Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 17 framkvæmd þrátt fyrir hátt tekjustig, vegna þess hve latidiö er háð innflutningi tíli að halda uppi óbreyttum eða batnandi lífskjörum. Umþóttun af þessu tagi á að vera framkvæmanleg, en fyrirbyggja á jafnframt, að hún hafi áhrif á innbyrðis afstöðu gjaldmiðla á alþjóða- markaði. Verðbólgan Verðbólga er eitt af eftirlætis- umræðuefnum Friedmans og hann var því spurður hverjar væru helstu ástæður hennar og hvaða lyfseðil hann vildi skrifa til lækningar. — Menn hafa nú í yfir 30 ár einblínt á einfaldar aðgerðir til að koma verðbólgunni á kné, svo sem með því að beita peninga- málum og ríkisfjármálum í því skyni. En rætur verðbólgunnar eru félagslegs eðlis. Ég geri ráð fyrir að það sé tíska hér á Islandi sem annars staðar að kenna stjórnmálamönnum um ástandið, en svo einfalt er það ekki, því að þeir eru kosnir af því að þeir gera það sem fólkið vill. Það eru orðin almenn viðhorf og metnaður fólks að sækjast eftir lífskjörum sem það rís ekki undir. Það má ekki skilja orð mín svo að ég sé að predika á móti meiri hagsæld, síður en svo. Vegna þess að skipting þjóðarkökunnar er að verða æ óháðari afrakstrinum og einstakir hópar eru sífellt að reyna að bæta hag sinn á kostnað annarra, er útkoman meiri verðbólga og minna öllum til handa en ella. Neysluvenjur hneigjast sífellt meira í þá átt að fólk kaupir alls kyns varning og þjónustu sem er harla ónauðsynleg. Við þurfum vissu- lega meiri hagvöxt, fleiri at- vinnutækifæri, meiri menntun og glæstari framtíðarvonir, en við verðum jafnframt að minnka bilið mílli draumóra og veruleika, að breyta um lífsstíl. Skaðræði verðbólgunnar birt- ist í ýmsum myndum. í sumum þjóðfélögum í lélegri og hrak- andi menntun eða heilbrigðis- þjónustu, í öðrum í sundrungu fjölskyldunnar, þegar börn og konur neyðast út á vinnu- markaðinn, í enn öðrum í mynd þrotlauss strits. Þessu verður ekki breytt nema andlegir -og veraldlegir leiðtogar hverrar þjóðar vísi veginn. Einnig má hafa áhrif á neysluvenjur með skattlagningu, t.d. söluskatti. Verðbólgan á íslandi Það væri fróðlegt að heyra hvaða afleiðingar verðbólgunn- ar stingi mest í augu hér á landi? — Lífskjör hafa batnað ört í landinu á þeim tíma sem ég hef fylgst með málum. Ég þarf ekki að fræða ykkur um óstöðugleika atvinnulífsins. Um það atriði hef ég lært mest af íslenskum hagfræðingum. Eflaust hefði verið heppilegra að tekjuaukn- ingin hefði verið jafnari og stærri hluti tekna myndaði peningalegan sparnað ,en raun ber vitni. Megnið hefur farið í neyslu og í því sambandi er rétt að telja fasteignir til neysluvöru fremur en fjárfestingarvöru. íslendingar leggja hart að sér en árangur er ekki alltaf sem erfiði vegna hinna miklu tekju- sveiflna. Markmiðið um fulla atvinnu öllum til handa hefur verið taumhald á aðgerðir til að vinna bug á verðbólgunni, en það er skiljanlegt að þetta markmið sitji í fyrirrúmi hér. Að öðrum kosti væri hætta á að fólk flyttist úr landi. Ég trúi því heldur ekki að atvinnuleysi sé leið til úrbóta. Sveiflujöfnun hlýtur því að vera lykilorðið, sagði dr. Friedman að lokum. G.M. Árangursríkara ef kirkju- deildir störfuðu meira saman segir fulltrúi erkibiskupsins af Kantaraborg Hér á landi var nýlega staddur fulltrúi erkibiskupsins af Kantaraborg, kanon Michael Moore. en hann gegnir því starfi að vera ráðgjafi biskups- ins í samskiptum við erlendar þjóðir. Dvaldi hann hér yfir helgina og ræddi Mbl. stuttlega við hann og sagði hann fyrst frá tilgangi heimsóknar sinnar hingað til landsi — Það má eiginlega segja að ég hafi mjög lengi ætlað mér að koma hingað síðan ég hitti biskup íslands í London fyrir allmörgum árum, en mitt starf felst í því að sjá um samskipti okkar kirkju við aðrar kirkju- deildir og fer ég því oft í heimsóknir og_kynni mér kirkjulíf hjá öðrum þjóðum. Við höfum áhuga á því að auka samskipti þjóða okkar, einkan- lega kirknanna, á þeim grund- velli sem er okkur sameiginleg- ur, sem er fagnaðarerindið. — Anglikanska og lúterska kirkjan eiga margt sameigin- legt, heldur Mpore áfram, bæði hvað varðar kenningar og ýmsar venjur og siði, en þær eru einnig á margan hátt mismunandi og við viljum gjarna ræða um hvernig kirkjur okkar geti starfað meira saman. í því sambandi greindi Moore frá því að hann hefði átt viðræður við ýmsa kirkjunnar menn á íslandi, en líta bæri á þessa heimsókn sem vináttu- heimsókn, þ.e. að formlegar viðræður hefðu ekki átt sér stað og ekki verið teknar neinar ákvarðanir. Hann var spurður hvort lútherskar og angli- kanskar kikjudeildir, sem hann sagði að væru 25 víðs vegar um heim, væru að taka upp nánara samstarf og samskipti en verið hefði: — Þessar kirkjudeildir hafa báðar vissan áhuga á því að efla sín samskipti og má segja að þessi áhugi hafi vaxið síðustu 20 árin. Má í því sambandi nefna, að nú er í ráði að efna til þings þessara tveggja kirkjudeilda þar sem rætt verður hvernig þær geti starfað meira saman, t.d. hvort einstakir prestar hvorrar kirkju um sig geti tekið að sér verk fyrir hina. Því til hindrun- ár er ákveðinn kenningarlegur ágreiningur, en það má hugsan- lega samt sem áður finna leið og gera samþykkt þessu að lútandi. Þetta atriði nefni ég aðeins sem dæmi, en það gæti komið sér vel víða t.d. í Bretlandi, þar sem anglikanska kirkjan er ráðandi, að hún geti aðstoðað hina lúthersku og öfugt, t.d. á megin- landinu víða þar sem lútherska kirkjan er í meirihluta. Önnur málefni koma án efa til umræðu á þessu þingi, sem hafinn verður undirbúningur að í haust, t.d. spurningin um kvenpresta, sam- skipti ríkis og kirkju og margt fleira. Hver er annar ávinningur að svona samstarfi? — Það má kannski segja að einn helzti ávinningur að auknu samstarfi hinna ýmsu kirkju- deilda sé sá, að sameinaðar að vissu leyti geti þær lagt miklu meiri áherzlu á boðun fagnaðar- Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup og kanon Michael Moore. Myndin var tekin í Dómkirkjunni áður en Moore ávarpaði söfnuðinn við guðsþjónustu sl. sunnudag. Ljósm. Rax. erindisins, þær geta boðað það á sama hátt, en nú á dögum er kannski svo mikill munur á boðun hinna ýmsu kirkjudeilda að fólk spyr ráðvillt hver flytji hinn rétta boðskap og skilur vart hvað er um að ræða. Án efa væri hægt að ná meiri árangri í b'oðunarstarfinu með því að sameinast um það á vissan hátt. Hefur verið rætt um á hvaða sviði efla má samstarf milli lúthersku kirkjunnar hér og anglikönsku krikjunnar í Bret- landi? — Við höfum nú ekki farið náið út í smærri atriði, því þetta eru nánast könnunarviðræður, eins og ég gat um áðan, en þó er hægt að nefna að auka má samskipti t.d. presta landanna, yfirmanna kirknanna og t.d. stúdenta og möguleiki er einnig á því að ýmiss konar æskulýðs- hópar fari í gagnkvæmar heim- sóknir og hef ég t.d. verið beðinn að kanna þann þátt nánar. Við teljum að heimsóknir af þessu tagi muni geta eflt samstarf og öll samskipti, aukiö á skilning milli þjóðanna, sem vissúlega má efla eftir fiskveiðideilur og aðrar deilur, sem löndin hafa átt sín á milli. Hvert verður þá næsta skref í þessum samskiptum? — Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi, en venjulega hef ég það þannig, að ég heimsæki lönd í stuttan tíma, t.d. tvo-þrjá Framhald á bls. 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.