Morgunblaðið - 06.05.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978-
Hverfafundir borgarstjóra... Hverfafundir borgarstjóra
Nokkuö á Þriöja hundrað manns sótti hverfafund
borgarstjóra s.l. miðvikudagskvöld, en Þá hélt hann
fund með íbúum Háaleitis-, Fossvogs-, Smáíbúða-
og Bústaðahverfa. í upphafi flutti Birgir ísleifur
Gunnarsson borgarstjóri framsöguræðu Þar sem
hann greindi frá ýmsu Því er gerzt hefði í málefnum
og framkvæmdum á vegum borgarinnar á síðustu
árum. Að lokinni ræðu hans báru fundargestir fram
fyrirspurnir og komu fyrirspurnir frá yfir 20
fundargestum.
Guölaugur Tryggvi Karlsson
spurði hvers vegna húsagatan meö-
fram Háaleitisbraut hefði verið gerð
að einstefnuakstursgötu. Það hefði
verið rétt að gera vissar breytingar á
Háaleitisbrautinni sjálfri til aö minnka
slysahættu, en sér fyndist rétt aö
gangbrautarljósin ættu aö ná yfir
húsagötuna einnig og því mætti
bre.yta henni aftur í tvístefnugötu.
Borgarstjóri sagði að ástæðan fyrir
því að húsagatan var gerð að
einstefnuakstursgötu væri sú aö hún
heföi verið einn liður í því að draga
úr slysahættu á Háaleitisbrautinni, en
þar væri mikil umferð gangandi
barna t.d. á leið í Álftamýrarskóla.
Kvaðst borgarstjóri hafa orðiö var
viö nokkra óánægju vegna þess aö
íbúar viö götuna þyrftu aö taka á sig
nokkurn krók ef þeir færu t.d. suöur
úr hverfinu, en væri nú í athugun að
opna húsagötuna fyrir umferð í báöar
áttir, a.m.k. efri hluta hennar.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
spurði ennfremur hvort búið væri aö
úthluta öllum lóðum undir hesthús í
Víðidalshverfinu.
Nýjar
hesthúsalóöir
í Seljahverfi
Borgarstjóri sagði að borgin væri
búin að úthluta öllum þeim lóðum er
hún hefði yfir að ráða á því svæði,
hugsanlega væri hægt aö fá þar
viðbótarland, er væri í einkaeigu, en
ekki hefðu enn tekist samningar um
það við eigendur. Einnig væri
mögulegt að taka undir hesthús
svæði þar sem nú væri grjótnám, en
það yröi vart á næstu árum, þar eð
það væri eitt bezta efni er nú fengizt
til malbiksblöndunar og yröi því
notað sem slíkt enn um sinn. Næsta
svæði undir hesthús yrði í Seljahverfi.
Árni Jóhannsson spuröi hvort ekki
hefði veriö leitað hagkvæmari leiða
fyrir húsnæði undir fiskverkun Bæjar-
útgeröar Reykjavíkur, en að breyta
gamalli niðursuðuverksmiðju í hrað-
frystihús, hvað t.d. með Granda-
skála.
Borgarstjóri svaraði því til að sú
lagfæring sem gerð hefði verið á
húsnæöi B.Ú.R. hefði haft mun minni
kostnað í för með sér en að reisa nýtt
hús eða útvega annað, húsnæöi
útgerðarinnar hefði aö verulegu leyti
verið endurbyggt, t.d. kaffistofa og
hreinlætisaöstaöa starfsfólks og
vinnslusalnum breytt á þann veg að
nú væri hægt að vinna þar tvær
fisktegundir í senn. Um Grandaskála
og Bakkaskemmu sagöi borgarstjóri
að ákveðið hefði verið aö taka á leigu
Bakkaskemmu til fiskmóttöku fyrir
BÚR og aðra fiskverkendur og
Grandaskála til þess að hafa þar
aðstöðu fyrir nótaveiðimenn, sem
væri vaxandi útgerð frá Reykjavík á
næstu árum.
Árni Jóhannsson spuröi einnig
hvað liði athugun á því að selja 3
svonefnda Spánartogara BÚR og fá
í þeirra staö t.d. 5 togara af minni
gerö.
Borgarstjóri gat þess að athugun
þessi væri á byrjunarstigi, könnun á
sölumöguleikum Spánartogaranna
og því að fá nýja togara í þeirra staö
tæki nokkdrn tíma.
2,6% ómal-
bikað af
hinu skipu-
lagða
gatnakerfi
Smábátahöfnin
ekki truflandi
Árni Jóhannsson spuröi aö lokum
varðandi smábátahöfn, sem sam-
þykkt hefði verið í borgarstjórn að
gerð yrði í Elliðavogi. Sagöi Árni að
sú umferð er henni fylgdi hlyti að
trufla laxagengd í Elliðaánum, sem
ekki mætti l^ggjast niður, og hvort
ekki hefði verið hagstæöara að taka
svæði undir smábátahöfnina í landi
Gufuness.
Birgir ísl. Gunnarsson sagöi aö
þessi smábátahöfn hefði verið deilu-
efni og fyrir borgarstjórn hefðu legið
greinargerðir sérfræöinga um það að
höfnin myndi ekki hafa truflandi áhrif
á laxveiöar i Elliðaánum og því heföi
liann greitt atkvæöi meö því að
höfnin yrði staðsett í Elliðavoginum.
Jónas Bjarnason sagði aö svo
virtist sem einhvers konar bílaiönaö
Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri í ræðustóli. Fundarritarar voru Tryggvi Viggósson lögfræðingur
og Unnur Arngrímsdóttir húsmóðir. Fundarstjóri, Gunnar Björnsson trésmiður, situr næst ræðustólnum.
Næsta stórátak í gatna-
gerð er tengíng Breið-
holts og Árbæjarhverfa
ætti að hýsa í húsi við Rauðagerði,
þar sem Efnablandan hefði eitt sinn
verið til húsa, og spurðist hann fyrir
um það hvort fyrir lægi leyfi til að
reka einhvern bílaiðnað í þessu húsi
og ef svo væri hvert væri álit
borgarstjóra á slíkri ráðstöfun.
Borgarstjóri sagðist ekki vita til
þess að umsókn fyrir bifreiðaiðnað
lægi fyrii■ á þessum stað, en leyfi
þyrfti að fá t.d. fyrir rekstri bílasölu
og bílaverkstæðis. Þó væri hugsan-
legt að setja upp vissa starfsemi án
leyfis, en um umsókn í því sambandi
sagðist hann ekki vita.
Syðri akrein
Bústaöavegar
Jakob Þorsteinsson spuröi hvað
liði framkvæmdum á syðri akrein
Bústaðavegar, en því hefði verið
lofað fyrir alllöngu. Einnig spurði
hann hvað liöi framkvæmdum á brú
yfir Kringlumýrarbraut þar sem
Bústaðavegur ætti að framlengjast,
hvaö væri með fyrirhuguð undirgöng
undir Bústaðaveg móts við Grímsbæ,
hvað liði ákvörðunum um hraðbraut
í Fossvogsdalnum og hvenær mætti
búast við annarri akrein á Háaleitis-
braut á kaflanum frá Hvassaleiti að
Sléttuvegi, en það væri brýn fram-
kvæmd.
Benedíkt Árnason spurði um hvað
færi fyrirhugað í gatnaframkvæmd-
um við Bústaðaveg.
Rafn Sigurðsson spuröi hvaö væri
fyrirhugað um uppsetningu umferð-
arljósa á Bústaöavegi.
Magnús Björnsson spurði hvort
ekki þætti nauðsynlegt aö setja upp
umferöarljós á mótum Stjörnugrófar
og Bústaðavegar, en þar væri mikil
slysahætta.
Borgarstjóri svaraði þessum
spurningum aö nokkru leyti saman
og sagði hann m.a. að framkvæmdir
á Bústaöavegi og við hraðbraut um
Fossvogsdalinn væri svo nátengdar
að þær yrðu ekki aöskildar. Umferöin
sem í dag væri frá Elliðaánum og
vestur á Seltjarnarnes þyrfti á fleiri
möguleikum að halda en einungis
Miklubraut, eins og nú væri. Hægt
væri t.d. að gera Miklubrautina að 6
akreina götu en það þýddi að hún
yrði þung og mikil umferðargata og
heföi í för með sér dýrar fram-
kvæmdir við slaufur og brýr viö
gatnamót.
Samþykki
beggja Oarf
Gert er ráö fyrir því, sagði
borgarstjóri, í samningum við Kópa-
vog að samþykki beggja aðila þurfi
til að ráðist verði í framkvæmd
hraðbrautar; það hefur ekki verið
athugaö að fullu og endanleg ákvörð-
un því ekki verið tekin. Þá sagði
borgarstjóri að verði Bústaöavegur
gerður að of mikilli umferðargötu þá
væri sú hætta fyrir hendi að hann
skæri um of sundur byggðina í
Fossvogi og við t.d. Hæðargarð,
Hólmgarð og göturnar þar í kring.
Um brúna yfir Kringlumýrarbraut
sagði borgarstjórl að ekki hefði enn
verið tekin ákvörðun, en gert væri
ráð fyrir að Bústaðavegurinn fram-
lengdist niöur með bensínstöð Shell
við Öskjuhlíð og áfram niður undir
Sóleyjargötu. Sagöi borgarstjóri að
næsta stórverkefni í gatnageröarmál-
um Reykjavíkur væri tengibraut milli
Árbæjar- og Breiðholtshverfa, er
kæmi á brú yfir Elliðaár. Væri ráðgert
að hefja þær framkvæmdir á næsta
ári og þær myndu taka um tvö ár og
ekki yrði um aörar stórframkvæmdir
að ræða á meðan. Um syðri akrein
Bústaðavegar og framlengingu á
viðbótarakrein á Háaleitisbraut til
suðurs væri því það að segja að ekki
Vatnsveitan
á Jaðars-
svæðinu tek-
ur við
af Gvendar-
brunnum
væri vitað með vissu hvenær að þeim
framkvæmdum kæmi, en þær væru
ekki á fjárhagsáætlun þessa árs.
Ákvarðanir um slíkar framkvæmdir
yrðu teknar eftir athuganir fróðra
manna á t.d. umferðarmagni og
síöan ráöist í þær framkvæmdir er
mest væru áríðandi á hverjum tíma.
Magnús Björnsson spuröi um
biðskýli viö Bústaöaveg og Ólafur
Hannesson spuröi hvort stöðvaðar
hefðu verið framkvæmdir við biðskýli
viö Bústaöaveg, sem hafnar hefðu
verið og hvort kjósendur gætu
gengiö óhindrað um svæðiö til
kosninga í vor eftir aö mokað hefði
verið ofan í skurði.
Borgarstjóri sagöi að biðskýlið við
Markland á Bústaöavegi þyrfti að
hverfa, það væri á lóð fjölbýlishúss-
ins viö Marklandið og kannaö heföi
verið hvar hægt væri að hafa
biöskýli. Framkvæmdir hefðu hafizt
áður en endanleg leyfi hefðu fengist
og væri slíkt e.t.v. sök beggja aðila,
þ.e. borgaryfirvalda og byggjenda.
Nú væri verið í samningaviðræðum
um þessi mál en þau heföu tafizt
nokkuð.
Forkaupsréttur
borgarinnar
Guðrún Guðlaugsdóttir spurði hve
lengi borgarstjórn hygðist halda
forkaupsrétti sínum á húsum viö
Tunguveg, Réttarholtsveg og Ásgarð,
hvernig nýttist húsnæðið og hvernig
gengi aö selja þessar íbúðir.
Halla Gísladóttir spuröi hvenær
fyrirhugaö væri að aflétta þeirri kvöð
er bundin væri húsum í Bústaða-
hverfi og með hvaða hætti.
í svari borgarstjóra kom fram að
þessar íbúöir heföu verið seldar meö
nokkru hagstæðari kjörum en tíök-
aöist á hinum almenna markaði og
því heföu fengiö þær til ráöstöfunar
fólk er minna mætti sín tekjulega
séð. Þegar fólk síðan vildi hverfa úr
þessum íbúðum væru þær metnar og
keypti borgin þær síðan skv. því
mati. Fyrir 3—4 árum hefði þessum
matsreglum verið breytt nokkuö til
hækkunar og miðaðist matið m.a.
nokkuö við hve lengi menn hefðu átt
íbúöirnar. Um hugmyndir sem fram
hefðu komið að borgin léti þennan
forkaupsrétt af hendi, sagði borgar-
stjóri að væri uppi nokkur ágreining-
ur, því þessar íbúöir hefðu nýtzt til
ráðstöfunar fyrir það fólk sem minna
mætti sín, þ.e. að borgin keypti af
eigendum og greiddi út í hönd, en
eftirléti síöan öðrum með þeim
kjörum að greitt væri á einu ári
kaupverðið. Nokkuð mörg erindi um
þessi mál hafa borizt borgarráði og
sagöi borgarstjóri að svars við þeim
bréfum væri að vænta á næstunni.
Árni Jóhannsson spurði hvenær
væri við því að búast að hægt væri
að stunda skautaíþróttina allt árið.
Fullhannað skautasvell á útisvæði
lá fyrir 1974, sagöi borgarstjóri, og
var leitað í það tilboöa sem þá
reyndust mun hærri en við var búizt
og var því fallið frá framkvæmdum í
bili. Sagði borgarstjóri aö þessi
framkvæmd væri á lista yfir æskileg-
ar framkvæmdir á sviði íþróttamála,
en ekki væri vitað hvenær af henni
yrði, nema það að af henni yrði ekki
á þessu ári.
Örnólfur Ornólfsson spyr hvenær
Ijúki framkvæmdum við gangstéttir
og bílastæði við Gautland, sem
byrjað var á í fyrrasumar en er
ólokiö.
Ég geri ráð fyrir að þessum
framkvæmdum verði lokið í vor og í
sumar, sagði borgarstjóri, en þær
fylgjast að við framkvæmdir við
Efstaland og voru einnig hafnar í
fyrrasumar og náð var samkomulagi
um við íbúa þessara gatna.
Nærri 180
íbúðir fyrir
aldraða
teknar
í notkun á
þessu ári