Morgunblaðið - 30.05.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 30.05.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 5 Útför Jónínu Guðmundsdóttur. sem var formaður Húsmæðra- félags Reykjavíkur í fjölda ára. var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Konur úr Sjáifstæðiskvennaféiaginu Hvöt, Húsmæðrafélagi Reykjavíkur og Bandalagi ísl. kvenna báru kistuna úr kirkju. ruddust fram, bókstaflega sópuðust niður og undir vélina, en vélin nálgaðist markið mjög hægt og sígandi, nokkrir metrar í klettana, en nær varð hún að fara, miklu nær. Undirritaður sat á milli flugmannanna, á þeim sáust engin svipbrigði, aðeins alvara og ein- beitni. Fet eftir fet nálgaðist vélin bergvegginn, spaðaendarnir voru rétt ofan við klettabrúnina og búkur vélarinnar tvo til fimm metra frá bergveggnum, þar héldu þeir henni fastri, og maður var látinn síga niður á nefið þar sem hinn slasaði var fyrir ásamt þeim sem með honum var og einum úr björgunarsveitinni. Þegar maður- inn hafði losað sig við taugina úr vélinni færði hún sig frá klettun- um. Aftur fór hún svo að þegar karfan var send niður, þegar hinn slasaði var tekinn upp, og þar með snjöllu nákvæmnisverki lokið, sem aðeins er fært þrautþjálfuðum mönnum með fullkomnustu tækjum. Það var einróma álit allra sem sáu þessa björgun, að þeir hefðu ekki trúað því að óreyndu, að hægt væri að sýna slíka leikni við stjórn þyrlu við þessar aðstæður. Vél og áhöfn stóðust því þessa prófraun í björgun við fuglabjörg okkar með ágætum og sendum við þeim og húsbændum þeirra beztu þakkir fyrir. Þórður. Maðurinn var lagður inn á slysadeild Borgarspítalans og við nánari rannsókn kom í ljós að hann var minna meiddur en haldið var í fyrstu, t.d. hafði hann ekki höfuðkúpubrotnað eins og haldið var og er líðan hans nú eftir atvikum. Hrapaði 20 metra í Bjarnarnúpi: Látrum 28. maí ÞAÐ óhapp varð á iaugardag- inn er 3 menn fóru að gamni sínu niður á svokallað Heimrasetur í Bjarnanúpi til eggjatekju í fjalli milli Látra og Breiðavíkur að einn maður hrapaði 15—20 m og hlaut við það skurð á höfði og fleiri meiðsl. Óhappið bar að með þeim hætti að maður var að draga sig í handvað upp af nefndu Setri, en er hann var kominn langleiðina upp urðu honum með einhverjum hætti lausar hendur á vaðnum og féll þá og kom niður á kálhnúsk með höfuð og herðar, en stakkst svo aftur kollhnís og kom þá í aur- skriðu sem í var eggjagrjót og skarst þar á höfði og rann áfram en þá hljóp til maðurinn sem var með honum niðri og náði í öxl hans og stöðvaði þar með hrapið. Það blæddi mikið úr höfuðsárinu en félagi hans fór úr skyrtu sinni og vafði um höfuð hans og stöðvaði blóðrennslið, hagræddi svo hinum slasaða sem var þá varla með meðvitund. Þriðji maðurinn sem gætti vaðarins ofar í fjallinu fór nú heim að Látrum að sækja hjálp. Haft var samband við lækni á Patreksfirði, og hann beðinn að fá aðstoð Björgunarsveitarinnar á Patreksfirði, og hann kæmi á staðinn með sjúkrakörfu og sjúkrabíl. Samtímis símaði undirritaður í neyðarsíma Slysavarnafélagsins, þar var á vakt Óskar Þór Karlsson, og bað um að fá senda björgunar- þyrlu ef mögulegt væri, með lækni, ef takast mætti að ná hinum slasaða beint af slysstað í þyrluna. Eftir skamma stund, símaði Hannes Hafstein og sagði að þyrlan kæmi. Björgunarsveitin á Patreksfirði brá hart við og var komin á sjúkrabíl eftir klukkustund, en því miður með engan lækni, en það kom ekki til mála að hreyfa manninn til að draga hann upp klettana nema læknir væri með í ráðum. Það var því farið með teppi og fatnað til að hlúa að hinum slasaða. Björgunarsveitin gerði allt klárt til að ná hinum slasaða upp úr klettunum ef þyrlan kæmist ekki svo nærri berginu, en það var sjáanlega mjög áhættusamt fyrir- tæki. Eftir eina og hálfa klukkustund frá því haft var samband við Siysavarnaf. Isl. var þyrlan lent á flugvellinum á Látrum, og undir- ritaður fór um borð, fullur eftir- væntingar um hvernig þetta undratæki mundi reynast i þeirri prófraun sem framundan var við hengiflug okkar fuglabjarga um hávarptímann þegar allt er mor- andi í fugli. Allt var tilbúið og undirritaður vísaði á staðinn svo hófst aðflugið. Þyrlan kom að staönum í 100 m hæð, hundruð þúsunda af fugli Það var á þessari nös sem maðurinn hrapaði. Þyrlan aðeins 2 metrafrá klettaveggnum þegar maðurinn var hífður upp F A T er tækifærið Úrval nýlegra bíla Greiðslukjör við allra hæfi Bílaskipti — Aldrei meira úrval. Látiö ekki happ úr hendi sleppa, og kaupiö góöan bíl fyrir sumariö. Opió FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI laugardag Davíð Sií*urðsson hf’. SIOUMULA 35. SIMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.