Morgunblaðið - 06.05.1978, Síða 39
Spönsk hátíð Grísaveisla
Fegurðarsamkeppni íslands
Bolungarvík,
laugardagskvöld 6. maí Félagsheimilinu kl.
19.00
Súgandafjörður,
sunnudagskvöld 7. maí, Félagsheimilinu kl.
19.00
Flateyri,
sunnudag 7. maí, Félagsheimilinu kl. 14.00
(fjölskylduskemmtun, sama dagskrá aö undan-
skilinni grísaveislu og dansleik).
Dagskrá:
1. Grísaveisla, spánskir hátíöarréttir
2. Ferðakynning
3. Litkvikmyndasýning
4. Tískusýning, feguröardrottning íslands 1977
og Karon samtök sýningarfólks sýna nýjustu
tískuna.
5. Feguröarsamkeppni íslands. Útnefndur
fulltrúi til þátttöku í úrslitakeppni, þar sem
valin veröur ungfrú íslands 1978.
6. Skemmtiatriði
7. Stórbingó. Vinningar glæsilegar sólarlanda-
ferðir og rétturinn til aö keppa um
aukavinninginn á Sunnukvöldum vetrarins,
ítalska sportbílinn Alfa Romeo.
8. Dansleikur.
i?,
CTTIC&'
Missið ekki af ódýrri
og góðri skemmtun.
Velkomin á Sunnuhátí
Hefur
rúið
2000
fjár
Syðra-Langholti,
28. apríl.
í HRUNAMANNA-
HREPPI hefur vetr-
arrúning aukizt
mikiö og er mikill
áhugi hjá bændum
aö gera Þau verö-
mæti úr ullinni sem
unnt er. Sauðfjár-
ræktarfélagið hefur
verið með rúnings-
námskeið undan-
farin ár og rýja
margir fé sitt sjálfir,
en einn er sá maður
sem mikiö ferðast
og víða rýr; Ásgeir
Gestsson, bóndi
Kaldbak, sem með-
fylgjandi mynd er
af. Hefur hann nú
rúið um 2000 fjár í
pessari lotu og einn
daginn rúði hann
68 kindur. Ullin er
send tafarlaust á
markað.
Sig. Sigm.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
Kaktus
í Selfossbíói í kvöld.
Sætaferð frá B.S.Í. kl. 9.
Kaktus.
Námskeið fyrir verk-
stjóra á saumastofum
I REYKJAVÍK stendur nú
yíir námskeið fyrir verk-
stjóra á saumastofum sem
vinna úr prjónavoð. Nám-
skeiðið er haldið á vegum
Útflutningsmiðstöðvar iðnað-
arins í samvinnu við verk-
stjórnarfræðsluna, Rann-
sóknastofnun iðnaðarins og
Hannarr s.f.
Námskeið þetta er hugsað
sem fyrri hluti fjögurra vikna
verkstjórnarnámskeiðs og
verður seinni hlutinn væntan-
lega haldinn í haust. Megin-
kennslugreinar á námskeiðinu
eru sauma- og sníðatækni, sem
kenndar eru aðallega í verk-
legum æfingum í smáhópum
og fer sú kennsla fram í
húsakynnum Rannsóknastofn-
unar iðnaðarins á Keldnaholti.
Þá er „framleiðsluskráning
og vinnurannsóknir", þar sém
lögð er áherzla á að skýra
tilgang og notagildi skráning-
ar við stjórnunarstörf, eins og
þegar gera þarf framleiðslu-
áætlanir og taka ákvarðanir
um framleiðsluna.
Þá eru kennd undirstöðuatr-
iði í hjálp í viðlögum og
verkstjórn, þar sem lögð er
áherzla á að auka þekkingu og
jákvæð viðhorf verkstjóra á
atriðum eins og tengslum við
starfsfólk, skipulagningu eigin
starfa, verkkennslu og fleira.
Alls sækja námskeiðið 18
verkstjórar af prjónastofum
víðs vegar af landinu.
Halldór Jónsson, verkfrædingur:
stúdentar séu yfirleitt hvorki
mæltir á frönsku né þýzku, hvað
þá spænsku, þó þeir geti lesið
dönsku og færeysku, illa sænsku
og alls ekki finnsku. Svo hvað eru
Norðurlönd í augum æskunnar?
Sósíalistaparadísir með dýru
brennivíni sem verzla lítið við
Islendinga eða eru beinir keppni-
nautar okkar? Hver er norrænn
menningaráhugi blánefjaðra púls-
karla sem flykkjast til suðurs með
Sunnu?
Eg held að við ættum að reyna að
hugleiða svolítið betur hvað ísland
og Norðurlönd eigá í rauninni
sameiginlegt og hvað ekki áður, en
við sláum einhverju föstu í menn-
ingarmálum. Við erum einu sinni
landamærabúar tveggja heimsálfa
og getum ekki alhæft um æskilega
menningarstrauma. En aukin
þekking og lærdómur af okkur
lengra komnum tækniþjóðum er
okkur nauðsynleg, ef við þá viljum
betri lífskjör.
Að lokum vil ég lýsa vonbrigðum
mínum með þau ummæli frú
Ragr.hildar að skoðanakönnunin
um varnarliðsstyrktar fram-
kvæmdir í samgöngumálum við
prófkjörið i Reykjavík sanni ekk-
ert um það að stefna Sjálfstæðis-
flokksins í varnarmálum sé breytt.
Mikið rétt, hin opinbera stefna
hans hefur ekkert breytzt og svo
verður áfram ef frú Ragnhildur er
Sjálfstæðisflokkurinn, og þá svo-
nefndur flokkseigandi með fleir-
um. En ýmsum finnst ástæða til
þess að ætla að breytinga sé óskað,
þegar um 80% af stuðningsmönn-
um svara á þann hátt sem þeir
gerðu. Séu þessi 80% þvílík börn,
sem helst er að skilja á frúnni og
reyndar fleiri forystumönnum, að
þeir hafi ekki skilið spurninguna,
því spyr hún þá ekki aftur og þá
á skýlausan hátt? Er hún kannski
hrædd um að svarið kunni að
verða óþægilegt fyrir áður gefnar
stefnuyfirlýsingar? En þá spyr ég:
Hvort eru stjórnmál vilji fjöldans
eða prívatskoðanir einstöku for-
ystumanna?
16. apríl 1978
Ég var að enda við að lesa
þingræðu Ragnhildar Helgadóttur
um íslenzka fjölmiðla og norræna
fréttaþjónustu ásamt ályktun
hennar um utanríkisstefnu Sjálf-
stæðisflokksins í Morgunblaðinu
16. apríl 1978. Eg er ekki einn um
það að vera aðdáandi glæsileiks og
gáfna frú Ragnhildar, og því þykir
mér hálf leitt að sjá hér ástæðu til
athugasemda. Hún segir að „það
hafi verulega þýðingu fyrir Islend-
inga að halda áfram að styrkja
þann þátt í okkar stjórnmálum og
okkar menningu sem er norrænn",
og litlu síðar að „vissulega eru á
Norðurlöndum stórar og miklar
fréttastofur, sem ég tel í raun og
veru alveg fráleitt að við skulum
ekki hafa beint samband við.
Eg er nú eiginlega þeirrar
skoðunar, að hinn norræni þáttur
í stjórnmálum okkar sé alls ekki
æskilegur. Ofstjórnartrú íslenzkra
stjórnmálamanna er að mestu
leyti fengin beint frá Skandinavíu,
sömuleiðis hinar sósiölsku innrétt-
ingar þeirra, sem koma í ljós við
minnstu tilefni. Hvert sem auga er
litið á Norðurlöndum sækir ráð-
stjórnarhugsunin fram en framtak
einstaklinganna hörfar.
Menningu okkar telur frúin vera
norræna. Ekki veit ég hvernig hún
kemst að því, nema að vitað er að
íslendingar éta sultutau með kjöti
ásamt skandinövum einir þjóða.
Tækni okkar er að mestu vestur-
heimsk að uppruna. Lesefni okkar
er jafnt Familie-Journal, Andrés
Önd, Newsweek og Time eða
alþjóðlegar bókmenntir og tímarit.
Við leikum alþjóðlega tónlist og
syngjum okkar „íslensku þjóðlög"
samin í Þýzkalandi og víðar. Nema
hún eigi við að við líkjumst, eða
skörum fram úr Norðurlöndum í
einangrunarsinnu, sbr. bjórinn
okkar og þeirra.
I mínum augum er Skandinavía
einskonar annes út úr Evrópu, og
fólkið þar hálfgert útskagafólk
eins og við, þó við séum náttúru-
lega fremri í þeirri grein. Þess
vegna kunnum við svo vel að meta
norrænt fólk. Þó hafa á Norður-
löndum orðið miklar framfarir
umfram ísland og þær þjóðir eru
nú taldar iðnaðarþjóðir meðan við
erum hjarð- og veiðimenn. Og
hvað er menning þjóða annað en
atvinnuhættir þeirra og hvernig
þær vinna úr þeim efnivið sem
lönd þeirra bjóða? Því að skáld- og
listframleiðsla er nokkuð fast
hlutfall af mannfjölda og sá sem
skarar fram úr er þar með orðinn
alþjóðlegur, fremur en þjóðlegur
eða skandinavískur.
Hvað norrænar fréttastofur
snertir, geri ég ráð fyrir að þær fái
sínar heimsfréttir frá sömu frétta-
stofum og við. En vissulega er frá
Halldór Jónsson
þeim að fá skandinavískar fréttir
sem ekki þykja fréttnæmar annars
staðar. Ætti að vera vandalaust að
útvega slíkar fréttir, ef Islending-
ar hafa á annað borð áhuga fyrir
þeim, sem er ekki eins sjálfgefið og
frú Ragnhildur virðist halda. Það
gæti verið fróðlegt að vita hver sé
meðalaldur félaga í Norræna
félaginu og félagafjöldi þess,
ferðarmannafjöldi til Norðurlanda
o.s. frv. í samanburði við sólar-
landafarþega, gesti á Utsýnar-
kvöldum og þess háttar.
I sama tölublaði Morgunblaðs-
ins er í leiðara vikið að nauðsyn
dönskukennslu í skólum. Stað-
reyndin er nú sú, að flestir
Islendingar eru illa mælandi á
dönsku vegna framburðarerfið-
leika, þó að þeir geti almennt lesið
dönsku, mest vegna áhrifa
Andrésblaðanna, og skal ekki gert
lítið úr því norræna menningar-
framlagi Andrésar og Walt
Disneys. Tungumálakunnátta er
eyþjóð eins og Islendingum lífs-
nauðsynleg og þarf að stórefla
hana með öllum tiltækum ráðum.
Það er skömm að því, að íslenzkir
Norræna