Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Bænadagurinn 1978: Helgi mann- legs lífs Ég minni á hinn almenna bænadag. 5. sd. e. páska, 30. apríl. Eins og endranær óska ég þess, að hann verði haldinn í hverri sókn með tíðagjörð í kirkjunni og annist leikmenn tíðaflutning þar, sem prestur fær því ekki við komið. Það er ósk mín, að kristnir menn á landi hér megi á þessum degi samstilla hugi sína í bæn. Hver einstakur gerir „í öllum hlutum óskir sínar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð" (Fil. 4,6). Bænar- efnin eru eins mörg og menn eru margir. Allir trúaðir kristnir menn á íslandi eru daglega sameinaðir í bæn. Þeir hefja og kveðja hvern dag með bæn fyrir sér og sínum, fyrir sjúkum og sárum, fyrir þjóð og heimi. Og í önn dagsins vakir bænin hljóð í huga. En á almennum bænadegi skulu hugir allra leggjast á eitt um ákveðið bænarefni. í fyrra var efni bænadagsins. Helgi lands og lífs. Ég tek á þeim þræði að nýju og bendi á efnið: Helgi mann- legs lífs. Á síðasta bænadegi var þess beðið, að þjóðin væri minnug ábyrgðar sinnar í skiptum við náttúru lands og sjávar. Ef hún bregst í þyí hlýtur hún að gjalda þess áþreifanlega. Skilningur á þessu hefur vaxið og er það vel. En árvekni verur alltaf nauðsynleg á þessu sviði. Nú skal þess minnst, að því aðeins er maðurinn hollur um- hverfi sínu, að hann meti sitt eigið líf. Helgi mannlegs I/fs er kristið grundvallarhugtak, forsenda og takmark kristinnar kirkju. Hver mannvera er helg, því að Guð skapar hana, elskar hana svo, að hann vill leggja sjálfan sig í veð fyrir eilífa velferð hennar, þó að það kosti hann kvöl og kross, hann hefur kjörið manninn til þess að verða musteri anda síns. Á þessum frumatriðum kristins trúarviðhorfb byggjast þær mannfélagshugsjónir, sem almennt eru viðurkenndar í orði kveðnu. Styrkur þeirra í reynd og framtíð þeirra fer eftir því, hvort þær haldast á þeim grunni, sem þær hvíla á, hvort þær nærast af þeim rótum, sem þær eru vaxnar af. Það er öllum kunnugt, hvers mannslífið er metið í svipting- um vorra tíma. Taumlaus hatursáróður pólitískra ofsa- manna blæs að og réttlætir hvers kyns glæpi. Sum þróuð þjóðfélög eru komin í ófæru af þessum sökum. Vér íslendingar höfum ekki átt af slíku að segja. En enginn veit, hvað hér gæti gerzt með áframhaldandi megnun hugarfarsins. Og alvar- leg staðreynd er það, að kvik- mynda- og sjónvarpstæknin venur menn við það frá barn- æsku að horfa upp á morð eins og ekkert sé sjálfsagðara. Oftar en skyldi blasir það við á sjónvarpsskermi íslenzkra heimila, að mannlegt líf er ekki dýrt metið. Er það boðleg afþreying að sjá menn skotna, á annan hátt myrta, kvalda og svívirta? Daglegar hrikafréttir í máli og myndum af illvirkjum bætast svo við. Og þessu samfara er mörg önnur forpestun. Menn láta ginnast af gráðugum fépúk- um til þess að dýrka losta og öfughneigðir sem kórónuð goð í hofi listanna. Vanhelgun mann- legs lífs, saurgun heilbrigðra kennda, sýking hugsunar og siðakyns, er víðtæk á íslandi nútímans. Og nú er mannslífi fargað daglega, einu til tveimur manns- lífum hvern dag ársins til jafnaðar. I móðurlífi. Enginn skal ásaka þær mæður, sem hér eiga í-hlut. Þær hafa nóg að bera. En mannfélag, sem löghelgar slikt, þjóðfélag, sem lokkar eða knýr til slíkra hluta, er samsekt um samsæri gegn lífinu. Svo atkvæðamikil griðrof á varnarlausum mann- verum, flekka landið, vanhelga lífið. Er ísland ekki fært um það nú lengur að sjá börnum sínum farborða? Barn Islands er hvert fóstur í móðurlífi. Hefur ísland nútímans brugðist þjóð sinni? Eða er þjóðin að bregðast landi Illæri og áföll fyrri tíða grisjuðu þjóðstofninn. Á tækni nútímans og tíðarandi að taka við því hlutverki með því að svipta íslenzk born lífi í svo geigvænlega stórum stíl? Biðjum á bænadegi um stefnuhvörf í hugsun á Islandi. Biðjum um trúarlega endur- nýjun, kristna vakningu. Kristin nývæðing getur ein styrkt þjóðina í viðnámi gegn því, sem sýkir líf hennar, og veitt henni þann siðgæðisþrótt sem geri hana langlífa og farsæla i því góða landi, sem Guð hefur gefið henni. Sigurbjö'rn Einar.sson. Rangæingar: Héraðsvaka hald- in um næstu helgi HÉRADSVAKA Rangæinga. verður haldin í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 30. apríl og hefst kl. 21. Meðal dagskráratriða að þessu sinni er þetta helst: Samkór Rangæinga syngur. Friðrik Guðni Þórleifsson stjórn- ar. Ávörp flytja þeir Albert Jóhannsson, kennari í Skógum, og Kristján J. Gunnarsson, fræðslu- stjóri í Reykjavík. Leikfélag Ey- fellinga sýnir þætti úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Barnakór Tónlistarskóla Rang- æinga syngur undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur, skóla- stjóra, og nokkrir nemendur leika á hljóðfæri. Að lokurn leikur tríó Helga Hermannssonar fyrir dansi. Héraðsvakan er orðin fastur liður í félags- og menningarlífi Rangæinga og verður fjölsóttari og ánægjulegri með ári hverju, segir í tilkynningu frá skipuleggj- endum. Það, sem einkennt hefur vökuna öðru fremur, er hversu margir brottfluttir Rangæingar hafa sótt hana víðs vegar að, en þó einkum frá Reykjavík og nágrenni. Er þess vænst að einnig nú í Morgunblaðinu 19. mars er birt ræðukorn sem ég flutti við opnun Bókasafns Vestmannaeyja í Safnahúsinu nýja. Þar er minnst á það, að einn bókavarða, Jón Einarssn, varð fyrir þeirri lífs- reynslu að gista rasphús staðarins. Nú er mér bent á, að ekki sé getið ástæðu fyrir þessari frelsissvipt- ingu og mættu ókunnugir álykta að Jón hafi verið einhverskonar misindismaður. Er ég fór að lesa greinina gafst á að líta: Fallið niður setning sem skýrði málið. í greininni segir: „Jón var einn bókavarða hér, sem vitað er að hafi verið settur í tugthús." Þar á eftir stendur í handriti mínu: „Sök hans var sú að hafa flutt í land fjóra l^f.t ' Að þessu slepptu verður það sem á eftir fór nánast meiningar- leysa.— Haraldur Guðnason: Jón Einarsson Leið nú fram á haustið. Þá ákvað faðir minn að afplána sökina. Móður minni, sem var bliðlynd, þótti mjög fyrir þessu. Það þótti lítil upphefð að lenda í svartholinu. Mér þótti þetta líka mjög leiðinlegt og smánarlegt, að fara í fangelsi fyrir þessa vitleysu. Undir eins og faðir minn var kominn inn, fór ég að hugsa um, hvernig ég gæti komið mat til hans. Ég vissi að það mátti ekki. Varð ég að fara á bak við móður mína, því ekki efaði ég að hún mundi banna mér þetta. En mér fannst óþolandi að hugsa til þess, að vera sama og matarlaus í fimm daga. Ég þekkti vel sult frá fyrri árum, og fannst hann ekki góður." Þorsteinn fór svo að kvöldi annars dagsins að hitta þá góðu konu Soffíu í Hlíðarhúsi og bað hana um mat handa föður sínum. Jón á Hrauni og sag- an af háfunum fjórum Önnur meinleg úrfelling síðar um björgun safnsins. I handriti stendur: „Ekki mátti tæpara standa að safnið bjargaðist í gosinu." Orðin „í gosinu" féllu niður, svo ekki er Ijóst hversvegna þurfti björgunar við. Aðrar villur eru meinlitlar. Jón Einarsson á Hrauni var heiðursmaður, enda falin ýmis trúnaðarstörf. Sagan af háfunum fjórum er lítill kapítuli í réttar- farssógu okkar um aldamótin síðustu. Er ekki úr vegi að rifja hana upp fyrst tilefni gafst. I bók Þorsteins í Laufási, Formannsævi í Eyjum, er kafli sem heitir: „I fangelsi fyrir fjóra háfa." Fyrir aldamót var fjöldi franskra fiskiskipa austur af Eyjum og fiskuðu vel. „En hvernig stóð á því, að Eyjabúar fengu ekkert þó á sjó færu, þegar út á leið, þó þeir notuðu sömu veiðar- færi og Frakkarnir?" Þorsteinn heldur áfram: „Eitthvert gáfnaljósið réði gátuna. Það var niðurburðurinn, sem hélt fiskinum þarna, því var ekki um annað að gera en að afhausa og slægja þessar brðndur sem fengust og mundi þá aflatregðunni af létta. Ýmsir töldu þetta heimsku, og sögðu, að fiskurinn héldi sig bara lengra frá landi og á meira dýpi. Þá var helst aldrei farið dýpra en á 60 faðma, á meðan handfærin voru notuð. Um þetta niðurburðarmál var haldinn almennur fundur og ákvæði sett í fiskveiðasamþykkt- ina að afhausa og slægja skyldi allan fisk utan vetrarvertíðar, nema lúðu og steinbít. Hann var undanþegin, vegna þess að einum mektarmanni þóttu steinbítshaus- ar hið mesta lostæti. Einnig skyldi skera niður allan háf og fleygja. Mörgum líkaði illa þetta ákvæði, því mjög tilfinnanlegur eldsneytis- skortur var í Eyjum, en visaður háfur var fyrirtaks eldsneyti. Þótti ekki ónýtt að stinga honum í augað, eins og þá var kallað, ef snerpa þurfti undir potti eða katli. Það fór eins í þessu máli og oft vill við brenna, að þeir verða að víkja sem vitið hafa meira, því niðurburðarmennirnir sigruðu við atkvæðagreiðsluna. Viðurlög voru ákveðin ef lög þessi væru brotin, og gæslumenn skipaðir til að sjá um framkvæmd þeirra. Leið nú nokkur tími þangað til einn morgun, að fjórir háfar héngu í króarþili annars gæslu- man-nsins. Þóttu þetta undur mikil og glæpur stór, í fyrsta lagi að brjóta þessi fyrirmyndarlög og síðan sú fúlmennska að storka gæslumönnunum með þessu fram- ferði. Magnús Jónsson var þá nýlega orðinn sýslumaður. Sýndi hann nú af sér hina mestu rögg að hafa uppi á þessum forhertu þrjótum. Tókst það fljótt. Reyndust það vera hásetar Hannesar Jónssonar hafnsögumanns. Ekki þótti grun- laust, að Hannes hefði verið meira við þetta riðinn en fram kom. Að minnsta kosti var hann formaður fyrir skipinu, sem flutti háfana í land. En hann var opinber starfs- maður og átti því erfitt með að taka sökina á sig. Var því faðir minn, sem var háseti hjá honum, talinn aðalsökudólgurinn og Ögmundur Ögmundsson í Landa- koti meðsekur í þessu fáheyrða fólskuverki. Réttarhöld voru haldin og úrskurður upp kveðinn. Var á þá leið, að Jón Einarsson þurrabúðarmaður að Hlaðbæ skyldi greiða fjársekt, og ef sektin væri ekki greidd, þá skyldi hann sæta fimm daga fangelsi upp á vatn og brauð. Þá linun fékk hann þó, að hann fékk að ráða því sjálfur, hvenær hann færi í svartholið. En þó átti afbortið að afplánast á sama árinu og sökin var framin. Sjálfsagt hefur sektin orðið svona þung á honum, vegna þess að hann var annar gæslu- maðurinn. Fangelsið var á þessum árum í austurenda þinghússins, sem stóð þar sem húsið Borg er nú. Fangaklefarnir voru tveir. Eldfæri voru í þeim báðum, og voru þau í beinu sambandi við reykháf hlaðinn úr múrsteini. Mátti þetta kallast furðu fullkomið eftir mörgu öðru hér í Eyjum á þessum dögum. Faðir minn var bókavörður, en bókasafnið var geymt í þinghús- inu, Hann hafði því lykla að því. Ég var þarna vel kunnugur. Hleri var á austurgafli þinghússins. Var þar hægt að fara austur á fangaklefaloftið. Hafði ég tekið eftir hreinsunaropi á reykháfnum. — Heldur var þarna skuggalegt, því enginn var glugginn. Hún bjó til veislukost sem Þor- steinn fór með inná tugthúsloftið ásamt félaga sínum. Talaði við föður sinn með því að kalla inn um hreinsiopið og renndi niður til hans matnum í snæri. Lofaði að koma næsta kvöld sömu erinda að öllu forfallalausu. En sá góði ásetningur fór út um þúfur. Næsta morgun kom sjálfur hreppstjórinn, sem jafnframt gegndi embætti fangavarðar, og krafði Þorstein um lyklana að þinghúsinu. „Samsærið" komst upp því hreppsi fann kjötbein á golfinu, en kjöt var náttúrlega ekki á matseðli brotamanna. En fangavörður lofaði því að sjá til þess að Jón liði ekki hungur. Jón Einarsson var fæddur á Seljalandi undir Eyjafjöllum 26. mars 1851. Var bóndi í Gularás- hjáleigu í Landeyjum 1877—1883, en fluttist þá til Eyja. Árið 1901 byggði hann íbúðarhúsið Hraun, sem hann var kenndur við síðan. Jón stundaði sjómennsku og ýmsa vinnu er til féll og átti í útgerð á seinni árum. Var hagur hans þá orðinn allgóður. Jón var bóka- vörður um 15 ára skeið, átti m.a. sæti í hreppsnefnd og mörg ár sáttanefndarmaður. — Fyrri kona Jóns var Þórunn Þorsteinsdótir frá Steinmóðarbæ undir Eyja- fjöllum (f.19.4. 1850- d. 15. 3. 1903). Síðari kona Jóns var Solveig Jónasdóttir úr Fljótshlíð. Jón andaðist 3. ágúst 1924. Húsið hans Hraun er horfið í hraunjaðarinn austan Heimagötu, einnig Borg þar sem áður var þinghús, síðar fyrsta kvikmynda- hús í Eyjum og pósthús og síðast var húsið allt íbúðarhús. Magnús Jónsson frá Laugabóli var sýslumaður . í Eyjum 1896—1909, síðan bæjarfógeti í Hafnarfirði m.m. Píanótónleikar í Kópavogi: Rögnvaldur vígir flygil RÖGNVALDUR Sigurjónsson píanóleikari heldur tónleika í Kópavogi sunnudaginn 30. apríl kl. 5 á vegum Tónlistarfélags Kópavogs. Tónleikarnir verða í sal Tónlistarskólans að Hamra- borg II á 3. hæð og mun Rögnvaldur vígja nýjan Stein- way-flygil á tónleikunum. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Beethoven, Chopin og Liszt, en aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Tónlistarfélagið hefur nokkr- um sinnum áður gengist fyrir opinberum tónleikum. Formaður félagsins er Runólfur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.