, þá skyldi maður trúa að baráttunni yrði beint að því að stjórnvöld stæðu við gefin fyrirheit. En það var nú eitthvað annað. Svo sjálf- stæðir eru bændur, að meira að segja böðlana verða þeir að sækja í eigin raðir. Þessi er nýjasti boðskapur okkar eigin stofnunar Framleiðsluráðs landbúnaðarins: FRAMLEIÐSLURÁÐ LAND- BÚNAÐARINS Reykjavík, 17.2. 1978. Á fundi Framleiðsluráðs land- búnaðarins þann 16. þ.m. var tekin fyrír og rædd áætlun um útflutn- ing á sauðfjárafurðum er bárust sláturhúsunum á s.l. hausti. Varð fundurinn sammála um að til hinnar venjulegu verðjöfnunar á flutningskostnaði kindakjötsins næstunni og óskuðu fundarmenn því eftir að sláturleyfishafar yrðu látnir vita af því að svo gæti farið að taka þyrfti kr. 104.00 útflutn- ingsgjald af innvegnu dilkakjöti haustið 1977 og 52 kr. áf hverju kg. ærkjöts. Þessu er hér með komið á framfæri við sláturleyfishafa sem upplýsingu fyrst til að byrja með, en strax og málið liggur ljóst fyrir verður tekin ákvörðun í málinu af Framleiðsluráðinu og verður hún þá tilkynnt sláturleyfishöfum. Virðingarfyllst, Framleiðsluráð landbúnaðarins Til allra sláturleyfishafa. Þetta þýðir nærri 800.000 — átta hundruð þúsund króna — nýjan skatt á meðaltalssauðfjárbúið á landinu. Þessu taka bændur að mestu þegjandi — eins og þeir hafa gert svipaðri leiklistarstarf- semi með afkomu sína á undan- förnum áratugum. Af þessu hefðu stjórnvöld átt að læra að vera ekki að svíkja undirskrifaða samninga — heldur láta stéttirnar borga kjarabótakröfur sínar úr eigin vasa og launa sína eigin böðla. PS. um átrúnað bænda Ég hefi um nokkur undanfarin ár gert það að gamni mínu, að tala stundum um „Daginn og veginn" í útvarpið. í síðasta erindi mínu varð mér það á, að koma nokkuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.