Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1978 39 Norðurlandamótið í bridge: Lokið við val á landsliðum í gær harst bréf frá Bridgesam- bandi íslands hljóðaði það á þessa leiði Norðurlandamót í bridge fer ifram í Reykjavík dagana 10. til 15. júní n.k. Lið íslands verða þannig skipuð: Opin flokkuri Jón Hjaltason, fyrirliði. Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson. Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson. Kvennaflokkuri Vilhjálmur Sigurðsson, fyrirliði. Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir. Ester Jakobsdóttir — Ragna Ólafsdóttir. Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir. Unglingafl.i Sverrir Ármannsson, fyrirliði. Guðmundur P. Arnarson — Egill Guðjohnsen. Þorlákur Jónsson — Haukur Inga- son. Sigurður Sverrisson — Skúli Einarsson. Bikarkeppni sveita fer fram í sumar, þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 25. maí. Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Engin firmakeppni í vor? Samkvæmt mótaskrá Bridge- sambands Islands átti að hefj- ast í kvöld firmakeppni BSI, sem jafnframt er íslandsmót í einmenningi. Að sögn kunnugra verður ekkert úr því að mótið verði haldið nú, en að það verði trúlega haldið í haust. Stærstu keppnum keppnistímabilsins er því lokið Tafl- og bridgeklúbburinn Síðasta spilakvöld T.B.K. verður fimmtudaginn 18. maí kl. 20.00 í Domus Medica. Spilað verður með því sniði að kosið verður í tvö lið og glímt að hætti bænda til forna (sveita- keppni). Allir þeir fjölmörgu sem spiluðu hjá félaginu í vetur eru hvattir til að mæta í þessa lokaspilamennsku hjá félaginu. Þá má benda á að ekki skiptir máli þó spilarar komi stakir til glímu. Til að hægt verði að hefja spilamennskuna á réttum tíma eru bændur, húsfreyjur og hjú hvött til að mæta tímanlega. Bridgefélag Reykjavíkur Lokið er þremur umferðum í aðalsveitakeppni keppnistíma- bilsins. Staða efstu sveita er þessi: Sveit stig 1. Hjalta Elíassonar 51 2. Guðmundar T. Gíslasonar40 3. Jóns Hjaltasonar 39 4. Stefáns J. Guðjohnsen 38 Samhliða sveitakeppninni hafa félagsmenn leikið sér í tvímenningskeppnum, eitt kvöld hverri. Er þá fjórða hluta spilagjalda varið til að verð- launa efsta par og afhent á næsta spilakvöldi. Tveir fimm- tán ára peyjar, Bragi Bragason og Karl Logason, sigruðu í fyrsta tvímenningnum en þann 26. apríl urðu þessi pör efst: 1. Runólfur Pálsson og Sigurður Vilhjálmsson, báðir um eða tæplega tvítugir og mjög efni- legir spilarar. 2. -3. Valur Sigurðsson og Páll Valdimarsson. 2.-3. Sigríður Rögnvaldsdóttir ásamt Sveini Sigurgeirssyni. Næst verður spilað í Domus Medica í kvöld og nægir væntan- legum þátttakendum í tvímenn- ingi að mæta fyrir kl. 20. ROYAL ávaxtahlaup Góður eftirmatur LeysiS upp inni- haid pakkans í 1 bolla af sjóS- andi yatni og bœtið í 1 bolla af köldu Yatni. Hellið í mót. RIP 8291 Bifreiðar á kjördag D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum ýmsu bifreiðastöðvum D-listans á kjördag. Frambjóðendur heita á stuðningsmenn listans að breðgast vel viö og leggja listanum lið m.a. meö því aö skrá sig til aksturs á kjördag 28. I maí næstkomandi. Vinsamlegast hringiö í síma: 86216—82900. Skráning bifreiöa og sjálfboðaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. ....................... .. Jj-lisfinn LUTZ TEUTL0PP GRAFELDUR HF. w W ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 SÍMI-26540

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.