Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 15 FíUiarmóníukórinn Eínisskrá. Sinursvcinn D. Kristinsson Greniskógurinn Zoltan Kodaly Tc Deum Johannes Brahms Triumphlied Greniskógurinn eftir Sigur- svein er áheyrileg tónsmíð með góðum sprettum en ber vott um reynsluleysi í gerð stærri tón- verka og er auk þess, að því er varðar kórinn, mótuð af alþýðu- tónlist. Eitt af einkennum al- þýðutónlistar er sú skipan að eitt atkvæði er sungið við hverja nótu og í gerð stærri tónverka, þar sem margvíslegur hraði og lengda tónboga lýtur öðrum lögmálum en í samþjappaðri og hrynskýrri gerð alþýðulagsins, verkar atkvæðastíllihn sundur- höggvandi og andstuttur í söng. Einkenni atkvæðastílsins í ís- lenzkri hljóðfæratónlist kemur fram í hljómskiptum við hvern lagtón og verða hljómskiptin eins konar fram og til baka ferli utan um markaða lagmiðju, sem bútar verkið í sundur. Hver kafli fyrir sig getur verið góður en þeir mynda ekki samfellda framvindu. Te Deum eftir Kod- aly er fallegt verk einkum niðurlagið, sem var fallega sungið af Sieglinde Kahmann. Tónleikunum lauk með Triumphlied eftir Brahms en á flutning þess vantaði mjög mikið. Söngsveitin Fílharmonía er vel samstilltur hópur og er auðheyrt aö Marteinn H. Frið- riksson kann sitt fag. Það sem vantar á að kórinn geti flutt verk eins og Triuphlied er meiri raddstyrkur og samfelldari tón- mótun. Yfir tónleikunum í heild var eins konar „Mezzoforte" andi, þar sem ekki voru dregin skýr mörk milli blæbrigða og sterk túlkun látin víkja fyrir Marteinn II. Friðriksson þægilegum og slysalausum flutningi. Einsöngvararnir gerðu sitt vel, einkum þó Hall- dór Vilhelmsson og Sieglinde Kahmann. Sigurður Björnsson og Rut L. Magnússon sungu með í Te Deum og skiluðu sínu litla vel. Rögnvaldur Sigurjónsson Rögnvaldur er mikill píanisti og í leik hans má oft finna stóra hugsun, sem slegið sé með miklum þunga á hin stóru gjöllin, en í síkvikri og órólegri leit hans eftir hinu stóra verður honum oft á að meðhöndla minnstu gjöllin ógætilega. Það hefur vafist fyrir mönnum að skilgreina hvað sé hugsun og í listsköpun er það ráðgáta hvernig hugmyndir verða til. Túlkun, sem er eins konar tilraun til að skilgreina, verður ávallt upplifun túlkandans og niðurstaða hlustandans er svo þriðja stig upplifunarinnar. Þekking á tónsmíðinni, leikni- kunnátta í meðferð tóngjafans byggist á meðvitaðri þjálfun en upplifun og túlkun eru þættir, sem eru samofnir allri upplifun mannsins og þess vegna jafn marglitir og ólíkir sem fjöldi einstaklinganna. Ópus 28 eftir Beethoven er fallegt og elskulegt verk og hefst á stefi sem í hljómsetningu er gætt eins konar fráhvarfseðli, krefjandi um áframhald, spurn- ingu sem ekki verður svarað og endar fyrsti kaflinn á þessari ósvöruðu spurningu. Annar kaflinn er eins og óaflátanleg hægferðug framvinda tímans, en þriðji kaflinn er andstæða hans, síkvik snæljós og hröð upplifun augnabliksstunda. Tónllst eftir JÓN ASGEIRSSON Sónötunni lýkur með söng, sem hvorki er söngur hamingj- unnar né sorgarinnar, aðeins leikandi fegurð í tónum. Flutn- ingur Rögnvalds var fyrir undir- ritaðan of órólegur og ekki staldrað nóg við hin minni gjöllin til að huga að blæbrigð- um þeirra. Ógreinilegt tóntak, ójafn hrynur og víxlun á stef- röðun, er eitthvað sem hægt er að fjalla um og skilgreina, en hvort slíkir hlutir eru jafngildir öðrum þáttum, eins og túlkun, sem kemur fram í slökun og spennu, blæbrigðum og mótun stefja, verður aldrei svarað. Vægi þessara þátta mynda hinn margbreytilega grunn, sem hver einstaklingur dæmir list eftir. Fyrir undirritaðan eru minni tónverk Chopin ofin fíngerðum þráðum, en viðhorf margra er að slíkur vefnaður skuli ekki gædd- ur tilfinningasemi en lögð á- herzla á tæra, skýra og ó- persónubundna túlkun. Mark- mið með tónsmíð ætti að vera mótandi fyrir túlkun hennar. Næturljóð Chopin eru, sam- kvæmt skilningi undirritaðs, ljóðræn tóntúlkun, en þó Mazúrka sé dans, hafa þær tónsmíðar verið taldar meira í ætt við tóntakstilraunir, sem eiga mjög margt sameiginlegt með nútímatónlist. Næturljóð op. 72 og Mazúrki op. 67 nr. 4 var leikinn án allrar tilfinninga- semi. Prelúdíurnar eru tóntaks- leikir, þar sem fingratækni í hraða og tónmótun er markmið og þótt einkennilegt sé, þá vantaði töluvert á þann þátt í leik Rögnvalds í fyrstu, þriðju og sautjánduprelúdíunum. Aðalviðfangsefni tónleikanna voru As-dúr Balláðan op. 47, eftir Chopin og h-moll sónatan eftir Liszt. I báðum verkunum einkenndist leikur Rögnvalds af stórri yfirsýn, sem hlýtur þó að líða nokkuð fyrir ónákvæmni í meðferð smáatriðanna. Leikur hans var þrunginn spennu og áhættu., sem lá við mörk splundrunar. Það er þessi á- hætta og átök, sem gera leik Rögnvalds skemmtjlegan. Þegar þremur umferðum var lokið í íslandsmótinu í sveita- keppni voru núverandi íslands- meistarar, sveit Hjalta Elías- sonar, efstir mcð 50 stig af 60 möguiegum. Sveif Stefáns Guð- johnsens var með 47 stig og eru þessar tvær svcitir í nokkrum sérflokki hvað stigatölu snert- ir. en þær hafa unnið alla sína leiki. bó er of snemmt að spá því að aðrar sveitir komi ekki til greina með að berjast um titilinn. Stig annarra sveita eru þessi: Guðmundur Hermannsson 38 Sigurjón Tryggvason 30 Guðmundur T. Gíslason 26 Steingrímur Jónasson 17 Jón Asbjörnsson 16 Ármann J. Lárusson 16 1. umferð: Engin óvænt úrslit urðu í þessari umferð. Spámenn héldu því fram að hver leikur, jafnvel hvert spil, gæti ráðið úrslitum í mótinu. Urslit urðu þessi: Hjalti — Guðmundur H. 12—8 Guðmundur T. — Jón 13—7 Sigurjón — Ármann 18—2 Stefán — Steingr. 16—4 2. umferð: I þessari umferð spilaði sveit Hjalta gegn sveit Jóns. Var búizt við jöfnum og skemmtileg- um leik. Raunin varð þó ekki sú. Sveit Hjalta gerði fljótlega út um leikinn og vann stærsta sigur sem unnizt hafði í mótinu, 19—1. Önnur úrslit urðu þessi: Stefán — Ármann 15—5 Guðmundur H. Steingr. 18—2 Sigurjón — Guðmundur T. 11-9 Frá úrslitakeppni íslandsmótsins. Guðlaugur R. Jóhannsson (fyrir miðri mynd) og Örn Arnþórsson spila hér gegn Gesti Jónssyni og Sigurjóni Tryggvasyni. Mikill áhorfendaskari fylgist með. 16—4. Önnur úrslit urðu þessi: Steingrímur — Ármann 11—9 Guðmundur H. — Jón 12—8 Mótið hefir hingað til verið mjög rólegt, en í gærkvöldi áttu sveitir Stefáns og Hjalta að spila saman. Ekki er hægt að greina frá úrslitum þeirrar umferðar vegna þess hve blaðið fer snemma í prentun. I dag verða spilaðar tvær umferðir en mótinu lýkur á morgun. Eftirtaldar sveitir spila sam- an í síðustu umferðunum: 5. umferð: Steingrímur — Hjalti Stefán — Jón Sigurjón — Guðmundur H. Ármann — Guðmundur T. 6. umferð: Hjalti — Ármann Jón — Steingrimur Sigurjón — Stefán Guðmundur H. — Guðmundur T. Tekst sveit Hjalta að verja íslandsmeistaratitilinn? Bridge eftir ARNÓR RAGNARSSON 3. umferð: Enn var sveit Hjalta í sviðs- Ijósinu, og nú gegn sveit Sigur- jóns. Báðar sveitir voru með um 30 stig og höfðu unnið báða sína leiki. í undankeppninni hafði sveit Sigurjóns virzt mjög sterk. En skemmst er frá því að segja að sveit Hjalta gerði út um leikinn í fyrri hálfleik og fékk eins og í annarri umferðinni 19 stig gegn 1. Sveit Stefáns vann þýðingar- mikinn sigur gegn Guðmundi T. 7. umferð: Guðmundur T. — Hjalti Ármann — Jón Steingrímur — Sigurjón Stfán — Guðmundur H. Áhorfendur hafa verið mjög margir, en einn leikur er ætíð sýndur á sýningartöflu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.