Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1978
13
Kríngum hitt og þetta
___________________________________________________________________________________________________________y
Úr brúðusafni Albrechts Rosers> Gústaf og félagar hans.
bæ Slúðrið eftir Flosa Ólafsson,
leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir,
leikmynd og búningar verk Messí-
önnu Tómasdóttur, tónlist eftir
Leif Þórarinsson. Þetta unga fólk
er duglegt og við nám þess hefur
verið lögð alúð. Ég dáist að
árangri þess. Sýningin var góð frá
leikrænu sjónarmiði og bún-
ingarnir frumlegir. Hugmynd
Flosa er snjöll þótt hún sé að
miklu leyti frá H.C. Andersen, en
í heild sinni þótti mér verkið of
slakt. Gamansemin var of alvöru^
gefin og alvaran of gamansöm. I
verkinu voru þó ljósir punktar,
einkum í lýsingu frúnna í heilsu-
gæslunni sem nærast eins og
margir á sögum af óförum ann-
arra. Einnig var ákæran á dóms-
völd undir lokin með þeim hætti að
vekur til umhugsunar. Sennilega
ætti Flosi að snúa sér að alvarlegri
leikritagerð og gleyma því um
stund að hann er brandarakarl og
skeytasendir.
Albrecht Roser kom frá Þýska-
landi og sýndi Gústaf og félaga
hans í hátiðasal Hagaskóla. Hon-
um til aðstoðar var Ingrid Höfer.
Roser er meistari brúðuleikhúss-
ins, hreif áhorfendur með brúðum
sínum og mannlegri afstöðu til
lífsins.
Sá heimur sem hann túlkar
er einkum veröld trúða og minnist
ég þess varla að hafa séð einn
mann tjá hug sinn af jafn mikilli
leikni og sannfæringakrafti. Hann
sýndi okkur hve brúðuleikhúsið er
áhrifamikill miðill án alls hávaða,
sló aðeins á hina lágværu og
fíngerðari strengi. Margir munu
nú gera sér ljóst að íslenskt
brúðuleikhús er orðinn merkur
þáttur í leiklistarlífinu og mun
heimsókn Rosers verða því hvatn-
ing til dáða. Hann er góður fulltrúi
þess besta í evrópskri list.
Alþjóöleg bílasýning
í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa
♦
BÍLAHAPPDRÆTTI — vinningur MAZDA 323
GESTUR DAGSINS hlýtur utanlandsferó með Samvinnuferóum
GESTAGETRAUN — vinningur Casio tölvuúr
TUGÞÚSUNDASTI hver gestur hlýtur Pioneer segulbandstæki í
bílinn frá Karnabæ
opió f rá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. f rá 14— til 22—
Símar sýningarstjórnar: 83596 og 83567