Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Rætt við Trausta Sveins- son bónda og skíðamann að Bjarnargili í Fljótum Sennilega er Trausti Sveins- son bóndi á Bjarnargili í Fljótum einn þekktasti bónd- inn þar. Kannski ekki fyrst og fremst sem bóndi. heldur miklu fremur sem einn mesti skíða- maður sem íslendingar hafa átt í norrænum greinum á þessum áratug og þeim síðasta, en Trausti er margfaldur ís- landsmeistari í 10,15 og 30 km göngu. Þegar við heimsóttum Trausta á dögunum á heimili hans að Bjarnargili var hann í gipsi á hné og átti að fara í uppskurð innan tíðar. Hefur það því mikið komið í hlut Sigurbjargar Bjarnadóttur konu Trausta að sjá um búið nú að undanförnu, en Trausti væntir þess vart að verða orðinn góður í hnénu fyrr en í næsta mánuði. Þegar við ræddum við Trausta sagði hann fyrst, að hann og (— Er ekki erfitt að vera með stór kúabú, þar sem fólk er bundið yfir kúnum allt árið um kring. Komist þið nokkurn tíma í frí? „Þétta er mikið vandamál nú, þegar fjárhagur bænda er mjög þröngur. Menn sem eru með kúabú geta svo til aldrei farið í frí, og eins og málin standa í dag er allt mjög dökkt framundan. Þá er ég efins um að margur bóndinn hafi efni á að leigja sér fólk til að leysa af þannig að þeir komist í frí.“ — Hver hefur þróunin orðið í Fljótum, hefur búum fækkað? Búum fækkar en þau sem eftir eru stækka „Já, búum hefur frekar fækk- að, en þau sem eftir eru hafa Þessi mynd var tekin af Trausta þegar hann var á hátindinum sem skíðagöngumaður. en á árunum kringum 1970 var hann svo til ósigrandi á göngumótum hér innanlands. 27 koma nær eingöngu frá kaup- stöðum landsins og höfuðástæð- una fyrir því tel ég vera þá sem ég minntist á hér á undan. Börnunum er nú ekið í skóla og úy. Þá hafa hin litlu sveitasam- bönd ekki getað fylgt kaupstöð- unum eftir hvað aðbúnað og þjálfunarmöguleika snertir. Hér í fámenninu er erfiðara að fá menn til æfinga og menn þurfa að æfa mikið einir, sem ekki er gott. Félagsskapurinn er nauð- synlegur þegar maður er að æfa. Blómaskeiðið — Hvað tók við eftir mótið í Hveradölum? „Eftir það mót tók ég ekki þátt í móti fyrr en árið sem ég fór að búa 1965, eða 7 árum síðar og hélt áfram stanzlaust til ársins 1976. Þá var ég valinn til þátttöku á Olympíuleikunumí Innsbruck og hætti ég síðan keppni eftir þennan hápunkt íþróttaferils míns. Þegar ég byrjaði að keppa á ný árið 1965 get ég ekki sagt að ég hafi verið í mjög góðu formi, en náði samt 2. sæti í 30 km göngu. Við Fljótamenn vorum þá með 4 manna sveit á Islands- mótinu, en komumst í það að JjUndirstaðan fyrir mínum árangri var að maður gekk á skíðunum í skólann? * kona hans hefðu byrjað að búa í Bjarnargili árið 1965, en faðir hans hefði búið þar áður og þau hjón svona smátekið við búinu. A þeim árum, sem þau hefðu búið í Bjarnargili, hefðu þau byggt útihús og hlöðu, þar á meðal fjós fyrir 40 kýr. Betra að búa fyrir nokkrum árum „Mér fannst hlutfallslega betra að búa fyrir nokkrum árum en nú er,“ segir Trausti. „Nú þarf maður að halda betur á öllu, og sérstaklega á þetta við, ef menn þurfa að fjárfesta eitthvað, lánin eru alltof dýr.“ — En er gott að búa hér í Bjarnargili? „Jörðin hér er 35 hektarar og hún ein gefur ekki nógu mikið af sér fyrir allt búið og því erum við með leigujörð, þar sem við heyjum á sumrin. Við erum með um 40 kýr og síðan með nokkrar rollur, en það hefur komið upp riða í þeim þannig að svo getur farið að við verðum að farga þeim af þessari ástæðu." Útihúsin að Bjarnargili eru mjög myndarleg eins og þessi mynd ber með sér. f s * stækkað um leið. Þó hefur það komið fyrir á síðustu árum að eyðijarðir hér í sveit hafi byggst upp á ný. Meðalaldur íbúa er nú innan við 40 ár, en hér búa rétt um 100 manns. Meðalaldurinn hefur lækkað á síðustu árum, og ungt fólk hefur setzt að á búum hér.“ — Nú varst þú lengi einn af þekktustu skíðamönnum lands- ins, hvernig var aðstaðan til skíðagönguiðkana þegar þú varst að alast upp? „Það má segja að ég hafi alist upp á skíðum. Skilyrði til skíðagönguiðkana voru þá miklu betri í Fljótum en nú er. Þegar ég var að alast hér upp, þurfti maður að labba í skólann og að sjálfsögðu fór maður á skíðum. Það var undirstaðan fyrir mín- um árangri. Skólinn var að Ketilási og héðan eru 3 kíló- metrar þangað. Þessa leið gekk maður fram og aftur á hverjum degi og oft reyndi maður að slá met á þessari leið, kappið var það mikið. Þegar skólanum lauk svo á daginn fylltust brekkurnar af fólki og iðulega voru þetta 20—30 manns á skíðum í brekk- unum dag hvern. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að börnunum er ekið til og frá skóla og geta því lítið verið á skíðum. Þá fara þau einnig í skóla að Varmalandi þegar þau eldast og eru því í litlu sambandi við foreldra sína yfir veturinn og börn og ungl- ingar héðan stunda því lítið skíðaíþróttina yfir veturinn ef miðað er við fyrri tíma. Keppti fyrst fyrir 20 árum — Hvenær kepptir þú fyrst á skíðum? „Ég keppti í fyrsta sinn á skíðum í Hveradölum fyrir 20 árum og þá í unglingaflokki. Við kepptum þarna úr Fljótum ég og bróðir minn. Það voru brott- fluttir Fljótamenn sem drifu mann í að keppa, og man ég vel að ég fór suður nokkru fyrir keppnina og æfði þar í eina viku. Þessa fyrstu keppni sigraði ég svo og fékk þau beztu verðlaun, sem ég hef nokkurn tíma fengið á móti, en það voru skíði og bindingar sem L.H. Múller gaf.“ — Hverjir voru beztu göngu- menn landsins á þessum árum? „Þingeyingar voru þá í sínu bezta formi og sérstaklega fannst mér Jón Kristjánsson skemmtilegur göngumaður. Nú Strandamenn tóku þátt í göngu- mótum á þessum árum, en smám saman hefur þróunin orðið sú, að skíðamennirnir vera 8 á Íslandsmótinu 1970 og á íþróttahátíðinni á Akureyri. En blómaskeið okkar Fljóta- manna hófst eftir Islandsmótið 1965. Árið 1966 fengum við norskan þjálfara og annan svo árið 1970. Af báðum þessum mönnum höfðum við mikið gagn. Á árunum fyrir og eftir 1970 tókst okkur yfirleitt að sigra bæði í unglinga- og fullorðinsflokkum og t.d. héld- um við unglingameistaratitlin- um í göngu í 6 ár í röð, þá vorum og alltaf með þeim fremstu í karlaflokki. Félagsandinn var mjög góður, og einn félaga minna, Frímann Ásmundsson, sem nú er trúboði í Afríku, fórnaði bókstaflega öllu fyrir skíðin, en hann er einhver bezti félagi sem ég hef kynnst um dagana." Stuðningur kom með árangrinum — Þurftuð þið ekki að leggja mikið á ykkur, þar sem þið höfðuð búverkum að sinna auk æfinga og keppnisferðalaga? „Að sjálfsögðu þurftum við að gera það, en maður kemst ekkert áfram nema að gera það. Þegar árangurinn hjá okkur fór að verða góður, fóru ýmsir að styöja við bakið á okkur á allan hátt og síðar þegar við náðum okkar bezta árangri stóð ekki á stuðningi úr öllum áttum. Ann- ars vil ég taka það fram, að ég hefði aldrei náð svona langt í skíðagöngu, nema ■ konan mín Sigurbjörg Bjarnadóttir hefði alla tíð stutt við bakið á mér.“ — Hvaða ár er þér eftir- Framhald á bls. 28 - Trausti í stofunni heima í Bjarnargili. Ljósm. Mbl.i Þórleifur Ólafsson Kaupfélag Skagfirðinga er nú að byggja nýja verzlun og þjónustumiðstöð að Ketilási í fljótum og á nýja verzlunin að taka til starfa í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.