Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1978 Tískusýning í kvöld kl. 21.30. Módelsamtökin sýna nýjustu vortízk- una frá verzluninni Uröi, Kópavogi. Skála fell 9. hæð Hótel Esju Gunnar Svanhólm — Minningarorð Fæddur 23. júlí 1918 Dáinn lfi. apríl 1978 Mikill vinur minn, frændi og velgjörðarmaður, Gunnar Svan- hólm, verður jarðsettur í dag, kl. 1.30, frá Bústaðakirkju. Gunnar var fæddur í Reykjavík, en ólst upi) á Olvaldsstöðum í Borgarfirði hjá móður sinni og fóstra, Albert Jónssyni, sem enn er lifandi í hárri elli. Gunnar stundaði náni í tvo vetur í gagnfræðadeild Mennta- skólans á Akureyri, en stundaði síðan ýmis störf til ársins 1948, er hann hóf leigubílaakstur hjá Hreyfli. Hann var leigubílstjóri næstu átta árin, en hóf því næst störf hjá Togaraafgreiðslunni og þar vann hann til dauðadags. Þetta er í stuttu máli starfsferill Gunnars. Hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast árið 1948 Rósu Kolbeinsdóttur, ættaðri frá Vatnsleysuströnd, sem er miklum mannkostum búin. Þau giftu sig árið 1953 og hófu búskap í leiguhúsnæði við Hverfisgótu, en fyrir níu árum fluttu þau í eigin húsnæði að Hjaltabakka 30 í Breiðholti. Þau eignuðust þrjár dætur, sem eru allar uppkomnar. Elst er Guðrún, gift Ásgeiri Sigurðssyni og eiga þau fjögur börn. Næstelst er Kolbrún og er hún búsett í Danmörku, en yngsta dótturin, Birna, er í heimahúsum. Þótt ég sé náskyld Gunnari, þá varð það samt fyrir hálfgerða tilviljun, að ég kynntist honum og Rósu árið 1955, en síðan hefur verið óslitin og sérstaklega hlý vinátta milli minnar fjölskyldu og fjölskyldu Gunnars. Eiginmaður minn, Guðmundur Magnússon, sem fórst með Sjöstjörnunni árið ^ÖJ Frumsýnir FYRIRBOÐINN "The Omen'is, like Jaws', a highly professional thriller." RICHARD SCHICKEL TIMEMAGAZINE 'The Omen' is truly a rare find." KATHLEEN CARROLL NEW YORK DAILY NEWS "A simply perfect movie. A thriller without a flaw." LIZSMITH COSMOPOLITAN "A well-made chiller." AARON SCHJNDLER FAMILYCIRCLE ^CMQEN TWENmETH CENTURY-rOC Presenfc GREGORYPECK LEEREMICK THEOMEN A HARVEY BERNH ARD-MACE NEUFELD PRDDUCTTON co-stamng DAVID WARNER BILLIE WHITELAW ,»*» MACE NEUFELD ^b, HARVEYBERNHARD ^b, RJCHARDDQNNER m by DAVID SELTZER m* JERRY GOLDSMI'TH panavision* m* by deluxe* K RESTRICTED íslenskur texti. Æsispennandi og magnþrungin ný hrollvekja, sem sýnd hefur verið við metaðsókn og fjallar um hugsanlega endurholdgun djöfulsins. Þessu var spáð fyrir þúsundum ára, er þetta okkar síöasta aðvörun? Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15. Hœkkað verð. 1973, varð strax mikill vinur Gunnars og áttu þeir saman margar góðar stundir. Gunnar var yfirlætislaus og hægur maour. Hann var ákaflega traustur og vildi fremur láta verkin tala en hafa um þau mörg orð. Hann var góður heimilisfaðir og leið aldrei betur en í hópi barnabarnanna, sem þótti mjög vænt um afa sinn. „Hver á nú að spila við okkur," spurði eitt barnabarna hans, er það frétti um lát hans. Dóttursonur minn, fimm ára gamall, sagði er hann frétti lát Gunnars: „Ég er viss um að Guðmundur afi minn tekur vel á móti Gunnari, og nú eru þeir aftur góöir vinir." Þessi orð barnanna lýsa vel hvern hug þau báru til Gunnars. Ég á erfitt með að lýsa því, en einhvern veginn varð það svo, að Gunnar varð mér svo miklu meira en venjulegur frændi, enda sýndi hann mér ávallt sérstaklega hlýtt viðmót. Ég hef ekki átt betra vinafólk en Gunnar og Rósu. Ég fór með þeim til Spánar í ógleymanlega ferð fyrir fjórum árum, og þau höfðu ráðgert að fara aftur til Spánar í sumar til að fagna sextugsafmæli Gunnars og á sama degi silfur- brúðkaupsdegi þeirra. En dauðinn gerir stundum ekki boð á undan sér; ég var með Gunnari og Rósu á skemmtifundi, er kallið kom svo óvænt — enginn vissi þá annað en Gunnar vséri við góöa heilsu. Ég vil senda foreldrum Rósu sérstakar samúðarkveðjur, en þau hafa mátt sjá á bak nánum, ástvinum síðustu árin. Sonur þeirra og tengdadóttir fórust með Sjöstjörnunni; þau misstu tengda- dóttur sína sl. haust og nú sjá þau á. bak Gunnari tengdasyni sínum. Foreldrar Rósu sýndu mér og bórnum mínum einstaka ástúð eftir að ég missti mann minn. Nú þegar Gunnar er allur, er vissa mín, að hann er kominn til fegurri og betri heima. Ég veit að Rósa hefur sömu trú og ég, og er það vissulega huggun harmi gegn. Ég sendi Rósu, börnum hennar, og óðrum ástvinum Gunnars, mínar hlýjustu kveðjur og bið Guð að blessa þau. Anna frænka Margs er að minnast. marst er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Mar«s er að minnast. margs er að sakna. Guð þerri treKatárin stríð. (Sálm.) Við sitjum hér svo döpur og hrygg því fráfall okkar ástkæra föður kom svo snöggt og óvænt. Okkur langar að segja svo ótal margt en á svona stund er eins og allt verði fast, þegar á að festa það á blað. En minningin um hann mun geymast í hjörtum okkar allra því hann var alveg einstakur faðir og vinur, ég tala nú ekki um afi því þar sýndi hann opinskátt tilfinningar sínar, þegar litlu barnabörnin komu til hans. Og finnst okkur hann hafa veriö tekinn alltof fljótt frá okkur því umhyggja hans og lífsgleði var svo mikil. En svona megum við víst ekki hugsa sem eftir verðum, því þetta á eftir að henda okkur öll og sem betur fer veit enginn hver verður næstur. Viljum við þakka honum allt sem hann hefur verið okkur öllum, og þó sérstaklega barnabörnum sínum. Hann var svo þolinmóður að kenna þeim að spila og fara með þau í ökuferðir og þá voru þau frædd um ýmislegt sem fyrir augu bar. Og biðjum við góðan guð að taka á móti honum og leiða hann hina nýju braut sem hann fer nú eftir. Ég veit að á móti honum verður yel tekið í móður faðm. Nú er hann góður genginn og sárt saknað. Hvíli hann í friði. Far þú í frioi. friöur Guðs þitr blessi hafðu þb'kk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylífi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sálm.) Fjö'lskyldan Brekkutanga. Mér varð mikið um, þegar ég fékk skeyti út til Noregs þess efnis, að Gunnar Svanhólm Júlíus- son væri allur. Ég hitti hann í haust áður en ég fór utan, hressan og kátan, og ekki hvarflaði að mér að ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Mér fannst ég þurfa að skrifa nokkur kveðjuorð, því ekki gat ég farið heim til að fylgja honum síðasta spölinn. Ég kom fyrst inn á heimili Gunnars og konu hans Rósu Kolbeinsdóttur, árið 1963, sem leikfélagi tveggja eldri dætra þeirra, þá 11 ára gömul. Er mér minnisstætt hversu vel mér var þá tekið og svo hefur verið alla tíð síðan. Margs er að minnast, en minnist ég þó sérstak- lega hversu góð þau voru mér, þegar ég átti fyrra barnið mitt, þá gat ég komið með hann og alltaf var sjálfsagt að passa hann þegar þess gerðist þörf. Enda gerðist drengurinn mjög hændur að þeim og kallaði þau afa og ömmu fyrstu ár ævinnar. Mér kom Gunnar fyrir sjónir sem hæglátur maður og góður sem ekki lét mikið fyrir sér fara, sagði fátt, en átti í fórum sínum hnyttin tilsvör. Gunnar og Rósa eignuðust 3 dætur, Birnu, Kolbrúnu og Guð- rúnu, sem gift er Ásgeiri Sigurðs- syni. Barnabörnin voru orðin fjögur og sjá þau eftir miklu núna þegar Gunni afi er farinn. Þessi fátæklegu orð áttu aðeins að vera þakkarorð til Gunnars og fjölskyldu hans, þótt margt sé hægt að skrifa ' eftir 15 ára viðkynningu. Megi minning um góðan mann lifa. Rósu, fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sirrý. Kveðja frá fóstursystur Gunni frændi dáinn. Ótrúlegt en satt. Þessi frændi og fósturbróðir, sem ég hef alltaf getað leitað til bæði í blíðu og stríðu. 011 mín uppvaxtarár datt mér alltaf í hug jólin og júlímánuður með sól og yl, þegar minnst var á Gunna, hann kom alltaf færandi hendi heim um jólin. Við fóstur- systur hans fengum alltaf falleg- ustu gjafirnar frá honum, gjafir sem ekki sáust í sveitinni okkar í þá daga. Og svo þegar hann kom í sumarfrí, þá var hann alltaf með gott í vösunum og jafnvel gjafir líka. Hvað við vorum spenntar, þegar von var á honum með kærustuna og við við vorum öll ánægð heima hvað hún reyndist indæl strax við fyrstu sýn og ævinlega síðan. Gunnar kvæntist 23. júlí 1953 eftirlifandi konu sinni Rósu Kol- beinsdóttur og reistu þau bú sitt Framhald á hls. 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.