Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978 — Steinunn Framhald af bls. 3. taka þaö sem ákveðið verkefni til að vinna að þeim málefnum, sem ég styð. Stefnuskrá Samtakanna er nú einu sinni stefnuskrá, sem ég vann að og ég mætti þá hafa ölvazt meira en lítið, ef hún er ekki mín að einhverju leyti ennþá,“ sagði Stein- unn Finnbogadóttir. — 50 blakkir Framhald af bls. 1. í stríðinu sem hefur staðið í fimm ár. Samkvæmt óstaðfestum fréttum urðu átökin á ættflokkasvæði, Gutu, um 180 km suður af Salisbury. I maí í fyrra munu 35 óbreyttir borgarar hafa beðið bana þegar þeir lentu í skothríð öryggissveita og skæruliða í Suðaust- ur^Rhódesíu. I tilkynningu herstjórnarinnar sagði að skæruliðar hefðu mvrt einn hvítan óbreyttan borgara og 13 svarta og öryggissveitir hefðu fellt 13 samverkamenn skæruliða. Þar með var tilkynnt að alls hefðu 88 fallið og það er mesta mannfall sem herstjórnin hefur skýrt frá í einni tilkynningu. Það sem af er árinu hafa 1.553 fallið, þar af 38 hvítir og 448 svartir óbreyttir borgarar. — Orlov storkað Framhald af bls. 1. ava eiga.yfir höfði sér sjö ára vinnubúðavist og að auki fimm ára útlegð innanlands vegna ákæru um andsovézka áróðursstarfsemi. Gamsakhurdia og Kostava munu hafa játað að sögn Tass, en Orlov hefur neitað að játa og heldur uppi vörnum. Tass sagði að ættingjum Gamsakhurdia og Kostava hefði fundizt áhugi Sakharovs „óskemmtilegur" þar sem hann hefði átt upptökin að þeirri starfsemi sem leiddi til réttar- haldanna. Sakharov sagði sjálfur að hann hefði reynt að fara flugleiðis til Tbilisi í gær en misst af flugvélinni. „Þetta er sjónarspil og hring- leikahús", sagði frú Orlov í réttar- höldunum gegn manni hennar. „Þetta er eekkert skemmtilegt því að aðalatriðið er að Yuri hefur verið sviptur rétti sínum til að verja sig almennilega." Orlov sagði að það væri ekki saknæmt að afhenda fréttaritur- um skjöl. Fyrir tveimur árum stofnaði Orlov andófssamtök með aðsetri í Moskvu til þess að fylgjast með því hvernig sovézk stjórnvöld stæðu við Helsinki-sáttmálann frá 1975. Sovézka öryggislögreglan handtók Orlov 10. febrúar 1977, skömmu eftir að Jimmy Carter forseti hóf baráttu sína fyrir mannréttindum og bandaríska utanríkisráðuneytið mótmælti handtökinni opinber- lega. Orlov var 15 mánuði í einangrun í Lefortovo-fangelsi í Moskvu þangað til hann var leiddur fyrir rétt. Réttarhöld hafa enn ekki farið fram í málum andófsmannanna Anatoly Shcharansky og Alexand- er Ginzburgs og um tólf annarra félaga Hesinkinefnda víðs vegar í Sovétríkjunum. Þegar réttarhöldin gegn Orlov hófust í gær hélt Orlov rúmlega eins og hálfs klukkutíma ræðu og neitaði þeirri ásökun sækjanda að hann hefði sent rógsrit til Vestur- landa og þegið fé fyrir. Að sögn frú Orlovs lýsti hann því yfir að andófsstarfsemi hans ætti rætur í mannúðarsjónarmiðum fremur en stjórnmálaáhuga. Tass birti seinna óvenjulanga frásögn af réttarhöldunum í dag, 1.000 orð, en ekki var vitað hvort það yrði birt í sovézkum blöðum á morgun. Þar segir að vitni hafi afhjúpað andsovézka starfsemi Orlovs, og hann hafi samið skjöl með rógi um ríkið og kerfið og dreift þeim. Tass segir að Orlov og nefnd hans hafi samið rúmlega 80 skjöl um ástand í Sovétríkjunum og dreift þeim til vestrænna fréttamanna. Fréttastofan segir að tveir sálfræðingar hafi hrakið ásakanir Orlovs um pólitíska misbeitingu geðsjúkrahúsa og að aðbúnaður í geðsjúkrahúsum sé í alla staði eðlilegur. í grúsíu-réttarhöldunum hefur því verið haldið fram að sakborn- ingarnir hafi fengið „undirróðurs- gögn“ frá Igor Belousovich starfs- manni bandaríska sendiráðsins í Moskvu. Talsmaður sendiráðsins vísaði þessu á bug í dag. — Þökkuð áratuga . Framhald af bls. 2 kosinn bæjarfulltrúi 1946 og hefur átt sæti í bæjarstjórn óslitið síðan. Hann hefur tvisvar verið forseti bæjarstjórnar — 1962—66 og 1970-74. Þegar dagskrá fundarins í dag hafði verið tæmd ávarpaði Stefán Reykjalín núverandi forseti bæjarstjórnar, Jón G. Sólnes og þakkaði honum langt og farsælt starf og árnaði honum og öðrum þeim bæjarfulltrúum, sem ekki eiga afturkvæmt í bæjarstjórn, allra heilla. Gísli Jónsson ávarpaði síðan Stefán Reykjalín og færði honum einnig þakkir og góðar óskir bæjarfulltrúa en Stefán hættir nú setu í bæjarstjórn eftir 22 ára samfellda þjónustu sem aðalfulltrúi en þar áður var hann 2 ár varabæjarfulltrúi. Um helgina heiðraði bæjar- stjórnarflokkur sjálfstæðismanna Jón G. Sólnes og við það tækifæri var honum flutt ávarp það, sem hér fer á eftir: „Nú, þegar þú lætur af störfum í bæjarstjórn Akureyrar eftir 32 ára samfellda setu sem aðalfull- trúi þar, langar okkur vini þína og samstarfsmenn til þess að færa þér þakkir og árnaðaróskir okkar allra. A þessum árum hefur Akureyri stækkað og eflzt svo mjög að stakkaskipti má kalla. Okkur blandast ekki hugur um, að í þeirri þróunarsögu hefur þú átt veiga- mikinn þátt. Áhrifa þinna mun lengi gæta og verka þinna lengi sjá stað. Þá hefur þú ekki átt lítinn þátt í að glæða þann góða samstarfsanda, sem einkennt hefur bæjarstjórn Akureyrar um mörg undanfarin ár. Okkur hefur þú reynzt stórbrot- inn foringi, ráðhollur og ratvís leiðtogi, skemmtilegur félagi og góður vinur. Við höfum verið stolt af þér og fundið með ánægju hverrar virðingar og hvílíkra vinsælda þú hefur notið langt lit fyrir okkar raðir. Við vonum að giftu þeirrar, sem þér hefur fylgt í bæjarstjórn Akureyrar, megi hún njóta framvegis þótt þú hverfir nú þaðan eftir lengri setu en nokkur annar fyrr og síðar. Við vitum að áhugi þinn á heill Akureyrar verður hinn sami eftir sem áður og að við megum enn sem fyrr sækja til þín leiðsögn og heilræði. Við vottum þér virðingu okkar, vináttu og álúðarþökk og árnum þér og fjölskyldu þinni allra heilla. Gísli Jónsson, Sigurður J. Sigurðsson, Sigurður Hannesson, Bjarni Rafnar, Erna Jakobsdóttir, Friðrik Þorvaldsson, Árni Árna- son, Ingi Þór Jóhannsson, Sig- mundur Magnússon, Freyja Jóns- dóttir." — Sv.P. — Andreotti Framhald af bls. 1. yrðu skoðuð sem atkvæða- greiðsla um traust eða van- traust á stjórnina. Það gerði hún meðal annars til að þurfa ekki að taka til athugunar 2.150 breytingartillögur lítilla vinstriflokka sem telja ráðstaf- anirnar grafa undan mannrétt- indum. Samkvæmt ítölskum lögum verður þingið að staðfesta innan 60 daga tilskipanir eins og þær sem stjórnin gaf út eftir ránið á Moro. Samkvæmt lögunum getur lögreglan yfirheyrt grunað fólk án þess það fái að hitta lögfræðinga, hadtaka fólk í allt að sólarhring^ til að kanna skilríki þess, hlera síma í ótakmarkaðan tíma og krefjast upplýsinga af rannsóknardóm- urum. Vitnisburður byggður á hlerunum verður tekinn til greina fyrir rétti. — Rauða herdeildin Framhald af bls. 1. Franceschini, forystumenn Rauðu herdeildanna á Italíu. Hvorki Curcio né hinir fjórtán félagar hans á sakborninga- bekknum sýndu nein viðbrögð við yfirlýsingum Girottos. Þögðu þeir þunnu hljóði í búrum sínum og létu ekki að sér kveða. Girotto skýrði frá því hvernig að hefði borið að hann hefði gengið í samtökin og hvernig síðan hefði svo æxlast til að hann ákvað að hætta þátttöku og aðstoða lögregluna. Hann sagðist vera hlynntur baráttu vinstrisinnaðra hópa sem ynnu í þágu hinna kúguðu, en Rauðu herdeildirnar ættu ekkert skylt við slíkt. Þá bárust um helgina þær fréttir að félagar í Rauðu herdeildinni hefðu skotið og sært alvarlega starfsmanna- stjóra Menarini-bílaverksmiðj- anna í Bologna í gær, mánudag. Segir lögreglan frá því að þrír karlar og ein kona hafi ráðist að manninum Antonio Mazzotti, þegar hann var að fafa til vinnu sinnar. Lögreglan ságði að hann hefði verið skotinn í fætur, maga og brjóst og hann væri í lífshættu. Geta má þess að ítalska lögreglan fann í dag leynistað neðanjarðar í Rómaborg og er búizt við að Rauða herdeildin hafi útbúið þennan felustað til að geyma gísla sína. Tvennt var tekið höndum. Með öllu er óljóst hvort einhverjar líkur eru á að Aldo Moro fyrrv. forsætisráð- herra hafi verið geymdur þarna. — Senda liðsauka Framhald af bls. 1., I Briissel var haft eftir áreiðan- legum heimildum að allar nauð- synlegar ráðstafanir hefðu verið gerðar af opinberri hálfu til að tryggja brottflutning allra belg- ískra borgara frá Kolwezi. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum í kvöld var ástandið enn óljóst í Kolwezi. Zairemenn gerðu gagn- árás í dag, en uppreisnarmenn segja að stjórnarhermenn séu á flótta austur af Kolwezi og að mikið mannfall hafi orðið í liði þeirra. Fréttastofa Zaire skýrði frá því að stjórnin hefði sent fallhlífaher- menn til Kolwezi og yfir stæðu víðtækar gagnárásir gegn 4.000 uppreisnarmönnum FNLC. En samkvæmt öðrum fréttum virðist sókn uppreisnarmanna halda áfram. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum láta uppreisnar- menn mikið að sér kveða í Dilolo á angólsku landamærunum og í Kasaji, mikilvægri samgöngumið- stöð 250 km vestur af Kolwezi. Samkvæmt heimildunum hafa fransksmíðaðar Mirageþotur stjórnarinnar ráðizt á stöðvar uppreisnarmanna. Flugvélar flytja liðsauka til höfuðborgar Shaba-héraðs, Lumumbashi, 300 km austur af Kolwezi, samkvæmt heimildunum. Þaðan mun þetta lið sækja landleiðina til námabæjar- ins. Bardagarnir í Kolwezi virðast aðallega hafa geisað umhverfis flugvöllinn utan við bæinn þar sem flugvélar og þyrlur stjórnar- innar hafa verið eyðilagðar sam- kvæmt heimildunum. Vaxandi uggs gætir um öryggi útlendinga í Shaba-héraði vegna fréttar um að átta Belgar og einn ítali hafi fallið í bardögunum. Áður var haft eftir áreiðanlegum heimildum að fjórir hvítir menn hefðu fallið, þrír Belgar og einn ítali. Uppreisnarmenn sögðu í til- kynningu sem þeir birtu í Brussel að þeir hefðu engan Evrópumann fellt en herlið Mobutus forseta hefði gert árásir á Kolwezi síðan á sunnudag. Þeir sögðu að öryggi væri tryggt. Belgíska utanríkisráðuneytið kvaðst standa í nánu sambandi við stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands og sagði að áætlanir um hugsanlegan brottflutning útlend- inga væri enn í athugun. Meðal hvítu mannanna sem búa í Kolwezi og nágrenni eru 2.800 Belgar, 400 Frakkar, 100 Banda- ríkjamenn og um 20 Bretar. Flestir útlendinganna starfa í kopariðnaðinum. I Lusaka vísaði stjórn Zambíu á bug fullyrðingu Zaire-stjórnar um að hún hefði skotið skjólshúsi yfir uppreisnarmenn og sagði að það yrði ekki gert. Undirbúningur er hafinn í Zambíu til að taka á móti flóttamönnum frá Shaba sam- kvæmt heimildum í Luska. — Eritrea Framhald af bls. 1. það bil helmingur eþíópíska setu- liðsins í Asmara — sem alls er talið skipað 40.000 mönnum — hefði brotizt út úr höfuðborginni og sótt í vestur. I kvöld sagði talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins að hvers konar þátttaka Kúbumanna eða annarra utanaðkomandi afla í síðustu sókn Eþíópíumanna í Erítreu gæti haft mjög truflandi áhrif í öllum þessum heimshluta. Hann gat ekki staðfest hvort Kúbumenn tækju þátt í bardögun- um þótt á þá væri minnzt í eþíópískri tilkynningu um sókn- ina. í Beirút skoraði Ahmed Nasser, yfirmaður ELF-RC, á þjóðir heims að hjálpa Erítreumönnum að hrinda sókn Eþíópíumanna. í Róm sagði talsmaður samtakanna að Eþíópíumenn hefðu ráðizt á stöðv- ar uppreisnarmanna meðfram strönd Rauðahafs milli Assab og Massawa í sex daga með stuðningi flugvéla og herskipa. Hann minntist ekki á Kúbumenn og á þá var heldur ekki minnzt í frétt júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug um átökin. Seinna sagði ELF að mikið manntjón og eignatjón hefði orðið í loftárásum Eþíópíumanna á bæinn Himberty um 30 km vestur af Asmara og þorpin Mekerka og Beda um fimm km lengra í vestri. Það var fréttastofa ELF-RC í Damaskus sem skýrði frá því í gærkvöldi að Eþíópíumenn hefðu byrjað „geysimikla sókn á landi, sjó og í lofti til þess að knýja fram hernaðarlega lausn í Erítreu. ELF-RC og róttækari aðskilnaðar- hreyfing, Alþýðufrelsisfylking Erítreu (EPLF) myriduðu sameig- inlega herstjórn í síðasta mánuði. Búizt hefur verið við meiriháttar sókn Eþíópíumanna í Eritreu síðan í marz þegar þeir bundu enda á stríðið við Sómalíumenn í Ogaden-auðninni og Carter forseti lét í ljós ugg um pærveru 17.000 kúbanskra hermanna í Eþíópíu er hann sagði undirbúa stríð í Eritreu eftir sigurinn í Ogaden. Talsmaður ELF-RC sagði hins vegar í dag að ekkert benti til þess að Kúbumenn tækju þátt í bar- dögunum eða loftárásum á skot- mörk umhverfis Asmara og við Rauðahaf. Hann kvað loftárásirn- ar beinast að stöðvum skæruliða milli Rauðahafshafnanna Massawa og Assab, einu hafna Eþíópíumanna. Vestrænir hernaðarsérfræðing- ar í Beirút telja að án hjálpar Kúbumanna séu litlar líkur á því að Eþíópíumenn geti bundið skjót- an endi á stríðið sem hefur staðið í 17 ár. Landslagið hentar skæru- liðum vel að sögn sérfræðinganna. Næstu fjórar vikur geta ráðið úrslitum um hvort sókn Eþíópíu- manna tekst eða ekki. Regntíminn í Erítreu byrjar venjulega í annarri viku júní og hann hentar skæruliðum vel og torveldar her- flutninga. Sóknin fylgir í kjölfar heim- sókna leiðtoga eþíópísku byltingarstjórnarinnar, Mengistu Haile Mariam ofursta, til Kúbu og Sovétríkjanna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Beirút skoraði Mengistu á Rússa og Kúbumenn að veita Eþíópíumönn- um áþreifanlegan stuðning í alls- herjarsókn gegn skæruliðum í Erítreu sem ráða yfir nær öllu héraðinu og öllum bæjum nema fimm. Palestínski skæruliðaforinginn Georg Habash sagði eftir Kúbuferð í síðasta mánuði að Fidel Castro, þjóðarleiðtogi Kúbu, væri hlynntur samningum um lausn Erítreudeilunnar. — Stúlka slasast Framhald af bls. 48 fékk því svo slæmt höfuðhögg að talið var að hún hefði höfuðkúpu- brotnað. Var hún flutt með flugvél til Reykjavíkur og liggur nú í Borgarspítalanum. Pilturinn slapp mun betur enda hafði hann hjálm. Töluverðar annir voru að öðru leyti hjá lögreglunni í Borgarnesi. Maður slasaðist nokkuð þegar hann ók bifreið sinni á brúarstólpa við Deildargil, skammt frá Húsa- dal. Maðurinn var einn í bílnum og kvartaði á eftir yfir meiðslum í brjóstkassa. Var hann sendur í sjúkrahús í Reykjavík. Þá valt bíll við Eskiholtssneið og hlaut fólkið sem í bílnum var minniháttar meiðsli. _ ______ — Kosninga- dagskrá Framhald af bls. 48 Magnús L. Sveinsson, Páll Gíslason, Markús Örn Antons- son og Elín Pálmadóttir. Af hálfu Alþýðuflokks Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Bjarni P. Magnússon og Helga Möller en Björgvin Guðmundsson tekur þátt í hringborðsumræðunum. Af hálfu Framsóknarflokks- ins taka þátt í þessum fundi Gerður Steinþórsdóttir, Helgi Hjálmarsson, Jónas Guðmunds- son og Kristján Benediktsson en Eiríkur Tómasson í hringborðs- umræðunum. Af hálfu Alþýðu- bandalags koma fram í þættin- um Þór Vigfússon, Guðmundur Þ. Jónsson, Guðrún Ágústs- dóttir, Þorbjörn Broddason, Adda Bára Sigfúsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Fleiri bæjarfélög munu fá inni í sjónvarpi á næstunni. Akureyringar verða þar á laugardag kl. 3, frambjóðendur úr Hafnarfirði á sunnudag n.k. kl. 2 og frambjóðendur í Kópa- vogi kl. 4 sama dag. Á laugardag fyrir kosningadaginn verður á ný kosningafundur vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík og þá í formi hring- borðsumræðna. Gunnar G. Schram mun stjórna öllum þessum umræðum. — Muzorewa Framhald af bls. 46. málum skyldi staðið hvað varðaði Rhódesíu og væri það merkur áfangi. Hins vegar vildi Kaunda ekki útiloka að hann leyfði Kúbön- um og Sovétum að koma inn í Zambíu til að aðstoða skæruliða frá Rhódesíu sem hafa þar bæki- stöðvar. í fréttum frá Salisbury í dag sagði einnig að bráðabirgðastjórn- in hefði orðið ásátt um að Zimbawe undir svartra stjórn myndi verða stýrt af forsætisráð- herra en ekki forseta með fram- kvæmdavald eins og í flestum öðrum blökkumannaríkjum Afríku. Var birt orðsending þessa efnis eftir alllangan fund fram- kvæmdaráðsins. Meðal þeirra sem sátu á fundinum voru Muzorewa biskup, Ian Smith forsætisráð- herra og Ndabaningi Sithole. Var gerð nokkur grein fyrir því hvernig að því kjöri skyldi staðið þegar Zimbawe yrði að veruleika hinn 31. desember n.k. Er ákveðið að þingið kjósi forsetann en samkvæmt sam- komulaginu frá 3. marz eiga sæti á þingi 72 svertingjar og 28 hvítir menn. Sagt var að ákvarðanir um málið hefðu verið teknar einum rómi. Svo virðist því að sögn stjórnmálafréttaritara sem deila Muzorewa biskups við hina aðild- armenn stjórnarinnar muni ekki hafa nein áhrif á framtíðarstarf bráðabirgðastjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.