Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 Langamýri í Skagafirði: Sumardvöl eldri Reykvík- inga — á vegum Reykja- víkurborgar og þjóðkirkju Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar efnir í samvinnu við Þjóö- kirkjuna til sumardvalar að Löngu- mýri í Skagafirói fyrir eldri Reykvík- inga. Þessar sumardvalir eldra fólks aó Löngumýri hófist árið 1970 meó einni feró. Nú eru ráðgeróar sex. Fyrsta ferðin stendur frá 12. til 23. júní nk. Fararstjórar veröa Arnfríður Arnmundsdóttir og Margrét Jóns- dóttir. Önnur verður frá 26. júní til 7. júlí. Fararstjórar Arnfríður Arn- mundsdóttir og Jónas Gíslason. Fararstjórar Helena Halldórsdóttir og Margrét Jónsdóttir. Fjórða ferð 24. júlí til 4. ágúst. Fararstjórar Lára Sigurbjörnsdóttir og Margrét Jóns- dóttir. Fimmta ferð 21. ágúst til 1. september. Fararstjórar Dagbjört Stephensen og sr. Þórir Stephensen. Sjötta ferð 4. september til 15. september. Fararstjórar Lárus Hall- dórsson og Þórdís Nanna Nikulás- dóttir. Ferða- og dvalarkostnaöur er áætlaöur kr. 27.000 á mann. Innifalið í þeirri upphæö eru feröir báöar leiðir, dvöl að Löngumýri, fullt fæði, skoðunarferð um Skagafjörð og styttri feröir um nágrenni dvalarstaö- ar. Geirþrúður Hildur Bernhöft, elli- málafulltrúi, sagði í samtali viö Mbl. að Löngumýrarferðir hefðu gefiö góöa raun. Skagfirðingar heföu sýnt hinum eldri borgurum margvíslega gestrisni. Kvöldvökur væru haldnar, leikþættir sýndir, kórar kæmu í heimsókn og skemmtikraftar með hljóöfæraslátt, upplestur og söng. Mikiö væri spilað og heföi ein kennslustofan aö Löngumýri hlotið nafniö spilavíti. Þátttakendum gefst kostur á aö stunda sund aö Varma- hlíð, sem er í næsta nágrenni Löngumýrar. Þess eru dæmi sagöi Geirþrúður aö maöur á níræðisaldri, fyrrum vatnapóstur úr A-Skaftafells- sýslu, læröi sund á 10 dögum. Skoðunarferð er farin um Skagafjörö og styttri ferðir um nágrenniö. Meðal staöa sem skoðaöir eru má nefna hið forna biskupssetur að Hólum í Hjaltadal og minjasafniö aö Glaum- bæ. Allar nánari upplýsingar um sumar- dvöl eldri Reykvíkinga að Löngumýri eru gefnar að Noröurbrún 1, frá kl. 9-12 árdegis alla virka daga næstu þrjár vikur. Sími 86960. Steypujám er eitt af mörgu sem þú færð hjá Byko • Fullkomið úrval • Mjög hagstætt verð • Sendingarþjónusta • Þarsem fagmennirnir versla erþéróhætt. BYGGiNGAVÖRUVERSLUN KÓPAV0GS SF. SÍMI41000 BYKO Fjalakötturinn, Aðalstræti 8, er nú auglýstur til sölu og þær fréttir hafa heyrst, að það sé einkum lóð eignarinnar sem veki áhuga hugsan- legra kaupenda. Ástæðan fyrir því mun vera rekstrarerfiðleikar í nú- verandi formi vegna mjög hárra opinberra gjalda og lágra leigutekna. Þetta sérstæða hús á sér orðið ianga sögu, sem er nátengd lífi og menningu Reykjavíkur. í húsinu var upphaflega hluti innréttinganna (1750), hins stórhuga framtaks Skúla Magnússonar, sem hafði á sínum tíma úrslitaþýðingu fyrir Reykjavík sem miðstöð at- vinnu, menningar og stjórnsýslu og varð tákn vakningar og bjartsýni með þjóðinni eftir aldir fátæktar og niðurlægingar. Á þessum fjölum var stofnað og rekið fyrsta leikhús landsins og síðar fyrsta bíóið, Biografteater Reykjavíkur, sem hélt þar uppi starfsemi sinni í 20 ár. Húsið er mjög sérstætt innanstokks. Það er í raun og veru 4 hús með glerþaki yfir porti milli þeirra. Það sem hér hefur verið nefnt ásamt því að þetta hús er nauðsyn- legur hlekkur í þeirri húsaröð sem það stendur við í Aðalstræti, tel ég sýna fram á að það er eitt mikilvæg- asta húsið í miðbæ Reykjavíkur. Mjög hefur komið til álita að undanförnu að efla líf í miðbænum. Þó að þessum málum verði aldrei ráðið til lykta á einum'vettvangi með því einu að varðveita einstök hús þá skiptir þó miklu máli að varðveita þær byggingar sem tvímælalaust hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. Þótt mjög margir hafi flutt burt úr miðbænum á sama tíma og kaffihúsum og skemmtistöðum hefur fækkað, þá er það engu að síður staðreynd að fók kemur á þessar slóðir alls staðar að um helgar og á góðviðrisdögum. Það sýnir sig og sér aðra, gengur út að Tjörn eða norpir í skotinu við Iðnó ef sést til sólar og ungt fólk sækir enn á rúntinn og í Þessum húsum eru leiguíbúöirnar 18. Aflientar leiguíbúðir fyr- ir aldraða í Hafnarfirði AFHENTAR hafa veriö í Hafnarfirði fyrstu 18 leiguíbúöir af 30 sem húsnæðisnefnd aldraöra í Hafnar- firöi hefur séð um byggingu á fyrir bæjarstjórn Hafnarfjaröar. Eru íbúö- irnar gegnt Sólvangi og ætlaðar fyrir ellilífeyrispega og öryrkja. íbúöirnar sem afheniar voru í gær eru í fyrri áfanga og er hér um að ræða 6 hjónaíbúðir og 12 einstakl- ingsíbúöir. Viö athöfn þegar íbúðirn- Kristinn Ó. Guðmundsson bæjar- stjóri afhendir einum leigutakanum lykla aö íbúð sinní. Ljósm. Kristján. ar voru afhentar flutti Snorri Jónsson ávarp og Eggert ísaksson greindi frá aödraganda framkvæmda og gangi þeirra, en þeir eiga sæti í húsnæöis- nefnd aldraðra ásamt Braga Guð- mundssyni. Kristinn Ó. Guðmunds- son bæjarstjóri afhenti síðan þeim leigutökum sem viöstaddir voru lykla að íbúðunum. í ræðu Eggerts ísakssonar kom fram að kostnaður við byggingarnar er um 8.5 m.kr. fyrir hjónaíbúöirnar en 6.4 fyrir einstaklingsíbúðirnar, þá miöað viö aö ailt sé fullfrágengið bæði innan og utan og hafi veriö áherzla lögð á vandaöan frágang og að húsin falli vel að umhverfinu. Arkitektarnir Manfred Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson teikn- uðu húsin og sömdu útboðs- og verklýsingu ásamt Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvinds Valdimarssonar, er hönnuðu buröar- þol; Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, er teiknuöu loftræstibúnað og lagnir; Sigurði Halldórssyni raf- magnsverkfræðingi, er sá um raf- magnið, og Reyni Vilhjálmssyni garðarkitekt sem annaöist skipulag lóða. Samið var viö lægstbjóöanda í verkið, Halldór Guðmundsson h.f. Jarðvinna hófst í marz ‘76 og hefur því tekiö rúm tvö ár aö Ijúka verkinu. Þá kom fram í máli Eggerts að ekki var synjaö neinni umsókn, þ.e. ekki Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.