Morgunblaðið - 06.05.1978, Page 13

Morgunblaðið - 06.05.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 13 Uveggja vlkna sklðaferð um hálendið 2. grein Stansað í Ódáðahrauni. F1 ugbj örgunarsve itin í Reykjavík Kafaldinn á Vatnajökli. Reynt að drepa tímann í Kverkfjallaskála. Veðurspá á skirdag fyrir föstudaginn langa var nokkuð góð, en þegar að honum kom, reyndist niðurstaðan önnur, því að nú var búist við stormi um allt land. Akváðum við nú að „vera veðurtepptir", enda var óstætt úti og ofankoma svo gífurleg að menn urðu alhvítir af að standa andartak úti við dyr. Þennan dag var ekkert farið út, og var spilað eða sofið til skiptis. Um kvöldið var hlustað á Utvarp Lúxemburg, enda móttökuskilyrði með litla ferðaútvarpinu okkar mjög góð. Ekki var veður skárra á laugardaginn, og var svo slæmt úti, að nauðsynlegt var að hafa mann í bandi, ef út fyrir skálann þurfti að fara. Efri skálinn í Kverkfjöllum, þótt lítill sé (12 manna), er til fyrirmyndar, og var dvöl okkar þar ánægjuleg. Helzt mætti segja, að hann sé of þéttur, því að á morgnana var orðið svo súrefnislaust, að ekki logaði í eldunartækjunum, þegar kveikt var í þeim. En við hituðum hann samt upp í um 18 stiga hita með eigin líkams- hita, þótt 15 stiga frost væri úti. Á páskadag var ákveðið að halda út á jökul og síðan renna sér niður Skeiðarárjökul. Vor- um við búnir að hlakka mikið til þess, enda rúmlega 1600 m fall ofan af jökli niður á Skeiðarársand. En snjóað hafði, um tveggja metra djúp lausamjöll, á meðan við dvöld- umst í skálanum, og sukkum við á skíðunum upp að knjám í rnjöllina. Stafirnir fóru á kaf, því að mjöllin veitti ekkert viðnám, gekk því mjög erfið- lega að komast áfram. Einnig reyndum við að fara fótgang- andi, en þá sukkum við enn dýpra og oft upp að brjósti. Eftir nokkra göngu inn á jökul endurskoðuðum við ferðaáætl- un okkar og voru allir sam- mála um það að snúa við og fara sömu leið til byggða, sérstaklega þegar spáð var 948 mb lægð. Leizt okkur ekkert á það, ef öll þessi mjöll færi af stað í vindinum, sem fylgir djúpum lægðum. Nú þegar litið er til baka, sést, að við gerðum hið skyn- samlegasta, því að vitlaust veður var allan tímann, sem við vorum á leið til byggða. Ákváðum við að fara sömu leið til baka, því að við þekktum hana, og einnig að láta ekkert veður stöðva okkur. Það, sem eftir varð ferðar- innar, var veður okkur óhag- stætt, og hefðum við getað afsakað okkur með því að vera veðurtepptir á hverjum degi, því að alltaf var norðaustan 5—10 vindstig í fangið, þoka og skafrenningur. Með okkur höfðum við flugvélátalstöð og gátum með henni náð sam- bandi við flugvélar. Höfðum við samband við hervél frá Keflavík, og lét hún Flugbjörg- unarsveitina í Reykjavík vita af áætlunarbreytingunni, sem okkur þótti nauðsynlegt að gera. Leiðin til byggða frá Kverkfjöllum að Baldursheimi í Mývatnssveit, alls 125 km, tók okkur 4 daga. Gengum við þá leið alltaf eftir áttavita, enda enginn kennileiti sýnileg. Eina lífsmarkið, sem við sáum í ferðinni, voru tvær endur við Vaðöldu, og var það mikil upplífgun, því að vetri til er fátt um lifandi verur á öræfum landsins. Þó að útbúnaður okkar reyndist í alla staði mjög vel og ekki er auðvelt að benda á neitt sérstakt, sem mætti bæta, voru lífsþægindin ekki alltaf í hámarki. Á morgnana voru fötin okkar t.d. yfirleitt gegnfrosin, svo að þau stóðu sjálf, skór oft beingadd- aðir, og fyrir kom að tjöldin fennti í kaf á nóttunni, en á öllu þessu áttum við von og þess vegna öllu tekið með jafnaðargeði. ’ Að Baldursheimi komum við kl. 3 að morgni fimmtudaginn 30. marz í svarta myrkri og Morgunn í ödáðahrauni. snjókomu. Tjölduðum við þar rétt við bæjardyr og sváfum til morguns. En um morguninn, þegar við börðum upp á hjá heimafólki, fengum við ákúrur fyrir að hafa ekki gert vart við okkur strax, er við komum. Þótti því sjálfsagður hlutur að taka á móti okkur á hvaða tíma sólarhrings sem var. Erum við allir mjög þakklátir fyrir þá gestrisni, sem fólkið sýndi okkur, og gladdi það okkur mjög að sjá, að hin gamla og góða íslenska gest- risni er ekki dauð, heldur lifir enn góðu lífi. Allir vorum við ánægðir með ferðina og fegnir að komast til byggða eftir tveggja vikna skíðaferð um hálendið. Alls gengum við um 250 km, og þó að leiðinlegt væri að þurfa að snúa við eftir að hafa komist um tvo þriðju hluta leiðarinn- ar, fengum við í rauninni miklu meiri æfingu en við áttum von á. Nú verðum við víst að bíða ár eftir næstu páskaferð, en fyrirhuguð er önnur ferð yfir landið, og eru hugmyndir og áætlanir smám saman að fæðast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.