Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 Patty aftur í fangelsi Pleasanton, KALIFORNÍU 15. MAÍ Reuter. PATRICIA Hearst, hinn umtalaði milljónaerfingi, var um helgina leidd að nýju i fangelsi til að afplána það sem eftir er af sjö ára fangelsisdómi fyrir þátt- töku í bankaráni. Patricia var látin laus gegn milljón dollara tryggingu í nóvem- ber. Hún kom til fangelsis- ins í fylgd með lögreglu- mönnum og sóttu þeir hana til heimilis foreldra hennar í Hillsborogh-auðmanna- hverfið fyrir sunnan San Francisco. Systur hennar tvær og foreldrar komu einnig með henni til fang- elsisins. Fangelsisyfirvöld létu hafa eftir sér að hún myndi vinna átta tíma á dag í fangelsinu eins og aðrir fangar. Hún verður að sitja af sér fjórtán mánuði áður en hægt verður að leggja fram náðunarbeiðni. Símamynd AP Patty Hearst kemur hlaupandi til Santa Rita-fangelsis að afplána það sem eftir er af sjö ára dómi sem hún fékk fyrir bankarán. Ítalía: Tel Aviv, 16. maí AP. ÍSRAELSMENN hörmuðu í dag að öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með 54 atkvæðum ge^n 44 fyrirhugaða sölu stjórnarinnar á 200 herflugvélum til Israels, Egyptalands og Saudi-Arahíu. Egyptar fögnuðu úrslitum atkvæðagreiðslunnar og töldu þau sýna að Bandaríkjamenn vildu gegna sanngjarnara hlutvcrki í Miðausturlöndum. Saudi-Arabar töldu úrslitin sýna að áhrif Gyðinga í Bandaríkjunum færu dvínandi. Menachem Begin forsætisráð- selja Israelsmönnum F-16-flugvél- herra kallaði úrslit atkvæða- greiðslunnar neikvæða þróun frá sjónarmiði öryggis ísraels og brot á loforði sem Bandaríkjamenn hefðu gefið í september 1975 um að ar. Hann kvað óverjandi að sameina flugvélasöluna til ísraels sölu á herflugvélum til Arabaríkja. Mohammed Ibrahim Kamel, Símamynd AP Ungfrú Elizabeth („Liza") Halaby sem fréttir herma að verði drottning Jórdaníu. utanríkisráðherra Egypta, kvað úrslitin sýna skilning Bandaríkja- manna á því að það væri einlægur vilji Egypta að semja um lausn deilumála Araba og Israelsmanna. Anwar Sadat forseti sagði að sala á 50 F5E-þotum til Egyptalands væri mikilvægt tákn um stefnu Bandarikjanna gagnvart Aröbum en sagði að F5E-þoturnar væru „tíunda flokks“. í Kaíró er talið að þotusalan muni treysta aðstöðu Sadats í friðarumleitununum. Útvarpið í Saudi-Arabíu kvað samþykki öldungadeildarinnar bera vott um dvínandi áhrif þrýstihóps Gyðinga í Banda- ríkjunum og sagði að brotið hefði verið blað í samskiptum Banda- ríkjamanna og Israelsmanna sem hér eftir gætu ekki haft eins mikil áhrif og áður á stefnu Bandaríkja- manna. Ezer Weizman, landvarnaráð- herra ísraels, sagði: „Við höfum barizt gegn þessu máli og ég vona að við þurfum ekki að berjast gegn flugvélunum." Shimon Peres, leið- togi Verkamannaflokksins, kvað atkvæðagreiðsluna „mesta ósigur- inn sem Israelsmenn hefðu beðið í bandaríska þinginu". Hann sagði að þotusalan til Saudi-Arabíu mundi binda enda á hlutleysi þess lands gagnvart Israel. Fylgishran kommúnista Arabar fagna flugvélasölunni Rómaborg, 16.maí. Reuter. LOKATÖLUR í sveitarstjórnar- kosningunum á Ítalíu sem fram fóru í' skugga Moromálsins sýna að kristilegir demókratar hafa aukið verulega fylgi sitt og virðist það fylgi mest allt fengið á kostnað kommúnista. Kristilegir demókratar munu hafa fengið um það bil fjögur prósent meira atkvæðamagn en í síðustu meiriháttar kosningum fyrir tveimur árum. Talsmenn flokksins sögðu þetta viðbrögð almennings við ábyrgri afstöðu sem tekin hefði verið í Moroharm- leiknum. Kosningarnar stóðu í tvo daga og fóru fram í um átta hundruð sveitarstjórnum og tveimur héraðsstjórnum, og um tíu prósent kjósenda á Italíu höfðu rétt til að greiða atkvæði. Endanlegar niðurstöður hvað varðar prósentur eru að kristilegir demókratar fengu nú 42,5 prósent í stað 38,9 í síðustu þingkosningum 1976 en kommúnistar fengu 26,5 í staðinn fyrir að sambærilegar tölur frá 1976 eru 35,6 prósent. En miðað við sveitarstjórnarkosning- ar jókst fylgi kommúnista um 0,6 prósent. Þótti kommúnistum það eilítil sárabót en málgagn flokksins L Unita kvaðst og vilja benda á það að kosningarnar hefðu verið haldnar við óeðlilegar aðstæður. „Hryðjuverkastarfsemi sem haldið er uppi undir rauðum fána hefur skapað ringulreið," sagði blaðið og vísaði því eindregið á bug eins og talsmenn kommúnista hafa gert að fylgismenn Rauðu herdeildar- innar séu kommúnistar. Ekki er búizt við því að þessi úrslit skipti sköpum varðandi störf núverandi ríkisstjórnar Italíu. Forsvarsmaður kristilegra demókrata á þingi, Flaminio Piccoli, sagði að hann fengi ekki séð að þessi úrslit myndu hafa í för með sér neinar breytingar að svo stöddu. Sósíalistaflokkurinn jók töluvert fylgi sitt og sögðu stjórnmálasérfræðingar að túlka mætti það sem mikilvæga þróun. sósíalistar sem hafa orðið hálfveg- is á milli í þeirri valdabaráttu sem kommúnistar og kristilegir demó- kratar hafa háð, virðast hafa fengið flest þau atkvæði sem glötuðust kommúnistum. Ný- fasistaflokkurinn sem var fjórði stærsti við síðustu almennar kosningar í landinu missti fylgi, úr 7,1 prósenti atkvæða og í 4,5 prósent. Muzorewa fer ekkiúr Salisbury, 15. maí. Reuter. Bráðabirgðastjórnin í Rhodcsiu stóð af sér fyrstu meiri háttar kreppuna sem hún komst í nú um helgina er Muzorewa biskup tilkynnti að hann myndi ekki fara með sína menn úr stjórninni. Stjórnin var mynduð fyrir tíu vikum. Deilur Muzorewa þóttu það alvarlegar að um hríð virtist flest benda til að hann hætti starfi í stjórninni. Nú hefur því verið borgið í bili að því er kemur fram í fréttum og þykir góðs viti. Það var brottvísun Byron Hoves, svarts aðstoðarráðherra í stjórn- inni þann 28. apríl, sem kom þessum deilum af stað innan stjórnarinnar. Hoye var látinn víkja eftir að hann hafði neitað að taka aftur orð er hann hafði látið falla þar sem hann hvatti til harðari „afríkaniseringar“ innan raða lögreglunnar og opinberra starfsmanna. Kenneth Kaunda forseti Zambíu sendi í dag frá sér yfirlýsingu til Ian Smith í Rhódesíu þar sem Smith er hvattur til að taka þátt í allra flokka ráðstefnu um vanda- mál Rhódesíu. Sagði Kaunda þetta á blaðamannafundi í London og stjórn bætti við að Smith gæti með því móti bundið enda á þjáningar þjóðar sinnar. Kaunda kvaðst vilja benda á að allir aðilar sem ættu hlut að þessari ömurlegu deilu hefðu fallizt á þetta nema forystan í Salisbury. Kaunda hefur verið í Englandi og rætt við Callaghan forsætisráðherra. Hann sagði að Bretar og Zambíumenn hefðu orðið sammála um hvernig að Framhald á bls. 30. Hussein á biðils- buxum í fjórða sinn Amman 16. maí. Reuter. HUSSEIN Jórdaníukonungur mun innan tíðar ganga í hjónaband og er brúður hans bandarísk stúlka, Lisa Halaby, 23 ára gömul, arkitekt að menntun og hefur undanfarna mánuði búið í Amman og starfað hjá jórdanska flugfélaginu Alia. Lisa er dóttir Hajeebs Halabys ur þrívegis verðir kvæntur áður. fyrrverandi forstöðumanns banda- rísku flugumferðarstofnunarinn- ar. Hann er fæddur í Sýrlandi en varð bandarískur ríkisborgari á unga aldri. Lisa Halaby lauk prófi hjá,Princetonháskólanum í húsa- gerðarlist. Hussein Jórdaníukonungur hef- Hann missti síðustu konu sína, Aliu drottningu, í flugslysi fyrir rúmu ári. Hann er 45 ára gamall og hefur stýrt Jórdaníu í 26 ár, oft með ærnum erfiðismunum, en hann hefur þó staðið af sér ýmsar raunir og er um margt metinn í Arabaheiminum. Veður víða um heim Amsterdam 15 skýjað Apena 24 sól Berlín 17 skýjaö Brussel 17 bjart Chicago 14 skýjaö Kaupm.h. 14 sól Frankfurt 14 rigning Genf 13 skýjað Helsinki 13 skýjað Jóhn.borg 27 sól Lissabon 20 sól London 14 bjart Los Angeles 24 bjart Madrid 23 bjart Miami 31 bjart Montreal 18 bjart Moskva 14 skýjað New York 12 rigning Ósló 11 skýjað París 16 bjart Rómaborg 21 sól San Francisco 16 bjart Stokkhólm. 7 skýjað Tel Aviv 26 skýjað Tókíó 25 skýjað Toronto 14 skýjað Vanvouver 15 skýjað Vínarborg 16 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.